Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 FYRIRTÆKIÐ Klæðning ehf. í Hafnarfirði átti lægsta tilboðið í gerð Raufarhafnarvegar, en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Tilboð Klæðningar hljóðaði upp á 250 milljónir króna sléttar en áætl- aður verktakakostnaður Vegagerð- arinnar var rúmar 447 milljónir króna. Tilboðið er því 55,9 prósent af áætluninni. Alls buðu 10 verktakafyrirtæki í verkið. Næstlægstir voru KNH ehf., Ísafirði sem buðust til að vinna verk- ið fyrir 266.8 milljónir og svo kom Hektar ehf., Reykjavík, sem bauð 275,9 milljónir. Öll tilboð í verkið voru undir áætlun. Er það í takt við flest útboð Vegagerðarinnar sem af er þessu ári. Um er að ræða tengingu Rauf- arhafnar við Hófaskarðsleið og þar með við Kópasker. Vegurinn er alls 14,1 kílómetrar að lengd. Verkinu á að vera að fullu lokið 1. október 2010. Tilboð voruð opnuð samtímis í Reykjavík, á Akurreyri og á Reyð- arfirði. sisi@mbl.is Öll tilboð voru undir áætlun Nýr Raufarhafnar- vegur tilbúinn 2010 Morgunblaðið/Júlíus Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is BÚIÐ er að úrskurða nær alla fram- boðslista fyrir komandi kosningar gilda. Enn eru nokkrir annmarkar á listum Lýðræðishreyfingarinnar í fjórum kjördæmum af sjö, sem hefur fengið frest til dagsins í dag til að laga það sem aflaga er. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjör- dæmi úrskurðaði í gær alla sjö listana gilda fyrir komandi kosningar. Að sögn Ríkharðs Mássonar, formanns yfirkjörstjórnar, voru annmarkar á lista Lýðræðishreyfingarinnar. Rík- harður segir hins vegar að þeir hafi ekki verið nægjanlega miklir og því hafi listinn verið samþykktur. Hann segir að nokkrir frambjóðendur á list- anum hafi ekki gefið upp í hvaða kjör- dæmi þeir byðu sig fram. Túlka verði hins vegar allan vafa frambjóðendun- um í hag. Listarnir hafa verið sendir landskjörstjórn, sem mun taka end- anlega ákvörðun. Einnig er búið að úrskurða alla sjö framboðslista í Suðurkjördæmi gilda. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfir- kjörstjórnar, segir að listarnir verði sendir til landskjörstjórnar í dag. Karl Gauti tekur í sama streng og Ríkharður varðandi þá annmarka sem voru á framboðslista Lýðræðis- hreyfingarinnar, þ.e. að túlka verði allan vafa framboðunum í hag. Hann segir 31. gr. kosningalag- anna ekki vera nægjanlega skýra og því hafi verið ákveðið að úrskurða listann gildan. Þar segir aðeins: „Á framboðslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þing- sætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri.“ Þá er búið að úrskurða sex fram- boðslista gilda í Norðausturkjör- dæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Um er að ræða lista Borgara- hreyfingarinnar, Frjálslynda flokks- ins, Sjálfstæðisflokksins, Framsókn- ar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Lýðræðishreyfingin hefur hins vegar fengið frest til dagsins í dag, í flestum tilvikum til hádegis, til að gera bragarbót á listunum. Flestir listar taldir gildir Mismunandi afstaða kjörstjórna gagn- vart listum Lýðræðishreyfingarinnar Morgunblaðið/Eyþór Kosning Listar sex framboða af sjö hafa verið úrskurðaðir gildir. Í HNOTSKURN »Sjö framboð vilja bjóðafram í öllum sex kjör- dæmum landsins. »Afstaða yfirkjörstjórnagagnvart framboðslistum Lýðræðishreyfingarinnar er ólík. Í tveimur kjördæmum er allur vafi túlkaður framboð- unum í hag. »Endanleg ákvörðun er íhöndum landskjör- stjórnar. „ÞETTA var rosalega góð tilfinn- ing, sérstaklega þegar við kom- umst í úrslitin. Þá var ég svo ánægður að ég brosti bara og reyndi mitt besta. Mér leið rosa- lega vel,“ segir Pétur Fannar Gunnarsson, 11 ára samkvæm- isdansari sem ásamt 10 ára dans- félaga sínum Anítu Lóu Hauks- dóttur, náði þeim árangri að komast í úrslit í „ballroom“ döns- um í stórri alþjóðlegri danskeppni sem stendur nú yfir í Blackpool. Alls hófu 114 pör keppnina í flokknum og voru þau Pétur og Aníta meðal átta para sem dönsuðu til úrslita. Að sögn móður Anítu, Estherar Níelsdóttur, hefur íslenskt par ekki komist í úrslit í keppninni í þessum flokki síðan 1997, þegar það gerð- ist í fyrsta sinn. „Þannig að þetta er stórkostlegur árangur.