Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
Það hefur aldrei tíðkast að Ís-lendingar sitji heima á kjör-
dag. Einar Sigurðsson bóndi á
Reykjarhóli orti fyrir rúmri öld um
mann sem lét það henda sig:
Keyptur var að kúra heima
á kjörfundinn vildi’ei sveima,
sjálfum sér til mæðu’ og meins.
Nú er einn af Valtýs vinum
en vildi’ um daginn fylgja hinum,
en krympaði sig að kjósa eins.
Eitthvað hefur Magnús Sig-
urbjörnsson á Akureyri haft
áhyggjur af kjörsókninni er hann
orti í kjörklefanum:
Enn er talan okkar lág
ekki er því að hrósa.
Ætti að hýða alla þá
sem ekki vilja kjósa?
Kolbeinn Högnason orti um þing-
mann á fyrri hluta síðustu aldar:
Von er að litlu valdi hér
vit og frækin tunga.
Allir kjósa ætla sér
eftir holdi og þunga.
VÍSNAHORN | pebl@mbl.is
Af þunga
og kosn-
ingum
Í HEIMI hárgreiðslunnar er allt
leyfilegt. Sérstaklega þegar um sýn-
ingar fyrir framan áhorfendur er að
ræða. Þá ganga hárgreiðsluhönnuðir
oft lengra en þeir myndu gera á stof-
unum sínum. Hártískusýning fór ný-
verið fram í Rúmeníu. Keppt var í
ýmsum greinum og var frumleikinn í
fyrirrúmi eins og svo oft áður á sam-
bærilegum sýningum.
Reuters
Hárfín vinnubrögð
Opinn fundur,
fjölskylduhátíð
og bröns
GÖNGUM HREINT TIL VERKS
Það verður sannkölluð fjölskylduhátíð í Valhöll á laugardaginn
Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson verða með
framsögur á opnum fundi í Valhöll, laugardaginn 18. apríl, kl. 10.30.
Á meðan fundurinn fer fram verður boðið upp á hoppukastala og skemmtilega leiki
fyrir börnin utan við Valhöll og þar sem veðurspáin er góð ætlum við að grilla saman
eftir fundinn.
Bröns um alla borg á sunnudaginn
Á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins um alla borg verður boðið upp á bröns
sunnudaginn, 19. mars kl. 11 til 14. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
heimsækir allar skrifstofurnar og frambjóðendur flokksins ætla að snæða með þeim
sem líta inn yfir léttu spjalli. Nánari upplýsingar eru á xd.is.