Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 36
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „SEM barn sá ég svona myndir í sjónvarpinu, og mér fannst þær strax töluvert ólíkar öllum öðrum áströlskum myndum sem ég hafði séð,“ segir Mark Hartley, leikstjóri heimildar- myndar- innar Not Quite Hollywood sem frum- sýnd verð- ur á Bíó- dögum Græna ljóssins sem hefjast um helgina. Myndin fjallar um sérstaka gerð ástralskra kvikmynda sem gerðar voru á áttunda og í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Myndirnar voru einu nafni kallaðar „ozploita- tion“ og voru eins konar b- myndir, uppfullar af kynlífi, of- beldi og hryllingi. „Ég fór að lesa mér til um þessar myndir sem reyndist reyndar frekar erfitt, enda lítið til af upplýsingum um þær. Ég komst að því að þær höfðu fengið hræðilega dóma hjá gagnrýnendum, mönnum fannst þetta léleg tilraun Ástrala til þess að gera bandarískar myndir,“ segir Hartley, en þekkt- asta „ozploitation“ myndin er án efa Mad Max sem Mel Gibson lék aðal- hlutverkið í árið 1979. Að sögn Hart- leys er hún þó ekki dæmigerð „ozp- loitation“ mynd. Voru vandaðar Aðspurður segir Hartley að marg- ir Ástralar skammist sín fyrir þessar kvikmyndir í dag. „Þær fengu líka flestar rosalega slæma dóma á sínum tíma. Hins vegar hefur þessi heimildarmynd mín fengið nokkuð góða dóma og það bendir til þess að fólk sé reiðubúið til þess að sættast við þessa grein kvikmyndagerðarinnar, ef svo mætti að orði komast. Það er mjög langt síðan þessar myndir voru gerðar, og fólk er loksins að átta sig á því í dag að margar þeirra voru mjög vandaðar,“ segir Hartley. Á meðal harðra aðdáenda „oz- ploitation“ myndanna má nefna bandaríska leikstjórann Quentin Tarantino sem er einn aðalviðmæl- andinn í Not Quite Hollywood. „Fáir Ástralar áttuðu sig á því að einhver utan landsteinanna þekkti til þessara mynda. Það kom okkur því mjög á óvart að maður á borð við Quentin Tarantino skildi gera það,“ segir Hartley. „Tarantino samþykkti að koma í viðtal þegar við vorum næstum hætt við að gera þessa mynd vegna fjár- hagserfiðleika. Það skipti miklum sköpum að fá hann til liðs við okkur, það opn- aði ýmsa möguleika hvað fjármögnun varðaði, og án hans hefði myndin líklega aldr- ei orðið til. En það kom skemmtilega á óvart hvað hann veit mikið um þessar myndir og hann kom með marga athyglisverða punkta.“ Hartley var hvorki fleiri né færri en tíu ár að gera Not Quite Holly- wood og það segir hann að helgist fyrst og fremst af erfiðleikum við fjármögnun. Hann er hins vegar kominn af stað með sitt næsta verk- efni sem er einmitt endurgerð einn- ar „ozploitation“ myndarinnar, hrollvekjunnar Patrick frá 1978. Kynlíf, ofbeldi og hryllingur  Heimildarmyndin Not Quite Hollywood frumsýnd á Bíódögum Græna ljóssins  Fjallar um tímabil í ástralskri kvikmyndagerð sem Ástralar vilja helst gleyma Mark Hartley Á meðal þekktustu „ozploita- tion“ myndanna má nefna Alvin Purple, Barry McKenzie Holds His Own, Dead-End Drive In, Long Weekend, Mad Max, The Man from Hong Kong, Patrick, Razorback, Roadgames, Stork og Turkey Shoot. Þá var fjöldi þekktra banda- rískra leikara fenginn til að leika í myndum af þessu tagi til að auka vinsældir þeirra vest- anhafs. Á meðal þeirra má nefna Dennis Hop- per og Jamie Lee Curt- is. Hopper og Curtis 36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er ein besta hátíð sem við höfum haldið og það er ekki veikan blett að finna. Þannig að fólk ætti að grípa gæsina þegar verið er að bjóða upp á eitthvað annað en Hollywood,“ segir Ísleifur Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Bíódaga Græna ljóss- ins sem hefjast á morgun. Alls verða 17 myndir sýndar á 17 dögum á há- tíðinni sem fer fram í Háskólabíói. Líkt og áður er mikið um heimild- armyndir á hátíðinni, og segir Ísleif- ur að þær séu hver annarri betri. Miðasala á hátíðina hefst á midi.is kl. 10 í dag, og kostar tíu miða passi 6.000 kr., en einnig er hægt að kaupa miða á einstaka myndir. Ísleifur bendir á að hver mynd verði ekki sýnd oft, og hann hvetur fólk því til að fylgjast vel með dagskránni. Aðspurður