Morgunblaðið - 02.05.2009, Page 8

Morgunblaðið - 02.05.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is „AFBORGANIR af láninu mínu hafa hækkað úr 200.032 krónum í 398.797 krónur á fjórum árum,“ segir tæp- lega sextugur maður sem tók lán upp á 9,5 milljónir króna með 8,9% vöxt- um um mitt ár 2003. Hann samþykkti að greiða breytilega vexti af láninu og að þeir væru ákveðnir af bank- anum hverju sinni. Lánið er jafn- framt verðtryggt og eign hans að veði fyrir því. Vilji hann greiða lánið upp greiðir hann 2% uppgreiðsluá- lag. Vextir lánsins eru nú 10,35%, en helsta hækkun þess starfar þó af verðbólgunni. Afborganir af láninu, þriðja hvern mánuð, hækkuðu um rúmar átta þúsund krónur milli ár- anna 2005 til 2006, stóðu í 238 þúsund krónum 2007, tæpum 338 þúsundum 2008 og tæplega 399 þúsundum nú í marsmánuði. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir dæmi mannsins ekkert einsdæmi. Fólk sem hafi þurft lán umfram það sem Íbúðalánasjóður lánaði hafi margt tekið lán með þessum breytilegu vöxtum. Þau beri nú mörg yfir tíu prósenta vexti, þrátt fyrir verðtrygg- inguna. „Fólk þurfti að taka þessi ok- urvaxtalán því ekki var möguleiki að fá lán umfram 20 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði og hann mátti aðeins brúa bilið að því marki lánuðu lífeyr- issjóðirnir út á eignir fólksins.“ Þessu hafi bankarnir komið til leiðar með sífelldum kærum til ESA, eft- irlitsstofnunar EFTA. Ingibjörg segir bankana, með hárri uppgreiðsluprósentu, hafa tryggt sig fyrir því að fólk greiddi lánin upp. „Bankarnir hafa allt sín megin.“ Maðurinn er að bugast undan greiðslu lánsins, sem er ekki hans eina. „Ég er svoleiðis klemmdur,“ segir hann. Hann tók út söfnunarlíf- eyrinn sinn hjá Sunlife til standa und- ir skuldbindingum sínum. „Það hefði ég aldrei átt að gera. Nú er pening- urinn uppurinn og ég búinn að vera.“ Tvöföld afborgun  Fólki stóðu aðeins okurvaxtalán til boða, segir formaður Félags fasteignasala  Það tók lán án þess að vita um vextina Hákarlar bíða á hliðarlínunni tilbúnir að gleypa eignir þeirra sem hafa lent í þeytivindu bankanna, segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fast- eignasala. „Ef ekkert verður gert verður upplausn í samfélaginu,“ full- yrðir hún. Falli íbúðarverð enn, eins og Seðlabankinn spái, verði enn fleiri fjölskyldur í margyfirveðsettum eignum. „Þá er ekkert skrýtið að fólk hætti að borga. Þá fer það út úr eignum sínum. Það ætlar ekki að vera á skuldaklafa í verðlausri fasteign.“ Talsmaður neytenda lagði í gærmorgun tillögur sínar fyrir ríkisstjórn- ina. Hann vill sjá eignarnám íbúðarveðlána og niðurfærslu þeirra svo neyt- endur beri ekki einir tjónið af hruni krónunnar og verðbólgu, sem sé langt umfram það sem venjulegur neytandi hafi getað gert sér í hugarlund. Hákarlar gleypa eignirnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálfbyggt Gríðarleg þensla hefur verið á fasteignamarkaðnum undanfarin ár. Verð eigna hækkaði, en verðbólgan leikur nú lántakendur illa. Lánin hafa hækkað, eins og í tilfelli mannsins sem greiðir nú helmingi meira en áður. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ENGINN liggur frammi á gangi á líknardeild, að sögn Vilhelmínu Har- aldsdóttur, framkvæmdastjóra lyf- lækningasviðs Landspítala. Vilhelm- ína var innt eftir viðbrögðum við grein Hjördísar Bjartmars Arnar- dóttur, „Viltu deyja frammi á gangi?“, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar lýsir Hjördís síðustu dög- um móður sinnar sem lést á spítala fyrir tveimur árum, og varði fjórð- ungi af banalegu sinni á ganginum. Ekki kemur fram á hvaða spítala eða deild móðirin lá. Vilhelmína kveðst ekki þekkja til- fellið en fannst mjög átakanlegt að lesa grein Hjördísar. „Sem betur fer hefur ástandið lagast hvað þetta varðar, gangainn- lögnum hefur fækkað mjög mikið, sérstaklega síðasta rúma árið. Ég held bæði og vona að ástandið sé betra en t.d. fyrir tveimur árum.“ Samvinna við hjúkrunarheimili Þar kemur margt til, vinnulagið hefur breyst og miðar að því að gera flæði sjúklinga um spítalann skil- virkara. Í flestum sérgreinum hefur legutíminn því styst sem gefur betri nýtingu rúmanna. Þá hefur því verið breytt hvernig valið er inn á hjúkr- unarheimili. Þangað fara þeir sem eru í mestri þörf og þannig komast fleiri frá spítalanum og inn á hjúkr- unarheimilin. „Ég get ekki fullyrt að þetta komi aldrei fyrir, en nú eru miklu minni líkur á því að fólk liggi fárveikt á göngunum, og ég held það sé orðið nánast óþekkt.“ Tvær líknardeildir eru á Landspít- ala, í Kópavogi og á Landakoti, og þar hafa allir sitt sérherbergi. Vil- helmína segir mjög góða aðstöðu vera á líknardeildunum, auðvitað mættu plássin vera fleiri en biðlisti sé oftast stuttur. Á flestum sjúkra- deildum séu of fá einbýli, en á nýjum Landspítala er ráðgert að allir sjúk- lingar liggi á einbýli. Engir liggja á ganginum á líknardeildum Mun færri gangainnlagnir síðasta árið Morgunblaðið/Þorkell Gangainnlögn Fáir spítalar þurfa aldrei að glíma við plássleysi. Í HNOTSKURN »Hjördís greinir frá því aðmóðir sín hafi mikið verið flutt á milli ýmissa herbergja og gangsins, og aldrei verið oftar en tvær nætur í sama herbergi. »Markvisst hefur verið unn-ið að því á Landspítalanum að draga úr gangainnlögnum. Þær hafa þó aldrei viðgengist á líknardeildum. ÚTIVISTARTÍMI barna og ung- linga tók breytingum í gær, 1. maí. Frá þeim tíma mega börn 12 ára og yngri vera úti til klukkan 22 og unglingar 13 til 16 ára mega vera úti til miðnættis. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrr- greinds tíma nema í fylgd með full- orðnum. Þetta kemur fram í til- kynningu frá lögreglunni. Útivistarreglurnar eru sam- kvæmt barnaverndarlögum. Þeim er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn. Þó svo svefnþörfin sé einstaklingsbundin má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi tíu tíma svefn á nóttu. Bregða má út af reglunum fyrir eldri hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. andri@mbl.is Útivistartíma barna breytt Á ÞESSUM miklu óvissutímum get- ur starfsemi áhugaleikfélaga skipt sköpum, segir í yfirlýsingu Banda- lags íslenskra leikfélaga sem hélt aðalfund í gær. Það skorar á stjórn- völd að standa vörð um fjárhags- grundvöll starfsemi áhugaleik- félaganna. „Á móti heita leikfélögin því að halda áfram sínu metn- aðarfulla starfi, landi og þjóð til gleði og hagsbóta.“ Stjórnvöld verji leiklist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.