Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
EÐLILEGA brá mörgum,
þegar Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra lýsti því
yfir nú í vikunni, að gera ætti
hvort tveggja í senn að lækka
laun opinberra starfsmanna og
hækka skatta.
Landspítalinn er fjölmenn-
asti vinnustaður opinberra
starfsmanna og heilbrigð-
isráðherrann, Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB. Það
hefur vakið athygli mína, að
Ögmundur talar út og suður,
þegar hann er spurður út í orð
menntamálaráðherra. Öðru
vísi mér áður brá. Þegar við
kynntumst fyrst á þingi BSRB
fyrir rúmum 30 árum, var Ög-
mundur ungur maður og víg-
reifur. En svona hefur aldurinn
farið með hann.
Næst lágu leiðir okkar sam-
an fyrir aldarfjórðungi. Þá fór
hann fyrir Sigtúnshópnum og
var ekki smátækur í kröfugerð
sinni fyrir þá, sem tekið höfðu
verðtryggð húsnæðislán. Nú er
hann að hugsa um aðra hluti.
Halldór Blöndal
Launafólk-
ið og Ög-
mundur
Höfundur er fv. alþingismaður.
Einbeiting Ellert B. Schram þingmaður rifjar upp gamla boltatakta á Alþingi en hann er kunnari fyrir að láta fæturna sjá um að koma knöttunum í netið.
Ómar
Sóley Tómasdóttir | 15. apríl 2009
Heimafæðingar
Í Hollandi eru konur
hvattar til að fæða heima,
ef móður og fóstri heils-
ast vel. Þar fer fólk nefni-
lega bara á spítala ef það
veikist og þarf á lækningu
að halda. Þannig er það
líka hér – að fæðingum undanskildum.
Sem er skrýtið, því fæðing er alls ekkert
sjúklegt ástand. Fæðing er eðlilegasti
hlutur í heimi og gengur í langflestum til-
vikum snurðulaust fyrir sig. Ljósmæður
eru sérmenntaðar til að taka á móti eðli-
legum fæðingum og gera það af alúð og
natni, í heimahúsum sem og á spítölum
eða öðrum þar til gerðum stofnunum.
Læknar eru sérmenntaðir til að lækna ef
einhver veikist eða hlutirnir ganga ekki
eins og vant er.
Hafi meðgangan gengið vel og kon-
unni heilsast vel er heimafæðing góður
kostur fyrir þær konur sem það kjósa.
Komi eitthvað upp í fæðingunni gefst
undantekningalaust nægur tími til að
koma sér á spítala. Sjálf fæddi ég son
minn heima. Það var ólýsanleg upplifun
fyrir mig og bestu mögulegu aðstæður
fyrir son minn til að fæðast.
Meira: soley.blog.is
Eggert Þór Aðalsteinsson |
16. apríl 2009
Borgun lætur aðra
borga brúsann
Borgun brýst fram á
sjónarsviðið þessa dag-
ana með auglýsingar
sem lýsa ágætlega því
viðhorfi sem gömlu
greiðslukortafyrirtækin
hafa haft gagnvart selj-
endum. Þar segir einfaldlega að þeir
seljendur sem taki ekki við öllum teg-
undum krítarkorta séu dónar við kaup-
endur!
Einhver ástæða er fyrir svona upp-
slætti og grunar mig sterklega að Borg-
un eigi í mestu vandræðum með að
troða American Express-kortinu inn á
þá sem reka verslanir og þjónustu.
Ástæðan er einföld: Færslugjöld af
AMEX eru svívirðileg eða 3,9% af hverri
færslu samkvæmt gjaldskrá Borgunar.
Til samanburðar eru færslugjöld af VISA
og Mastercard á bilinu 1,0-1,95%. Þessu
til viðbótar er hvorki í boði að gera upp
AMEX-kort daglega né vikulega eins og
hægt er með önnur kort. Og eykur það
enn á kostnað smásalans.
Meira: eggman.blog.is
FYRIR stuttu var birt skýrsla
fjárlaganefndar breska þingsins um
hrun íslensku bankanna. Þar kom
m.a. fram gagnrýni á bresk stjórn-
völd fyrir að hafa beitt sér af of mikilli
hörku þegar þau réðust til atlögu
gegn íslenskum bönkum og íslenska
ríkinu þann 8. október síðastliðinn.
