Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 32
32 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 4 8 9 3 1 6 4 8 9 6 5 4 7 3 2 3 4 8 6 7 3 5 1 2 1 8 2 9 3 5 6 8 2 7 6 9 3 7 6 8 7 6 1 5 9 7 5 4 2 1 9 2 4 9 7 2 3 6 8 1 8 5 8 7 4 2 3 7 6 5 1 8 6 9 6 7 8 3 4 9 1 2 5 3 5 9 1 6 2 8 4 7 1 4 2 7 5 8 9 3 6 9 3 6 8 7 1 4 5 2 2 8 5 4 9 3 6 7 1 7 1 4 6 2 5 3 8 9 8 9 7 5 3 6 2 1 4 5 2 3 9 1 4 7 6 8 4 6 1 2 8 7 5 9 3 2 7 9 8 5 6 3 1 4 8 4 5 7 3 1 6 9 2 6 3 1 9 4 2 8 5 7 4 9 8 5 7 3 1 2 6 3 6 2 4 1 9 5 7 8 1 5 7 2 6 8 9 4 3 7 1 4 6 8 5 2 3 9 5 2 6 3 9 7 4 8 1 9 8 3 1 2 4 7 6 5 5 8 1 2 9 3 6 4 7 3 2 4 7 6 8 5 1 9 9 7 6 5 1 4 8 3 2 4 6 9 1 7 5 2 8 3 2 3 8 9 4 6 1 7 5 7 1 5 8 3 2 9 6 4 1 4 3 6 5 9 7 2 8 8 5 7 4 2 1 3 9 6 6 9 2 3 8 7 4 5 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 16. apríl, 106. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Kærleikurinn er lang- lyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4.) Þó að fuglar himinsins gleðjist núyfir vorinu á sunnanverðu land- inu þurfa þeir að bíða þess enn um sinn að vorið taki yfir á Norðurlandi. Þar er enn víða snjór yfir öllu og sums staðar í bæjunum eru heilu snjófjöllin, ruðningur af götunum. Já, Víkverji gleðst líka yfir vorinu og í Hádegismóum, þar sem höf- uðstöðvar Morgunblaðsins eru, heyr- ist í lóunni ef kolli er stungið út fyrir hússins dyr. Í fjörum má líka heyra og sjá stelkinn, sem stoltur stendur á sínum rauðu fótum og syngur sitt hvella lag. x x x Ef gengið er um bæinn má sjáfleiri merki vorsins. Fólk stúss- ar í görðunum og við lóðamörk standa nú víða pokar með trjáaf- klippum og öðrum garðúrgangi, sem bíður þess að komast í Sorpu. Mikil blíða var á höfuðborgarsvæð- inu yfir páskana. Skíðafæri var gott í fjöllunum, en haustlaukarnir stinga upp kollinum hver af öðrum í garð- inum, enda hefur verið snjólaust á láglendi í dágóðan tíma. Börnin hoppa í æðislegri gleði á trampól- íninu sem staðið hefur af sér vetr- arveðrin og er nú tilbúið í sumarið. Í garði Víkverja grænkar nú gras- ið óðum og trén eru farin að bruma heilmikið. Því vonar Víkverji að móð- ir náttúra fari blíðum höndum um landann þetta vorið svo að bakslag komi ekki í gróandann með síðbúnu hreti. x x x Já, Víkverji gleðst yfir vorinu ogreynir að hugsa bara um það. Þó er það erfitt þessa dagana með hinar endalaust neikvæðu fréttir, sama hvar borið er niður. Styrkir hér og styrkir þar. Svindl hér og svindl þar. Þjófnaður í nafni laganna þarna … já, og líka þarna! Hvað eftir annað hefur Víkverji staðið upp frá fréttum sjónvarpsstöðvanna og sagt við sjálf- an sig: nei, ég get ekki hlustað á meira af þessu. Þess vegna sökkvir hann sér í þá staðreynd að vorið er komið og sum- arið er á næsta leiti. Gleðst yfir vænt- anlegum björtum nóttum og því að brátt mun ilmur af nýslegnu grasi fylla vitin. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 dykn, 4 málm- ur, 7 híma, 8 villulausa, 9 virði, 11 tómt, 13 lýs- isdreggjar, 14 baunir, 15 raspur, 17 dá, 20 púka, 22 munnum, 23 gösla í vatni, 24 huglausar, 25 vitra. Lóðrétt | 1 koma fyrir, 2 rask, 3 varningur, 4 landabréf, 5 hænur, 6 sefast, 10 ólyfjan, 12 álít, 13 tímgunarfruma, 15 fer hratt, 16 sterk, 18 fen, 19 bik, 20 tunnur, 21 nóa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hundgömul, 8 mútur, 9 elgur, 10 men, 11 rella, 13 dýrka, 15 stegg, 18 sakna, 21 lít, 22 mugga, 23 akrar, 24 flatmagar. Lóðrétt: 2 umtal, 3 dorma, 4 örend, 5 uggur, 6 smár, 7 hráa, 12 lag, 14 ýsa, 15 sómi, 16 engil, 17 glatt, 18 staka, 19 karta, 20 aðra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. g3 e6 5. Bg2 Rbd7 6. 