Morgunblaðið - 02.05.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 02.05.2009, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is EIGNARHLUTUR Atorku í Pro- mens er nánast verðlaus í dag sam- kvæmt verðmati sem endurskoðun- arfyrirtæki KPMG í Bretlandi vann fyrir félagið. Hugsanlegt sé að fá 60 milljónir punda út úr Promens með því að leggja því til aukið eigið fé og reka í þrjú ár í viðbót samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Promens er helsta eign Atorku og skiptir höfuðmáli í endurreisn fé- lagsins sem unnið hefur verið að. Þeir sem eiga kröfur á Atorku veittu félaginu heimild til að greiða ekki vexti af skuldabréfum með því að gera svokallaðan kyrrstöðusamn- ing. Sá samningur rann út á mið- nætti í fyrradag. Samningurinn átti að veita stjórn- endum félagsins svigrúm til endur- skipulagningar. Í því fólst meðal annars að fá verðmat á Promens frá KPMG í Bretlandi. Niðurstaðan úr verðmatinu er langt undir væntingum stjórnenda sem kynntar voru kröfuhöfum. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnar- formaður Atorku, segir að stjórnin hafi samþykkt í gær að leita til Price- WaterhouseCoopers í Danmörku til að gera verðmat á öllum eignum Atorku, ekki bara Promens. Hann segir að ákvörðun þess efnis hafi ekki verið möguleg á meðan á kyrrstöðusamningum stóð. Það gefi gleggri mynd af félaginu ef nýtt verðmat er unnið þar sem allar eign- ir Atorku eru undir. Þorsteinn vonast til að kröfuhafar sýni biðlund og veiti félaginu svig- rúm á meðan á þessu ferli stendur. Það gæti tekið fáeinar vikur. Endurheimtur litlar Í samtölum við kröfuhafa búast þeir við að fá í mesta lagi 15% af kröfum sínum greidd. Ekki liggur fyrir hvað gerist eftir helgina. Samkvæmt heimasíðu Atorku á félagið 79% í Promens sem rekur plastverksmiðjur í 20 löndum. Nokkur óánægja var með verðmat KPMG á Promens samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Telja stjórnendur félagsins það gefa ranga mynd af stöðunni að verðmeta félag- ið út frá rekstrartölum í ár. Mark- aðir séu erfiðir og ef unnið er áfram með eignir Promens vinnist mikið til baka. Ákveðnar einingar gangi vel en veltan í þeim rekstri sem tengist t.d. bílaiðnaðinum hafi eðlilega dreg- ist saman vegna samdráttar á al- þjóðamörkuðum. Flest félög séu lít- ils virði í dag þar sem fáir kaupendur séu til staðar. KPMG telur hlutafé í Promens verðlaust Í HNOTSKURN »Skuldabréf Promens vorukeypt með 25% afföllum úr peningamarkaðssjóðum. Nú búast menn við að afföllin verði nær 85%. »Atorka er fjárfesting-arfélag og á meðal ann- ars 41% í Geysi Green Energy. Stjórn Atorku ætlar að láta verðmeta allar eignir félagsins ● „Steypustöðin hf. er komin í sölu- ferli hjá Fyr- irtækjaráðgjöf Ís- landsbanka sem áformar að auglýsa fyrirtækið til sölu á næstu vikum,“ segir í tilkynningu frá Má Mássyni, upplýsingafulltrúa Íslandsbanka. Glitnir tók fyrirtækið yfir þegar það fór í þrot sl. sumar. Steypustöðin selur steypu, hellur og múrvörur og sinnir ráðgjöf. Þar vinna 87 starfsmenn á þremur stöðum; í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. bjorgvin@mbl.is Steypustöðin verður auglýst til sölu Már Másson „OKKAR fyrstu greiningar á þess- um færeysku félögum munu vænt- anlega birtast í næstu viku,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson hjá IFS Ráðgjöf. VMF, Verðbréfamarkaðurinn í Færeyjum, hefur gert samning við IFS um greiningu