Flestir stjórnmálamenn sem hafa
tjáð sig um þessa skýrslu í íslenskum
fjölmiðlum telja hana vera mik-
ilvægan vendipunkt í hinu svonefnda
Icesave-máli. Sagt er að hana verði
hægt að nýta í samningaviðræðum
sem einhvers konar viðurkenningu á
skaðabótaskyldu breskra stjórnvalda
gagnvart Íslendingum. Því ber að
fagna ef ráðherrar, þingmenn og
embættismenn hafa nú loks áttað sig
á þessu. Það er hins vegar dapurlegt
að til þess hafi þurft sex mánuði og
skýrslu frá þingi þess ríkis sem er
mótherji Íslendinga í þessum samn-
ingaviðræðum. Hvernig má það vera
að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar séu
fyrst núna að átta sig á því að ekki sé
hægt að semja um uppgjör Icesave-
málsins án þess að tekið verði tillit til
þess efnahagsskaða sem bresk
stjórnvöld hafa valdið Íslendingum?
Skýrslan og samningar
um Icesave-málið
Hagsmunir Íslendinga í deilum um
Icesave-málið eru augljósir og hafa
ekkert breyst við birtingu skýrsl-
unnar. Aðgerðir bresku stjórn-
arinnar gegn Íslendingum þann 8.
október fólu í sér óþolandi hörku
gegn bandalagsríki, og juku sann-
anlega bæði hraða og umfang efna-
hagshrunsins á Íslandi. Það er gjör-
samlega fráleitt að semja um uppgjör
á Icesave-reikningum án þess að tek-
ið verði fullt tillit til þess efnahags-
skaða sem aðgerðir Breta ollu Íslend-
ingum. Á þetta hafa margir bent,
þ.á m. hinn svonefndi indefence-
hópur, sem safnaði undirskriftum
tæplega fjórðungs þjóðarinnar til að
mótmæla beitingu hryðjuverkalag-
anna gegn Íslendingum. Viðbrögð
fyrri ríkisstjórnar við slíkum ábend-
ingum voru heldur fáleg. Til að
mynda voru meðlimir indefence-
hópsins skammaðir af einum þing-
manni Samfylkingarinnar í nóvember
2008 fyrir að tengja saman uppgjör
Icesave-málsins og þann skaða sem
Bretar ollu Íslendingum í október
2008. Þessi þingmaður taldi að þjóðin
ætti að búa sig undir vonda nið-
urstöðu úr Icesave-samningunum.
Málefnastaðan augljós
frá upphafi
Það er einna merkilegast við
bresku skýrsluna að hún er skrifuð af
aðilum sem ætla mætti að hefðu lítinn
hag af því að styðja málstað Íslend-
inga. Enda var hún einungis liður í
eðlilegri starfsemi þingræðis í Bret-
landi, þar sem reynt er að meta rétt-
mæti og afleiðingar aðgerða breskra
stjórnvalda í óvenjulegum tilvikum
sem þessum. Staðreyndin er hins
vegar sú að málefnastaða Íslendinga
er svo augljós að hún gat ekki annað
en komið fram í slíkri úttekt á að-
gerðunum gegn Kaupþingi, Lands-
bankanum og íslenska ríkinu. Það er
augljóst að með þeim gerðist rík-
isstjórn Bretlands á óeðlilegan hátt
virkur þátttakandi á alþjóðlegum
fjármálamarkaði og
skaðaði jafnframt
verulega viðleitni ís-
lenskra stjórnvalda til
að halda fjármála-
starfsemi gangandi í
landi sínu. Ólíkt því
sem varaþingmaðurinn
Kristrún Heimisdóttir
hélt nýlega fram á Al-
þingi, þá þurfti enga
breska skýrslu til þess
að átta sig á þessu.
