Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Morgunblaðið/Ómar Niðurníðsla Miðborg Reykjavíkur minnir sumstaðar meira á stríðshrjáða borg í rústum en á blómlega höfuðborg lands sem er nýkomið út úr góðærinu. FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HÚSIÐ á Vatnsstíg 4 sem tekið var pólitískri hústöku er eitt af tugum gamalla húsa sem staðið hafa auð og ónotuð mánuðum saman í miðborg Reykjavíkur. Í gegnum tíðina hafa nágrannar þessara húsa gjarnan kvartað um slæman frágang, um- gang eiturlyfjaneytenda o.fl. sem þykir ógna öryggi umhverfisins. Lögreglan hefur, að sögn Sig- urðar Helga Guðjónssonar for- manns Húseigendafélagsins, oft ver- ið treg til að skipta sér af þessum umkvörtunum nágranna og sýnt hústökufólki nokkurt umburðar- lyndi fram að þessu. Mörgum þótti reyndar nóg um aðgerðir lögreglu nú þegar gripið var til vélsagar og rúðubrota til að ná til hústökufólks- ins, enda stendur húsið illa leikið eft- ir og bætir ekki ásýnd miðborg- arinnar sem þótti miður falleg fyrir. Snorri Freyr Hilmarsson, formað- ur Torfusamtakanna, segir einu leið- ina út úr því ófremdarástandi sem skapast hefur í miðborgina vera skýrar áherslubreytingar í aðal- skipulagi. „Það þarf að stöðva þetta spádómsniðurrif í miðborginni, því það hefur ekki leitt af sér neina end- urnýjun, það eina sem hefur verið gert í gegnum allt þetta þensluskeið er að menn hafa braskað með reiti og sett hús í drabb.“ Ekki bara töf borgarstjórnar Að mati Snorra steig Reykjavík- urborg fyrsta skrefið í ógæfuátt þegar sameining lóða var heimiluð. „Þá fer þetta allt í gang, að láta hús viljandi drabbast niður og níðast á nágrönnum.“ Snorri fullyrðir þannig að verktakar hafi gripið til ýmissa ráða til að lækka íbúðaverð á ná- grannalóðum og fæla íbúa burt, þ. á m. að leyfa fíklum viljandi að koma sér fyrir á lóðunum og Sigurður Helgi staðfestir að þessum aðferðum hafi sumstaðar verið beitt. Tíðum borgarstjóraskiptum og óákveðni borgarstjórnar hefur m.a. verið kennt um að framkvæmdir hafi víða tafist í miðborginni. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði hins- vegar í mars 2008, þá formaður skipulagsráðs, að lóðaeigendur skildu ekki orðið nei og virtu ekki byggingarmagn deiliskipulagsins. „Það er ekki byggt af því að menn eru alltaf að reyna að hámarka byggingarmagnið og fara fram yfir það,“ segir Snorri. „Þess vegna hefst ferlið alltaf aftur og aftur, svo það er ósanngjarnt að kenna borginni um.“ Hann segist þó bjartsýnn um að nú sé tækifæri til að móta alfarið nýja stefnu fyrir miðborgina. „Þann- ig að grasrótarfjárfesting geti kom- ist að, því þessi verktakastefna hef- ur í raun haldið venjulegum fyrirtækjum og fólki sem vill gera eitthvað í miðborginni frá. Þessir menn eru að níðast á umhverfi sem þeir eiga ekki, heldur eru bara hluti af.“ Miðborg í sárum góðæris Sáralítil uppbygging var í miðborg Reykjavíkur á löngu þenslutímabili Morgunblaðið/Ómar Vatnsstígur Er ekki friðað hús, en heimild til niðurrifs er ekki fengin. EKKI er eðlilegt, réttlátt eða jafn- vel löglegt að neytendur beri einir skaðann af gengishruninu og verðbólgunni, segir talsmaður neytenda Gísli Tryggvason. Hann vill sjá al- mennar aðgerðir til að leiðrétta skuldastöðu húsnæð- islántakenda og það með almennri niðurfærslu lánanna, en þó ekki endilega flatri. „Taka þarf pólitíska ákvörðun um málið af stjórnvöldum og með lög- um,“ segir Gísli og vill því ekki gefa upp nákvæma útfærslu fyrr en hann hefur kynnt stjórnvöldum og stjórn- málamönnum hugmyndirnar. „Ég sendi þær fljótlega til umsagnar hjá þeim.