Morgunblaðið - 17.04.2009, Page 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
✝ Margrét Ögmunds-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 9.
ágúst 1925. Hún lést á
líknardeild Landakots-
spítala 8. apríl síðast-
liðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóns-
dóttir, f. 17.5. 1899, d.
16.3. 1992 og Ögmund-
ur Ólafsson, f. 6.6.
1894, d. 29.9. 1995.
Systkini Margrétar
eru Gísli Magnús, f.
1917, d. 1945, Jón
Sveinbjörn, f. 1924, d. 1945, Ólafur
Friðrik, f. 1926, Sigurður, f. 1928, d.
1987, Ágúst, f. 1932, d. 2003, Guð-
björg Stella, f. 1933, Sigurbjörn, f.
1935, Málfríður, f. 1939, Þóra Björg,
f. 1944, Jón, f. 1945. Eiginmaður
Margrétar var Jón Guðlaugsson, f.
28.9. 1919, d. 4.3. 2008. Fæddur og
Rúnar, Elfu Ósk og Báru Sif.
Yngsta systir Margrétar, Þóra
Björg Ögmundsdóttir, kom ársgömul
á heimili þeirra Jóns og Margrétar
og ólst að miklu leyti upp hjá þeim til
7 ára aldurs og var síðan hjá þeim öll
sumur fram á unglingsár. Þóra er
gift Sævari Guðmundssyni og eiga
þau tvær dætur, Valgerði og Helgu.
Að stjúptengdum afkomendum eru
barnabörn Margrétar og Jóns 13
talsins og langömmubörnin 15.
Margrét ólst upp í Vestmanna-
eyjum, vann þar í fiskvinnslu og við
verslunarstörf. Þau Jón flytja svo til
Víkur, þar sem þau bjuggu til ársins
1961 er þau flytja til Reykjavíkur. Í
Reykjavík vann Margrét bæði við
verslunarstörf og á saumastofum allt
þar til hún lét af störfum sjötug að
aldri.
Útför Margrétar verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
uppalinn í Vík í Mýrdal.
Foreldrar hans voru
Guðlaug M. Jakobs-
dóttir, f. 1892, d. 1938
og Guðlaugur G. Jóns-
son, f. 1894, d. 1984.
Margrét og Jón gengu í
hjónaband 14.5. 1945
og stofnuðu heimili að
Lundi í Vík í Mýrdal.
Börn þeirra hjóna eru
þrjú: 1) Guðrún, búsett í
Mosfellsbæ, gift Oddi
Þórðarsyni, og eiga þau
fjögur börn, Þórdísi
Önnu, Jón Finn, Vigni
Örn og Írisi Dögg. Oddur á einn son
frá fyrra hjónabandi, Þórð Vilberg.
2) Jóna býr á Selfossi með Pétri Ei-
ríkssyni, og á hún fjögur börn, Mar-
gréti, Jóhann, Hafdísi og Berglindi.
3) Guðlaugur Gunnar sem kvæntur
er Sigríði Ingunni Ágústsdóttur og
eiga þau einnig fjögur börn. Jón,
Núna er hún amma mín farin til
hans afa. Einungis er rétt rúmt ár
síðan hann fór og kannski ekki að
undra að hún færi svo skömmu á eft-
ir. Fólk sem hefur eytt mestum hluta
ævidaganna saman, alið upp börnin
sín, baslað – en ekki síður átt góðar
stundir hvort með öðru. Fyrir mér,
amma og afi sem gáfu svo ótal margt
og skilja eftir í mínum huga ljúfar og
fallegar minningar, sem gott er að
eiga.
En hún amma mín var í raun og
veru móðursystir mín, það hef ég vit-
að alveg frá því að ég komst til vits
og ára. Þannig var að mamma mín
fór á fyrsta ári til ömmu og afa aust-
ur í Vík, og ólst þar upp að hluta. Því
leit ég aldrei á hana, eða þau sem
annað en ömmu mína og afa. Og það
sem þau dekruðu mig, þau amma og
afi, þegar ég kom austan frá Rauða-
læk til að vera hjá þeim í nokkra
daga. Þá daga var ég sannkölluð
prinsessa.
Prinsessa var ég líka í öllum kjól-
unum sem amma saumaði á mig.
Flestir fengu þeir nöfn. Minnisstæð-
ur er myndakjóllinn, en enn minn-
isstæðari er pallíettukjóllinn, sem ég
varðveiti enn. Hann er dimmbleikur
með ísaumuðum pallíettum, áreiðan-
lega mikil vinna sem amma lagði í
hann. Sá kjóll varð til þess að ég fékk
fyrsta kossinn, þá tæpra fjögurra
ára, þar sem jafnaldri minn hreifst
svo af kjólnum á jólaballi! Eins voru
dúkkurnar mínar og barbídúkkurn-
ar ekki síður vel klæddar í heima-
saumuðu frá ömmu.
