Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 34

Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Atvinnuhúsnæði Sanngjörn leiga Gott húsnæði við Tangarhöfða, 2 hæðir og kjallari alls um 900 fm. Upplýsingar í síma 699 5112 og 861 8011. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is All kinds of everything. Skemmtileg síða um allt mögulegt. www.sigurhus.is Tómstundir Plast-og Trémódel í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587-0600. www.tomstundahusid.is Til sölu GSM minjasafn Símabæjar er til sölu. Einstakt safn á heimsvísu með u.þ.b. 500 GSM símum og eftir- líkingum (dummy’s). Frábært atvinnu- tækifæri á t.d. landsbyggðinni eða sem hluti af öðrum rekstri til að skapa athygli. Uppl. á simabaer.is Verslun Trúlofunarhringar, 14k par á kr 50.220,- Rómantíkin blómstrar í kreppunni, 14k gullhringar á 50.220,- Eigum einnig m.a. silfur, titanium og tungsten hringa. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is FREEMANS-LISTINN 10% AFSLÁTTUR Í APRÍL. Listinn hefur aldrei verið glæsilegri. S: 565 3900 eða www.freemans.is Listinn er frír í apríl Skattframtöl Framtalsþjónusta 2009 Skattaframtöl fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og félög. Einnig bókhald. Hagstætt verð - vönduð vinna. Sæki um frest. S. 517 3977 - framtal@visir.is Þjónusta GULL-GULLSKARTGRIPIR Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Magnús Steinþórsson, Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Garðyrkjufræðingur getur bætt við sig verkefnum í sumar. Hellulagnir, hleðslur, þökulagning, pallasmíði og margt fleira. Vönduð og góð vinnu- brögð. Geri tilboð að kostnaðarlausu, gerið verðsamanburð. Upplýsingar í síma 663-6393 Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari getur bætt við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Málningarvinna og múrviðgerðir. Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. Tilboð eða tímavinna. Lítið Mál ehf. S. 896-5758. Innrömmun Opið kl. 10-18 Eftirprentanir mikið úrval! Ásgrímur - Picasso - Miro Kandinsky - Hopper o.fl. Ýmislegt Vandaðar dömumokkasíur úr mjúku leðri, skinnfóðraðar og með mjúkum gúmmísóla. Sannkallaðir sjö mílna skór. Margar gerðir og litir, td: Stærðir: 36 - 41. Verð: 9.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Sandblástur - www.blastur.is Sandblástur og fínblástur á t.d. bílum, felgum, ryðfríu o.fl. Húðun m. t.d. epoxy, zinki o.fl. Blástur.is Helluhrauni 6, Hafnarfirði. Sími 555 6005. Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Reiðhjól Rafmagnsreiðhjól Rafmagnsreiðhjól, verð 98.900,- engin tryggingariðgjöld/bensín- kostnaður. Allt að 25 km/klst. án þess að stíga hjólið, ca. 20 km á hleðslunni. www.el-bike.is Bílar Óska eftir sendibíl (td Econoline) eða litlum pallbíl fyrir hagstætt verð, má þarfnast viðgerðar S: 860 2130. Nissan DC árg. '99 ek. 212 þ. km 2.5 TD dr.krókur, plast í skúffu, ný dekk, nýjar fjaðrir, ný skúffa, smá dældir á hlið og gafli, nýskoðaður. Fæst á 400 þús. Uppl. í síma 898-9795. Bílaþjónusta Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Sisalteppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. s. 533-5800. www.strond.is NÝKOMNIR AFTUR þeir eru komnir aftur - MEGA vinsælu AÐHALDSBOLIRNIR í stærðum S,M,L,XL2X,3X,4X í húðlitu, svörtu og hvítu verð kr. .5.850,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is ✝ Erlingur Ottósson(Albrektsen) fæddist í Borup á Sjálandi í Danmörku 12. mars 1928. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. apríl 2009. Foreldrar hans voru Inger Marie Al- brektsen og Otto Anton Albrektsen. Systir Erlings var Viola Albrektsen, þau eru öll látin. Erlingur kvæntist í Noregi árið 1958 Vilmu Mar, f. 21.12. 1940. Foreldrar hennar voru Cesar Mar og Guðfinna Vilhjálms- dóttir, þau eru bæði látin. Dóttir Erlings er Jette Fryd- endahl, f. 1953, gift Erik Fryd- endahl, f. 1951. Þau búa í Dan- mörku. Börn Erlings og Vilmu Mar eru: 1) Jörgen Erlingsson, f. 1960, kvæntur Hallfríði Arnarsdóttur, f. 1960. Synir þeirra eru: a) Arnar, f. 1980, sambýliskona Sidse Vedel, f. 1984, þau eiga einn son, Oscar, f. 2007. b) Ívar, f. 1989, d. 2008. Þau búa í Danmörku. 2) Irena Erlingsdóttir, f. 1961, giftist Kjartani Erni Jónssyni, f.1959, d. 2007. Börn þeirra eru: a) Erla Björk, f. 1981, sam- býlismaður Ágúst Hilmar Jónsson, f. 1976, stjúpsonur Jón Þór, f. 1997. Þau búa í Danmörku. b) Ottó Er- ling, f. 1983, unnusta Unnur Magn- úsdóttir, f. 1985. 