Morgunblaðið - 16.04.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 16.04.2009, Síða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 STUTT NÝLEGA fór fram aðalfundur Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. Á fundinum var Rósa Guðbjarts- dóttir kjörin nýr formaður stjórn- ar félagsins. Hún tekur við for- mennsku af Gunnari Ragnarssyni sem hafði ákveðið að stíga úr stjórn félagsins eftir nokkura ára starf, en hann hefur gegnt formennsku í tæp fjög- ur ár. Rósa er vel kunn í starfi styrktarfélagsins, en hún gegndi m.a. starfi framkvæmdastjóra fé- lagsins í fimm ár, frá árinu 2001 til ársins 2006. Nýr formaður styrktarfélags Rósa Guðbjartsdóttir ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna Sjávarútvegsmiðstöð við Háskól- ann á Akureyri. Samningur þar að lútandi, milli skólans og ráðu- neytis landbúnaðar og sjávar- útvegs, verður undirritaður í dag. Markmið miðstöðvarinnar er að styrkja hlutverk HA á sviði menntunar og kennslu tengdrar sjávarútvegi sem og á sviði rann- sókna, með áherslu á hagnýtar rannsóknir og verkefni á öllum sviðum sjávarútvegs. Einnig að auka þekkingu á veiðum og nýt- ingu sjávarfangs og auka gæði af- urða, markaðssetningar og stuðla að bættri ímynd greinarinnar með ýmsum hætti. Sjávarútvegsmið- stöð stofnuð við HA MÁLÞING um söguslóðir verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu í dag á vegum Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu. Fjallað verður um menningar- og söguferðaþjónustu á Mön, Gotlandi og Íslandi og tækifæri til nýsköp- unar á þeim vettvangi hérlendis. Stephen Harrison, menningar- fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Mön í Írlandshafi, segir frá uppbyggingu menningarferðaþjónustu á Mön. Dan Carlsson, prófessor í forn- leifafræði við háskólann á Gotlandi, fjallar um víkingaeyjuna Gotland. Ráðstefnan hefst kl. 13 með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Unnið úr arfinum HÖFUÐBORGARSTOFA óskar eftir hugmyndum frá almenningi og fulltrúum ferðaþjónustunnar til að skapa ný sóknarfæri í ferða- þjónustu í Reykjavík. Allar tillögur verða skoðaðar og 3 verða verð- launaðar. Hægt verður að skila inn hug- myndum á Hugmyndatorg Höfuð- borgarstofu dagana 16.-20. apríl nk. Einnig er hægt að senda inn hugmyndir á póstfangið: hugmynd@reykjavik.is. Hugmyndakeppni í höfuðborginni FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞINGMENN þurfa ekki að upplýsa kostnað vegna prófkjörsbaráttu sinnar fyrir þingkosningarnar í maí 2007 og liggja þær upplýsingar í þagnargildi þegar kemur að nærri tveimur þriðju hlutum sitjandi þing- manna. Hvað prófkjörin í ár varðar þurfa frambjóðendur hins vegar að skila Ríkisendurskoðun bókhaldi kosningabaráttu sinnar, í samræmi við lög um fjármál stjórnmála- samtaka. Sendi stofnunin þeim ný- lega bréf og minnti þá sem eyddu meira en 300 þúsund krónum í nýaf- staðin prófkjör á skyldu sína til að skila bókhaldinu. Þeir hafa frest til 25. október til þess. Þrátt fyrir þetta voru lögin um fjármál stjórnmálasamtaka, sem leggja þessar kvaðir á stjórn- málamennina, afgreidd frá Alþingi 21. desember 2006 og tóku gildi 1. janúar 2007, áður en prófkjörum flokkanna var lokið. Undanþága er hins vegar í lögunum um gildistöku ákvæðanna um prófkjör. Þau tóku gildi 1. júní 2007, eftir kosningarnar. Sömu stjórnmálamenn og settu lögin, eftir ígrundaðar umræður á þingi um nauðsyn þeirra laga, tóku því þátt í prófkjörum skömmu síðar, vitandi að reglurnar sem þeir höfðu nýlega sett giltu ekki um þau próf- kjör. Í lögunum eru ítarlegar reglur, ekki eingöngu um upplýsingaskyldu heldur einnig um leyfilegan há- markskostnað við prófkjörsbaráttu einstakra frambjóðenda. Samkvæmt þeim reglum og miðað við fjöldann á kjörskrá í hverju kjördæmi á þeim tíma var leyfilegur hámarkskostn- aður frambjóðenda í prófkjörum á bilinu 3,6 til 5,1 milljón króna. Hæst- ur í Suðvesturkjördæmi, sem er fjöl- mennast, en lægstur í Norðvestur- kjördæmi, sem er fámennast. Af þeim sem gefið hafa sjálfvilj- ugir upp kostnaðinn er hann mestur hjá Illuga Gunnarssyni, þingmanni Reykjavíkurkjördæmis suður, átta milljónir króna, vel yfir hámarki lag- anna. Hann kom nýr inn á þing árið 2007. Hins vegar er ómögulegt að fullyrða að ekki sé um hærri upp- hæðir að ræða hjá