Morgunblaðið - 02.05.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
Lögreglumessa var á Selfossi í gær. Annaðist hana séra Óskar Hafsteinn
Óskarsson en Lögreglukórinn söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.
Ræðumaður var Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni.
Gengið í kirkju
Ljósmynd/Guðmundur Karl
KRAKKARNIR í fjórða bekk Grundaskóla á
Akranesi fóru í dagsferð til Reykjavíkur síðasta
dag aprílmánaðar. Þau heimsóttu Alþingi og
skoðuðu landnámssýninguna, röltu um miðbæ-
inn og stöldruðu við í Menntaskólanum í Reykja-
vík og Hallgrímskirkju. Þau voru sótt við styttu
Leifs Eiríkssonar. Þar sem þau biðu eftir rútunni
náði ljósmyndari Morgunblaðsins í skottið á
þeim eftir þennan skemmtilegan dag.
Morgunblaðið/RAX
4. bekkur í dagsferð til höfuðborgarinnar
KARLMANNI er haldið sofandi í
öndunarvél á gjörgæsludeild Land-
spítalans en hann fannst liggjandi í
blóði sínu við hús á Skólavörðustíg í
Reykjavík í gærmorgun. Maðurinn
er höfuðkúpubrotinn og með inn-
vortis meiðsli en líðan hans er eftir
atvikum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu er
málið til rannsóknar en ýmislegt
bendi til þess að hann hafi dottið af
húsþaki þegar hann var að reyna að
klifrast inn um glugga. Lögreglan
segir ekkert benda til þess að ráðist
hafi verið á manninn eða á hann ekið
en hún hefur ekki útilokað neina
möguleika í málinu. andri@mbl.is
Datt líklega
af húsþaki
Haldið sofandi í önd-
unarvél á gjörgæslu
Skólavörðustígur Maðurinn
fannst höfuðkúpubrotinn.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
ÞAÐ er stórt skref að þessi vett-
vangur, sem er samkoma allra
presta kirkjunnar, álykti og leggi
fram skoðun í máli sem þegar er í
meðferð innan kirkjunnar, skoðun
sem tekur svona afgerandi afstöðu
með þörfum safnaðarins,“ segir
séra Gunnar Rúnar Matthíasson,
formaður fagráðs um kynferð-
isbrot innan þjóðkirkjunnar.
Gunnar segist fagna ályktun ný-
yfirstaðinnar prestastefnu um
málefni Selfosssafnaðar.
Í ályktuninni, sem var sam-
þykkt samhljóða, segir að presta-
stefna hvetji biskup til þess að
„nýta þær leiðir sem hann hafi til
lausnar“ í málefnum safnaðarins.
Fagráðið sendi í lok mars bréf
til biskups um mál séra Gunnars
Björnssonar, þar sem þess var
óskað að biskup vísaði málinu til
úrskurðarnefndar. Farið var fram
á að þau atriði sem út stæðu eftir
umfjöllun dómstóla skyldu ekki
látin óátalin, en Gunnar var sýkn-
aður af ákærum um kynferðislega
áreitni.
Gunnar Rúnar reiknar með því
að úrskurðarnefnd kirkjunnar hafi
komið saman og sé byrjuð að
fjalla um málið, en hefur ekki nán-
ari upplýsingar um hvernig staðan
er. Ekki er von á svari fyrr en
niðurstaða nefndarinnar liggur
fyrir, en Gunnar Rúnar vonar að
það verði á þann veg að kirkjan
geti staðið með þeim samþykktum
sem hún hefur gert. Kirkjan hafi
sett sér strangari reglur en lög-
gjafinn er tilbúinn að dæma eftir
til refsingar.
Að sögn Árna Svans Daníels-
sonar, upplýsingafulltrúa Bisk-
upsstofu, er ekki ljóst hvernig
brugðist verður við ályktun
prestastefnu, þar sem mjög stutt
er síðan hún kom fram. Þetta sé
þó augljóslega mál sem þoli enga
bið.
Fagnar ályktun
prestastefnu
Beðið niðurstöðu úrskurðarnefndar
kirkjunnar um málefni Selfosssafnaðar
Í HNOTSKURN
»Séra Gunnar Björnssonvar sýknaður í Hæstarétti
í lok mars sl. af ákæru um
kynferðislega áreitni.
»Prestastefna, sem lauk núá fimmtudag, ályktaði
samhljóða um að hvetja biskup
til að nýta leiða til lausna í
málefnum Selfosssafnaðar.
»Slíkar leiðir gætu verið aðfæra prestinn til í starfi,
þ.e. í annað prestakall, eða að
semja um starfslok.
SAMÞYKKT var
á aðalfundi Efl-
ingar – stétt-
arfélags að ganga
til viðræðna við
önnur verkalýðs-
félög í Flóa-
bandalaginu, þ.e.
Hlíf í Hafnarfirði
og Verkalýðs- og
sjómannafélag
Keflavíkur, um
sameiningu.
Kristján G. Gunnarsson, formaður
VSFK, segir þetta koma í kjölfar
samþykktar aðalfundar félags síns.
Hann segir málið í könnunarferli og
verði fráleitt unnið í flýti. „Við horf-
um til félaganna í Flóabandalaginu,
hvernig staðan sé og hvernig hún
gæti litið út í sameinuðu félagi.“
Hann tekur fram að skiptar skoð-
anir séu um málið meðal fé-
lagsmanna. andri@mbl.is
Sameining
könnuð
Kristján
Gunnarsson
„ÞETTA er þáttur í greining-
arvinnu sem ríkisskattstjóri hefur
með höndum. Það er kominn vísir
að greiningardeild hjá embættinu,“
segir Skúli Eggert Þórðarson rík-
isskattstjóri. Hann staðfestir að
embættið hafi til rannsóknar á
þriðja hundrað fyrirtækja og félaga
í skattaskjólum á borð við bresku
Jómfrúreyjar.
„Í þessu felst að afla upplýsinga
í gegnum aðila í Lúxemborg um
það hvaða félög hafi farið þar í
gegn sem hægt sé að tengja Ís-
landi. Það er ekki víst að þetta sé
tæmandi talning,“ segir Skúli Egg-
ert.
Hann segir að vinnan sé ekki
rannsókn á neinum tilteknum
meintum skattalagabrotum, heldur
sé þetta greining almenns eðlis,
hluti af því að koma saman heild-
stæðri mynd af raunverulegu eign-
arhaldi íslenskra félaga erlendis.
onundur@mbl.is
Rannsakar
eignarhald
Ríkisskattstjóri kort-
leggur félög á Tortólu