Morgunblaðið - 17.04.2009, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.04.2009, Qupperneq 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 Sp ar að u Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FÉLAGARNIR Mickaël Téo og James Duncan skipa tvíeykið The Fancy Toys, en þeir eru staddir hér á landi í kynningar- og skemmtiferð. Þeir héldu sína fyrstu tónleika hér í Rósenberg í gærkvöldi og koma fram á miklum tónleikum í Bíósaln- um á Hótel Loftleiðum sem haldnir eru til styrktar Fjölskylduhjálp Ís- lands. Þeir Fancy Toys-bræður kom hvor úr sinni áttinni, Duncan er Lundúnabúi en Téo sleit barns- skónum í Suður-Frakklandi. Þeir hittust í hermisveit, en ákváðu fljót- lega að skemmtilegra væri að gera eitthvað nýtt; byrjuðu á fyrirsætu- fyrirtæki, þá kom útgáfufélag, svo sjónvarpskokkaþáttaröð og loks músíkin: The Fancy Toys. Á tónleikunum í kvöld, sem hefj- ast kl. 20, koma fram auk The Fancy Toys Svavar Knútur, Ragnheiður Gröndal og þjóðlagasveit og Thin Jim and the Castaways, sem er hljómsveit Jökuls Jörgensen, Birgis Ólafssonar og Margrétar Eirar auk aðstoðarmanna. Fjölhæfir fjörkálfar The Fancy Toys Leika á tónleikum í Bíósal Hótel Loftleiða í kvöld. BANDARÍSKA leikkonan Jennifer Aniston er sögð ósátt við að vera ekki gerð ellilegri með hjálp förð- unarmeistara í sinni nýjustu kvik- mynd, The Baster. Í myndinni leik- ur Aniston, sem er fertug, 48 ára gamla konu sem þráir ekkert heitar en að eignast barn. Það kom An- iston hins vegar á óvart að aðstand- endur myndarinnar hafi ekki gert neitt til að láta hana líta út fyrir að vera eldri en hún er. „Henni finnst þetta ekki trúverðugt vegna þess að hún lítur út fyrir að vera miklu yngri en 48 ára. Hún spurði förð- unarmeistarann hvort nota ætti einhverjar tæknibrellur til þess að gera hana eldri, og varð fyrir mikl- um vonbrigðum þegar í ljós kom að svo var ekki,“ segir heimild- armaður um málið. Reuters Ungleg? Jennifer Aniston. Aniston nógu ellileg? SPÆNSKI söngvarinn Enrique Ig- lesias segist ekki ætla að giftast unn- ustu sinni, tenniskonunni og fyrirsæt- unni Önnu Kournikovu, að minnsta kosti ekki í bráð. Parið hefur átt í ást- arsambandi í átta ár, en Iglesias seg- ist hreinlega ekki vera nógu þrosk- aður til þess að ganga í það heilaga og stofna fjölskyldu. „Ég trúi alveg á hjónabandið en ég held að maður þurfi ekkert að vera giftur til þess að vera hamingju- samur. Ég hef séð rosalega ham- ingjusöm pör sem eru ekki gift og svo hef ég séð gift pör sem eru alveg rosalega óhamingjusöm. Það er af- skaplega erfitt að halda samböndum heilbrigðum og í góðu jafnvægi, það þarf ekki annað en að skoða tölur um tíðni skilnaða,“ sagði hjartaknúsarinn í samtali við breska tímaritið Hello!. „Ég er eins varðandi börn. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera faðir og þótt mig dreymi um að eignast börn er ég ekki tilbúinn til þess ennþá. Sjáum bara til hvort ég þrosk- ist ekki,“ sagði Iglesias, sem er 33 ára, en Kournikova er 27 ára. Vill ekki giftast Kournikovu Reuters Ástfangin Iglesias og Kournikova á tennisleik í Flórída hinn 2. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.