Morgunblaðið - 16.04.2009, Page 14

Morgunblaðið - 16.04.2009, Page 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 SAMFYLKINGIN mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnun MMR, með 29,8% fylgi. Í síð- asta mánuði mældist stuðningur við Samfylkinguna 30,5% í könnun MMR. Stuðningur við Sjálfstæðis- flokkinn mælist nú 28,8% en var 29,3% í mars. Vinstri græn bæta við sig fylgi, eru nú með 25,9% en voru með 22,7% í mars. Um net- og síma- könnun var að ræða. Meirihluti gagnaöflunar fór fram 6. og 7. apríl. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 9% en var 10% í mars og Borgarahreyfingin nýtur stuðnings 4,1% kjósenda. Aðrir flokkar eru með minna en 2% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,5% sem er svipaður stuðningur og hún naut samkvæmt könnun MMR í mars. Samfylking stærst Styrkir og fjársafnanir 2006 Morgunblaðið/Ómar Nutu styrkja Allir þáðu stjórnmálaflokkarnir fjárstyrki frá fyrirtækjum á árinu 2006. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir stjórnmálaflokkana um fjársafnanir þeirra á meðal fyrir- tækja og fjárstyrki fyrirtækja á árinu 2006. Svör hafa borist frá Vinstrihreyfingunni-grænu framboði, Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Frjálslynda flokknum og fara svör þeirra hér á eftir. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is 1Með hvaða hætti var efnt til fjársöfnunar afhálfu flokksins á meðal fyrirtækja í lok árs 2006, áður en ný lög um fjármál stjórnmála- flokka tóku gildi? 2Hver eða hverjir tóku ákvörðun um þáfjársöfnun? 3Tók formaður flokksins, þingmenn eðaaðrir kjörnir fulltrúar þátt í söfnuninni með því að hafa samband við fyrirtæki og/eða forsvarsmenn þeirra? 4Var sett eitthvert hámark af hálfu flokks-ins á styrki, sem mætti þiggja? 5Hverjir vissu af styrkjunum? 6Hverjir tóku ákvörðun um að þiggjastyrki, sem bárust? 7Hvaða styrki þáði flokkurinn umfram300.000 krónur? 8Hvenær bárust styrkir frá hverju fyrirtækiflokknum? 9Eiga þær tölur, sem þegar hafa verið gefn-ar upp af hálfu flokksins um styrki á árinu 2006, eingöngu við um fé, sem safnað var af aðalskrifstofu flokksins eða eru einnig inni í þeim styrkir, sem veittir voru einstökum fé- lögum og samtökum innan flokksins? HVÖSS orðaskipti urðu við upphaf þingfundar í gær. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðis- flokki, kvaddi sér hljóðs og gagnrýndi ummæli Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanns Vinstri grænna, á framboðsfundi að bæði þyrfti að hækka skatta og lækka laun op- inberra starfsmanna. „Nú þegar 18.000 ein- staklingar ganga atvinnulausir, margir hafa þegar tekið á sig launalækkanir, vextir eru háir og verð- bólga líka sýna íslenskir vinstri menn 10 dögum fyrir kosningar sitt rétta andlit. Þeir ætla að lækka laun fólksins í landinu og hækka skattana á fólkið í landinu,“ sagði hann. Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, sagði það stefnu VG að fara blandaða leið til að stoppa í fjárlagagatið, hallann sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði skilið eftir sig. „Við þurfum að gera það bæði með því að hækka skatta og með því að skera nið- ur.“ Margir þingmenn tókust á um málið og hver bæri ábyrgð á efnahagshruninu. Árni Þór Sig- urðsson, VG, sagði þjóðina þurfa að bera byrð- arnar af efnahagshruninu og stefnu Sjálfstæð- isflokksins til margra ára. „Er ekki háttvirtum þingmanni ljóst að frjálshyggjan hefur hrunið og það þarf að greiða reikninginn?