þeim þingmönn- um sem ekki hafa upplýst um kostn- aðinn við prófkjörsbaráttu sína 2007. Undanþáðu sig skyldunni  Þingmenn þurfa ekki að upplýsa prófkjörskostnað vegna þingkosninga 2007  Gildistöku upplýsingaskyldu um prófkjör var seinkað fram yfir þær kosningar Hvað stóð um gildistöku í grein- argerðinni með frumvarpinu? Þar stóð að gildistakan mætti ekki dragast ef lögin ættu að koma til framkvæmda fyrir þingkosningarnar í maí 2007. En þar að auki þyrftu flokkarnir að fá ráðrúm til að laga starfsháttu sína að nýju reglunum. Hver er leyfilegur kostnaður við prófkjörsbaráttu frambjóðenda? Reglan er sú að kosta megi til millj- ón. Ofan á það bætist upphæð fyrir hvern kjósanda í kjördæminu, því hærri sem kjördæmið er fámennara. 75 til 125 krónur á kjósanda, eftir kjördæmum, eins og þau eru í dag. S&S Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SKRÁÐ atvinnuleysi í mars síðast- liðnum var 8,9% eða að meðaltali 14.546 manns. Atvinnuleysi eykst um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns. Aukningin milli ára er gífurleg, eða 12.872 manns. Lætur nærri að atvinnuleysið hafi nífaldast á einu ári. Samkvæmt yfirliti Vinnumála- stofnunar er atvinnuleysi nú mest á Suðurnesjum, 14,3%, en minnst á Vestfjörðum, 2,3%. Atvinnuleysi eykst milli mánaða um 12% á höf- uðborgarsvæðinu en um 5,7% á landsbyggðinni. Atvinnuleysi eykst jafnt meðal karla og kvenna eða um 9,6%. Atvinnuleysið er 10,3% meðal karla og 7,2% meðal kvenna. Ef litið er til einstakra borga og bæja er atvinnuleysið mest í Reykja- vík eða 7.038 manns. Næst koma Kópavogur (1.642), Hafnarfjörður (1.428), Reykjanesbær (1.280) og Akureyri (1.164). Samtals voru 3.275 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok mars í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í mars. Þetta eru um 19,5% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok mars. Einstaklingum sem fá greiddar hlutabætur hefur fjölgað verulega eftir að lög um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli voru samþykkt um miðjan nóvember sl. Í mars voru 1.274 sjálfstætt starf- andi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Þeim hefur fjölg- að jafnt og þétt, voru 1.017 í lok febrúar og 586 í lok janúar. Alls fengu 136 launamenn greitt úr Ábyrgðasjóði launa í mars en 77 í febrúar. Vinnumálastofnun segir að yfir- leitt batni atvinnuástandið frá mars til apríl, m.a. vegna upphafs árstíða- sveiflu. Í fyrra var atvinnuleysið svipað í báðum mánuðum og mæld- ist 1%. Nú sé hins vegar mun meiri samdráttur í hagkerfinu og gera megi ráð fyrir litlum breytingum milli mánaða. Þá segir Vinnumála- stofnun að vöxtur atvinnuleysis hafi minnkað talsvert undanfarnar vikur. Atvinnulausum í lok mars fjölgaði frá lokum febrúar um 1.337 en um 14.931 frá sama tíma árið 2008. Samdráttur verður áfram „Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugrein- um einkum verslun og þjónustu- greinum á næstu mánuðum, hins vegar mun væntanlega draga úr at- vinnuleysi í mannvirkjagreinum svo og ferðaþjónustu vegna árstíða- sveiflu. Erfitt er að áætla atvinnu- leysi um þessar mundir vegna mik- illar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt er að atvinnuleysið í apríl 2009 muni breytast lítið og verða á bilinu 8,8%-9,3%,“ segir Vinnumála- stofnun. Atvinnuleysið 8,9% í mars  Atvinnuleysið í landinu hefur nærri nífaldast frá því sem það var í mars í fyrra  Vöxtur atvinnuleysisins hefur minnkað umtalsvert á allra síðustu vikum ' +**3' +**4      ( /  / . . 0 & 1 2 .  /   %     '  Alls voru 2.146 erlendir rík- isborgarar skráðir án atvinnu í lok mars. Þar af voru 1.397 Pólverjar eða um 65% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mars. Langflestir þeirra útlend- inga sem eru á atvinnuleyis- skrá voru starfandi í bygging- ariðnaði eða 872, eða um 40% skráðra. Einnig voru margir starfandi í verslun og iðnaði. 2.146 útlendingar NAUÐSYNLEGT er að teygja vel á öllum útlim- um eftir líkamsræktina og gildir einu hvort um er að ræða hressandi göngutúr eða knattspyrnu, svo dæmi séu tekin. Vífilsstaðavatnið í Garðabæ er vinsælt útivistarsvæði og einn hringur um vatnið nægur fyrir hinn hefðbundna skokkara. Morgunblaðið/Heiddi Teygt á eftir hressandi göngutúr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.