Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Lizard. Hitamælir. 13,5 x 6,5 cm. Ýmsir litir. 790,- Nýtt kortatímabil Sumarið nálgast! Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is OPINBERIR starfsmenn hafa þeg- ar orðið fyrir kjaraskerðingu, að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM, og Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR og starf- andi formanns BSRB. Leitað var viðbragða þeirra við orðum Katrínar Jakobsdóttur, oddvita VG í Reykja- vík norður á framboðsfundi RÚV. Hún kveðst frekar vilja sjá laun lækka en fækkun starfa hjá hinu op- inbera. Kjarasamningar BHM og BSR við ríkið eru nú lausir. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR (Stéttarfélags í almannaþjón- ustu) og starfandi formaður BSRB (Bandalags starfsmanna ríkis og bæja) kvaðst gera sér grein fyrir því að ríkið þyrfti að gera næstu fjárlög og spara marga tugi milljarða. „Við höfum lagt aðaláherslu á að verja störfin og verja velferðar- kerfið. BSRB hefur aldrei verið á móti því að hróflað sé við sköttum. Við gerum okkur grein fyrir að það þurfa að koma tekjur til að halda uppi velferðarkerfinu,“ sagði Árni. Hann sagði fólk hafa tekið á sig kjaraskerðingu vegna kaupmátt- arrýrnunar og niðurskurðar. „Það er búið að skera niður alla mögu- leika til yfirvinnu og ráðning- arbundin kjör.“ Árni sagði BSRB telja að ætti að endurskoða laun op- inberra starfsmanna þá þyrfti að gera það út frá jöfnun launa. Ekki yrði hróflað við meðallaunum, sem eru 300-340 þúsund innan BSRB, eða lægri launum. Breið sátt þyrfti að nást ef hrófla ætti við launum og alls ekki ætti að skerða lægstu laun- in. Kjaraskerðingar þegar hafnar „Kjaraskerðingar hjá opinberum starfsmönnum eru þegar hafnar,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, for- maður BHM. Guðlaug sagði að orð Katrínar hittu BHM ekki vel fyrir. „Eitt af því alvarlega við svona yf- irlýsingar er að það er í gangi ákveðið samráð aðila vinnumark- aðarins. Þar er verið að ræða fjár- hagsvanda ríkisins og aðgerðir tengdar honum. Svona einhliða yf- irlýsingar eru ekki til þess fallnar að auka traust í svoleiðis samræðum,“ sagði Guðlaug. Hún sagði fjarri því að verk- efnaskortur væri fyrirsjáanlegur hjá ríkisstarfsmönnum í BHM. Í þeim hópi væru m.a. heilbrigðisstéttir, t.d. hjúkrunarfræðingar og eins fé- lagsráðgjafar. Guðlaug sagði hætt við að allar aðgerðir í þá átt að lækka launakostnað yrðu til að auka álag á starfsfólki í þessum stéttum. Guðlaug benti einnig á að hætt væri við að skattahækkanir, eins og rætt er um, kæmu hart niður á fé- lögum í BHM. „Hópurinn okkar er mjög millitekjulægur og finnur verulega fyrir skattabreytingum eins og verið er að ræða núna,“ sagði Guðlaug. Kjörin hafa skerst Opinberir starfsmenn hafa nú þegar tekið á sig kjaraskerð- ingu, að sögn formanns BHM og starfandi formanns BSRB „MÉR finnst það vera hlutverk okkar hjá hinu opinbera að vernda störf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, oddviti VG í Reykjavík norður, í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði á borgarafundi RÚV í fyrrakvöld, að hún vildi frekar að laun opinberra starfsmanna yrðu lækkuð en fækka störfum. Katrín kvaðst hafa verið að bregðast við fyrirspurn um hvort ekki þyrfti að segja upp fólki. Hún sagði ljóst að það þyrfti að spara hjá hinu opinbera. Ein leið til þess væri að athuga með að lækka laun þeirra sem betur eru settir. „Við erum ekki að tala um lægstu laun heldur þá sem eru ofar í launastiganum. Við erum heldur ekki að tala um stórfelldar launalækk- anir. Það hefur þegar orðið kjaraskerðing vegna verðbólgu,“ sagði Katrín. Hlutverkið er að vernda störf Morgunblaðið/ÞÖK Launalækkun Bæði formaður BHM og starfandi formaður BSRB segja að félagsmenn þeirra hafi nú þegar orðið fyrir kjaraskerðingu. Í þessum bandalögum eru m.a. ýmsar stéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Árni Stefán Jónsson Guðlaug Kristjánsdóttir Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ALLT að 100 lántakendur hjá gömlu bönkunum hafa beðið lögmannsstof- una Lögmenn Laugardal um að reka dómsmál þar sem þeir telja forsendur lána sinna hjá bönkunum brostnar. Þeir ætla meðal annars að láta reyna á ákvæði í samningalögum um að víkja samningi til hliðar í heild eða hluta vegna atvika sem voru við samningsgerðina eða atvika sem síð- ar komu til. Björn Þorri Viktorsson, hæstarétt- arlögmaður hjá lögmannsstofunni, segir að ákveðið hafi verið að stefna föllnu bönkunum þremur, Lands- banka, Glitni og Kaupþingi sem og nýju ríkisbönkunum. Einnig