3) John Mar Erl- ingsson, f. 1962, sambýliskona Hildur Björk Betúelsdóttir, f. 1963. Dóttir þeirra: Birta Mar, f. 1997. Dóttir Johns og Sigríðar Björns- dóttur er Silja f.1987. 4) Inger María Erlingsdóttir, f. 1964, gift Árna Eðvaldssyni, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Vilma Ýr, f. 1987 og b) Ísar Mar, f. 1993. Erlingur fluttist ungur til Jót- lands þar sem foreldrar hans hófu búskap. Hann gegndi herskyldu í Dan- mörku og iðkaði filmleika. Hann stundaði þar búskap. Hann kynntist konu sinni, Vilmu Mar, í Noregi árið 1956, þau fluttu til Danmerkur árið 1960 og þaðan til Íslands árið 1962. Erlingur hóf störf á Íslandi hjá Verk hf., síðan starfaði hann hjá Loftorku, Mið- felli og síðustu 20 starfsárin sín hjá Reykjavíkurborg við þunga- vinnuvélar. Útför Erlings fer fram frá Digraneskirku í dag, 17. apríl 2009, og hefst athöfnin klukkan 11. Meira: mbl.is/minningar Kæri tengdafaðir, þú velur þér sannarlega tímann til að kveðja þennan heim. Hver getur verið dap- ur á vorin þegar líf er að kvikna alls staðar í kringum okkur? Vorið var sannarlega þinn tími. Vorið er nýtt upphaf, ný tækifæri og umfram allt tími sakleysisins. Hvernig getur allt þetta nýja líf sem kviknar á vorin haft eitthvað á samviskunni? Þú lagðir sannarlega þitt af mörk- um til að gera heiminn betri. Það hefur varla verið glæsilegt um að lit- ast í þinni barnæsku í Danmörku að fyrri heimsstyrjöldinni nýlokinni, og þú rétt að vaxa úr grasi er sú síðari hófst. Vafalaust hafa þessir atburðir mótað þig. Þú skildir eftir þig ynd- islega fjöldskyldu sem ég var svo lánsamur að kvænast inn í og kynn- ast, fyrir það verð ég ævinlega þakk- látur. Þegar tilgangi lífsins er velt fyrir sér sést að meginviðfangsefnið er að viðhalda lífinu og hlúa að því svo það dafni áfram. Þegar því lýkur má segja að verkefninu sé lokið og við taki bið sem fólk reynir að gera það besta úr. Fyrir mann sem hefur helgað sig vinnu allt sitt líf getur það reynst erfitt að þurfa að hætta þrátt fyrir að vera í fullu fjöri. En svona er þessu nú einu sinni háttað. Þú reyndir eftir fremsta megni að fóstra lífið í garðinum þínum sem var alltaf fallegur. Þér var náttúran alltaf einstaklega hugleikin sem vafalaust hefur átt sinn þátt í að þú settist að hér á landi. Víkur nú norðangarrinn, skín nú sólin hátt. Hún veitir yl og blessun og náttúrunni mátt. Verum þakklát fyrir lífið, unum því sátt þá stund er þú dvaldir meðal okkar. Hittumst um síðir minn kæri gamli vinur þegar sólin sígur og húmar að hjá mér en þangað til hjartað mitt ylinn finnur við tilhugsunina um samveruna með þér. Ástkær tengdasonur, Árni Eðvaldsson. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Kæri Erling, takk fyrir allt. Sofðu rótt. Þín tengdadóttir, Hildur. Alle små fugle siger: bip, bip, bip. Skorstensfejerens dreng siger: kig, kig, kig. Þessa vísu kenndi afi Erling okk- ur, hún var meðal margra annarra vísna og sagna sem afi hafði í poka- horninu. Sérstaklega munum við systur eftir sögunum um það hvern- ig hann missti fremsta hlutann af löngutöng. Sögurnar segjum við í fleirtölu því þær breyttust í hvert skipti sem við hittum hann. Afi naut þess að gera okkur grikk við öll tækifæri. Í uppáhaldi var at á borð við að fela eignir okkar eða binda skó okkar saman. Ekki þekktum við afa fyrr en hann var kominn á sín efri ár. Gam- an hefði verið að sjá hann keppa í fimleikum á Ólympíuleikum eða virða hann fyrir sér gegna her- skyldu í Danmörku. Hliðin sem við kynntumst var afi sem drakk app- elsín og ræktaði garðinn sinn vel enda með níu og hálfan grænan fing- ur. Síðasta minning okkar um afa var á sjúkrahúsinu. Ekki hefðum við getað kosið okkur ánægjulegri stund. Amma færði afa kókosbollu með páskaunga á og afi smakkaði bolluna. Hann hafði aðeins eitt orð um páskanammið: „Lím!“ Við munum sakna þín og skrítln- anna þinna og við lofum að gera okk- ar besta til að halda garðinum þínum grænum þér til heiðurs. Því miður varðstu ekki hundrað ára eins og þú spáðir en þú lifir að eilífu í hugum okkar. Ég kveð þig nú kæri vinur, kveð þig í hinsta sinn. Ástkæri eðalhlynur, einstaki vinur minn. Með ástarkveðju, Silja og Birta Mar Johnsdætur. Erlingur Ottósson  Fleiri minningargreinar um Er- lingur Ottósson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Ég sakna þín. Þinn sonur, John. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.