Morgunblaðið - 24.04.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 24.04.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is íslenskur ríkisborgari 21.000 undirskriftir voru afhentar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Undirskriftir berast enn og vilji fólksins er skýr. Lífeyrissjóðina á að nýta í þágu sjóðsfélaga, þeir eru ekki fríðindi forstjóranna. Nýtum atkvæðin okkar á laugardaginn. Enn bætast við undirskriftir Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem hann neitaði því alfarið að íslenska ríkið þyrfti að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair. Tilkynningin var send út eftir að fréttir voru sagðar af því að Steingrímur J. hefði á fundi á Egilsstöðum sl. þriðjudag, sem atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs boð- aði til, sagt stöðu Icelandair alvarlega og ríkið þyrfti hugsanlega að yfirtaka rekstur flugfélagsins. Þessar fréttir ollu nokkru uppnámi hjá hluthöfum í Icelandair, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, enda félagið skráð á hlutabréfamarkað. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, setti sig strax í samband við Steingrím eftir að fréttir um þetta birtust og óskaði eftir frekari skýringum á ummælum hans. Sagði hann að skýringar yrðu að liggja fyrir áður en opnað yrði fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Ekki síst var talið nauðsyn- legt að fá skýringar þar sem upplýsingar sem þessar gætu fallið undir innherjaupplýsingar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Steingrímur sendi þá frá sér til- kynningu þar sem hann neitaði því alfarið að hafa talað um Icelandair með fyrrnefndum hætti. Sagði hann Ice- landair standa sig vel miðað við erfiðar aðstæður og að þótt „erfiðleikar kunni að herja á einhverja í eigendahópi félagsins“ þá væru ekki uppi nein áform um að ríkið yf- irtæki flugfélagið. Fundargestir, sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu Steingrím hafa sagt það vera möguleika að Icelandair yrði yfirtekið af ríkinu. Þessu neitar hins vegar Stein- grímur alfarið eins og áður sagði. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, móðurfélags Icelandair, segir orðróm sem þennan vera óheppilegan og geta skaðað flugfélagið mikið. „Icelandair Group er skráð félag og þess vegna er svona orðrómur alltaf viðkvæmur, og beinlínis skaðlegur. Viðskiptavinir geta hætt við að eiga viðskipti við félagið útaf svona orð- rómi,“ sagði Björgólfur í samtali við Morgunblaðið. Flugfélag ekki þjóðnýtt  Fjármálaráðherra neitar því að hafa sagt íslenska ríkið mögulega vera að taka yfir Icelandair  Forstjóri Kauphallar Íslands óskaði strax eftir skýringum Í HNOTSKURN » Lánveitendur 70 prósentahluthafa í Icelandair Gro- up stýra í raun félaginu eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu á mbl.is. Þar á Íslandsbanki mestra hags- muna að gæta. » Rekstur Icelandair hefurgengið samkvæmt áætl- unum á árinu, samkvæmt upp- lýsingum frá félaginu. Hrun íslensku krónunnar kom illa við fjárhag eignarhaldsfélaga sem eru meðal stærstu hlut- hafa félagsins. VART má á milli sjá hvort er einbeittara, Heið- björt Einarsdóttir úr Mývatnssveit eða sjálfur Andrés Önd. Heiðbjört rennir sér þarna af stað í fyrri ferð svigkeppni 9 ára í gær á leikunum sem kenndir eru við öndina heimsfrægu, í Hlíðarfjalli við Akureyri. Keppendur eru 792 að þessu sinni og talið að um 2.000 séu viðriðnir þessa árlegu hátíð; þjálfarar, fararstjórar og foreldrar auk allra krakkanna. Keppni lýkur á morgun. Gangi þér