Þetta blasti við frá
fyrsta degi og við bent-
um Kristrúnu m.a. á
það á fundi í utanrík-
isráðuneytinu í nóv-
ember síðastliðnum. Þá
virtist stefna ráðuneyt-
isins hins vegar vera sú
að fara hina svonefndu
„mjúku leið“ í samn-
ingaviðræðunum,
þ.e.a.s. að gera upp Ice-
save-skuldirnar og
taka boði bresku utan-
ríkisráðuneytisins um
stuðning við flýti-
meðferð inn í Evrópu-
sambandið. Getur verið að Kristrún
og fleiri hafi enga trú haft á mál-
efnastöðu Íslendinga fyrr enn við-
urkenning á henni barst frá Bret-
landi?
Hvar er Lúðvík Jósepsson
Icesave-málsins?
Það er sorgleg staðreynd að
skýrslan frá fjárlaganefnd breska
þingsins skuli nú skipta svona miklu
máli fyrir samningsstöðu Íslendinga í
Icesave-málinu. Fyrst og fremst seg-
ir það okkur að íslenskir stjórn-
málamenn og embættismenn hafi lát-
ið hjá líða að byggja upp þessa
samningsstöðu á fullnægjandi hátt
fyrir hönd þjóðarinnar. Hvers vegna
hefur t.d. enginn ráðherra eða nefnd
Alþingis látið meta þann efnahags-
lega skaða sem bresk stjórnvöld ollu
Íslendingum með árásum á Lands-
bankann og Kaupþing? Slíku plaggi
hefði átt að skella upp á borðið á
fyrsta samningafundinum við Breta
um Icesave-málið. Hvers vegna hafa
íslensk stjórnvöld ekki notað öll tæki-
færi á alþjóðlegum vettvangi til að
mótmæla yfirgangi bresku rík-
isstjórnarinnar og krefjast úrbóta?
Það er t.a.m. grátbroslegt að for-
sætisráðherra Íslands hafi ekki enn
haft beint samband við Gordon
Brown til að mótmæla aðgerðum
Breta. Í svona mikilvægu máli dugar
einfaldlega ekki að koma mótmælum
á framfæri við sendiherra eða aðra
fulltrúa í utanríkisþjónustu Bret-
lands. Í yfirstandandi deilum við
Breta um Icesave-málið má draga
mikilvægan lærdóm af landhelg-
isdeilum við sömu þjóð á 20. öld. Þá
var það happ Íslendinga að eiga
kjörna fulltrúa með eldmóð í brjósti
og kjark til að hvika ekki frá kröfum
sem best tryggðu langtímahagsmuni
þjóðarinnar. Fremstur meðal þess-
ara baráttumanna var Lúðvík Jós-
epsson, sem var sjávarútvegs-
ráðherra á tímum fyrstu tveggja
þorskastríðanna. Á meðan sumir aðr-
ir ráðherrar Íslands vildu ólmir fara
mýkri leið í samningum við Breta um
landhelgina, var Lúðvík ávallt fastur
fyrir og fannst sjaldan nógu langt
gengið í samningum. Það var m.a.
þessi harða afstaða Lúðvíks og út-
breiddur stuðningur við hana meðal
almennings sem tryggði Íslendingum
hagstæða útkomu úr samninga-
viðræðum við Breta. Hvernig ætli
landhelgisdeilurnar hefðu endað ef
„mjúka leiðin“ hefði verið farin í
samningum við Breta? Nú er lag fyrir
hugaða stjórnmálamenn og embætt-
ismenn þjóðarinnar til að móta skýr-
ar og afdráttarlausar kröfur um að
bresk stjórnvöld bæti það efnahags-
lega tjón sem þau ollu Íslendingum
með aðgerðum sínum þann 8. október
2008 og að samið verði um það sam-
tímis Icesave-málinu. Betra er seint
en aldrei.
Eftir Ólaf Elíasson, Agnar
Helgason, Jóhannes Þ. Skúla-
son og Torfa Þórhallsson
»Hvernig ætli land-
helgisdeilurnar
hefðu endað ef „mjúka
leiðin“ hefði verið farin í
samningum við Breta?
Ólafur er tónlistarmaður, Agnar er
mannfræðingur, Jóhannes er grunn-
skólakennari, Torfi er verkfræðingur.
Allir eru félagar í indefence.is.
Eru breskir þingmenn
bjargvættir Íslendinga?
Ólafur Elíasson Agnar Helgason
Torfi ÞórhallssonJóhannes Þ. Skúlason
BLOG.IS