Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Lögreglanátti ekkimarga aðra kosti en fjarlægja hústökufólk úr húsinu við Vatns- stíg í Reykjavík í gær. Það er ekki hægt að skapa það for- dæmi í samfélaginu að fólk geti virt eignarrétt annarra að vettugi, hreiðrað um sig í hús- um þeirra og hagað sér þar eins og því sýnist. Rök, sem stundum eru not- uð fyrir réttmæti hústöku er- lendis; að þar sé á ferð heim- ilislaust fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda, eiga klár- lega ekki við um vel haldin millistéttarbörnin, sem fóru fyrir hústökufólkinu í miðbæ Reykjavíkur. Hins vegar vakti hús- tökufólkið verðskuldaða at- hygli á raunverulegu vanda- máli, þótt það hefði sjálfsagt getað notað til þess aðra að- ferð. Það er auðvitað ótækt að í miðborg Reykjavíkur standi hátt í 60 hús auð og grotni nið- ur. Það kemur niður á svip miðborgarinnar, á verzlun, ferðamennsku og mannlífi. Fyrir bankahrun var harð- lega gagnrýnt að umsvifamikil fasteigna- og verktakafyr- irtæki keyptu upp heilu húsa- raðirnar í miðborginni og létu drabbast niður. Velunnarar miðborgarinnar færðu rök fyr- ir því að þannig ykju verktak- arnir þrýsting á borgaryf- irvöld að veita þeim heimild til niðurrifs húsa, sem engin ástæða væri annars til að rífa; húsa, sem hafa menningarsögulegt gildi og setja svip sinn á miðborg- ina. Þrá manna eftir að end- urbyggja Kringluna og Smáralind niðri í bæ var aug- ljóslega gengin út í öfgar. Í langflestum borgum í ná- grannalöndum okkar gilda strangar reglur um umgengni eigenda um húseignir sínar, ekki sízt á viðkvæmum mið- borgarsvæðum. Þeim ber að halda húsunum vel við og helzt að hafa í þeim starfsemi. Ann- ars eru þau jafnvel gerð upp á þeirra kostnað. Hér virðist sú krafa eingöngu gerð, að húsin séu „mannheld“, þ.e. að neglt sé fyrir dyr og glugga þannig að útigangsmenn (og milli- stéttarunglingar með æv- intýraþrá) komist ekki inn. Hús með slíkum umbúnaði verða hins vegar seint borg- arprýði. Borgaryfirvöld þurfa að móta sér einhverja skyn- samlega stefnu í þessum mál- um. Nú virðist ólíklegt að mik- ið verði byggt af ljótum glerhýsum í þágu viðskipta- lífsins á næstunni. Þá þarf að finna aðferð til að koma gömlu húsunum í notkun og gera þeim til góða. Annars er stutt í næsta hústökuævintýri. Borgaryfirvöld þurfa að móta sér skyn- samlega stefnu} Hústakar og verktakar Þegar skamm-stöfunin ohf. var hengd aftan á nafn Ríkisútvarps- ins voru boðaðir breyttir tímar í rekstri fyrirtæk- isins. Hallarekstur átti að vera liðin tíð, nú tæki við ábyrg fjármálastjórnun og nýr yf- irmaður greindi frá afgerandi áætlunum þar að lútandi. Þessar áætlanir hafa ekki gengið eftir. Um áramótin var eigið fé Ríkisútvarpsins ohf. neikvætt um 361 milljón króna. Eins og venjulega kem- ur ríkið til bjargar, reyndar með þeim frumlega hætti að 562 milljóna króna skuld Rík- isútvarpsins ohf. verður breytt í hlutafé með þeim fyr- irvara þó að það verði sam- þykkt á hluthafafundi. Án efa verður fróðlegt að fylgjast með umræðum á þeim fundi og heyra hvort eini hlut- hafinn mótmæli þessari skerð- ingu og útvötnun á hlut sínum. Það hlýtur þó að teljast ósennilegt vegna þess að það er sami hluthafinn og mun eignast hlutinn sem myndast þegar skuldum Ríkisútvarpsins ohf. verður breytt í hlutafé. Sú staðreynd að enn skuli þurfa að koma Ríkisútvarp- inu ohf. til bjargar ber því vitni að sá gjörningur, sem framinn var með stofnun þess 1. apríl 2007, hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Ríkisútvarpið ohf. býr við allt annað rekstrarumhverfi en aðrir fjölmiðlar. Áður var rekstur þess tryggður með áskriftargjöldum, auglýs- ingum og aukaframlögum frá ríkinu við reglulegan fram- úrakstur. Nú hefur verið kom- ið