vel, Heiðbjört Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson LANDSMENN eiga gott sumar framundan að mati Brynjúlfs Brynjólfssonar, starfsmanns fuglaathug- unarstöðvar Suðausturlands. Sú sé a.m.k. raunin ef mark sé tekið á hrossagauknum, sem víða sást hneggja í suðri. Farfuglar eru nú byrjaðir að flykkjast til landsins. Fyrstu kríurnar sáu þeir á Stöðvarfirði 19. apríl sl. en þeir byrja yfirleitt að skyggnast um eftir komu hennar um miðjan apríl. Þá hefur Brynjúlfur frétt af einum spóa og segir fleiri vera á leiðinni. Sömu- leiðis steindepil og lóuþræl, sanderlu og rauðbryst- ing, þórshana og óðinshana, en hann er venjulega síðastur á ferð – um miðjan maí. Brynjúlfur er líka vel vakandi gagnvart flækings- fuglum, sem hingað koma, ásamt öðrum austfirskum fuglaáhugamönnum og færir fregnir af þeim reglu- lega inn á vefinn fuglar.is. „Við höfum séð bæði her- fugl og kjarnbít hér nýlega.“ Báðar koma tegund- irnar hingað frá Evrópu og er herfuglinn, að sögn Brynjúlfs, þrátt fyrir nafnið laus við ráneðli. „Við höfum meiri áhyggjur af að hann nái ekki að lifa.“ Trjátittlingur fannst sömuleiðis á Stöðvarfirði um daginn, en þessi tiltölulega sjaldséði fugl líkist þúfu- tittlingi. Brynjúlfur telur þó ekki meira um flæk- ingsfugla hér nú en áður. „Þetta er vissulega alltaf breytilegt milli ára og við fylgjumst nú betur með þessum fuglum, enda hefur virkum fuglaskoðurum fjölgað verulega.“ Hrossagaukurinn hneggjaði í suðri Ljósmynd/ Brynjúlfur Brynjólfsson Kjarnbítur Einn flækinganna frá Evrópu sem hér eru. „NEI það hefur nú enginn rætt það við mig hvort mér bjóðist að vera ráðherra að loknum kosn- ingum,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra. Hann seg- ir engan hafa rætt við sig um framtíð sína sem ráðherra. „Ég geri alveg eins ráð fyrir því að fara í háskólann aftur. En þetta hefur verið afar lærdóms- ríkur tími, og verkefnin auðvitað krefjandi. Ég neita því ekki að þetta hefur verið erfitt, en að sama skapi skemmtilegt,“ segir Gylfi. Hann tók sæti sem viðskiptaráðherra í minni- hlutastjórn Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar 1. febrúar, eftir að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar lauk. Ekki rætt um fram- haldið Gylfi Magnússon Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra SÍÐASTI vetrardagur er liðinn og landsmenn margir hverjir eflaust farnir að huga að því hvernig sum- arfríinu skuli varið. Þó að minna verði um utanlandsferðir en und- anfarin ár þá halda alltaf einhverjir utan og stundum er bíllinn tekinn með. Á heimasíðu fjármögnunarfyr- irtækisins Avants er vakin athygli á að óheimilt sé að fara úr landi með ökutæki sem Avant hf. er skráð eig- andi að án skriflegs samþykkis fé- lagsins. Á þetta jafnt við um flutning af landi brott sem og skemmri ferðir, t.d. sumarleyfisferðir með Norrænu. „Vandamálið er að bílarnir eru ekki tryggðir þegar þeir eru komnir til útlanda,“ segir Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Avant. Samkvæmt bílasamningnum sé bíll- inn í eigu Avant, en viðkomandi um- ráðamaður. „Þannig að ef eitthvað kemur fyrir erlendis þá erum við eig- andinn. Þess vegna höfum við verið að skoða hvaða möguleika við höf- um.“ Fyrirtækið sé í mjög þröngri stöðu varðandi það að heimila að bílar fari úr landi, en hvert dæmi sé þó skoðað fyrir sig. „En þetta er á vissan hátt ákveðinn vandi og sér- staklega fyrir fólk sem er kannski að flytja úr landi.“ annaei@mbl.is Má fara á bílnum í fríið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.