Morgunblaðið - 16.04.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009
Alþingiskosningar 25. apríl 2009
Kjörstaðir í Reykjavík
Í Reykjavíkurkjördæmi suður:
Hagaskóli
Hlíðaskóli
Breiðagerðisskóli
Ölduselsskóli
Íþróttamiðstöðin Austurbergi
Árbæjarskóli
Ingunnarskóli
Í Reykjavíkurkjördæmi norður:
Ráðhús
Kjarvalsstaðir
Laugardalshöll
Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi
Borgaskóli
Ingunnarskóli
Klébergsskóli
Kjörfundur hefst laugardaginn 25. apríl kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00.
Sérstök athygli kjósenda er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis
persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi
og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yfirkjörstjórnar suður verður á kjördegi 411
4920.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur á kjördegi í Ráðhúsi
Reykjavíkur og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yfirkjörstjórnar norður verður á
kjördegi 411 4910.
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum
norður og suður
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 25. apríl
nk. liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 17. apríl nk. fram á
kjördag. Vakin er athygli á að kjörskrárnar verður einnig að finna á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá.
Athugasemdum vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu
borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is.
Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir
vegna skráningar í kjörskrá.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður
Skrifstofa borgarstjórnar
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Costa del Sol
3. maí - 18 nætur
21. maí - 12 nætur
12 eða 18 nætur - ótrúleg kjör!
Aðeins örfá herbergi í boði!
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í maí til Costa del
Sol. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað og gistu á Hotel Betania
sem er einfalt en notalegt og vel rekið hótel sem opnaði árið 2006 býður
mjög góða staðsetningu í Benalmádena. Örstutt er að fara á ströndina og
eins að rölta niður að hinni vinsælu snekkjubátahöfn. Við hótelið er sund-
laug, bar, sólbaðsaðstaða, veitingastaður/kaffitería, sjónvarpsstofa, inter-
netaðgengi fyrir gesti o.fl.. Á Hotel Betania eru 53 herbergi sem eru með
gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi, loftviftu til loftkælingar og bað-
herbergi. Hálft fæði er innifalið í gistingu, þ.e. morgun- og kvöldverður.
Verð frá kr. 99.990
12 nætur með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Betania **+ í 12 nætur með hálfu
fæði. Sértilboð 21. maí til 3. júní.Auka-
gjald fyrir einbýli kr. 34.000.
Ótrúlegt sértilboðHotel Betania· Nýlegt og notalegt hótel· Frábær staðsetning
Verð kr. 114.900
18 nætur með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Betania **+ í 18 nætur með hálfu
fæði. Sértilboð 3.-21. maí. Aukagjald fyrir
einbýli kr. 47.000.
RAGNA Árnadóttir dómsmálaráð-
herra segir að störf franska rann-
sóknardómarans Evu Joly fyrir Ólaf
Þór Hauksson, sérstakan saksókn-
ara, snúi einkum að ráðgjöf.
Borin var undir Rögnu grein sem
Brynjar Níelsson hæstaréttar-
lögmaður skrifaði í Morgunblaðið í
gær. Þar hélt Brynjar því m.a. fram,
að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf
til að koma að rannsókn sérstaks sak-
sóknara vegna yfirlýsinga sinna um
mögulega sekt sakborninga. Ráðn-
ingin gæti hugsanlega valdið því að
rannsóknin og möguleg saksókn
ónýttist, þar sem sakborningar hefði
ekki hlotið réttláta málsmeðferð.
„Ég get sem dómsmálaráðherra
ekki tjáð mig um rannsókn hins sér-
staka saksóknara, en get þó bent á að
hann hefur gert samstarfssamning
við Evu Joly sem felur í sér að hún
hefur einkum með höndum ráðgjöf
um meðferð réttarbeiðna milli landa
auk ráðgjafar um tengsl við erlenda
sérfræðinga á ýmsum sviðum, svo
sem endurskoðendur vegna grein-
ingar á bókhaldsgögnum og upp-
gjörum banka, rannsókn eignar-
tengsla og við að rekja slóð fjármagns
milli bankastofnana og ríkja auk ráð-
gjafar um samhæfingu innlendra
rannsóknaraðila. Það er síðan í hönd-
um hins sérstaka saksóknara að taka
ákvörðun um rannsókn eða saksókn í
einstökum málum,“ segir Ragna.
sisi@mbl.is
Joly fyrst
og fremst
ráðgjafi
Gera yfirlýsingar
Joly hana vanhæfa?
VORSTEMNING hefur verið í loftinu að undanförnu og samkvæmt veður-
spám er útlit fyrir nokkur hlýindi næstu daga. Fátt er þá betra en að fara
út og viðra fjölskyldumeðlimi, fjórfætlinga sem aðra fjörkálfa.
Morgunblaðið/Eggert
Vorstemning í loftinu
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
VERULEGAR breytingar hafa orð-
ið á þinglýsingum skjala hjá emb-
ætti sýslumannsins í Reykjavík síð-
ustu mánuði. Í stað þess að
kaupsamningum, afsölum og nýjum
lánum sé þinglýst eins og ætla má að
hafi verið stór hluti þinglýsinga árin
2006, 2007 og fram á árið 2008 eru
þinglýsingar vegna skilmálabreyt-
inga á lánum nú meira áberandi.
Ef lántakandi hefur til dæmis
fengið frystingu lána þarf að breyta
skilmálum og þinglýsa breytingunni
og samþykki veðhafa. Þó getur verið
um óbein ný lán að ræða í því formi
að vanskilum sé bætt ofan á lánið.
Aðspurð hvað kostar að þinglýsa
skilmálabreytingum sagði Bergþóra
Sigmundsdóttir, deildarstjóri þing-
lýsinga- og skráningadeildar, um
nokkra möguleika að ræða. Ekki
þarf að greiða stimpilgjöld né þing-
lýsingarkostnað af vanskilum á fast-
eignaveðlánum einstaklinga sam-
kvæmt lögum sem gilda til ársloka.
Ef sótt er um skilmálabreytingu á
fasteignaláni einstaklings sem er í
skilum þarf hins vegar að greiða
1.350 krónur í þinglýsingargjald af
hverju bréfi.
Mikið þinglýst 2007
Fyrstu þrjá mánuði ársins bárust
10.070 skjöl til þinglýsingar hjá
sýslumanninum í Reykjavík, þar af
3.746 í marsmánuði, 2.901 í febrúar
og 3.424 í janúar.
Móttekin skjöl til þinglýsingar ár-
ið 2008 voru samtals 42.504 eða rúm-
lega 3.500 á mánuði. Árið 2007 voru
62.855 skjöl móttekin til þinglýs-
ingar og 54.444 árið 2006.
Margir þinglýsa
breyttum skilmálum
Skilmálar Þinglýsingar vegna
breytinga á lánum eru áberandi.
Minna um kaup-
samninga og ný lán