Morgunblaðið - 16.04.2009, Qupperneq 37
Í öllu uppistandi og argaþrasium ólöglega dreifingu á tónlistog kvikmyndum gleymist það
oft að iðulega er leki á nýrri tónlist
innan úr fyrirtækinu sem gefur við-
komandi tónlist út, hvort sem það er
vísvitandi eða í ógáti, og eins berast
kvikmyndir býsna oft á netið vegna
leka frá viðkomandi myndveri eða
einhverjum þeim sem myndverið
treysti. Þannig var því til að mynda
háttað með leka á kvikmyndinni X-
Men Origins: Wolverine um daginn.
Á undanförnum árum hafa kvik-myndafyrirtæki brugðist
skipulega við því að kvikmyndum sé
dreift á netinu og þá með því að
stemma ána að ósnum; eftirlit með
afritum er mun betra og eins er vel
fylgst með því að ekki séu menn að
kvikmynda kvikmyndir með vasa-
vélum í bíóum.
Það kom því á óvart að útgáfa af
svo mikilli stórmynd sem X-Men
Origins: Wolverine hlaut að verða
skyldi leka á netið og augljóst að
myndin er komin úr herbúðum kvik-
myndaversins sjálfs. Málið er nefni-
lega að útgáfan sem lak á netið og
fór svo víða er það sem menn kalla
„workprint“, sem snara má sem
vinnueintak, en eins og nafnið ber
með sér er það útgáfa sem ekki er
tilbúin til sýningar.
Mjög er misjafnt hve mikið ereftir að gera þegar „work-
print“ er annars vegar, hugsanlega
á eftir að vinna hljóðrás eða tónlist,
vera má að viðkomandi eintak sé
grófklippt útgáfa af myndinni, til að
mynda lengri eða styttri útgáfa, eft-
ir sé að vinna ýmislegt í myndinni,
til að mynda grafík og brellur og svo
má telja.
Dæmi um slíkt vinnueintak sem
komst á kreik er eintak af Men in
Black þar sem engar geimverur var
að finna, en leikarar komu í þeirra
stað. Í því tilfelli átti því eftir að
setja allar geimverur inn á myndina
og á vinnueintakinu af X-Men Orig-
ins: Wolverine á greinilega eftir að
vinna ýmsa vinnu, til að mynda
hangir aðalleikari myndarinnar,
Hugh Jackman, í snúrum í mörgum
atriðum, í öðrum á greinilega eftir
að setja áferð á tölvugrafík til að
hún sýnist raunverulegri og í sum-
um atriðum eru allar persónur, til
að mynda í hluta af lokaatriði mynd-
arinnar, þegar aðalslagsmálin eiga
sér stað, á miklum kæliturni.
Varla þarf að taka fram að þessileki vakti mikla athygli og
myndin fór með ógnarhraða um net-
ið. Leit á torrentleitarvélinni min-
inova.org skilar á annað hundrað
torrenta og skoðun á þeim bendir til
þess að hundruð þúsunda notenda
hafi sótt sér myndina og við það má
bæta öllum þeim hundruðum þús-
unda sem sótt hafa hana eftir öðrum
leiðum, í gegnum spjallsíður, blogg-
síður, póstlista, jafningjanet og svo
má telja.
Ekki var bara að lekinn vakti at-
hygli á vefnum, heldur kölluðu
menn bandarísku alríkislögregluna,
FBI, til að hafa upp á þrjótnum sem
lak myndinni og leikstjórinn, Gavin
Hood, og Jackman, sem er líka
framleiðandi myndarinnar, sendu
frá sér fjölda yfirlýsinga til að
leggja áherslu á að sú gerð mynd-
arinnar sem lak á netið hafi ekki
verið endanleg útgáfa – sú verði
talsvert öðruvísi og miklu betri.
Það verður fróðlegt að sjá hvaðaáhrif þessi mikli myndarleki
mun hafa á aðsókn að myndinni;
verður hann til að glæða áhugann
eða letja menn frá því að fara í bíó? Í
ljósi þess að myndin sem lak á netið
er hálfköruð, eða rétt ríflega það,
myndi ég spá því að fáir sem áhuga
hafa á annað borð láti vera að sjá
myndina á stóru tjaldi og með al-
mennilegum hljómi (hávaða). Í raun
gæti þessi leki og umtalið um hann
orðið til að auka áhuga manna á að
sjá myndina, enda eru þeir til sem
segja að í heimi kvikmyndanna sé
nánast allt umtal auglýsing.
arnim@mbl.is
Myndarlegur myndar-
leki stórmyndar
AF LISTUM
Árni Matthíasson
» Það kom því á óvartað útgáfa af svo mik-
illi stórmynd sem X-
Men Origins: Wolverine
hlaut að verða skyldi
leka á netið.