Ég man eftir ömmu að afgreiða í
efnabúðinni niður í bæ, þangað sem
við afi sóttum hana eftir vinnu. Þar
stóð hún og handfjatlaði ótal marg-
lita efnisstranga og borða, um leið og
hún spjallaði við konurnar, sem hún
var að afgreiða, um hversu smart og
elegant þetta og hitt efnið væri. Þar
held ég að ég hafi lært mín fyrstu
dönsku orð. Og amma var sjálf smart
og elegant. Komin á níræðisaldur
leit hún út eins og í mesta lagi sjötug.
Glæsileg tiltölulega há kona, grönn
og bein í baki.
Ég ætla að geyma í minningunni
myndina, sem ég á í huganum af
henni á ættarmótinu í Steinstaða-
skóla. Þar mætti hún elst allra kerl-
inga og skemmti sér ekki síður en
allar yngstu kerlingarnar.
Amma kallaði mig alltaf „litluna“
sína. Ég held að ég hafi síðast heyrt
þetta kæra gælunafn hennar á mér
einmitt á ættarmótinu, og ég komin
töluvert á fimmtugsaldurinn.
Elsku amma mín, litlan þín vill
með þessum orðum þakka þér alla
ástúðina og umhyggjuna, allar
björtu bernskuminningarnar og
ömmuhlutverkið sem þú tókst að þér
og sinntir af alúð.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til elsku Guðrúnar, Jónu, Guð-
laugs og fjölskyldna þeirra, mömmu
og annarra systkina ömmu og allra
aðstandenda.
Margs er að minnast og margs er
að sakna en minningin lifir.
Þín ömmustelpa,
Valgerður.
Elsku amma mín. Það er sárt að
kveðja þig, en ég veit að smám sam-
an víkur sársaukinn fyrir friði og eft-
ir stendur minning um einstaka
konu. Þú varst litríkur persónuleiki,
hannyrðakona með haga hönd og
listrænt auga. Eftir þig liggja mörg
listaverkin og eru margir sem hafa
fengið að njóta góðs af þeim. Ef að-
stæður hefðu verið aðrar og þú feng-
ið tækifæri til þá hefðir þú sjálfsagt
blómstrað í einhverri listgreininni.
Þú vildir fara þínar eigin leiðir, varst
ekkert að fara í kringum hlutina og
hreinskilin í skoðunum þínum,
stundum þannig að manni þótti nóg
um. Það var gott að fá að vera þér
samferða og verð ég alltaf þakklát
fyrir það. Þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér. Þakklát fyrir að
hafa fengið að finna hlýjuna þína,
knúsa þig og kyssa, og hlæja með
þér.
Það var mikið hægt að hlæja með
þér, því þú varst prakkari og mikill
húmoristi. Þú hafðir beittan húmor
og varst oft á tíðum snilldarlega
kaldhæðin. Prakkaraskapnum fylgdi
að sjálfsögðu uppátækjasemi. Ég sé
þig ljóslifandi fyrir mér í sirkusatriði
í eldhúsinu á Sogaveginum þar sem
þér datt í hug að „jóggla“ með nokk-
ur egg. Ég reyndi að stríða þér og fá
þig til að missa eggin, þú varst ansi
seig í þessu „jóggli“ þínu en eggin
fóru í gólfið á endanum. Afi hristi
hausinn yfir okkur og gott ef við
fengum ekki smá skammir, en okkur
var sama, við hlógum bara að öllu
saman.
Þú tókst líka annað sirkusatriði
fyrir stuttu sem við hlógum mikið að.
Þá gerðir þú þér lítið fyrir og smellt-
ir úr þér tönnunum í forvarnaratriði
fyrir lítinn langömmustrák. Barnið
gapti af undrun og ég veit það að
hann á eftir að muna að bursta tenn-
urnar sínar hér eftir. Takk fyrir það.
Þú varst stolt af stóru fjölskyldunni
þinni og þegar litið er yfir farinn veg
er það alltaf samveran með fjöl-
skyldu og vinum sem er dýrmætust.
