Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 1. maí – dagur verkalýðsins Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is VERKALÝÐSHREYFINGIN krefst þess að stjórnvöld, bæði ríkisstjórn og sveitarstjórnir, sameinist um að halda uppi eins mikilli atvinnu og kostur er til að draga úr atvinnuleysi. Stjórnvöld skulu einnig koma með raunhæf úr- ræði til að mæta þeim húseigendum sem vegna hrunsins eru að tapa öllu. Þetta segir í 1. maí-ávarpi Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Sam- bands íslenskra framhaldsskólanema. Ber vott um dómgreindarleysi Í ávarpinu er dregin upp dökk framtíðarsýn í ljósi atvinnuleysis og fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Þess er krafist að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda bitni ekki á þeim sem við lökust kjör búa og því er hafnað að launafólk verði látið bera kostnaðinn af óráðsíu og bruðli undanfarinna ára. Þannig segir í ávarpinu: „Það ber vott um ófyrirleitni og al- gert dómgreindarleysi þegar kallað er eftir samstöðu lágtekjufólks án þess að heita jafnframt stuðningi við rót- tækar jöfnunaraðgerðir.“ Þá er þess krafist að grunnþjón- usta eins og heilbrigðisþjónusta og menntun verði ekki skert. Ábyrgir sæti refsingum Í ávarpinu er bent á að kreppan á Íslandi sé alvarleg því hún sé „allt í senn; bankakreppa, gjaldeyriskreppa og hugarfarskreppa, nærð af græðgi og siðleysi“. Í því samhengi er þess krafist að rannsókn á aðdraganda bankakrepp- unnar verði unnin á gagnsæjan hátt þannig að almenningur geti fylgst með hverju stigi rannsóknarinnar. Þeir sem báru ábyrgð á hruni banka- kerfisins og fyrirtækjanna með ábyrgðarlausri lánafyrirgreiðslu, sjálftöku lána hjá eigin fjármálastofn- unum og ofurlaunakjörum án nokk- urra forsendna skuli sæta refsingum. Engin sannleiks- og sáttanefnd verði á Íslandi fyrr en þeir sem báru ábyrgð á kreppunni hafi svarað til saka fyrir misgjörðir sínar. Einnig eru fordæmdar árásir Ísra- ela á Palestínumenn á Gaza. Morgunblaðið/Kristinn Verkalýðsdagurinn Gífurlegur fjöldi fólks var samankominn á Austurvelli. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór allt friðsamlega fram. Bitni ekki á þeim sem hafi lökustu kjörin  Heilbrigðisþjónusta og menntun verði ekki skert  Gagnsæ rannsókn hrunsins Morgunblaðið/Kristinn Mótmælt Forysta verkalýðshreyfingarinnar fékk sinn skerf af gagnrýni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Kröfugangan í gær var sú fjölmennasta þar í bæ í marga áratugi. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Kröfuganga Ísfirðingar fjölmenntu til ræðuhalda í Edinborgarhúsinu. Í HNOTSKURN »„Við þessar aðstæður ermikilvægara en nokkru sinni að jafna kjörin í land- inu,“ segir í ávarpinu. »Verkalýðsforingjar kallaeftir stöðugleika en ber ekki saman um hvort sækja skuli um aðild að ESB. »Þeir sem eru ábyrgir fyrirhruninu skulu dregnir fyr- ir dóm og því er hafnað að launafólk beri kostnaðinn af fjárglæfrum síðustu ára. Orðrétt frá 1. maí ’Aðilar vinnu-markaðarinseru sammála um aðí lok næsta árs þurfiatvinna að hafa aukist og marktæk skref stigin til að uppfylla stöð- ugleikaskilyrði fyrir upptöku evru. Tak- markið er að fyrir árslok 2013 verði lífs- kjör á mann a.m.k. þau sömu og fyrir bankahrunið. […] Þeim stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú höfum við einstakt tækifæri til að ná með því að ganga til viðræðna við Evrópusambandið um aðild og upp- töku evru í framhaldi af því. “ GYLFI ARNBJÖRNSSON, FORSETI ASÍ. ’Hugmyndir umskattahækk-anir eru varasamarog kalla á enn meirivanskil og draga kjark úr fólki. Ekki síst unga fólkinu, sem vill vinna meira til að koma sér út úr skulda- feni. Mikilvægt er að gefa atvinnulífinu kost á því að auka verðmætasköpun með fjölgun starfa og greiða þannig meiri skatta. […] Það má ekki gerast að vonleysi skjóti rótum meðal ungs fólks og langvinn heift nái að grafa um sig og efasemdir um tilveruna á Ís- landi. Það er ekki hið opinbera sem skapar störf við verðmætan útflutn- ing. Það eru fyrirtækin í landinu.“ GUÐMUNDUR GUNNARSSON, FORMAÐUR RAFIÐNAÐARSAMBANDSINS. ’Þessi yfirlýs-ing er ekkibara alvarleg fyrirmannorð ráð-herrans heldur okk- ur hér á Húsavík og aðra samstarfs- aðila sem sett hafa ómælda fjármuni í verkefnið, ekki síst vegna hvatningar frá stjórnvöldum og ráðherra iðnaðarmála. Við hljótum því að spyrja: Hver er ábyrgð stjórnvalda komi til þess að næsta ríkisstjórn taki verkefnið út af borðinu eða fresti því enn frekar? Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt á suðvesturhorn- inu, þá er það hið besta mál. Detti hins vegar einhverjum í hug að staðsetja slíka starfsemi á landsbyggðinni þá gilda allt önnur viðhorf og rök.“ AÐALSTEINN ÁRNI BALDURSSON, FORMAÐUR FRAMSÝNAR. ’Málið er ein-falt, ofurlaunog ábyrgð fylgjastgreinilega ekki allt-af að. […] Við [verkalýðshreyf- ingin] erum að súpa seyðið af þeim lágu lág- markslaunum sem við bjóðum félagsmönnum okkar upp á. Nú þegar þrengir að á vinnumark- aðnum liggur fyrir að atvinnurekendur eru að skera niður öll umframkjör í ráðningarsamningum fólks og oft og tíðum dettur launafólk niður á ber- strípaða taxtana. Þeir lágmarkstaxtar sem eru í gildi í dag eru íslensku sam- félagi og verkalýðshreyfingunni til skammar. VILHJÁLMUR BIRGISSON, FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉLAGS AKRANESS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.