“ sagði Helgi Hjörvar, Samfylkingu, og beindi orðum sínum að Sigurði Kára. Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðisflokki, varaði við að menn einblíndu á þá leið að vefja saman skatta- lækkanir og launalækkanir. Það geti leitt þjóðina inn í vítahring. Þingmenn Sjálfstæðisflokks ítrek- uðu gagnrýnina síðar á þingfundinum við umræðu um frumvarp um listamannalaun. omfr@mbl.is Tekist hart á um hvort hækka eigi skatta og lækka laun Morgunblaðið/Kristinn Tókust á Sjálfstæðismenn gagnrýndu orð Vinstri grænna um laun og skatta á Alþingi í gær. 1 Ekki var efnt til fjársöfnunar í lok árs 2006af hálfu VG, en styrkir bárust engu að síður að frumkvæði fyrirtækja og voru þeir þegnir. 2 Sjá að ofan. 3 Sjá að ofan. 4 Hámark VG fyrir setningu laga um fjár-mál stjórnmálasamtaka var 500 þúsund krónur – framlög umfram það voru sér- staklega skilgreind í ársreikningum flokksins. Það gerðist einu sinni að Samvinnutryggingar gáfu eina milljón en það var árið 2006. 5 Sjá að ofan. 6 Sjá að ofan. 7 Árið 2006 þáði flokkurinn á landsvísu rúm-ar tvær milljónir króna frá fyrirtækjum og var það að frumkvæði þessara fyrirtækja að styrkirnir voru boðnir. Eins og kemur fram í ársreikningi okkar það ár var ein milljón frá Samvinnutryggingum. Það upplýsist hér með að 500 þúsund voru frá Glitni og 500 þúsund frá KB-banka, það sem eftir stendur er óveru- legt. 8 Styrkirnir voru greiddir í nóvember ogdesember árið 2006. 9 Þær upplýsingar sem fram koma í árs-reikningum okkar áður en lög um fjár- málin tóku gildi eru einungis um flokkinn á landsvísu. Einstaka kjördæmi eða svæðisfélög eru ekki þar undir. Allar stofnanir flokksins hafa þó lotið okkar reglum um upplýsingar vegna framlaga yfir 500 þúsund krónum. Vinstrihreyfingin grænt framboð 1 Ekki var farið af stað með sérstaka fjár-söfnun árið 2006 né í lok ársins áður en ný lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi 1. janúar 2007. 2 Engin sérstök ákvörðun var tekin haustið2006 um fjársöfnun. 3 Engin sérsöfnun var framkvæmd. 4-6 Á 10 ára starfstíma Frjálslyndaflokksins var okkur boðinn í eitt skipti styrkur upp á eina milljón króna sem er langhæsti einstaki styrkur sem við höfum þeg- ið frá einum aðila. Um þann styrk var fjallað sérstaklega millum framkvæmdastjórnar- manna Frjálslynda flokksins, hvort taka ætti við upphæðinni. Það var samþykkt. 7 Heildarframlög fyrirtækja og einstaklingaá árinu 2006 voru kr. 3.651.703 og þar af, eins og fram hefur komið áður, einn styrkur upp á kr. 1.000.000. Aðrir styrkir frá ein- stökum aðilum voru ekki yfir kr. 300.000. 8 Styrkirnir bárust á tímabilinu mars-desember 2006. 9 Já, en styrkir til einstakra félaga voruóverulegir. Frjálslyndi flokkurinn 1Fjármálanefnd flokksins hélt utan um þaðstarf. Nefndin er kosin af miðstjórn Fram- sóknarflokksins ár hvert. Nefndarmenn höfðu samband við fyrirtæki og óskuðu eftir styrkjum og síðan sá aðalskrifstofa flokksins um að inn- heimta þá. 2 Það er hlutverk fjármálanefndar að safna féog miðstjórn kýs hana til þess. 3Ekki svo starfsfólk skrifstofu flokksins vititil. Meginreglan hefur verið sú að kjörnir fulltrúar hafa ekki með fjáröflun að gera. 4Nei. Ef borist hefðu fyrirheit um óvenjulegaháa styrki hefði það örugglega verið tekið til sérstakrar umfjöllunar. En þar sem hæsti styrk- ur til flokksins var 5 milljónir króna kom ekki til þess. 5Formaður fjármálanefndar og framkvæmda-stjóri höfðu einir heildaryfirsýn. Aðrir ein- stakir nefndarmenn höfðu aðeins yfirlit yfir þau fyrirtæki sem þeir höfðu samband við sjálfir. 