Við systkinin erum lánsöm að hafa
alltaf haft ykkur afa alltaf svo ná-
lægt. Við fengum að dunda með ykk-
ur eins og við vildum og nutum þess í
botn. Ég gæti lengi talið upp allt
dekrið, alla fallegu kjólana sem þið
mamma saumuðuð og fleira og er
ofsalega þakklát fyrir allt saman en
mér þykir vænst um stundirnar sem
við hlógum saman. Það var nefnilega
svo stutt í húmorinn í þér, amma
mín. Mér þótti dýrlegt að sjá hvernig
þú tæklaðir Loga. Þú naust þess að
atast í honum og byrstir þig við mig
ef ég ætlaði að voga mér að banna
honum eitthvað, sérstaklega á þínu
heimili. Þú sagðir mér seinna að litli
prakkarinn í barninu minnti þig á
hann pabba þinn. Það færðist alltaf
hlýtt bros í kinnarnar þínar þegar þú
talaðir um hann. Þú saknaðir hans
mikið, og eins hans gamla þíns. Ég
trúi því að þú sért búin að finna þá
aftur, á stað þar sem er friður og þú
frjáls undan verkjum, kannski með
útsýni yfir eyjarnar þínar. Takk fyr-
ir samfylgdina, elsku amma.
Þín,
Íris.
Margrét Ögmundsdóttir
✝ Ævar Rögnvalds-son fæddist á
Blönduósi 26. apríl
1938. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans í
Kópavogi 10. apríl sl.
Foreldrar Ævars voru
Helga Sigríður Valdi-
marsdóttir, f. 1913, og
Rögnvaldur Sumarliða-
son, f. 1913, þau eru
bæði látin. Systkini Æv-
ars eru Ragna Ingi-
björg, f. 1933, Sigríður
Valdís, f. 1935, Hjördís
Bára, f. 1941 og Lýður,
f. 1946.
Eiginkona Ævars er Elín Sólveig
Grímsdóttir, f. 15.10.1938 á Svarf-
hóli í Geiradal. Foreldrar hennar:
Jóney Svava Þórólfsdóttir, f. 1921
og Grímur Grímsson, f. 1903, hann
er látinn. Ævar kvæntist Elínu
07.10.1961 og eignuðust þau þrjú
börn. Þau eru: 1) Svavar Geir, f.
1959, kvæntur Sigríði Ingu Elías-
dóttur, f. 1963, fósturdóttir þeirra
er Eygló Inga Baldursdóttir, f. 1998.
Börn Svavars frá fyrri sambúð með
Margréti Lilju Pétursdóttur eru
Pétur Geir, f. 1981 og Linda Rut, f.
1989. Börn Sigríðar Ingu frá fyrra
hjónabandi eru Ingibjörg Heba,
Björn Elías og Salóme. 2) Jóhann
Þór, f. 1960, kvæntur Guðrúnu Dag-
björtu Guðmunds-
dóttur, f. 1963. Synir
þeirra eru Ævar Örn,
f. 1983, Hafsteinn
Þór, f. 1990 og Daníel
Ari, f. 1993. 3) Helga
Sigríður, f. 1967,
dóttir hennar og Guð-
mundar Birgis Theó-
dórssonar er Karen,
f. 1998.
Árið 1958 hóf Æv-
ar nám í trésmíði hjá
trésmiðjunni Fróða
hf. á Blönduósi. Að
námi loknu gerðist
hann hluthafi í trésmiðjunni og var
það til loka starfsemi hennar. Við
eignaskipti í Fróða hf. kom hluti af
jarðhæð húseignar trésmiðjunnar
að Þverbraut 1 í hlut þeirra hjóna
og hófu þau verslunarrekstur í því
húsnæði. Verslunina ráku þau í rúm
tuttugu ár og sá kona hans um
reksturinn en Ævar hóf störf hjá
Særúnu hf. árið 1979 og starfaði
þar í tuttugu og fimm ár.
Hann var um langt árabil félagi í
Lionsklúbbi Blönduóss.
Frá árinu 1967 hafa þau búið í
húsi sínu á Mýrarbraut 3 sem Ævar
byggði.
Ævar verður jarðsunginn frá Há-
teigskirkju í dag, 17. apríl 2009, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku pabbi, það er sárara en orð
fá lýst að þurfa að kveðja þig, þú
varst ætíð mín stoð og stytta og
kenndir mér svo margt varðandi líf-
ið.
Mér er það minnisstætt þegar ég
var lítil stelpa og hafði verið úti að
leika mér þegar þú tókst litlu hend-
urnar mínar í þínar til að hlýja þeim,
vildir ekki að stelpunni þinni væri
kalt. Lést mig finna þessa öryggis-
tilfinningu sem ég fann alltaf þegar
ég var með þér.
Ég trúi því að þér líði vel þar sem
þú ert núna og það hjálpar mér.