skoði þeir að stefna fyrrum lykilstjórnend- um bankanna og einhverjum eigenda þeirra, sem og stjórnvöldum. Þá segir hann einnig koma til greina að stefna fjármögnunarfyrirtækjum vegna bílalána. Lögmannsstofan býður lántakend- um að taka þátt í málarekstrinum fyr- ir 59.760 krónur með virðisauka- skatti. Málin verði flokkuð og prófmál rekið í hverjum þeirra, þar sem ekki séu lagaskilyrði til hópmálsóknar hér á landi eins og á hinum Norðurlönd- unum. Búist er við að málaflokkarnir verði tólf til fimmtán. „Ég vonast til þess að fyrstu málunum verði stefnt í maímánuði,“ segir Björn. „Hugmynd- in með þessu fyrirkomulagi er að allir leggi af mörkum mjög hóflega fjár- hæð. Þannig megi virkja samtaka- mátt fjöldans til að hrinda órétti, öll- um til hagsbóta.“ Hafi unnið gegn hagkerfinu Björn Þorri rekur að þrátt fyrir að ekki séu öll gögn málsins komin í dagsljósið liggi nú þegar fyrir að ákveðnir bankar og æðstu stjórnend- ur þeirra hafi unnið skipulega gegn hagkerfinu í marga mánuði áður en allt hafi farið á hliðina. Þeir hafi fellt krónuna. „Þegar krónan fellur með jafnafd- rifaríkum hætti hefur það bein áhrif á þá sem skulda í erlendri mynt og það á við um flest fyrirtæki í landinu auk heimila sem svo aftur hefur áhrif á þróun verðbólgu og vísitölu sem öll stærri innlend lán eru bundin við. Þannig að með þessu hafa gömlu bankarnir sjálfir; eigendur og æðstu stjórnendur valdið lántakendum og raunar þjóðinni allri gríðarlegu tjóni.“ Ekki sé hægt að halda því fram að það komi stjórnvöldum ekki við. Þau beri ábyrgð á því hvernig fór; meðal ann- ars með ófullnægjandi og lélegu eft- irliti með bankakerfinu og með því að sannfæra menn um góða stöðu ís- lenska bankakerfisins gegn betri vit- und. Þá hafi stjórnvöld yfirtekið eign- ir gömlu bankanna með verulegum afslætti en rukki þrátt fyrir það lánin í topp. „Þær forsendur sem samningarnir byggðust á eru allar brostnar. Sá efnahagslegi grundvöllur sem samn- ingarnir byggðust á er í raun og veru algerlega brostinn.“ Lántakendur stefna og vilja lánum hnekkt 100 í mál með Lögmönnum Laugardal Í HNOTSKURN »Lögmennirnir ætla að látareyna á hvort lántakendur eiga skaðabótarétt vegna grímulausra árása bankanna á hagkerfið. »Einnig hvort samningarstandist vegna verðbólgu sem fór úr böndunum og fram- komu ríkisstjórnarinnar í að- draganda bankahrunsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Þorri Viktorsson Hæstarétt- arlögmaðurinn fer gegn bönkunum. ÞÓRHALLUR Þor- láksson stórkaup- maður er látinn í Reykjavík á nítug- asta aldursári. Hann lést 14. þessa mánaðar á hjartadeild Land- spítala við Hring- braut. Þórhallur var fæddur árið 1920 á Ísafirði, sonur hjónanna Þórunnar Fransdóttur og Þor- láks Einarssonar. Þórhallur útskrif- aðist frá Verslunar- skóla Íslands árið 1938. Hann hóf að spila á fiðlu með Sínfóníuhljómsveit Íslands árinu áður og var meðlimur hennar allt fram til ársins 1947. Árið 1952 stofnaði Þórhallur heildverslunina Marco hf., og var hann jafnan kenndur við fyrirtæki sitt. Hann varð einna fyrstur Ís- lendinga til þess að hefja viðskipti við Japan. Fyrir- tækið varð einn um- fangsmesti innflytj- andi á veiðarfærum og tengdum vörum á Íslandi næstu 35 ár- in. Þá starfaði Þór- hallur innan Félags íslenskra stórkaup- manna á árum áður. Hann var einnig fé- lagi í Lionsklúbbn- um Nirði. Þá var hann mikill áhuga- maður um skógrækt og liðtækur skák- maður. Þórhallur lætur eftir sig eiginkonu, Guðríði I. Ein- arsdóttur, og fjögur uppkomin börn, Örn, Þórunni, Sigríði og Ein- ar Þór. Fyrir átti Guðríður eina dóttur, Hörn Harðardóttur. Útför Þórhalls verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 21. apríl og hefst athöfnin klukkan 15. Þórhallur Þorláksson Andlát SUMARDAGINN fyrsta, 23. apríl nk., verður Opinn dagur í Háskól- anum á Bifröst frá kl. 14-17. Um- sækjendum og öðrum áhugasöm- um verður boðið upp á viðtöl við deildarforseta, kennara og náms- ráðgjafa. Nemendafélagið kynnir félagslífið og hagsmunamál nem- enda auk þess sem meðlimir ým- issa félaga og klúbba segja frá starfinu. Opinn dagur á Bifröst VINNUHÓPUR atvinnuþróunar- félaga, ferðaþjónustuaðila og ann- arra hagsmunaaðila á Norðurlandi skorar á þingmenn og frambjóð- endur að styðja hugmyndir um milli- landaflug á heilsársgrunni til Akur- eyrar frá Kaupmannahöfn og London. Með þessu flugi næst betri nýting á þeirri fjárfestingu sem þeg- ar liggur í innviðum samfélagsins á svæðinu og fjölgun heilsársstarfa. Millilandaflug er mikilvægt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.