segir Ísleifur hugs- anlegt að þetta sé í síðasta skipti sem hátíðin verði haldin, enda sé reksturinn erfiður. Aðsókn hafi minnkað þótt stöðugt sé kvartað yfir því að framboð af „öðruvísi“ mynd- um sé ekki nægjanlegt. Þá sé erfitt að fá styrktaraðila, auk þess sem gengið hjálpi ekki til. „Svo er nið- urhalið að drepa okkur. Margir sem ég tala við eru búnir að sjá þessar myndir og það er meira að segja Torrent-síða sem er haldið úti af ein- hverjum Íslendingum, og þar er sér svæði sem heitir Bíódagar þar sem hægt er að horfa á 16 af þessum 17 myndum. Þannig að þetta niðurhal er hætt að vera truflandi, það er far- ið að kyrkja mann,“ segir Ísleifur. 17 bíómyndir á 17 dögum á Bíódögum Græna ljóssins Morgunblaðið/Ómar Ísleifur Segir hátíðina eina þá allra bestu hingað til. Framkvæmdastjórinn segir niðurhal bitna illa á hátíðinni www.graenaljosid.is Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SPURNINGAÞÁTTURINN Popppunktur naut mikilla vinsælda er hann var á dagskrá Skjás eins árin 2002 til 2005. Þátturinn snýr nú aftur í Ríkissjónvarpið í sumar og fer fyrsti þátturinn af fimmtán í loftið föstu- dagskvöldið 5. júní. Umsjónarmenn eru sem fyrr þeir Dr. Gunni og Felix Bergsson. „Ég er byrjaður að bóka bönd og það eru allir mjög spenntir fyrir þessu,“ segir Felix. „Það hefur komið fram ógrynni af nýjum hljómsveitum í þessari Popppunktshvíld og því af nógu að taka.“ Felix segir að hið góða safn Sjónvarpsins gefi kost á skemmtilegum spurningum um liðna popptíð. Og settið verður væntanlega glæstasta Popppunktssettið til þessa? „Ég vona það,“ segir Felix og hlær. „Ég er ekki búinn að sjá neitt enn! En það er næsta víst að þessi þáttur hefur aldrei snú- ist um þessa ytri þætti, heldur fjörið í hljómsveitunum og æsinginn í sjálfri keppn- inni.“ Felix segir að samstarf þeirra Gunna gangi eins og smurð vél en á sínum tíma renndu þeir blint í sjóinn hvað það varðaði. „Ég og Gunni komum auðvitað þannig séð úr ólíkum áttum. Hann hafði t.d. gert óspart grín að hljómsveitinni minni, Greifunum. En eftir að Gunni tók þátt í Eurovision fór þetta allt að meika meiri sens,“ segir Felix og glottir. Popppunktur í Ríkissjónvarpinu í sumar Klárir Felix og Gunni með nýbónaða skalla. Þeir félagar verða með Popppunkt í Ríkissjónvarpinu í sumar.  Opnunarmynd Bíódaga Græna Ljóssins er heimildarmyndin Bobby and Me sem fjallar um vináttu Sæma Rokk við skáksnillinginn Bobby Fischer. Eins og allir vita eyddi Fischer síðustu ævidögum sínum á Íslandi eftir að hérlend stjórnvöld björguðu honum úr jap- anskri prísund árið 2005 en Fischer lést í janúar 2008. Á meðal þess sem fram kemur í myndinni er ævintýralegt samtal Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, og Bobby Fischers en að sögn þeirra sem hafa séð myndina er samtalið á pari við best skrifuðu samtöl Quent- ins Tarantinos, hvort sem vísað er til mynda á borð við Pulp Fiction eða Reservoir Dogs. Annars segir sagan að myndin hafi upphaflega átt að vera um Bobby Fischer einan en þegar á hólminn var komið reyndist karlinn of erfiður í umgengni auk þess sem besta efnið virtist allt koma frá Sæma Rokk. Kvikmyndagerð- armennirnir stukku því á tækifærið og skiptu aðalsöguhetjunni Fischer út fyrir Sæma Rokk. Bobby Fischer og Kári Stefáns ræða málin  Guðrún Edda Þórarinsdóttir hefur verið valin af EFP (European Film Promotions) til vera í hópi 23 kvikmyndaframleiðenda sem taka þátt í kynningarverkefninu „Fram- leiðendur á ferð og flugi“ (Produ- cers on the Move) sem fram fer á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. Guðrún Edda var valin fyrir framleiðslu sína á Sveitabrúðkaupi Valdísar Óskarsdóttur en í Cannes mun hún taka þátt í margvíslegum pallborðsumræðum auk þess sem ungu framleiðendunum verður gert kleift að kynna næstu verkefni sín og styrkja tengslanet við aðra evr- ópska kvikmyndaframleiðendur í leiðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskur framleiðandi tekur þátt í verkefninu en áður hefur Hrönn Kristinsdóttir orðið þessa heiðurs aðnjótandi. Upprennandi fram- leiðandi í Cannes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.