Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 44

Morgunblaðið - 17.04.2009, Side 44
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÓVENJULEGT lokunarpartí verður haldið í Kling og Bang galleríi á morgun. Sýningin „Opið- -til eru hræ“ (ó)opnaði í gallerínu þann 21. mars og verður lokað um helgina loksins fullunnin. „Við erum að undirbúa lokun sem er í raun og veru hefðbundin opnun,“ segir Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir sem er ein lista- kvennana fjögurra sem standa að sýningunni. Hinar eru Eva Signý Berger, Rakel McMahon og Una Björk Sigurðardóttir. Þær hafa notað rýmið í galleríinu síðan í mars sem vinnuaðsetur og opinn vettvang fyrir hverskyns list- viðburði. Stefnan var síðan sett á fullmótaða lokun, þar sem allri umbreytingu og vinnu í rýminu yrði hætt. Spurð um aðdraganda þessarar öfugu sýningaraðferðar segir Katrín að þetta hafi allt byrjað með vinnustofuleit. „Þegar okkur var boðið að sýna í Kling og Bang voru við að leita okkur að vinnuað- stöðu. Við ákváðum að meðhöndla galleríið sem vinnustofu og fella þar með gildi þess og búa til þann möguleika að vera í stanslausum samskiptum við áhorfandann í sköpunarferlinu.“ Festust í galleríshugsuninni „Þeir sem heimsóttu okkur á opnunartíma sáu sýningu í mótun, sumum fannst þeir vera að trufla okkur í vinnunni en við erum öll svo föst í því að það mæti manni eitthvað kunnuglegt þegar gengið er inn í gallerí. Við komumst samt að því að það er ekki hægt að flýja gildi gall- erísins því um leið og þú opnar fyrir áhofandanum verður þessi sýndarveruleiki til. Við festumst í galleríshugsuninni, þetta var sýn- ing og maður varð að sýningarhlut með því að vinna í návist áhorf- andans.“ Spurð hvort tenging sé á milli verka listakvennana fjögurra segir Katrín svo ekki vera, þær hafi all- ar unnið hver í sínum hugmynda- heimi. Sýningarstjórar „Opið-til eru hræ“ eru Hildur Rut Halblaub og Margrét Áskelsdóttir og hafa listakonurnar fjórar því ekki verið alveg lausar við hið hefðbundna form sýningarinnar. Tekur út Guð og Jesús í messu Fullunnin mun sýningin aðeins standa í rúman sólahring og segir Katrín vinnu seinustu daga fyrir lokun hafa verið eins og opnun á hefðbundinni sýningu. „Á sunnu- daginn kl. 17 bjóðum við upp á leiðsögn um sýninguna og ljúkum þessu svo með Lista-Messu. Í þeirri messu reyni ég að feta mig inn í hefðbundið snið kirkjunnar nema ég tek út Guð og Jesús og set inn myndlist og list, klippi saman predikanir presta og fer með Lista vor í staðinn fyrir Faðir vor og bið viðstadda að syngja einn sálm með mér.“ Opnað og lokað Morgunblaðið/Ómar Lokaspretturinn Listamennirnir fjórir ásamt sýningarstjórum nýttu rýmið í Kling og Bang sem vinnustofur. Lokunarpartíð hefst kl. 17 á morgun.  Kling og Bang efnir til lokunarpartýs til að fagna opnun sýningar  Fjórar listakonur byrjuðu á öfugum enda MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA FAST AND FURIOUS kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára KNOWING kl. 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 3:40 LEYFÐ DUPLICITY kl. 5:50 B.i. 12 ára GRAN TORINO sýnd á morgun kl. 5:50 LÚXUS VIP BEVERLY HILLS CHIH... m. ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ 17 AGAIN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ 17 AGAIN kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP I LOVE YOU MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára PUSH kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 3:403D - 5:503D LEYFÐ 3D DIGITAL MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ STATE OF PLAY kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára OBSERVE AND REPORT FORSÝNING kl. 10:20 B.i. 16 ára MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 43D - 63D LEYFÐ 3D DIGTAL MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 4 LEYFÐ MONSTERS VS... m.enskutali (myndinerótextuð) kl. 63D LEYFÐ 3D DIGITAL THE BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 8 B.i. 16 ára ROGER EBERT, EINN VIRTASTI KVIKMYNDAGAGNRÝNANDI USA. SÝND Í ÁLFABAKKA, OG AKUREYRI EMPIRE SKYSÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI CHRIS EVANS,DAKOTA FANNING OG DJIMON HUNSOU ERU MÖGNUÐ Í FRUMLEGUSTU SPENNUMYND ÞESSA ÁRS! FRÁ LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR LUCKY NUMBER SLEVIN STÆRSTA OPNUN Á ÁRINU VINSÆLASTA MYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG Í USA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA VIP SALURINN ER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA á allar 3D sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 850 krr BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM TIL AÐ HLÆGJA HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI? HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE LAST KING OF SCOTLAND EMPIRE TOTAL FILM UNCUT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.