6Fjármálanefnd og framkvæmdastjóri. 7Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka til-greint að heildarstyrkir lögaðila til hans á árinu 2006 voru 30,3 milljónir króna. Gefin hafa verið upp nöfn þeirra sem styrktu flokkinn um eina milljón króna eða meira. Alls eru það 23,5 milljónir króna. Þær 6,8 milljónir sem út af standa skiptast á tugi lögaðila sem allir veittu framlög undir einni milljón. 8Flestir styrkirnir bárust á seinni hluta ársinsþegar undirbúningur alþingiskosninganna 2007 hófst. 9Upplýsingum um styrki til einstakra félagaog samtaka var ekki safnað skipulega á árinu 2006. Það var gert á árinu 2007 og skilað inn samstæðureikningi fyrir allar einingar flokksins sem höfðu tekjur yfir 300.000 kr. á árinu eins og lög gera ráð fyrir. Framsóknar- flokkurinn 1Á árinu 2006 fór fram átak í fjársöfnun fyrirSamfylkinguna sem ætlað var að vinna á skuldum flokksins en þær voru í árslok 2005 um 50 milljónir króna. Framundan voru alþing- iskosningar á vormánuðum ársins 2007 og var stefnt að því að hefja kosningabaráttuna með eins lítinn skuldahala og mögulegt væri. Fjár- söfnunin var skipulögð af skrifstofu flokksins og komu ýmsir flokksmenn að henni. Alls var haft samband við tæplega þrjátíu fyrirtæki og fimm- tán þeirra veittu okkur styrki umfram 500 þús. kr. sem samanlagt námu 36 milljónum króna. 2 Stjórn Samfylkingarinnar tók ákvörðun umverkefnið. 3 Já. Starfsmenn Samfylkingarinnar, ýmsirfélagar í flokknum og kjörnir fulltrúar tóku þátt í þessu átaksverkefni. 4Lögð var áhersla á að styrkupphæðir yrðuinnan eðlilegra marka. Komið hefur fram að hæsta styrkveitingin var 5 milljónir króna eða 10% af þeirri heildarfjárhæð sem fyr- irhugað var að safna. 5Upplýsingum um einstakar styrkveitingarvar ekki dreift skipulega til stjórnenda Samfylkingarinnar en það var heldur ekki farið leynt með söfnunarátakið og var niðurstaða þess m.a. birt í ársreikningi Samfylkingarinnar á heimasíðu hennar. 6 Stjórn flokksins tók ákvörðun um að ráðastí fjársöfnunina og ekki þótti ástæða til að bera einstakar styrkveitingar undir hana þar sem engar upphæðir fóru út fyrir þau mörk sem eðlileg voru talin. Sérstakar ákvarðanir um að þiggja styrki eða hafna voru því ekki teknar. 7 Samfylkingin hefur birt yfirlit yfir alla styrkisem voru umfram 500.000 krónur. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um að birta yfirlit yfir aðra styrki en minnt er á að á þessum tíma var flokkum ekki skylt að birta yfirlit yfir styrki sína og voru því margir þeirra veittir í þeim skilningi beggja aðila að til opinberrar birtingar kæmi ekki. 8Eins og fram hefur komið var fjáröflun ígangi á árinu 2006, en einkum haustið 2006. 9Uppgefnar tölur á vef flokksins eiga viðflokkinn á landsvísu og eru ekki í sam- stæðutölu eins og birtar eru í reikningum fyrir árið 2007 sem eru á vef Ríkisendurskoðunar. Töluverð vinna er að safna upplýsingum frá öll- um kjördæmaráðum og einstökum félögum inn- an flokksins vegna fyrri ára en engu að síður er nú unnið að því að ná þeim saman. Þess er vænst að aðrir flokkar geri slíkt hið sama. Samfylkingin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.