Kveð þig með bæn sem amma
kenndi mér þegar ég var lítil.
Elsku pabbi, ég og þú vitum
hversu sterk tengsl voru á milli okk-
ar og þau rofna aldrei.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hvíl í friði,
þín elskandi dóttir,
Helga Sigríður Ævarsdóttir.
Elskulegi tengdapabbi, með þessu
ljóði vil ég fá að kveðja þig og þakka
þér allar yndislegu minningarnar
sem þú skilur eftir hjá mér og minni
fjölskyldu.
Guð geymi þig
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávalt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(BHJ)
Elsku Ella og fjölskylda, ég bið
Guð að gefa ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Þín tengdadóttir,
Guðrún.
Elsku besti Ævar afi, við kveðjum
þig með ást og söknuði en geymum í
huga okkar og hjarta allar þær
minningar sem við höfum skapað
saman. Við erum þakklátir fyrir allt
sem þú hefur kennt okkur og gert
fyrir okkur á lífsleiðinni og hefur þú
reynst okkur hin fullkomna fyrir-
mynd sem við erum allir stoltir af.
Styrkur þinn veitir okkur styrk í
sorginni og lítum við jafnt upp til þín
nú sem og við höfum gert alla okkar
ævi.
Þú hefur verndað okkur allt okkar
líf og nú þegar þú ert fallinn frá vit-
um við að þú munt vaka yfir okkur að
eilífu. Guð geymi þig, elsku besti afi
okkar.
Ævar Örn, Hafsteinn Þór og
Daníel Ari Jóhannssynir.
Föstudaginn 10. apríl, föstudaginn
langa, á björtum kyrrum morgni er
hringt og mér tjáð andlátsfregn.
Nú þegar ég skrifa kveðju til vinar
míns þá er ég einhvern veginn alveg
tómur, mann setur hljóðan þótt svo
að allir hafi vitað að hverju stefndi,
þá var maður ekki alveg tilbúinn að
trúa því að stundin væri komin.
En ég er að tala um vininn Ævar
Rögnvaldsson frá Blönduósi, þar
sem við ólumst upp og kynnin eru
löng og góð.
Þegar við urðum fullorðnir og ég
byrjaði að búa 1965 þá var mín íbúð
við hliðina á heimili hans og Ellu. Þar
bast okkar vinskapur sem hefur enst
allar götur síðan. Ævar var hraust-
menni, glaður og yfirvegaður, enda
sýndi það sig í baráttunni við erfiðan
sjúkdóm að hann barðist með sinni
einstöku prúðmennsku, þannig að
manni fannst aðdáunarvert.
Við áttum margar skemmtilegar
samverustundir, bæði heima hjá
honum og á ferðalögum innan lands
og utan, eftir að ég flutti frá uppeld-
isstöðvunum, en fór í heimsókn til
Blönduóss, gisti ég (og við) ætíð hjá
þeim heiðurshjónum að Mýrarbraut
3. Áttum við öll góðar stundir sem
ekki gleymast, og verða dýrmætar
minningar. Fyrir það ber að þakka.
En nú er komið að kveðjustund.
Vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa
verið svo lánsamur að eiga þess kost
að kynnast og verða samferðamaður
Ævars.
Ella mín, Svavar, Jóhann, Helga,
tengdabörn, barnabörn, þið eigið alla
mína samúð. Guð gefi ykkur styrk.
Sævar Snorrason.
Ævar Rögnvaldsson
Ég elska þig, afi.
Sofi augun mín, vaki hjartað mitt,
horfi ég til Guðs míns.
Signdu mig sofandi, varðveittu
mig vakandi, lát mig í þínum friði
sofa og í eilífu ljósi vaka.
Amen.
Þín,
Karen.
HINSTA KVEÐJAhann að stundum fannst okkur áreið-
anlegt, að hann færi sér að voða við
þetta.
En nú er veru þessa glaðlynda og
káta manns lokið hjá okkur og hann
er farinn að smala á nýjum slóðum
og leita á öðrum miðum, og á örugg-
lega eftir að upplifa mörg ævintýr
sem hann deilir svo með okkur þegar
við hittumst næst.
Elsku mamma, Emma, Hafþór,
Valdís, Atli, María, Ingólfur og þið
öll hin. Við munum alltaf muna
Frans Magnússon og allt það góða
sem hann gaf okkur í blíðu og stríðu.
Blessuð sé minning hans.
Sigurbrandur, Rannveig
og dætur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Frans, takk fyrir allt, minn-
ing þín lifir í hjarta mínu.
Sína S. Magnúsdóttir.