á nefskatti þannig að áfram ætti Ríkisútvarpið ohf. að vera að mestu leyti varið fyrir því, sem gerist í hinum raunveru- lega heimi og önnur fyrirtæki í landinu búa við. Ríkisútvarpið hefur mik- ilvægum skyldum að gegna og gerir það að mörgu leyti svo sómi er að. Í rekstrarmálum stofnunarinnar virðist hins vegar ekkert hafa breyst þrátt fyrir breytt rekstrarform. Skammstöfunin ohf. virðist engu hafa breytt um rekstur RÚV} Skuldahalinn í Efstaleiti S tóra styrkjahneykslið hefur á und- anförnum dögum svo gott sem kæft alla aðra þjóðmálaumræðu í landinu og meira að segja stjórnlagaþingið sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa svæft fram yfir kosningar – og margir myndu segja eitt merkilegasta frumvarp sem lagt hefur verið fyrir Alþingi í háa herrans tíð – vakti minni athygli en leikur Liverpool og Chelsea í fyrradag. Og skal engan undra. Styrkir FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins staðfesta í raun þann áratugagamla grun almennings að valdaelítan (og flokkarnir sem um hana eru stofnaðir) hafi verið gjörspillt. Það má líkja and- rúmsloftinu í þjóðfélaginu við mann sem hefur tapað öllu sínu í póker en kemst svo að því að rangt var gefið. Sá hinn sami tekur slíku ekki þegjandi og hljóðalaust. Ef eigandi spilavítisins trúir því svo að afsökunarbeiðni frá gjafaranum, sem er vel að merkja hættur að vinna í spilavítinu og endurgreiðsla á upphaflega pottinum til þeirra sem unnu spilið, nægi til að friða þann sem rangindunum var beittur, er eitthvað veru- lega mikið að. Á hinn bóginn verð ég að segja fyrir mína parta að upp- hæðirnar sem um ræðir komu mér dálítið á óvart. Fyr- irtæki sem veltu hundruðum milljarða króna á ári og greiddu út hundruð milljóna í arð síðustu mánuðina fyrir hrun, ákveða að styrkja stærsta stjórnmálaflokk landsins um nokkra tugi milljóna. Þessar milljónir hljóta að hafa verið klink í huga stjórnendanna. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði af þessum styrkjum var að íslenskir stjórnmálamenn væru ekki einvörðungu vanhæfir til að stjórna smáríki 300 þúsund þegna á sómasamlegan hátt, heldur gætu þeir ekki einu sinni verið al- mennilega spilltir. Hér á ég ekki bara við Sjálf- stæðisflokkinn því að frátöldum Vinstri græn- um virðast flokkarnir allir hafa tekið þátt í leiknum. Traust almennings á Alþingi var ekki mikið fyrir en nú hlýtur það að vera í algjöru lág- marki. Á þessum nótum göngum við að kjör- kössunum eftir rúma viku og á þessum nótum hyggst fjöldi þingmanna reyna að ná endur- kjöri. Það er ekki síst af þessum ástæðum sem stjórnlagaþing er nauðsynlegt fyrir lýðræð- isþróun landsins. Almenningur verður að hafa það á tilfinningunni að hann hafi eitthvað um stjórnskipan landsins að segja. Þjóðin verður að geta treyst því að þeir sem veljast inn á þing beri hag hennar fyrir brjósti og það á að vera þjóðarinnar – þegnanna – að setja stjórn- málamönnum leikreglurnar. Fyrr komumst við ekki upp úr kreppunni sem er hugmyndafræðilegs eðlis fyrst og fremst. Í vetur var ekki margt í myrkrinu sem gaf manni tilefni til bjartsýni. Búsáhaldabyltingin var þó staðfesting á því að þjóðin væri ekki með öllu búin að ganga vitleysunni á hönd. Það væri óskandi að þeir sem veljast til valda eftir kosn- ingar tækju þjóðina sér til fyrirmyndar. hoskuldur@mbl.is Höskuldur Ólafsson Pistill Góð fyrirmynd Akureyri teygir sig norður fyrir bauginn FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Í búar Akureyrar og Gríms- eyjar kjósa um sameiningu sveitarfélaganna um leið og þeir greiða atkvæði í Al- þingiskosningunum um aðra helgi. Áhugi almennings á mál- inu virðist ekki ýkja mikill en reikn- að er með að sameiningin verði sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á