0-0 Be7 7. Dc2 0-0 8. Hd1 He8 9. b3 Bf8 10. Rbd2 a5 11. Bb2 a4 12. c5 Be7 13. He1 Rf8 14. b4 Rg6 15. a3 Dc7 16. h4 Rd7 17. h5 Rh8 18. e4 dxe4 19. Rxe4 Rf6 20. h6 Rxe4 21. hxg7 Rg6 22. Dxe4 f5 23. Dc2 Bf6 24. Rd2 Dxg7 25. Rc4 Bxd4 26. Rd6 He7 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Hollenski alþjóðlegi meistarinn Robert Ris (2.436) hafði hvítt gegn Birni Jónssyni (2.012). 27. Rxf5! exf5 28. Dc4+ Df7 29. Dxd4 hvít- ur hefur nú unnið tafl. Framhaldið varð eftirfarandi: 29. … Be6 30. He3 Hd7 31. Dc3 Bd5 32. Bxd5 Dxd5 33. Hae1 Df7 34. He6 Hf8 35. f4 Hc7 36. Kh2 Hd7 37. H1e2 Hc7 38. Dd4 Hd7 39. Hxg6+! Dxg6 40. Dxd7 Dh5+ 41. Kg1 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Smátt og sterkt. Norður ♠G104 ♥Á107 ♦K862 ♣Á95 Vestur Austur ♠ÁKD863 ♠72 ♥K98 ♥6 ♦10 ♦DG954 ♣DG6 ♣107432 Suður ♠95 ♥DG5432 ♦Á73 ♣K8 Suður spilar 4♥. Að páskahátíð lokinni eru málshættir á hvers manns vörum. Hjartasexa aust- urs gefur tilefni til að rifja upp tvo gam- alkunna um mátt lítilmagnans. Vestur gaf og vakti á 1♠. Sú sögn var pössuð til suðurs, sem kom inn á 2♥. Vestur reyndi 2♠, en norður átti síðasta orðið, stökk í 4♥. Spaðaás út og kóngur í öðrum slag. Eftir nokkra umhugsun spilaði vestur síðan smáum spaða til að biðja austur um að trompa. Austur hlýddi, stakk í spaðann með trompsex- unni með óvæntum afleiðingum: Ef suð- ur yfirtrompar uppfærist trompslagur í vestur – margur er knár þó hann sé smár. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, en ekki í þetta sinn, því sagnhafi lætur sér ekki detta í hug að yfirtrompa. Hann hendir tapspili í tígli í ♥6, svínar síðan fyrir ♥K og vinnur sitt spil. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás. Að slökkva táknræna elda er kannski ekki það sem þú hafðir ráðgert, en það skerpir einbeitinguna á sér- stakan hátt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Leitaðu leiða til að bæta aðstæður þínar í vinnunni. Reyndu að fá meiri út- rás í líkamsrækt og leikfimi. Nýttu þér lögmál aðdráttaraflsins. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Friðartilfinning hefur gert vart við sig í huga tvíburanna. Sýnið öðrum skilning og umburðarlyndi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hugmyndirnar streyma til þín svo þú átt í vandræðum með að skrá þær helstu hjá þér. Svörin munu ekki láta á sér standa. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú kannt aldeilis að spjalla – og sérstaklega um peninga! Ekki vera annars hugar þegar svo mikið liggur við. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það getur verið flókið að tjá sig. Breytingarnar bíða handan hornsins og það skiptir öllu máli að standa sig þang- að til. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Einhver uppákoma verður í dag og þú þarft á öllu þínu að halda til þess að komast með heilli há frá hlutunum. Farðu samt varlega því einhver reynir viljandi að villa þér sýn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gættu þess að setja þig ekki á háan hest gagnvart samstarfs- mönnum þínum. Gefðu þér tíma fyrir ástvini þína einhvern hluta dagsins. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er á hreinu að þú verður að taka á málum af fullri alvöru. En samt sem áður er viss aðili óánægður. