Morgunblaðið - 24.04.2009, Side 16

Morgunblaðið - 24.04.2009, Side 16
10 börn og fjölskyldur þeirra hlutu í gær styrk úr sjóðn- um Vildarbörn, styrktarsjóði Icelandair. Alls hafa 250 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans. Í styrknum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjöl- skyldu þess, og er allur kostnaður greiddur – flug, gist- ing, dagpeningar og aðgangseyrir að viðburði sem barn- ið óskar sér. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, sem hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkra- húsa í Reykjavík. 10 börn fara í ferð með Vildarbörnum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Undirbúningur hinnar árlegu skagfirsku hátíðar, Sæluviku, er nú kominn á lokastig og ljóst að þessi gamla héraðshátíð verður með allra glæsilegasta móti í ár. Leikfélag Sauðárkróks rifjar upp hundrað og tuttugu ára sögu félags- ins, og bregður upp svipmyndum í söng og töluðu orði úr hinum ýmsu verkum sem félagið hefur tekið til meðferðar í áranna rás, og segir um leið söguna eins og hún hefur liðið, en leikfélagið hefur lengstum verið burðarás Sæluvikunnar og á þess vegum verið settur upp ótalinn fjöldi verka. „Frá okkar fyrstu kynnum“ Höfundur og leikstjóri leikverks- ins „Frá okkar fyrstu kynnum“ er Jón Ormar Ormsson, en honum til aðstoðar er Guðbrandur Ægir Ás- björnsson, og að verkinu koma nítján leikarar en aðrir starfsmenn og í hljómsveit eru tuttugu og þrír. Jón Ormar segir að undirbúningur þessa hafi staðið nokkuð lengi og mjög ánægjulegt að fá að takast á við þetta krefjandi verkefni og rifja upp marg- ar ánægjustundir með félaginu, en á sínum tíma var Jón í ýmsum hlut- verkum á fjölum Bifrastar. Jón segir það sérstaklega ánægju- legt að auk þess fjölda af yngri leik- urum, sem komi að sýningunni, hafi hann fengið þrjá úr hópi eldri félaga til þess að taka þátt að þessu sinni, fé- laga sem ekki hafa stigið á svið í mörg ár. Er hér um að ræða Elsu Jónsdóttur, Braga Haraldsson og Hafstein Hannesson en þau voru á árum áður hluti af sterkum kjarna sem bar félagið uppi. „Frá okkar fyrstu kynnum“ er skemmtilegt verk þar sem áhorf- endur hitta gamalkunnar söguhetjur eins og Gróu á Leiti, Kalla á Sauma- stofunni, Skugga-Svein, Höllu í Fjalla-Eyvindi, svo einhverjar séu nefndar, en auk þess koma fram per- sónur úr óskrifuðum leikritum sem ef til vill verða einhvern tíma á fjöl- unum, og má þar nefna prímadonnur, tangódansara, húsverði, barþjóna og bílstjóra og ýmsa fleiri sem gaman er að kynnast. Ljóst er að mikill áhugi er á þessu verki og sem dæmi má geta þess að Félag eldri borgara í Skagafirði hef- ur boðið öllum félagsmönnum sínum, tvo hundruð og sjötíu talsins, að sjá sýninguna. Byrjaði að leika púka Í spjalli við Hafstein Hannesson kom fram að hann hafi fyrst stigið á svið í Skugga-Sveini, í gervi púka lík- lega rétt um miðja síðustu öld. „Auð- vitað var maður að sniglast í kringum félagið, í sendiferðum, vísa til sætis og selja miða, allt eftir því hvað mað- ur gat gert. Og svo byrjaði maður að taka þátt í þessu og núna er þetta komið langleiðina í sextíu ár, og alltaf gaman,“ segir Hafsteinn. „Það var ótrúlega gaman að vinna með mönnum eins og Gísla Halldórs- syni, en hann kom hingað og leik- stýrði, líklega einum fimm eða sex verkum, og ég fullyrði að þeir sem fengu að vinna með Gísla búa að því alla tíð. En við fengum líka fleiri mjög góða leikstjóra eins og Bjarna Stein- grímsson, Ásdísi Skúladóttur og Sögu Jónsdóttur svo einhverjir séu nefndir, nú og svo áttum við líka okk- ar menn og þar get ég nefnt Kára Jónsson, Eyþór Stefánsson og Guð- jón Sigurðsson, og svo núna Jón Ormar, sem allir settu upp sýningar, og voru ekki síður minnisstæðir. Það eru mörg eftirminnileg andartökin, eins og þegar Kári Jóns átti að setj- ast við píanóið og spila í Grátsöngv- aranum, en eitthvað ruglaðist hjá tæknimönnunum, svo að lagið byrjaði og Kári enn úti á miðju gólfi og fór í stökkum að hljóðfærinu. „Þetta gerði ekkert til,“ sagði tæknimaðurinn. „Fólkið hafði bara gaman af þessu.“ Maður fór á leikæfingu um klukkan fjögur, og strax eftir sýningu fór maður svo í hljómsveitargallann og var kominn heim um fjögur um nótt- ina og þetta gekk venjulega öll kvöld- in í Sæluvikunni, nema þriðjudags- kvöldið þegar Ingimar Eydal kom með sína hljómsveit.“ Sýning á verkum Jóhannesar Geirs Á Sæluvikunni verður auk þess fjölbreytt tónlistardagskrá. Karla- kórinn Heimir heldur tónleika í Mið- garði ásamt fleiri tónlistarmönnum. Tónlist verður einnig flutt í íþrótta- húsinu og kirkjunni og harm- onikuunnendur fá nóg við sitt hæfi á degi harmonikunnar. Ragnar Bjarnason mætir einnig á svæðið. Á vegum Safnahússins verður sýn- ing á glæsilegri listaverkagjöf ætt- ingja listmálarans Jóhannesar Geirs, en um er að ræða hluta af þeim lista- verkum sem gefin voru safninu. Með- al þess sem sýnt verður er fjöldi af skissum og málverkadrögum, en einnig fullmótuð verk sem sum hver hafa ekki verið sýnd opinberlega áð- ur. Morgunblaðið/Björn Björnsson Heima Hafsteinn í horninu sínu þar sem gott er að rifja upp gamla tíma. Kalli á Saumastofunni hittir Gróu á Leiti Margir koma að undirbúningi Sæluvikunnar í Skagafirði Í HNOTSKURN »Sæluvika Skagfirðinga ásér langa sögu, hét upp- haflega Sýslufundarvika, en varð síðan að því sem nú er. Leiksýningar og söngur hafa frá upphafi verið uppistaðan í Sæluviku. »Á Sæluviku í ár ber hæstleikverk um 120 ára sögu Leikfélags Sauðárkróks, opn- um félagsheimilisins Miðgarðs eftir gagngerðar endurbætur, og glæsilega sýningu á verk- um eftir Jóhannes Geir list- málara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.