“ Árangurinn er ekki síst glæsi- legur þegar litið er til þess að tölu- verð veikindi hafa hrjáð dansparið að undanförnu. „Við erum bæði bú- in að vera rosalega veik og ég var búinn að vera með lungnabólgu frá því í febrúar. Ég er samt orðinn betri núna,“ segir Pétur, en þó má heyra hann hósta í símann. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau lengi æft saman sporin. „Við byrj- uðum að dansa þegar við vorum fjögurra ára en við æfum í dans- deild ÍF,“ segir Aníta. Þau hafa líka nokkrum sinnum keppt í út- löndum áður og m.a. orðið Kaup- mannahafnarmeistarar þrisvar sinnum á ferlinum. Núna náðu þau hins vegar 8. sætinu í „ballroom“ og má heyra á Anítu að sá árangur sé varla síðri. „Það er mjög gott að komast svona langt af því að þetta er mjög erfið keppni, eða stærsta keppnin fyrir 11 ára dansara.“ ben@mbl.is Íslenskt danspar í úrslitum í stórri alþjóðlegri keppni Sigurreif Aníta og Pétur tóku við viðurkenningu fyrir árangurinn. „Brosti bara og reyndi mitt besta“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is GUÐLAUGUR Þór Þórðarson al- þingismaður hefur sent erindi til Innri endurskoðunar borgarinnar þar sem hann ósk- ar eftir úttekt á störfum sínum sem stjórnar- formaður Orku- veitu Reykjavík- ur. „Það eru mínir hagsmunir að þessar upplýsing- ar liggi fyrir sem fyrst,“ segir Guð- laugur Þór. Inntur eftir því hvort hann hyggist verða við þeirri áskorun að opna bók- hald sitt í tengslum við prófkjör segir Guðlaugur Þór sjálfsagt að gera það að því gefnu að aðrir flokkar og aðrir einstaklingar geri það líka. „Enda tel ég hæpið að taka út einn og einn frambjóðanda.“ Spurður hvort hann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að hvetja menn til að aðstoða við fjáröflun fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í árslok 2006 eða hann verið beðinn um slíkt svarar Guð- laugur Þór: „Ég tók þetta ekki alveg upp hjá sjálfum mér heldur kom þetta upp í samtali við þáverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins,“ segir Guðlaugur Þór, og vísar þar til Andra Óttarssonar. „Aðalatriðið í málinu er að það ligg- ur alveg fyrir hver tók ákvarðanir í þessu máli, hver ber ábyrgð á því og það er ekki þannig að einn eða neinn geti tekið það upp hjá sjálfum sér að safna einhverjum peningum.“ Spurður hvort hann telji að málið muni skaða hann og Sjálfstæðisflokk- inn í komandi alþingiskosningum svarar Guðlaugur Þór því neitandi og bendir á að þrátt fyrir styrkjaumræð- una alla sé Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig fylgi milli kannana. Sem dæmi hafi Sjálfstæðisflokkurinn bætt við sig 0,3% fylgi í Reykjavíkurkjör- dæmi norður frá síðustu könnun. „Það er ljóst að við erum að auka við fylgi okkar á landsvísu, enda tvær kannanir sem staðfesta það. Það er því enginn vafi í mínum huga að Sjálf- stæðisflokkurinn er í sókn þrátt fyrir það að ákveðnir fjölmiðlar hafa hagað sér eins og þeir hafa gert.“ Ekki tekið upp hjá sjálfum sér Guðlaugur Þór hefur sent erindi til Innri endurskoðunar borgarinnar Í HNOTSKURN »Guðlaugur Þór Þórðarsonmun leiða lista sjálfstæðis- manna í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosn- ingum. »Hann hefur setið á Alþingisíðan 2003. Guðlaugur Þór Þórðarson GRÉTAR Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, vék að fjárstyrkjum til Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í ræðustól á Alþingi í gær. Sagði hann ömurlegt að vita til þess þeg- ar stjórnmálaflokkur hefði þegið mútur. „Ég segi mútur, og stjórn- málamenn vita upp á sig skömmina. Þegar um óeðlilega háar fjárhæðir er að ræða í styrkjum til stjórn- málaflokka eru það ekkert annað en mútur,“ sagði hann. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, brást við um- mælum Grétars og beindi því til forseta að hann brygðist við því þegar svo alvar- legar ásakanir væru settar fram í ræðustól um mútuþægni. „Það er ekki við hæfi að þing- menn beri svona hver á annan sem staðlausa stafi,“ sagði hún. Setti fram ásakanir um mútu- þægni í ræðustól þingsins Grétar Mar Jónsson íslenskur ríkisborgari www.okkarsjodir.is Í stað þess að greiða örfáum einstaklingum ofurlaun gætu lífeyrissjóðirnir byggt hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir aldraða. Jóhanna, nú er valdið í þínum höndum. Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 20.000 manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign! Nýtum sjóðina í þágu fólksins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.