Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 8

Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 „MÉR sýnist þetta gefa fullt tilefni til þess að við getum verið með svipaða aukningu á næsta fisk- veiðiári og í ár,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ. Þorskkvótinn í ár er nú 160 þúsund tonn, með þeirri 30 þúsund tonna viðbót sem gefin var út í vetur. „Það er jákvætt að þorskstofninn er að stækka. Ég hefði þó viljað sjá enn hærri tölur af því að fréttir af miðunum eru góðar. Það gleðileg- asta er þó hvað 2008-árgangurinn er stór, þótt langt sé í hann,“ segir Friðrik. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MÆLINGAR á þorskstofninum í togararalli í síðasta mánuði benda til þess að hann hafi stækkað um 9% frá því á sama tíma í fyrra. Þá gefur fyrsta mat Hafrannsóknastofnunar- innar á 2008-árgangi þorsks vonir um að hann sé sterkur. Þessa ár- gangs verður fyrst vart í veiði eftir þrjú ár. „Þetta eru að sjálfsögðu jákvæðar fréttir. Þær benda nokkuð ákveðið til þess að við séum aftur á réttri leið með þorskstofninn. Þá er mjög gleði- legt ef í uppvexti er stór árgangur. Flestar fréttir af ástandinu í hafinu eru jákvæðar. Þorskurinn er vænni en áður og vel á sig kominn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, um tíðindin. Ýsan á niðurleið Hækkun stofnvísitölu þorsks frá fyrra ári rekur Hafró einkum til þess að meira fékkst af stærri þorski. Niðurstaða togararalls á síðasta ári sýndi einnig aukningu en mikið vant- ar þó á að stofninn hafi náð fyrri stærð. Sérfræðingar Hafró meta niðurstöðu stofnmælingarinnar og aldursgreindan afla þannig að þorskstofninn hafi verið í svipuðu horfi í byrjun árs og áður var áætlað. Mælingarnar benda til að ýsu- stofninn hafi minnkað um fjórðung frá því í fyrra og að hann sé nú innan við helmingur af meðaltali áranna 2003 til 2007. Niðurstöður mæling- anna eru þáttur í árlegri úttekt Hafró á ástandi nytjastofna. Loka- úttekt á niðurstöðum og tillögur um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í byrjun júní. „Þetta þýðir ekki að menn geti farið að taka út fyrirfram. Ég tel að við eigum fyrst og fremst að nota þetta sem hvatningu um að standa áfram ábyrgt að málum,“ segir Steingrímur þegar hann er spurður hvort þessar upplýsingar gefi tilefni til að auka kvóta á næsta fiskveiðiári. Hann segir að vísbendingar um stækkun stofnsins auðveldi stjórn- völdum að setja á nýjan leik ábyrga aflareglu. Þorskstofninn kominn á rétta leið Sjávarútvegsráðherra segir þó ekki hægt að taka út fyrirfram Morgunblaðið/RAX Róður Vel hefur fiskast í vetur, meðal annars hjá bátum á Snæfellsnesi. Ólafur Bjarnason SH leggst að bryggju í Ólafsvík eftir fengsæla veiðiferð. GESTKVÆMT var hjá hreindýrs- kálfinum Líf og fóstru hans, Dag- björtu Briem Gísladóttur, þegar bæði Kolbrún Halldórsdóttir um- hverfisráðherra og Karl Karlsson, dýralæknir hjá Umhverfisstofnun, heimsóttu þær á Sléttu utan við Reyðarfjörð í gær. Hreindýrskálfurinn komst í frétt- ir vegna bréfs Umhverfisstofnunar þess efnis að yrði ekki sótt um leyfi fyrir honum gæti orðið að aflífa hann. „Ég er sannfærð um að Líf muni eiga langt og farsælt líf fyrir höndum,“ sagði Kolbrún eftir heim- sóknina í gær. „Það er verið að skoða þetta í ráðuneytinu og það verður auðvitað fundin lausn á þessu máli. Það á ekki að fara að slátra henni Líf, svo mikið er víst.“ Karl Karlsson dýralæknir segir ekki hafa verið ætlunina að hóta fólkinu með umræddu bréfi. „Ég fór yfir hver tilgangurinn væri með þessum reglum, leið- beindi þeim um leyfisumsóknina og útskýrði hvernig framhaldið yrði ef þau fá leyfi til að halda skepnuna.