Hrátt Eins og sjá má er myndin talsvert frá því að vera tilbúin.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009
KVENNALJÓMINN Brad Pitt veld-
ur nú usla meðal mæðra í New
York. Leikarinn fylgir börnum sín-
um oft í skóla
sem þau sækja í
borginni og nú
berjast mæður,
sem eiga börn í
sama skóla, um
að keyra börnin
á morgnanna í
von um að rekast
á Pitt. Hingað til
hafa mæðurnar
skipst á að keyra börnin í skólann
og hefur það ekki þótt eftirsókn-
arvert en nú berjast þær um hlut-
verkið og hafa sig til í hvert skipti.
Pitt hefur tekið að sér að keyra
elstu synina, Maddox og Pax, í skól-
ann á meðan fjölskyldan dvelur í
New York, en Angelina Jolie vinn-
ur að kvikmyndinni Salt þar um
þessar mundir.
Allar vilja
þær hitta Pitt
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Mið 6/5 kl. 20:00 U
Fim 7/5 kl. 20:00 U
Fös 8/5 kl. 20:00 U
Lau 9/5 kl. 20:00 U
Sun 10/5 kl. 20:00 U
Mið 13/5 kl. 20:00 U
Fim 14/5 kl. 20:00 U
Fös 15/5 kl. 20:00 U
Lau 16/5 kl. 16:00 U
Sun 17/5 kl. 16:00 U
Sun 17/5 kl. 20:00 U
Mið 20/5 kl. 20:00 U
Fim 21/5 kl. 16:00 U
Fim 21/5 kl. 20:00 U
Fös 22/5 kl. 20:00 U
Lau 23/5 kl. 20:00 U
Sun 24/5 kl. 16:00 Ö
Mið 27/5 kl. 20:00
Fim 28/5 kl. 20:00 U
Fös 29/5 kl. 20:00 U
Lau 30/5 kl. 20:00 U
Mán 1/6 kl. 16:00 Ö
Mið 3/6 kl. 20:00 U
Fim 4/6 kl. 20:00 U
Fös 5/6 kl. 20:00
Lau 6/6 kl. 16:00 U
Lau 6/6 kl. 20:00 U
Sun 7/6 kl. 16:00 U
Fim 11/6 kl. 20:00 Ö
Fös 12/6 kl. 20:00
Lau 13/6 kl. 14:00 Ö
Sun 14/6 kl. 16:00 U
Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið)
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Þú ert hér (Nýja sviðið)
Einleikjaröð - Rachel Corrie (Litla sviðið)
Tryggðu þér miða í tíma!
Lau 18/4 kl. 19:00 Ö Sun 19/4 kl. 20:00 Ö Sun 26/4 kl. 20:00 Ö
Fös 17/4 kl. 19:00 U Fös 24/4 kl. 19:00 Ö Lau 25/4 kl. 19:00 Ö
Lau 18/4 kl. 22:00 Ö Sun 19/4 kl. 20:00 Ö
Krassandi leikhúsveisla! Sýningum lýkur í apríl
Yfir 140 uppseldar sýningar. Sýningum lýkur í apríl
Nýtt leikverk rifið beint úr íslenskum veruleika
Uppsetnng Ímagyn í samstarfi við Borgarleikhúsið
Einleikjaröð - Óskar og bleikklædda konan (Litla sviðið)
Fim 16/4 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 19:00
Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla sviðið)
Fös 17/4 kl. 19:00 U
Fös 17/4 kl. 22:00 U
Mið 22/4 kl. 19:00 U
Mið 22/4 kl. 22:00 Ö
Fös 24/4 kl. 19:00 U
Fös 24/4 kl. 22:00 U
Lau 25/4 kl. 19:00 Ö
Lau 25/4 kl. 22:00 Ö
Fim 30/4 kl. 19:00
Fim 30/4 kl. 22:00
Lau 9/5 kl. 19:00 U
Lau 23/5 kl. 19:00
Lau 23/5 kl. 22:00
Fös 17/4 kl. 20:00 Ö
Lau 18/4 kl. 20:00 Ö
