Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 ✝ Jóhanna GeirlaugPálsdóttir (Gilla) fæddist á Vatnsenda í Eyjafirði 19. maí 1924. Foreldrar hennar voru Páll Hólm Jónsson, 1897- 1968, og kona hans, Stefanía Ein- arsdóttir, 1894-1967. Systkini hennar voru Sveinbjörg Kristjana, 1918-1987, Sigurlína, 1920-1995, Sigrún Pálína, 1925-1952, og Valdimar, 1931-1983. Fimm ára fluttist Gilla til Ak- ureyrar og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu, Jóni Jónssyni frá Hólum í Eyjafirði, 1874-1959, og Sveinbjörgu Kristjönu Pálsdóttur, 1872-1953, frá Vatnsenda. Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, vann Gilla fyrst við afgreiðslustörf í verslun Balduins Ryel, en hjá Pósti og síma 1945-55. Auk þess gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir Vörð (félag ungra sjálfstæðismanna) og fyrir kvenfélagið Framtíðina. Hún eignaðist dóttur, Jónu 1943; faðir Jónu var Geoffrey James F. Burg- ess frá Yorkshire, 1915-2000. Árið 1955, þegar fyrsta lög- reglukona á Íslandi, Vilhelmína Þorvaldsdóttir, hafði starfað um skeið í Reykjavík, var Gillu boðin næsta staða í kvenlögreglunni. Hún fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði sem lög- reglukona til ársloka 1956 en giftist það ár Bjarna J. Gíslasyni, 1915-2001, lögreglu- varðstjóra á Kefla- víkurflugvelli og flutti til Keflavíkur. Þar byrjaði Gilla aft- ur að vinna hjá Pósti og síma og vann þar nær óslitið til 70 ára aldurs við sívaxandi ábyrgð, síðustu tíu árin sem póstmeist- ari á Keflavík- urflugvelli. Jafnframt umsvifamikilli at- vinnu var Gilla jafnan eftirsótt til trúnaðarstarfa af mörgu tagi. Hún var formaður Barnavernd- arnefndar Suðurnesja um árabil, formaður Soroptimistasambands Íslands og ýmist forkólfur eða öfl- ugur þátttakandi í Toastmistress- félaginu, Kvennaklúbbi Karlakórs Keflavíkur, Gigtarfélagi Suð- urnesja, Systrafélagi Keflavík- urkirkju og öðrum félagsskap. Synir Gillu og Bjarna eru tveir, Sveinbjörn (f. 1957) og Bjarni Geir (f. 1959). Gilla eignaðist átta barnabörn og fjögur barna- barnabörn. Gilla lést á Dvalarheimilinu Garðvangi, Garði, föstudaginn 3. apríl 2009 og verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudag- inn 16. apríl. Eitt sinn verða allir menn að deyja eins og segir í textanum góða, og vissulega er það svo. Þann 3. apríl síð- astliðinn var einmitt sú stund runnin upp hjá elskulegri ömmu minni, henni Jóhönnu G. Pálsdóttur, því langar mig í nokkrum orðum að minnast hennar með þökk í hjarta fyrir þau rúmlega 30 ár sem ég átti með henni. Þegar ég hugsa til æsku minnar verður ekki hjá því komist að hugsa til ömmu Gillu eins og hún var alltaf kölluð og afa Bjarna því þessi heið- urshjón spiluðu gríðarstórt hlutverk á mínum uppvaxtarárum. Það var nú einfaldlega þannig að varla leið sá dagur að ekki kæmi maður í Hátún 20 og seinna meir í Hornbjargið við Kirkjuveg til að kíkja á gömlu hjónin, alltaf mætti manni sama góða viðmót- ið og hlýjan á því heimili. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að greiðabetri manneskju en hana ömmu mína hef ég aldrei hitt, engin var sú ósk eða sú beiðni sem maður bar á borð sem ekki var uppfyllt því allt vildi hún fyrir alla gera. Hin ýmsu félagsstörf voru ömmu hugleikin enda var félagslyndi henn- ar með afbrigðum, það sem henni var þó einna hugleiknast voru barna- verndarmál og vann hún um langt skeið fyrir Barnavernd Keflavíkur. Ég tel að þau störf sem hún vann þar hafi mótað hennar persónu fyrir lífs- tíð allt þar til yfir lauk þar sem ekkert mátti hún aumt sjá svo ekki yrði við því brugðist og rétt fram hjálpar- hönd, hönd sem var styrkari en flest annað. Maður þurfti því ekki að leita langt þegar eitthvað bjátaði á, maður fór bara til ömmu Gillu og málinu var kippt í liðinn hið snarasta. Það var nú reyndar þannig að oft var það erfi- leikum háð að ná henni einni til að ræða hin ýmsu mál því vinmörg var hún og umgangur á heimili ömmu og afa því með mesta móti, enda vildi hún hafa það þannig. En þá sjaldan það gerðist að maður náði henni einni átti maður með henni dýrmætar Jóhanna Geirlaug Pálsdóttir stundir, stundir sem nú lifa í minning- unni og hlýja manni um hjartarætur. Það er með depurð í hjarta sem ég kveð elskulega ömmu mína en þó einnig með ákveðnum létti því ég