Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 18
VEIRAN, sem veldur fuglaflensu, virðist hafa breyst og þau tilfelli, sem komið hafa upp í mönnum að undanförnu, eru ekki jafnbanvæn og áður. Þetta er þó lítil huggun harmi gegn því að vísindamenn segja, að einmitt þessi þróun geti hjálpað veir- unni við að verða að hættulegum heimsfaraldri. Þessara breytinga á veirunni hef- ur orðið vart í Egyptalandi en þar hafa fuglaflensutilfelli í mönnum verið flest utan Asíulanda. Hefur til- fellunum verið að fjölga þar á þessu ári, voru þrjú aðeins í síðustu viku, en næstum öll verið í börnum undir þriggja ára aldri. Fyrir ári voru þau flest í fullorðnu fólki og stálpuðum börnum. Yfirleitt varð veiran helm- ingi sjúklinga að bana en enginn þeirra 11 Egypta, sem veikst hafa á þessu ári, hefur látist. Vísindamenn segja, að einmitt það hvað veiran var skæð hafi dregið úr líkum á faraldri. Margir þeirra, sem sýktust, hafi látist á skömmum tíma og veiran því ekki fengið tíma til að þróast og breytast og smita aðra. „Það er eitthvað undarlegt á seyði í Egyptaland. Hvers vegna eru ung börn að veikjast en ekki fullorðnir?“ sagði John Jabbour, starfsmaður WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, í Kaíró í síðustu viku. Undir þetta hafa ýmsir aðrir sérfræðingar tekið. svs@mbl.is Meiri ótti við fuglaflensuna Veiran virðist ekki vera jafnbanvæn og fyrr en það þykir auka líkur á faraldri Smitleiðir Sala á fugli er mjög líf- leg á mörkuðum í Egyptalandi. RÍKISSJÓNVARPIÐ í Suður- Afríku hefur nú hætt við heimilda- þátt um pólitískt háð í landinu en fyrir tveim mánuðum var stöðvaður vinsæll brúðumyndaþáttur, Z- fréttir. Þingkosningar verða 22. apr- íl en leiðtogi stjórnarflokksins ANC, Jacob Zuma, hefur verið vinsæll skotspónn háðfugla. Á höfði brúð- unnar sem sýndi Zuma var ávallt sturtuhaus. Var þannig minnt á al- ræmt svar Zuma er hann sagðist hafa farið í sturtu eftir að hafa átt kynmök við HIV-smitaða konu. Zuma taldi sig draga með því úr hættunni á að smitast sjálfur. Talsmaður ríkissjónvarpsins, sem stýrt er af ANC, segir að landsmenn séu ekki reiðubúnir fyrir pólitíska háðsádeilu. En ekki eru allir sam- mála því. „Suður-Afríkumenn eru svo sann- arlega reiðubúnir fyrir háðsádeilu, en ég er ekki viss um að ríkissjón- varpið sé það,“ sagði uppistandarinn Justin Nurse í Höfðaborg. Fyrir- tæki hans, Hlæðu bara að því, hefur m.a. markaðssett nýja sápu, Zuma- sturtugelið. En tekið er fram að ekki sé hægt að þvo burt HIV og alnæmi með gelinu. kjon@mbl.is Háðsádeila er mikið alvörumál MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LÍKLEGT þykir, að málefni Kúbu verði ofarlega á baugi á fundi 34 leið- toga Ameríkuríkja á Trinidad og To- bago, sem hefst á morgun, þótt Kúbu- stjórn muni ekki eiga þar neinn fulltrúa. Mörg ríkjanna krefjast þess, að Kúba fái fulla aðild að Samtökum Ameríkuríkja, OAS, en viðskipta- bannið, sem Bandaríkjamenn settu á landið, hefur nú bráðum varað í hálfa öld. Hafi það átt að grafa undan stjórn kommúnista, hefur það mistek- ist. Þeir hafa notað bannið sem afsök- un fyrir einræði og ófremdarástandi í efnahagsmálunum. Vonir eru bundnar við, að Barack Obama Bandaríkjaforseti muni taka Kúbumálið nýjum tökum og það hef- ur hann þegar gert með því að afnema takmarkanir á ferðum Bandaríkja- manna af kúbverskum ættum til Kúbu og á peningasendingum til ætt- ingja þeirra þar. Þá hefur bandarísk- um fjarskiptafyrirtækjum verið leyft að starfa á Kúbu. Kyrrstaðan hefur verið rofin Hér er kannski ekki um stórt skref að ræða en sérfræðingar eru sam- mála um, að mikilvægast við það sé að kyrrstaðan hafi verið rofin. Nú skipti mestu hvert framhaldið verði. Stjórnvöld í Washington og í Hav- ana eru mjög orðvör um hugsanlegar breytingar á samskiptunum en í yf- irlýsingu frá Fidel Castro, fyrrver- andi Kúbuforseta, sagði, að Kúbverj- ar vildu ekki „ölmusu“, heldur afnám viðskiptabannsins. Það vakti hins vegar athygli að hann efaðist ekki um „einlægan vilja“ forsetans til að breyta stefnunni. Hugsanleg næstu skref gætu verið aukin samskipti á sviði vísinda, menningar og íþrótta og ekki síst, að Bandaríkin hætti að hindra samskipti OAS og Ameríska þróunarbankans við Kúbu. Obama setur nýjan kúrs í Kúbumálum Tilslakanir hans kunna að vera fyrirboði meiri breytinga Í HNOTSKURN » Viðskiptabann Bandaríkj-anna á Kúbu var sett 1962 og hefur varað í 47 ár. » Margir telja, að líklegastaleiðin til að breyta stjórn- arfari á Kúbu sé að taka upp eðli- leg samskipti við landið á sem flestum sviðum. ÓEIRÐUNUM í Bangkok virðist nú vera lokið og var þar fagnað taílenska nýárinu í gær með vatnsskvettum að gömlum sið. Tveir munu hafa látið lífið og meira en 100 særst í átökunum milli stjórnarhermanna og stjórnarandstæðinga sem kröfðust afsagnar Abhisits Vejjajivas forsætisráðherra. Átökum lokið í Bangkok AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.