“ Þá skoðaði Karl kálfinn og aðstöð- una þar sem hann er hýstur á næt- urnar enda muni ráðuneytið vænt- anlega óska eftir umsögn hans um málið. Í bréfi frá Umhverfisstofnun er misskilningurinn harmaður og segir að í framtíðinni verði orðalag sambærilegra bréfa endurskoðað. Þessar lyktir málsins eru Dag- björtu fagnaðarefni. „Mér finnst ekki annað koma til greina en Líf fái að lifa. Auðvitað er sjálfsagt að sækja um leyfi fyrir henni og ég mun gera það strax þegar ég kem heim úr vinnunni í dag [í gær].“ ben@mbl.is Heilsar Kolbrún Halldórsdóttir um- hverfisráðherra heimsótti Líf. Ráðherra lofar að Líf fái að lifa AÐEINS 22% íslenskra námsmanna erlendis eru ákveðnir í að snúa aft- ur heim að námi loknu, skv. könnun á heimasíðu Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). 38% segjast ekki ætla að koma aftur heim en 40% eru óákveðin. Könnunin var sett upp á síðunni um áramót og höfðu 193 svarað henni í gær. Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE, telur efnahags- og atvinnuástandið hafa mest um það að segja hversu fáir hyggjast snúa aftur heim að námi loknu en niðurstöðurnar eru í takt við aðra könnun sem félagið sendi nýverið til sinna félagsmanna. Þar svöruðu 366 spurningu um framtíð- aráform sín. Hyggjast 31% snúa aft- ur heim, 25% ætla sér það ekki en 44% eru óákveðin. ben@mbl.is Fáir ætla aftur heim ÍSLENSKI fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir margs konar starfsemi. Meðlimir klúbbsins hafa síðustu tvö fimmtudagskvöld getað komið í klúbbhúsið að Brekkustíg 2 í Reykjavík og feng- ið námskeið í reiðhjólaviðgerðum, sér að kostn- aðarlausu. Hefur þetta mælst vel fyrir, enda ekki verra að geta gert sjálfur við fákinn ef hann læt- ur undan. Það er líka vissara að hafa hjólin í lagi á morgun, laugardag, þegar klúbburinn efnir til ratleiks þar sem settir verða upp 34 póstar frá Korpúlfsstaðagolfvelli, eftir ströndinni og að Ástorgi í Hafnarfirði, alls yfir 50 km leið. Nóg um að vera hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum Morgunblaðið/Heiddi Reiðhjólaviðgerðir fyrir ratleik NOTKUN MS-lyfsins Tysabri er hlutfallslega langmest hér á landi sé miðað við annars staðar á Norð- urlöndum. Sé viðmiðið milljón íbúar fá 150 lyfið hér, 86 í Danmörku, 78 í Svíþjóð, 38 í Noregi og 29 í Finn- landi. Þetta kemur fram á vef Land- læknisembættisins. „Við förum heldur hraðar fram en hin löndin,“ segir Matthías Hall- dórsson landlæknir. „Það er nú gjarnan þannig hjá okkur og oftast til góðs.“ Embættið skoðaði notkun lyfsins eftir að upp komu ábendingar þingmannsins um að menntun réði því hverjir fengju það. „Mikilvægt er að aðeins fagleg sjónarmið ráði því hverjir fá meðferðina,“ segir Matt- hías sem heimsótti taugadeild Land- spítalans eftir ummælin. „Ég sé ekkert ennþá sem bendir til þess að svo sé ekki.“ Hann hafi farið yfir lista sjúklinganna og hvaða menntun þeir hefðu. „Þar er ekkert sem stingur í augu, heldur end- urspeglar listinn þverskurð þjóð- félagsins,“ segir hann. Embættið muni rannsaka málið frekar komi fram vísbendingar um annað. gag@mbl.is Mest notkun Tysabris hér á Norðurlöndunum Landlæknisembættið útilokar mismunun við lyfjaávísunina Í HNOTSKURN »MS er sjúkdómur í mið-taugakerfinu og truflar meðal annars stjórnun þess á sjón, göngu, tali, skynjun. » 45 MS-sjúklingar fá Ty-sabri ávísað hér á landi. Það er mikilvæg bót við þennan erfiða sjúkdóm. Þrír hafa þurft að hætta töku þess vegna bráðaof- næmis. Vonast eftir sama kvóta Friðrik J. Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.