Morgunblaðið - 17.04.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon
sjávarútvegsráðherra ætlar ekki
að úthluta byggðakvóta í sumar,
en í stað þess leggur hann til að
heimilaðar verði strandveiðar. Að-
eins bátar undir 15 brúttótonnum
mega stunda þessar veiðar. Stefnt
er að því að veidd verði 8.627 tonn
eftir þessu fyrirkomulagi.
Undanfarin ár hefur hluta heild-
arkvótans verið úthlutað til byggð-
anna sérstaklega. Í ár átti þessi
kvóti að vera 6.127 tonn. Deilur
hafa verið um hvernig eigi að út-
deila byggðakvótanum og úthlutun
hefur dregist mikið af þeim sök-
um. Raunar er ekki búið að út-
hluta helmingi af byggðakvóta síð-
asta fiskveiðiárs.
Hugsað til reynslu
Steingrímur J. ætlar sér að
leggja byggðakvótann inn í nýjan
flokk sem á að heita „strandveið-
ar“. Jafnframt ætlar hann að auka
kvótann um 2.500 tonn, en hann
fer allur í þennan nýja flokk. Veið-
arnar verða frjálsar fyrir báta
sem eru minni en 15 brúttótonn.
Alls eru í dag 720 haffærir bátar
af þessari stærð. Um 650 þessara
báta hafa stundað fiskveiðar í at-
vinnuskyni á síðustu árum.
Steingrímur J. leggur áherslu á
að þetta fyrirkomulag sé hugsað
„til reynslu“. Hann tekur jafn-
framt fram að gera þurfi breyt-
ingu á lögum áður en þetta kemur
til framkvæmda og ekki vinnist
tími til breytinga fyrr en eftir
kosningar. Vonandi geti veiðarnar
hafist í byrjun júní. Aðeins verður
heimilt að stunda strandveiðar
með handfæri. Steingrímur J.
leggur áherslu á að þetta séu afar
umhverfisvænar veiðar. Aflinn
verði allur unninn innanlands og
ætti því að stuðla að að fleiri störf
skapist út um allt land. Þessi
breyting væri einnig hugsuð til að
greiða fyrir nýliðun í sjávarútvegi,
efla atvinnu og hleypa meiri lífi í
sjávarbyggðirnar. Þeir sem ætl-
uðu sér að stunda þessar veiðar
þyrftu að greiða gjald sem end-
urspeglaði kostnað við umsýslu.
Áætlað er að um helmingi
byggðakvótans hafi verið úthlutað
til skipa sem eru stærri en 15
tonn. Þessi skip missa því spón úr
aski sínum. Sú spurning vaknar
hvort þessi breyting leiði til þess
að minni afli komi á land í ein-
stökum byggðarlögum. Stein-
grímur sagði að fyrirhugað væri
að skipta landinu í svæði og þar
yrði m.a. horft til þess hvernig
byggðakvótinn hefði dreifst und-
anfarin ár.
Ýmis áhrif gætu orðið af þess-
ari breytingu. T.d. er ekki ólíklegt
að verð á smábátum eigi eftir að
þokast upp á við, en búast má við
að einhverjir sýni því áhuga að út-
vega sér bát og hefja útgerð.
Þessi breyting ætti einnig að
bæta eitthvað stöðu kvótalausra
útgerða sem hafa verið að leigja
kvóta.
Strandveiðar í stað byggðakvóta
Morgunblaðið/Ómar
Strandveiðar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra kynnir strandveiðarnar ásamt Jóhanni Guðmunds-
syni, aðstoðarmanni sínum, og Sigurgeiri Þorgeirssyni ráðuneytisstjóra á Kaffivagninum í gær.
Sjávarútvegsráðherra áformar að leggja niður byggðakvóta og taka upp strandveiðar sem eingöngu
verði stundaðar af smábátum Strandveiðikvótinn verður 8.627 tonn og aðeins má veiða á handfæri
Í HNOTSKURN
»Strandveiðar má aðeinsstunda frá heimahöfn.
»Veiðunum er ætlað aðstanda frá 1. maí til 31.
ágúst. Veiðitímabilinu verður
skipt í eins mánaðar tímabil til
að dreifa álagi.
»Eingöngu má veiða á virk-um dögum.
»Ákveðinn verður há-marksafli sem bát er heim-
ilt að veiða á hverjum degi.
www.xf.is
Ásta Hafberg
Sigmundsdót t ir
Norðausturkjördæmi
Guðjón A . Kr ist jánsson
Norðvesturkjördæmi
Grétar Mar Jónsson
Suðurkjördæmi
Sturla Jónsson
Reykjavík suður
Karl V. Mat thíasson
Reykjavík norður
Kolbrún Stefánsdóttir
Suðvesturkjördæmi
Við þiggjum ekki mútur!