á hlutabréfum þeirra færeysku hlutafélaga sem skráð eru í Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi. Þessi félög eru Føroya Banki, Eik Banki, Atlantic Airways og Atlantic Petroleum. Haraldur segir þessi félög líka skráð í Kauphöllina í Danmörku. Um tvíhliða skráningu sé að ræða. Í tilkynningu frá IFS segir að til- gangur samningsins sé að veita fjárfestum betra innsæi og þekk- ingu á fjárfestingu í þessum fé- lögum með óháðri og faglegri greiningu. Einnig sé markmið samningsins að auka sýnileika fær- eyskra félaga í Kauphöllinni, en þau eru nú orðin mikilvægur hluti henn- ar. Haraldur segir að færeysku fé- lögin hafi ekki fengið mikla athygli hjá íslenskum fjárfestum og lítið verið um þau fjallað hér á landi. Það sé fyrirtækinu því ánægja að geta tekið þátt í því að auka faglega um- fjöllun um þá fjárfestingarkosti sem í boði séu á markaðnum og auka með því þjónustuna við bæði núver- andi og framtíðarviðskiptavini. Greiningin verður gefin út á ensku og því gagnleg fyrir fleiri en íslenska fjárfesta. bjorgvin@mbl.is Greinendur Jakob Snorrason og Haraldur Yngvi Pétursson hjá IFS. IFS greinir færeysk skráð félög Sömdu við færeyska verðbréfamarkaðinn Morgunblaðið/Valdís Thor Pálmi Haraldsson ákvað að óska eftir að félagið færi í gjaldþrotameð- ferð sem Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í fyrradag. Í samtali við Morgunblaðið vill hann lítið segja um aðdraganda þess. Einungis að félagið standi betur en mörg önnur félög sem nú séu að fara í þrot. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru eignir Fons metnar á tíu til tólf milljarða. Vegna mikillar óvissu er erfitt að finna út nákvæmt verð. Fjórir milljarðar af þessum eignum eiga að vera í reiðufé auk skulda- bréfa á fyrirtæki, sem séu í lagi. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is LANDSBANKINN er stærsti kröfuhafinn í Fons hf., sem er að meirihluta í eigu Pálma Haraldsson- ar. Meðeigandi Pálma er Jóhannes Kristinsson. Aðrir helstu kröfuhafar eru hinir tveir viðskiptabankarnir; Íslandsbanki og Kaupþing. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru skuldir Fons um tutt- ugu milljarðar króna. Ekki er vitað hvernig upphæðin skiptist á milli einstakra kröfuhafa. Fons hefur verið atkvæðamikið í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár og átti meðal annars stóran hlut í FL Group. Auk Securitas og Plast- prent á Fons hlut í bresku leik- fangaversluninni Hamleys og nor- rænu ferðaþjónustufyrirtækinu Ticket. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi fé- lagsins, er svekktur yfir því að svona fór. Hann segir að nú sitji allir við sama borð og fari í röð kröfuhafa. Pálmi segir þetta ekki hafa áhrif á hlut hans í Iceland Express sem rekið er undir félaginu Fengur. Landsbankinn stærsti kröfuhafinn í Fons hf. Gjaldþrot sagt tryggja að allir kröfuhafar sitji við sama borð Morgunblaðið/þorkell Fonsari Pálmi Haraldsson rekur Iceland Express ótrauður áfram. „Í LJÓSI þeirra snörpu breytinga sem orðið hafa á starfsemi bankans og í efnahagsumhverfinu gerum við fastlega ráð fyrir að áætlanir um byggingu nýrra höfuðstöðva verði í biðstöðu næstu misserin og jafnvel árin,“ segir Már Másson, forstöðu- maður samskiptamála hjá Íslands- banka. Strætólóðin, við hliðina á höfuð- stöðvum Íslandsbanka, var auglýst til leigu í Morgunblaðinu í fyrra- dag. Áform voru uppi um að Eign- arhaldsfélagið