veit að hún er hvíldinni fegin eftir langt ævikvöld. Hún hafði lokið hlutverki sínu hér og það vel, og var tilbúin til að ganga á fund afa fyrir handan til að takast á við ný verkefni. Guð blessi og vaki yfir sálu hennar. Mig langar til að þakka öllum þeim yndislegu starfsstúlkum Dvalarheim- ilisins Garðvangs og þá sérstaklega Ásdísi systur fyrir hlýhug þeirra og umönnun til handa ömmu síðustu ár. Guð blessi þær. Gísli G. Bjarnason. Móðir mín hringir í mig í hádeginu og segir mér að amma sé mikið veik og sé sennilega bara að kveðja okkur svo ég dreif mig út á Garðvang. Það er mikil huggun í því að líkt og þegar afi dó að þá vorum við hjá henni og sátum hjá henni þessa síðustu klukkutíma sem hún lifði. Þessir síðustu 16 mánuðir sem við áttum saman á Garðvangi voru mér mikils virði; skoða með henni mynda- albúmin og hlusta á tónlist með henni þegar ég dúllaði við hana fyrir svefn- inn á kvöldin. Nú hef ég háttað hana elsku ömmu mína í hinsta sinn því nú er hún sofn- uð svefninum langa, ég hef boðið henni góða nótt í hinsta sinn, beðið guð að geyma hana og sagt henni hvað mér þykir vænt um hana. Þegar ég hugsa um ömmu og afa þá eru minningarnar endalausar og ég gæti skrifað heila bók um þær. Amma var alltaf svo góð og hún gerði allt fyrir okkur, hún var svo mikil amma, hún kallaði okkur alltaf hjartagullin sín og kallaði mig líka litla frímerkið sitt því að ég var gjör- samlega límd við hana. Elsku amma, nú ertu farin frá okk- ur, þú ert komin á betri stað og ert komin í faðm afa á ný. Þín er sárt saknað, minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Ég kveð þig með söknuð og sorg í hjarta og þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig í gegnum árin. Ég vil enda þetta á textabroti úr lagi eftir hann afa minn heitinn, en þetta lag söng ég fyrir hana elsku ömmu og hún trallaði með. Fegurð enn í fjöllum býr faðmur Dalsins grænn og hlýr. Sveinar enn þar fara á fund við fögur sprund. Ásdís Bjarnadóttir.  Fleiri minningargreinar um Jó- hannu Geirlaugu Pálsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Helga Sigrún Bec-ker, áður Sigurð- ardóttir, fæddist í Reykjavík 14. júní 1942. Hún lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi, Fossvogi, að kvöldi 8. apríl. Helga var fósturbarn hjónanna Sigurðar Ei- ríkssonar, bónda á Lundi í Mosfellsdal, f. 3. apríl 1903, d. 17.4. 1994, og Guðrúnar Hersilíu Jónsdóttur, f. 17.12. 1900, d. 2.2. 1957. Föðuramma Helgu var Helga Þórðardóttir, f. 24.12. 1876, d. 9 júlí 1966. Fósturbróðir Helgu er Þórður Gunnar Sigurðsson, f. 22.7. 1949, kvæntur Úrsúlu Kristjánsdóttur, f. 29. júlí 1953. Eiga þau saman tvö börn, Einar Örn og Hjálmar. Fyrir á Þórður 3 börn, Jón, Jóhann og Önnu. Helga kvæntist Edward Phil- ip Becker, f. 28.2. 1947, og eignuðust þau börn- in Edward Philip Bec- ker, f. 21.5. 1969, og Jacqueline Michelle Becker, f. 24.4.1973, börn þeirra eru Máni Karl, f. 23.8. 1998, og Gabríel Andri, f. 21.6. 2003. Fyrir átti Helga einn son, Sigurð Odd Gylfason, f. 9.10. 1961. Fyrstu tvö ár ævi sinnar bjó Helga með foreldrum sínum í Skip- holti en fluttist svo að Lundi í Mosfellsdal. Helga stundaði nám í Brúarlandsskóla í Mosfellsveit. Helga hóf störf við Háskóla Íslands 1977, með viðkomu á nokkrum stöð- um í gegnum lífið, en vann enn hjá Háskólanum til dauðadags. Útför Helgu fer fram frá Lága- fellskirkju í dag, 16. apríl 2009, kl. 15. Mamma. Þetta er líklega fyrsta orðið sem ég lærði að segja. Mamma, orðið sem ég hef sjálfsagt notað hvað oftast í æsku og fram til þessa dags. Mamma er sú sem var alltaf til staðar fyrir mig. Mamma sú sem kyssti á ennið á mér og strauk mér þegar ég var lasin. Mamma var sú sem fylgdi mér í gegnum lífið og varð besta vin- kona mín. Mamma var sú sem elskaði mig fyrirvaralaust og án allra skuld- bindinga og kenndi mér muninn á réttu og röngu. Loksins ertu komin á betri stað, líð- ur betur og full af orku. Ég er næstum jafn viss að þú hefur hitt alla þá sem hafa farið yfir móðuna miklu og þar hafi staðið fyrstur til að taka á móti þér pabbi þinn. Þegar ég hugsa um þig og til þín fyllist ég söknuði. Ég vildi að ég hefði fengið meiri tíma með þér en síðustu 8 vikur með þér voru ómetanlegur tími. Þegar ég var ung voru víst alltaf læti í mér, þú sagðir að ég hefði verið erfið og öskrað eins og enginn væri morgundagurinn. En fyrir ekki löngu sagðir þú við mig einn daginn þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn að ég hefði breyst svo mikið. Þú sagð- ir: „Í dag ertu róleg, umhyggjusöm, skipulögð og stolt tveggja barna móð- ir og gift góðum manni.