Morgunblaðið - 24.04.2009, Page 8

Morgunblaðið - 24.04.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Námsmönnum hjá Keili bjóðast glæsilegar íbúðir á hagstæðu verði með frábærri aðstöðu fyrir barnafólk. Sjón er sögu ríkari! Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T Laugardaginn 25. apríl kl. 12-17 Opinn dagur hjá Keili Eftir Andra Karl andri@mbl.is UNGMENNI sextán ára og yngri virðast í auknum mæli sækja í e-töfl- ur. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi telur jafnvel hægt að tala um faraldur í þeim efnum undanfarið ár eða svo. Á síðustu mánuðum hefur jafnframt orðið vart aukningar á neyslunni. Á vefsvæði Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) má sjá að verð á e-töflum hefur frek- ar lækkað en önnur efni hækkað í verði. „Þetta hefur verið frekar áberandi neysla hjá krökkum, og við höfum merkt aukningu síðustu mánuði,“ segir Díana Óskarsdóttir, ICADC- ráðgjafi hjá Foreldrahúsi. Erfitt er að henda reiður á því hvers vegna unga fólkið sækir í e-töflur, Díana segir að það leiti kannski frekar í önnur efni ef framboð á kannabis- markaði minnkar, s.s. í kjölfar um- fangsmikilla aðgerða lögreglu við að þefa uppi kannabisverksmiðjur. „En ég hef reyndar ekki orðið vör við neina minnkun grasneyslu. Og það þrátt fyrir að búið sé að stoppa þess- ar verksmiðjur.“ Ofsjónir, óróleiki og ofsahræðsla Díana tekur þó fram að áhrifin komi síðar inn á borð til hennar. Það gæti því verið kippur í þessari neyslu um þessar mundir en það kemur ekki ljós fyrr en eftir mánuð eða svo eða „þegar þeim fer að líða illa og vilja hætta að nota efnin“. Undanfarin tvö ár eða svo hefur viðtölum í Foreldrahúsi farið stöðugt fjölgandi. Díana sér ekki að það muni breytast, miðað við hvernig þróunin er á þessu ári. Á fimmta hundrað við- töl fóru þannig fram á fyrstu þremur mánuðum ársins. E-töflur, alsæla, helsæla eða bara MDMA. Sama hvaða nafni það er kallað er efnið skylt amfetamíni. Það er oftast í töfluformi og töflurnar myndskreyttar. Þær innihalda venjulega 100 mg af virka efninu MDMA. Á vef SÁÁ kemur fram að í vímunni lýsi fólk því að það finni fyr- ir aukinni samkennd, samúð og skilningi og aukinni þörf fyrir að hreyfa sig og dansa. Hjá næmum einstaklingum komi fram vægar of- skynjanir, hjartsláttur og höfuð- verkur. Í stórum skömmtum koma fram ofsjónir, óróleiki, hiti og ofsa- hræðsla. Eftir vímuna kvarta margir um að vera ruglaðir, kvíðnir og þunglyndir. Þessi líðan varir í nokkr- ar klukkustundir upp í nokkra daga eftir neyslu í eitt skipti. Notkun á e-töflum eykst  Ungmenni virðast í vaxandi mæli sækja í e-töflur  Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir jafnvel hægt að tala um faraldur, en um mjög hættulegt efni er að ræða NOKKUR hundruð manns komu saman við álversframkvæmdirnar í Helguvík á sumardaginn fyrsta. Slegin var skjaldborg um álver og at- vinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Með aðgerðum sínum vildi fólkið vekja athygli á því að á Suðurnesjum mælist mesta atvinnuleysi á landinu. 360 þúsund tonna álver geti hins vegar skapað 1.800 vel launuð störf og það hafi mikil áhrif á stöðu atvinnumála á svæðinu. Mikil ósamstaða sé hins vegar er á milli ríkistjórnarflokkana um þá uppbyggingu sem átt hafi sér stað í Helguvík. Skjaldborg um álversframkvæmdir Ljósmynd/Víkurfréttir ÁSTA Ragnheið- ur Jóhann- esdóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, hefur úthlutað 952 milljónum kr. úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra fyrir ár- ið 2009. Verður fénu m.a. varið til uppbyggingar hjúkrunarrýma, fækkunar fjölbýla á hjúkr- unarheimilum og viðhalds hús- næðis. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við tillögur samstarfsnefndar um málefni aldraðra sem fer með stjórn sjóðsins. Aðspurð hvort ekki hefði verið tilefni til að endurskoða fjárhæðina í ljósi núverandi efna- hagsástands, segir Ástar Ragnheið- ur svo ekki vera. „Þetta er mark- aður tekjustofn og greiðslan er í samræmi við lög og fram- kvæmdaáætlun um uppbyggingu í þágu aldraðra,“ segir hún. Út- hlutun úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra fari nú fram á sama árstíma og áður. En Jóhanna Sigurð- ardóttir, þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, úthlutaði 653 milljónum kr. úr sjóðinum í mars í fyrra. Segir Ásta Ragnheiður úthlut- unina nú raunar hafa hafa átt að fara fram fyrir páska en það ekki tekist. Alls voru um 1,4 milljarðar kr. til ráðstöfunar í sjóðnum og er ráð- gert að tæpum 450 milljónum verði úthlutað síðar á þessu ári. Hæstu framlögin nú fara til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlands- braut í Reykjavík, hjúkrunarheim- ilis við Boðaþing í Kópavogi og hjúkrunarheimilisins Jaðars í Snæ- fellsbæ. annaei@mbl.is Milljarður til aldraðra Ásta R. Jóhannesdóttir Úthlutað úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra Fleiri heita Júní Ekki er rétt, sem haldið var fram í Morgunblaðinu í gær, að Gissur Júní Kristjánsson sé fyrsti karl- maðurinn á Íslandi til að heita nafninu Júní. Fleiri en einn hafa borið þetta nafn. Nafnið mun hins vegar ekki hafa verið skráð í mannanafnaskrá fyrr en Gissur Júní lagði fram ósk um að það fengist skráð sem gilt karlmanns- nafn. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.