“ Gísli talaði á opnum fundi Sam- taka heimilanna í gærkvöldi auk Björns Þorra Viktorssonar lög- manns, sem kynnti fyrirhuguð mála- ferli gegn föllnu bönkunum vegna brostinna forsendna húsnæðislán- anna. Gísli segir almennar aðgerðir eins og hann nefni ákjósanlegri en sér- tækar sem málaferlin falli undir. „Málaferli eru þó að mínu mati þrautalending en dýrt fyrir aðila málsins; neytandann, bankann og fyrir þjóðfélagið að taka svo sértækt á þessu máli.“ gag@mbl.is Neytendur ekki einir um skaðann Talsmaður neytenda vill niðurfærslu lána Gísli Tryggvason Í GÆR var undirritaður samningur milli Háskólans á Akureyri og sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðuneyt- isins um stofnun Sjávarútvegsmið- stöðvar við Háskólann á Akureyri. Kennsla í sjávarútvegsfræðum hófst við Háskólann á Akureyri árið 1990 og hefur verið samfelld síðan. Helstu verkefni Sjávarútvegsmið- stöðvarinnar verða m.a. að afla og miðla upplýsingum um sjávarútveg milli fyrirtækja og samstarfsaðila, stuðla að samvinnu við innlendar og erlendar vísindastofnanir á sviði sjávarútvegs, annast rannsóknir á sjávarútvegi og safna upplýsingum um sjávarútveg í gagnagrunn sem nýtist í rannsóknum. Sjávarútvegs- miðstöð í HA 57 Fjöldi húsa sem stóðu auð og ónýtt í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári. 1918 Óheimilt er að breyta hús- um byggðum fyrr án leyf- is Húsafriðunarnefndar 108 Aldur hússins við Vatns- stíg 4, sem er byggt 1901. Eftir Jónas Erlendsson Fagridalur | Vegna slysahættu í Reynisfjöru í Mýrdal hefur verið sett upp skilti sem varar ferða- menn við að fara of nærri sjónum. Skiltið er á fimm tungumálum og myndskreytt. Árið 2007 drukknaði 75 ára kona í Reynisfjöru þrátt fyrir að leiðsögumaður hefði verið búinn að vara fólk við hættunni af sjónum, á síðasta ári voru nokkrir ferðamenn hætt komnir í fjörunni þegar þeir hugðust bjarga hval sem var að reka og óðu út í sjó. Eftir þessa atburði og ýmsa fleiri hófust miklar umræður í fjöl- miðlum um hvort ekki þyrfti að merkja hættulega staði, en þó er enginn einn aðili tilbúinn til að taka á sig ábyrgð og skilgreina hvaða staðir í náttúru Íslands séu hættulegir og hverjir ekki og sama gilti um kostnaðinn við að koma upp merkingum. Að sögn Sveins Pálssonar sveitarstjóra í Mýrdalshreppi höfðu aðilar frá Kynnisferðum samband við hann síðastliðið haust og lýstu yfir áhuga á að kosta gerð og uppsetn- ingu viðvörunarskiltis í Reyn- isfjöru en Kynnisferðir hafa reglu- lega viðkomu í fjörunni. Á sama tíma lýstu forsvarsmenn Hótels Dyrhólaeyjar yfir áhuga á að koma að málinu. Sveinn tók síðan að sér að hafa samband við land- eigendur, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofu. Allir þessir aðilar tóku síðan höndum saman með þeim árangri, að nú er skiltið komið í fjöruna. Af því tilefni var efnt til smá samkomu í Reyn- isfjöru þar sem Sveinn Pálson rakti aðdraganda að tilkomu þessa skiltis í fjörunni. Var að lokum öll- um boðið til kaffidrykkju í kaffi- húsinu í Görðum sem stendur nán- ast á fjörukambinum. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Viðvörun! Breskir skólakrakkar skoða skiltið á leið sinni í Reynisfjöru. Blönduós | Grágæsin SLN er komin heim á Blönduós. Nú eins og að minnsta kosti sl. 10 ár þá hefur þessi frægasta gæs Blönduóss skilað sér heim frá Bretlandseyjum í hagana við Héraðshælið ásamt maka. Gæsin skilar sér ætíð heim í kringum 14. apríl ár hvert. SLN er að öllum líkindum síðasti fulltrúi gæsa sem merktar voru á Blönduósi árið 2000. Margir eru á því að merkja þurfi gæsirnar á ný til að fylgjast megi með ferðum þeirra og hegðunarmynstri. Grágæsin SLN komin Gæsir SLN og maki halda tryggð við Héraðshælið á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fékk hland fyrir hjartað mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.