Morgunblaðið - 24.04.2009, Side 13

Morgunblaðið - 24.04.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 SVEFNSÓFA 20 - 30% AFSLÁTTUR! H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF SVEFNSÓFUM! Verð frá 37.840 kr. www.xs.is Jóhanna Sigurðardóttir 1. sæti í Reykjavík norður ESB snýst um vinnu og velferð Okkur ber skylda til að kanna kosti aðildar að ESB til hlítar. Stöðugleiki evrunnar, lægri vextir, lífvænleg vaxtarskilyrði fyrir atvinnulífið, ekki síst í landbúnaði og sjávarútvegi og fullt forræði yfir auðlindunum eru okkar markmið. Hefjum viðræður við ESB strax eftir kosningar og leggjum niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar sem fyrst. KRISTJÁN L. Möller samgönguráð- herra hefur gengið frá því við bæj- arstjóra Fljótsdalshéraðs að sveitar- félagið fái greiðslu upp á 100 millj- óna króna viðbótarframlag Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga vegna samein- ingar Austur-Héraðs, Norður-Hér- aðs og Fellahrepps árið 2004. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Forsögu málsins má rekja til fyrr- nefndrar sameiningar þriggja sveit- arfélaga árið 2004 en allar götur síð- an hafa farið fram viðræður milli sveitarfélagsins og yfirvalda um framlög vegna sameiningarinnar. Niðurstaða þeirra varð sú að Fljóts- dalshérað væri hluti af samein- ingarátakinu sem stóð yfir á þeim tíma. Heimild var veitt í fjáraukalögum ársins 2008 fyrir framlaginu. Sam- gönguráðuneytið, sem tók við sveit- arstjórnarmálum í ársbyrjun 2008, lagði áherslu á að greiðsla þess yrði tengd sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Ráðherra sam- göngu- og sveitarstjórnarmála ákvað að þar sem sameiningarvið- ræður sveitarfélaganna væru hafn- ar skyldi framlagið greitt og afhenti Kristján L. Möller Eiríki Bj. Björg- vinssyni bæjarstjóra bréf því til stað- festingar,“ segir þar jafnframt. Framlagið greitt út Bréf Kristján L. Möller afhenti Eiríki Bj. Björgvinssyni bréfið. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG kom hingað til að læra. Bik- ararnir eru frábær viðbót við það,“ segir Hlynur Guðmundsson, bú- fræðinemi við bændadeild Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri. Hann reið út úr hestamiðstöð LBHÍ í gær með hvor tveggja að- alverðlaun Skeifudags Hvanneyr- inga, Morgunblaðsskeifuna og Gunnarsbikarinn. Skeifudagurinn er uppskeruhá- tíð nemenda í hrossarækt á bú- fræðibraut Landbúnaðarháskól- ans. Þeir sýna afrakstur vetrarstarfsins og keppa. Hátíðin fer fram í hestamiðstöðinni á Mið- Fossum. Nokkrir nemendur há- skóladeilda og starfsmenn skólans voru með í áfanganum í vetur. Reynir Aðalsteinsson tamn- ingameistari er aðalkennari og Jakob Sigurðsson honum til að- stoðar. Vill verða bóndi Keppt er um Morgunblaðsskeif- una eins og gert hefur verið í rúm fimmtíu ár. Í ár var hún veitt þeim nemanda sem stóð sig best á prófi í frumtamningum og reiðmennsku. Hlynur Guðmundsson sem lýkur búfræðiprófi frá Hvanneyri í vor varð efstur á prófinu og fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta á Skeifudaginn. Hann sigraði einnig í keppni nemenda í hrossarækt 3 um Gunnarsbikarinn sem kenndur er við Gunnar Bjarnason, fyrrum kennara á Hvanneyri og hrossa- ræktarráðunaut Búnaðarfélags Ís- lands. Keppnin var hefðbundin fjórgangskeppni. „Það er mikill heiður að fá bæði þessi verðlaun, ég er mjög ánægð- ur með það,“ segir Hlynur. Hann er frá Ytri-Skógum undir Eyja- fjöllum og hefur haft áhuga á hest- um frá unga aldri. „Ég man fyrst eftir mér á hestbaki,“ segir hann. Góð aðstaða er á Hvanneyri til að stunda hestamennsku og þegar Hlynur fór í búfræðinámið ákvað hann að nýta sér það og reyna að læra sem mest í hestamennskunni. „Mér finnst ég hafa lært margt nýtt,“ segir hann. Þótt Hlynur sé heltekinn af hrossabakteríunni hefur hann einnig mikinn áhuga á að gerast bóndi. Hann ætlar að nota tímann til að sinna hestamennskunni þangað til hann finnur hentugt jarðnæði til að byrja að búa. Fleiri verðlaun voru afhent, að vanda. Ingveldur Ása Konráðs- dóttir fékk ásetuverðlaun Félags tamningamanna og Sigríður Ása Guðmundsdóttir fékk Eiðfaxabik- arinn sem veittur er þeim nem- anda sem hugsað hefur best um hest sinn í vetur. Reynisbikarinn í fyrsta sinn Síðastliðið haust hófst nám í reiðmennsku á vegum endur- menntunardeildar Landbún- aðarháskólans og hlaut það nafnið Reiðmaðurinn. Reynir Að- alsteinsson er hugmyndasmiður þessa náms og aðalkennari. Hann útfærði keppni fyrir nemendur í Reiðmanninum með nokkuð ný- stárlegu sniði og gaf farandbikar, Reynisbikarinn, sem nú var keppt um í fyrsta sinn. Keppendur gátu valið um hvort þeir kepptu í tölti eða fjórgangi. Eftir úrslitakeppnina sem fram fór á Skeifudaginn varð Þórdís Arnardóttir efst í töltkeppninni og Hanna Heiður Bjarnadóttur efst í fjórgangskeppninni og náði einnig bestum árangri í keppninni í heild og varðveitir því Reynisbikarinn næsta árið. Reið út með öll helstu verðlaunin Morgunblaðs- skeifan afhent á Skeifudegi Hvanneyringa Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Enginn draumur Hlynur Guðmundsson vann Gunnarsbikarinn og Morgunblaðsskeifuna. Hesturinn heitir Draumur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.