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Steingeitin er alvarlega þenkjandi núna og þá er lag að sinna fyrirliggjandi verkefnum. Eitthvað kemur ánægjulega á óvart í kvöld. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vatnsberinn er mýkri en hann á að sér þessa dagana en það þarf ekki endilega að vera ellimerki. Ef þú færð það á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu þá er það sennilega rétt hjá þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Dagurinn í dag einkennist af léttleika og daðri. Málið er að aðrir hafa einfaldlega ekki sama kraft og þú, hvað þá hugmyndaflug. Stjörnuspá 16. apríl 1331 Lárentíus Kálfsson biskup lést, 63 ára. Hann var Hóla- biskup frá 1324 og annálaður fyrir góða fjárgæslu og ölm- usumildi. Um hann er Lár- entíus saga biskups. 16. apríl 1915 Gullfoss, fyrsta skip Eimskipa- félags Íslands, kom til Reykja- víkur og var því vel fagnað. Gullfoss var fyrsta vélknúna millilandaskip sem smíðað var fyrir Íslendinga og hafði frá byrjun íslenskan skipstjóra og íslenska áhöfn. Skipið var í siglingum milli landa til 1940. 16. apríl 1943 Jóhannesarpassían eftir Jo- hann Sebastian Bach var flutt í fyrsta sinn á Íslandi á vegum Tónlistarfélagsins, undir stjórn Victors Urbantschitch. Meðal einsöngvara voru Þor- steinn Hannesson og Guð- mundur Jónsson. 16. apríl 1954 AA-samtökin voru stofnuð, á föstudaginn langa. Þetta eru landssamtök alkóhólista og þau starfa í nær tvö hundruð deildum. 16. apríl 1957 Sjór gekk á land á Álftanesi og flæddi yfir nesið út í Bessa- staðatjörn. Bæir yst á nesinu voru umflotnir sjó og vegur skemmdist. 16. apríl 1959 Bandarísk herþota af gerðinni Scorpion hrapaði skammt frá Garðskagavita. Flugmenn- irnir tveir skutu sér út og svifu til jarðar í fallhlíf. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „ÞAÐ er ekkert planað,“ segir Tjörvi Hrafnkels- son, hugbúnaðarsérfræðingur á Egilsstöðum, sem á fertugsafmæli í dag. Tjörvi segist ekki vera mik- ið fyrir að setja sjálfan sig í forgrunn og sé þar af leiðandi lítið fyrir að halda sjálfum sér veislur. „Dóttir mín á reyndar afmæli tveimur dögum á undan mér svo hún fær iðulega að eiga sviðs- ljósið,“ segir Tjörvi, en dóttir hans varð tíu ára í fyrradag. Tjörvi segir þrjá úr fjölskyldunni fagna stóraf- mælum í ár, en önnur dóttir hans á tvítugsafmæli seinna á árinu, það gæti því vel farið svo að haldin verði sameiginleg afmælisveisla í sum- ar. Samverustundir með fjölskyldunni eru að sögn Tjörva eitt aðal- áhugamál hans auk tónlistariðkunar, en Tjörvi tekur gjarnan fram gítarinn. Í sumar stefnir fjölskyldan á að fara til Vestfjarða en þangað hefur afmælisbarn dagsins aldrei komið. Aðspurður segir Tjörvi það vissu- lega geta verið erfitt að yfirgefa Egilsstaði á sumrin þar sem veð- urblíðan sé oft mikil á sumrin fyrir austan. „Það er gott að vera með börn í sveitinni og á sumrin er oft eins og maður sé bara í sumar- bústað hérna,“ segir Tjörvi. jmv@mbl.is Tjörvi Hrafnkelsson er fertugur í dag Ár stórafmælanna Nýirborgarar Reykjavík Berglind Em- ilía fæddist 23. nóvember kl. 23.09. Hún vó 3240 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Auður Hannesdóttir og Sigurður Rúnarsson. Reykjavík Emma Lind fæddist 13. september kl. 14.04. Hún vó 3550 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Sævarsdóttir og Að- alsteinn Grétar Gestsson. Reykjavík Sigrún Björt fæddist 14. febrúar kl. 14.21. Hún vó 4.030 g og var 52 cm löng. For- eldrar hennar eru Axel Blöndal og Sóley Hjart- ardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.