Fasteign myndi reisa þar ný húsakynni fyrir Glitni áður en bankinn féll. Endurskoðendur vöktu athygli á því í ársreikningi Fasteignar fyrir árið 2008 að verðmæti lóðarinnar var ekki fært niður. Var lóðin metin á 19,4 milljónir evra, en er nú mun verðminni þar sem ekki verður af byggingu höfuðstöðvanna. Árni Sigfússon, stjórnarformað- ur Fasteignar, segir þetta einungis hafa reikningsleg áhrif. Reksturinn sé tryggur enda komi tekjur frá sveitarfélögum og bankastofnun- um. Þó hægist um nýframkvæmdir vegna erfiðrar fjármögnunar. bjorgvin@mbl.is Engar nýjar höfuðstöðvar Fasteign samt sögð standa vel Morgunblaðið/ÞÖK Til leigu Strætó-lóðin er nú til leigu til eins árs í senn með möguleika á framlengingu eitt ár í senn. Gerð er krafa um að starfsemin verði snyrtileg. Þetta helst ... ● „Vegna ástands efnahagsmála hefur stjórn N1 ákveðið að auka upplýs- ingagjöf til fjárfesta. Rekstraryfirlit verður birt á tveggja mánaða fresti og er fyrsta rekstraryfirlitið þegar komið á heimasíðu félagsins,“ segir í frétt frá N1, sem rekur meðal annars Nestis bensínstöðvarnar. Þetta er önnur stefna en hjá mörg- um öðrum félögum sem Morgunblaðið hefur sagt frá og eru með skráð skulda- bréf, og ætla ekki að birta ársreikning fyrir árið 2008. bjorgvin@mbl.is Auka upplýsingagjöf „Tilgangurinn með peninga- stefnunefndinni var að teknar yrðu faglegar ákvarðanir um vexti. Ann- aðhvort vinnur meirihluti nefnd- arinnar gegn betri vitund eða skilur ekki þær grunnforsendur sem að baki ákvörð- unar nefndarinnar ættu að liggja. Fundargerðin bendir til hins síð- arnefnda,“ segir Benedikt Jóhann- esson í nýjasta hefti Vísbendingar, vikurits um efnahagsmál sem hann ritstýrir. Ónákvæmar upplýsingar Máli sínu til stuðnings nefnir Benedikt að rangar upplýsingar hafi birst í fundargerð peningastefnu- nefndar þar sem færð eru rök fyrir ákvörðun nefndarinnar um stýri- vexti Seðlabankans. Ekki sé rétt, sem fram kemur, að gengi krónunnar hafi byrjað að lækka í byrjun mars. Gengið hafi verið stöðugt frá upphafi mars til 16. mars. Hann telur að hinni röngu setningu virðist ætlað að styrkja þá kenningu að stýrivaxtalækkunin 19. mars hafi ekki haft áhrif á gengi til lækkunar heldur hafi sú lækkun ver- ið löngu hafin. Byggist á sögulegum gögnum „Miklu alvarlegra er þó að nefndin vinnur eftir röngum upplýsingum um verðbólguna,“ segir í Vísbend- ingu. Í rökstuðningi nefndarinnar sé miðað við tólf mánaða verðbólgu aft- ur í tímann í stað þess að miða við verðbólguna eins og hún er í dag. Skautað sé yfir þá staðreynd, eins og hún skipti engu, að vísitala neyslu- verð lækkaði í mars. Hlutverk nefndarinnar sé ekki að taka saman sögulegar upplýsingar heldur taka vaxtaákvörðun sem geti haft afger- andi áhrif á þróun efnahagslífsins um langa framtíð. Einnig segir Benedikt að algjört skilningsleysi sé á muninum á verð- bólgumælingum aftur í tímann og verðbólguhraða. Miðað við spár pen- ingastefnunefndar verði verðbólgan á öðrum ársfjórðungi ekki 10-11 pró- sent heldur nánast engin. Hann rekur rökstuðning eins nefndarmanns sem vildi lækka vexti mun meira en aðrir. Mjög háir vextir geti veikt krónuna til skamms tíma vegna útstreymis vaxtatekna. „Það gefur von að einhver nefnd- armanna sýnir skilning á hagkerf- inu,“ segir Benedikt. bjorgvin@mbl.is Ófagleg ákvörðun um vexti Stýrivaxtanefndin sögð skilningslaus Benedikt Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.