“ Ég man að ég fussaði aðeins yfir þessu og sagði við hana: „Nei, var ég svona erfið við þig?“ Þegar mamma mín var orðin veik þá sagði hún daglega við mig að ég væri svo sterk og dugleg að vera hjá henni. Henni þætti ekkert betra en þegar hún sæi mig koma inn til sín. Það er mér dýrmætt að hafa verið elskuð svo af móður minni og getað hugsað um hana hennar síðustu vikur, daga og klukkustundir og getað veitt henni einhverja hvíld, frið, ró og hug- hreystingu í veikindum sínum. Fyrir ellefu árum fæddist eldri son- ur okkar. Þú svo stolt þegar þú leist hann Mána augum. Þið voruð miklir vinir og milli ykkar mynduðst órjúf- anleg vináttubönd, sönn vinátta og svo miklu meira heldur en bara amma og barnabarn. Sorgin og söknuðurinn er mikill hjá honum Mána. Hann saknar þín ógurlega en veit að þið fáið að hitt- ast aftur einn daginn. Fyrir um sex árum fæddist yngri sonurinn. Jafn mikil gleði var fyrir móður mína að líta hann, Gabríel, augum þó hún hafi fljótt séð að hann var næstum alveg eins og ég. Hann saknar þín ógurlega. Ömmubörnin svo svart og hvítt og hafðir þú orð á því að það væri nú gott að þeir væru ekki of líkir hvor öðrum. Mikið varstu stolt af þeim. Þeir voru ljósið í lífinu þínu. Þú gerðir allt fyrir þá, varst mikið með okkur og borðaðir oft í viku kvöldmat hjá okkur. Baráttunni er lokið og ég kveð þig með miklum söknuði, elsku besta mamma mín, en reyni að hugga mig við það að þér líði betur. Ekki einu sinni, ekki í eitt einasta skipti sýndir þú uppgjöf. Þú varst, ert og verður alltaf hetjan mín. Ég er stolt af að hafa verið og verð alltaf elskandi dóttir þín. Elsku yndislega besta mamma mín, góða nótt og hvíldu í friði um alla ei- lífð. Mikið hlýtur sá almáttugi þarna uppi að vera glaður að fá svona sterk- an, góðan, hugrakkan og fallegan eng- il til sín. Þín elskandi dóttir og fjölskylda, Jackie, Guðmundur, Máni Karl og Gabríel Andri. Helga Sigrún Becker Húsnæði óskast 2 herbergja á Selfossi til leigu! 2 herb., 72 fm íbúð til leigu í Háengi á Selfossi, getur verið laus fljótlega. 80 þús. á mán. S. 891 7355, 849 2575 eða hrbirgirsson@hotmail.com Atvinnuhúsnæði Sanngjörn leiga Gott húsnæði við Tangarhöfða, 2 hæðir og kjallari, samt. 900 fm. Tilvalið fyrir verslun, skrifstofur og lager. Uppl. í síma 699 5112 og 861 8011. Skattframtöl Framtalsþjónusta 2009 Skattaframtöl fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og félög. Einnig bókhald. Hagstætt verð - vönduð vinna. Sæki um frest. S. 517 3977 - framtal@visir.is Þjónusta GULL-GULLSKARTGRIPIR Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Magnús Steinþórsson, Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari getur bætt við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Málningarvinna Þaulvanur málari getur bætt við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Málningarvinna og múrviðgerðir. Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. Tilboð eða tímavinna. Lítið Mál ehf. S. 896-5758. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Húsnæði í boði SÍMI: 540-8400 Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Sisalteppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. s. 533-5800. www.strond.is Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Upplýsingar í síma 899 9825. Félagslíf Landsst. 6009041619 VIII I.O.O.F. 11  1894168  Bk. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Anna Carla Ingvadóttir, Símon Bacon Ragnhildur Filippusdóttir, og Guðríður Hannesdóttir kris- talsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rann- sóknir og útgáfur, einkatíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR - Kl. 15 Samvera eldri borgara í kaffisal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Bæn og lofgjörð í dag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir og Anne Marie Reinholdtsen. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 13-17. Settu saman þinn fréttatíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.