báðum stöðum. Það sem Akureyringar virðast helst hræðast er að sameiningin verði bænum kostnaðarsöm og vísað er til þess þegar bæjarfélagið sam- einaðist Hrísey. Fljótlega var þar byggt nýtt íþróttahús og farið í fleiri framkvæmdir en hafa ber í huga að í tengslum við þá sameiningu fékk höfuðstaður Norðurlands auka- framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga vegna þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar voru taldar. Þá er Grímsey ekki sambærileg við Hrísey að því leyti að sveitarfélagið er ágætlega statt fjárhagslega og út- svarstekjur vegna hvers íbúa tölu- vert hærri en á Akureyri. Óhjákvæmileg þróun? Núverandi oddviti í Grímsey, Garðar Ólason, og Þorlákur Sigurðs- son, sem gegndi því embætti um tveggja áratuga skeið fyrir nokkru síðan, eru báðir fylgjandi samein- ingu og svo mun um flesta í eyjunni. Þá eru akureyrskir stjórnmálamenn sama sinnis, nánast allir sem einn. Aðeins einn bæjarfulltrúi, Hjalti Jón Sveinsson, Sjálfstæðisflokki, hefur lýst efasemdum. Þorlákur telur sameiningu sem þessa framtíðina fyrir „dvergríki“ eins og Grímsey. Erfitt sé að sinna öllum verkefnum sem þeim sé skylt samkvæmt lögum og óhjákvæmileg þróun sé að sveitarfélögum fækki og þau stækki. „Við höfum það alveg þokkalegt og höfum ekkert verið að kvarta en ástandið hér getur orðið enn betra,“ sagði Þorlákur í samtali við Morgunblaðið. Hvorki Þorlákur né Garðar óttast að stóri bróðir gleypi þann litla, þó svo íbúar í Grímsey hafi ekki verið nema 92 um síðustu áramót. Einn viðmælenda Morgunblaðsins nefndi að sjálfsagt mætti gera ráð fyrir einhverjum hrepparíg, sér- staklega til að byrja með, en varla þyrfti að hafa miklar áhyggjur af slíku til frambúðar. Grímseyingar hafa alltaf verið í nánu sambandi við Akureyringa. Prestur frá Akureyri þjónaði lengi í Grímsey, heilsugæslan á Akureyri sér um læknisþjónustu í eyjunni og elstu nemendur grunnskóla – krakk- ar í 8., 9. og 10. bekk – stunda nám á Akureyri. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj- arstjóri á Akureyri, segir reynsluna af sameiningunni við Hrísey góða og telur nærtækast fyrir Grímsey að sameinast stærsta sveitarfélaginu við fjörðinn. „Grímseyingar afla vel, eru ágætlega stæðir og verða ekki baggi á Akureyringum. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Sigrún. Bæjarbúar velta því dálítið fyrir sér hvers vegna Akureyri ætti að vilja sameinast Grímsey en eina svarið við því er líklega það að menn verði að horfa á málið í stóru sam- hengi; sameining sveitarfélaga sé óhjákvæmileg og þetta sé bara eitt skref. Svo má náttúrlega benda á að það er ekki á hverjum degi sem menn geta eignast hlutdeild í heim- skautsbaug. Morgunblaðið/ÞÖK Grímsey Eyjan fagra norðan við land sameinast væntanlega Akureyri í kjölfar kosninganna eftir rúma viku. Óhjákvæmileg þróun að margra mati. ÍBÚAR í Grímsey eru nú 92 og hafa nokkuð lengi verið á bilinu 90 til rúmlega 100. Þegar mest var bjuggu rúmlega 120 manns í eynni. Á Akureyri búa nú um það bil 17.500 manns. Útsvarstekjur í Grímsey eru tölu- vert hærri en á Akureyri. Árið 2006, þegar íbúar í Grímsey voru 99, greiddu eyjaskeggjar að með- altali 338.00 krónur í útsvar en hver íbúi á Akureyri að meðaltali 236.000 kr. Útsvarsgreiðsla hvers íbúa Grímseyjar árið 2007 fór niður í 266.000 krónur en var þá 260.000 kr. á Akureyri og í fyrra voru heild- arútsvarstekjur Akureyrarbæjar um 5 milljarðar. Íbúarnir þá 17.500 þannig að útsvar á íbúa var að með- altali 285.00 krónur. Samkvæmt bráðabirgðatölum hækkaði útsvar Grímseyinga töluvert á milli ár- anna 2007 og 2008; var í fyrra 326.000 krónur á hvern íbúa. GRÍMSEYRI AKUREY ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.