Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 101. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «ÓFULLGERÐRI X-MEN MYND LEKIÐ LEKINN ÚR BÚÐUM KVIKMYNDAVERSINS «HK OG VALUR MÆTAST Í KVÖLD ALLT ÚTLIT FYRIR SKEMMTILEGA RIMMU Hægt væri að greiða upp allar skuldir Landsvirkjunar á 16 árum, að sögn Stefáns Svavarssonar. Seg- ir hann að rekstrarhagnaður standi vel undir vaxtagjöldum. VIÐSKIPTI Stendur ekki á brauðfótum Enduruppbygging bankakerfisins kallar á að grundvallarforsendur séu endurskoðaðar, að mati bresks prófessors. Telur hann t.d. að krón- an þurfi hrávörufót. Frjálst bankakerfi á Íslandi MP banki mun hleypa af stokk- unum heimabanka í dag eða á morgun. Þar með mun bankinn hefja að fullu innreið sína á við- skiptabankamarkaðinn. MP banki opnar netbanka LÓUR, boðberar vorsins, eru farnar að sjást hér á landi og þegar myndin var tekin mátti sjá þær fljúga yfir Álftanesi. Þær hafa lagt að baki langt flug frá megin- landi V-Evrópu og munu fyrst um sinn dvelj- ast meðfram ströndum en því næst leita að varpstöðum í heiðum, móum eða mýrum, en lóur verpa upp úr miðjum maí. Landsmenn ættu að njóta nærveru og söngs lóunnar til hins ýtrasta meðan færi gefst en þegar haust- ar flýgur hún með ungana sína aftur suður til vetrardvalar. Morgunblaðið/Ómar Lóurnar komnar að kveða burt snjóinn RÚMLEGA 500 börn hér á landi eiga foreldra sem báðir hafa misst vinnuna, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Um mánaðamótin febrúar-mars voru 425 pör á at- vinnuleysisskrá og voru um 300 þeirra para með börn á framfæri. Að sögn Salbjargar Bjarnadóttur, verkefn- isstjóra hjá Landlæknisembættinu, reynist það börnum almennt erfiðara hafi báðir foreldrar, frekar en annar, misst vinnuna. Það fari vissulega eftir viðbrögðum for- eldranna hvernig börn bregðast við aðstæðum. „Börn eru mjög næm á líðan foreldra sinna,“ segir Salbjörg, og bætir við að með atvinnuleysi aukist hætta á pirringi og deilum milli hjóna. Það geti fram- kallað kvíða, depurð og þunglyndi hjá hinum fullorðnu. „Þetta hefur áhrif á það hvernig börnin bregðast við,“ segir Salbjörg. Hún segir sum börn verða leið og döpur og draga sig í hlé, önnur geti orðið uppivöðslusöm og erfið í um- gengni. Þau líti ef til vill svo á að betra sé að þau séu skömmuð en foreldrarnir deili sín á milli. Einnig verði sum börn ofurábyrg og þeim geti hætt til að einangr- ast félagslega. annaei@mbl.is Atvinnuleysið hefur áhrif á börn  Næm á líðan | 6  Allt að 100 lántakendur hjá gömlu bönkunum hafa beðið lög- mannsstofuna Lögmenn Laugardal um að reka dómsmál þar sem þeir telja forsendur lána sinna hjá bönk- unum brostnar. Einnig er til skoð- unar að stefna fyrrum lykilstjórn- endum bankanna og einhverjum eigenda þeirra, sem og stjórnvöld- um. Þá er til skoðunar að stefna fjármögnunarfyrirtækjum vegna bílalánanna. »8 Um hundrað manns vilja í mál gegn bönkunum  Fjórir stjórnmálaflokkar af fimm hafa svarað spurningum Morgun- blaðsins um hvernig þeir stóðu að söfnun styrkja frá fyrirtækjum árið 2006. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að svara en Íslandshreyf- ingin var ekki spurð þar sem hún náði ekki manni á þing árið eftir. Meðal þess sem fram kemur í svör- unum er að kjörnir fulltrúar Sam- fylkingarinnar tóku þátt í söfnun styrkja þetta ár. »14 Flokkarnir svara til um fjár- söfnun og styrki árið 2006  Í framhaldi af ummælum Katrínar Jakobsdóttur, oddvita VG í Reykja- vík norður, um að frekar eigi að lækka laun en fækka störfum hjá hinu opinbera, hafa formenn BHM og BSRB bent á að opinberir starfs- menn hafi nú þegar tekið á sig kjaraskerðingu. Miðstjórn BHM er ósátt við yfirlýsingar um yfirvofandi kjaraskerðingu og gaf út yfirlýsingu í gær vegna umræðu um launalækk- un og skattahækkun. »2 og 8 Segja kjör opinberra starfs- manna þegar hafa skerst Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigð- isráðherra var gagnrýndur á ráð- stefnu Samtaka fyrirtækja í heil- brigðisþjónustu í gær er hann ræddi þar hugmyndir um svonefnt ávísanakerfi sem hann taldi vara- samt. „Ef peningarnir fylgja sjúk- lingi er sú hætta fyrir hendi að fjárvana stofnun reyni að finna eitthvað að fólki sem í reynd er heilt heilsu. En ég tek fram að ég hef mikla trú á heilbrigðisstarfs- fólki og þar með læknum og vil ræða við þá sem heilbrigðisstarfs- menn, ekki sem bisnessfyrirtæki,“ segir Ögmundur við Morgunblaðið. Oflækningar þekktar „Hann sagði hluti um lækna og hvernig þeir gætu farið að vinna ef gerðar yrðu ákveðnar kerfisbreyt- ingar, sem mér fannst ósmekk- legir,“ sagði Birna Jónsdóttir, for- maður Læknafélags Íslands. „Ef búið væri til kerfi sem væri þannig að peningar fylgdu sjúklingnum til ákveðinna verka, og sjúklingurinn kæmi til að hitta lækni til að fá verkið framkvæmt, væri hætta á að læknirinn myndi gera það sem til væri ætlast með peninga- framlaginu þó að hann fyndi ekk- ert að sjúklingnum.“ Birna var spurð um hættuna á oflækningum sem rætt er um er- lendis. „Það er vel þekkt að til er menningarlegt fyrirbæri sem kall- að er oflækningar. Í Bandaríkj- unum er t.d. mikið um að fjarlægt sé leg úr konum sem hafa náð ákveðnum aldri en ekki þætti ástæða til slíkrar aðgerðar í öðrum löndum. Ég skildi þetta svo að ráð- herrann ætti við að trygginga- kerfið úthlutaði peningunum en síðan sæi sjúklingurinn um að finna lækninn. Það særði siðferð- iskennd mína að hann skyldi setja þetta svona upp, að læknar geri óþarfa aðgerðir á fólki,“ sagði Birna. Heilbrigðisráðherra var spurður um þessa gagnrýni og svaraði að öll kerfi gætu snúist upp í and- hverfu sína og ýtt undir oflækn- ingar. „Við verðum að gæta þess að byggja ekki inn hvata í kerfin sem við síðan ráðum ekki við,“ sagði Ögmundur. Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar  Formaður Læknafélagsins telur ummæli ráðherra ósmekkleg Ögmundur Jónasson Birna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.