Mið 22/4 kl. 20:00 Fim 23/4 kl. 20:00
Fló á skinni - þrjár sýningar eftir
Ökutímar (Nýja sviðið)
Lau 2/5 kl. 20:00 U
Sun 3/5 kl. 20:00 U
Mið 6/5 kl. 20:00 U
Fim 7/5 kl. 20:00
Fös 8/5 kl. 19:00 U
Lau 9/5 kl. 19:00
Lau 9/5 kl. 22:00 U
Sun 10/5 kl. 20:00 U
Mið 13/5 kl. 20:00 U
Fim 14/5 kl. 20:00 U
Fös 15/5 kl. 19:00
Lau 16/5 kl. 16:00 U
Miðasala hefst þrið. 14. apríl. kl. 10
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Fúlar á móti (Samkomuhúsið)
Creature
Fim 16/4 kl. 20:00 Ö
Fös 17/4 kl. 20:00 Ö
Lau 18/4 kl. 19:00 U
Lau 18/4 kl. 21:30 U
Fim 23/4 kl. 20:00
Fös 24/4 kl. 19:00 Ö
Lau 25/4 kl. 20:00 Ö
Fös 1/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Hart í bak (Stóra sviðið)
Þrettándakvöld (Stóra sviðið)
Sædýrasafnið (Kassinn)
Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan)
Eterinn (Smíðaverkstæðið)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu
Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti
Ath. snarpt sýningatímabil
Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands
Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna
Miðaverð aðeins 2.000 kr. Sýningum að ljúka.
Fim 23/4 kl. 20:00 Ö
Lau 2/5 kl. 20:00 Ö
Fös 8/5 kl. 20:00 Ö
Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. U
Fös 17/4 kl. 20:00 8.sýn.
Fös 17/4 kl. 21:00 U
Lau 18/4 kl. 21:00
Fös 24/4 kl. 21:00 Ö
Lau 18/4 kl. 13:00 Ö
Lau 18/4 kl. 14:30 U
Lau 25/4 kl. 13:00 Ö
Fim 16/4 kl. 21:00 Ö
Fös 17/4 kl. 21:00
Lau 9/5 kl. 20:00 Ö
Fös 15/5 kl. 20:00 Ö
Þri 21/4 kl. 20:00 U
Fös 24/4 kl. 20:00 síðasta sýn.
Lau 25/4 kl. 21:00
Sun 3/5 kl. 21:00
Lau 25/4 kl. 14:30 Ö
Lau 2/5 kl. 13:00 Ö
Lau 2/5 kl. 14:30
Fös 24/4 kl. 21:00
Lau 25/4 kl. 21:00
Lau 9/5 kl. 13:00 Ö
Lau 9/5 kl. 14:30
Sun 3/5 kl. 14:00 U
Sun 3/5 kl. 17:00 U
Þri 5/5 kl. 18:00 U
Sun 10/5 kl. 14:00 U
Sun 10/5 kl. 17:00 U
Lau 16/5 kl. 14:00 U
Lau 16/5 kl. 17:00 U
Sun 17/5 kl. 14:00 U
Sun 17/5 kl. 17:00 U
Lau 18/4 kl. 14:00 U
Lau 18/4 kl. 17:00 U
Sun 19/4 kl. 14:00 U
Sun 19/4 kl. 17:00 U
Lau 25/4 kl. 14:00 U
Lau 25/4 kl. 17:00 U
Sun 26/4 kl. 14:00 U
Sun 26/4 kl. 17:00 U
Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U
Sun 24/5 kl. 14:00 U
Þri 26/5 kl. 18:00 U
Mið 27/5kl. 18:00 U
Fös 29/5 kl. 18:00 U
Lau 30/5 kl. 14:00 U
Lau 30/5 kl. 17:00 U
Fim 4/6 kl. 18:00 Ö
Fös 5/6 kl. 18:00 Ö
Lau 6/6 kl. 14:00 U
Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is
16.04 kl.21 Fimmtudagur
17.04 kl.21 Föstudagur
01.05 kl.21 Föstudagur
03.05 kl.21 Sunnudagur
(takmarkaður sýningafjöldi)
Fréttablaðið
Brad Pitt