Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 26

Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 26
26 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 gerði Bjargey verk sem heitir Krossfestingin, en það eru krossar sem hún bjó til úr íslenskum krón- um. Hún kemur víða við í listsköpun sinni og notar fjölbreyttan efnivið, svo sem plexígler, járn, steina, papp- ír og gæruskinn. Skordýraverkin hennar vekja athygli, kóngulær gerðar úr vír má finna í ýmsum stærðum á vinnustofu hennar og hún hefur líka búið til stóran járn- smið úr fjörusteinum. „Kannski geri ég þessi skordýr til að vinna á fóbí- unni, við Íslendingar óttumst jú skordýr. En það er líka svo margt skemmtilegt sem tengist þeim. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er járn- smiður til dæmis sagður vera karl- maður í álögum og ef kona leysir af honum gjörðina þá losnar hann úr álögunum.“ Bjargey er líka í heilsu- tengdri hönnun og má þar nefna V ið verðum að bæta mannlífið í kreppunni. Listir og menning og það að skapa eitthvað ánægjulegt skiptir öllu máli. Ég hef trú á því að þegar fólk gerir eitthvað skapandi þá sé það forsenda að svo mörgu öðru og geti leitt til ólíklegustu hluta,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir, sem vísar vissulega í þjóðfélagsástandið í sum- um verka sinna, en ævinlega með gáska. Hún hefur til dæmis búið til stóra féþúfu úr gæruskinnum sem hægt er að setjast á. „Þessi féþúfa er fyrir stofnfjáreigendur fósturjarð- arinnar sem vilja ekki láta aðra hafa sig að féþúfu, og undir henni er heil- mikil hjartalaga fjársjóðshirsla þannig að það er hægt að sitja á auði sínum, ef maður hjúfrar sig í gær- unum.“ Eftir hið mikla bankahrun Orminn langa sem er stuðningskragi en líka skraut eða skart. „Ég vann alltaf í hönnun og einhverju skap- andi með starfi mínu sem iðjuþjálfi. En núna starfa ég einvörðungu að list minni,“ segir Bjargey sem er nemandi á listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði en hún hefur sótt fjölda listnámskeiða í gegnum tíðina. Alltaf hægt að bæta við sig Pétur Bjarnason vinnur þrívíð verk í brons. „Eftir að hafa steypt verkin í brons og brotið utan af þeim koma steypuleiðarar og loftpípurnar betur í ljós og er mér oft illa við að taka þetta af, því verkið er stundum skemmtilegra nýkomið úr mótinu,“ segir Pétur sem hefur stundað sína list í tuttugu ár eða frá því hann lauk listnámi 1988 frá Konunglegu aka- demíunni í Belgíu, en áður hafði hann lært í Þýskalandi. Auk þess að skapa sína eigin skúlptúra steypir hann stundum fyrir aðra og gerir líka við myndir. „Það er endalaust hægt að bæta við sig og vonandi finnur maður aldrei sjálfan sig,“ seg- ir Pétur sposkur og vísar til þess að leitin sjálf sé mest um verð. Útisýning á strandlengju Olíumálverkin hennar Lilju Bragadóttur eru stór og litrík, en hún segist hafa farið hægt af stað í listinni og sest á gamals aldri á skólabekk í Árósum í Danmörku. „Ég hef starfað eingöngu að mynd- listinni síðan ég kom heim úr því námi fyrir um átta árum. Fyrir tveimur árum fór ég svo að mála ab- strakt og ég er núna í námi hjá Bjarna Sigurbjörnssyni í Myndlist- arskóla Kópavogs í frjálsri málun. Það gefur mér mikið að mála ab- strakt, það er svo mikil útrás og til- finningaflæðið skilar sér á strigann.“ Þau Lilja, Pétur og Bjargey eru öll með verk á sýningu 18 lista- manna sem stendur yfir á Garða- torgi í Garðabæ. „Við í þessum hópi þekktumst lít- ið, þótt við vissum kannski hvert af öðru. Við erum svolítið brött, þessi sýning átti aðeins að standa eina helgi, en við fengum svo góð við- brögð að við framlengdum hana fram á morgundaginn, enda vel við hæfi því í dag er dagur myndlistar á höfuðborgarsvæðinu. Það er hugur í okkur og við erum strax farin að skipuleggja næstu sýningu sem verður útisýning á Jónsmessunni í sumar, enda eigum við Garðbæingar æðislega strandlengju hér og fullt af frábærum listamönnum.“ khk@mbl.is Gæruskinn Bjargey situr á féþúfunni góðu í félagsskap járnsmiðs úr fjörugrjóti. Morgunblaðið/Heiddi Brons Pétur kann því vel að láta steypuleiðara og loftpípurnar njóta sín í verkunum. Féþúfur og fleiri furðuverk Allir á Íslandi eru listamenn, segja sumir útlend- ingar sem hingað koma furðulostnir yfir fjölda lista- manna á litlu eyjunni í norðri. Kannski einmitt vegna fæðarinnar eru tækifærin til að koma sér á framfæri fleiri en í stærri löndum. Aðrir segja vík- ingablóð Frónbúa vera þess eðlis að þeir láti ekkert stoppa sig. Kristín Heiða Kristinsdóttir tók hús á þremur ólíkum listamönnum. Litagleði Abstraktverkin hennar Lilju eru eitt allsherjar tilfinningaflæði. Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsýsla | „Ég hef alltaf haft gaman af dúfunum og byrjaði strax sem krakki,“ segir Pétur G. Pétursson sem er einn af fáum bréfdúfnabændum í Þingeyjarsýslu en áhuginn er að aukast hjá mörgum eftir nokkurt hlé enda þetta skemmtilegt tóm- stundagaman að margra mati. Dúfur eru um margt óvenjulegir fuglar en það sem er athyglisvert er það að karl- fuglinn tekur fullan þátt í því að liggja á hreiðrinu á útungunartímanum og þegar ungarnir koma framleiðir hann líka dúfna- mjólk eins og móðirin og er óþreytandi við að mata nýju fjölskyldumeðlimina. Dúfur eru einu fuglarnir fyrir utan flæmingja sem ala unga sína á mjólk en hún er eins konar drafli sem er framleiddur í veggjum sarps- ins. Þetta er mjög næringarríkt fæði fyrir ungana og þeir þroskast gríðarlega fljótt. Bréfdúfur gegndu ábyrgðarfullu hlut- verki fyrr á öldum en þá voru þær mik- ilvægir sendiboðar enda ratvísi þeirra þekkt fyrirbrigði. Dúfnaáhugamenn þjálfa dúf- urnar í því að rata heim og hér fyrr á árum voru dúfnamenn frá Húsavík oft með æfing- ar í sýslunni. Komu þá stundum flækings- dúfur heim á sveitabæi og náðust þar en enn aðrar urðu fálkanum að bráð þó að ekki væri það oft. Ekki er langt síðan dúfur komu á bæi í Aðaldal allt frá Egilsstöðum og var þá hægt að skila þeim til réttra eig- enda. Kofasmíði og dúfnarækt fara vel saman Pétur er einn þeirra sem byggðu kofa á lóðinni hjá sér þegar margt var af dúfum og þar gátu þær farið inn og út en girt var í kring þannig að fálkinn gat ekki gómað þær. Margir krakkar hafa mjög gaman af því að byggja kofa og því er það hluti af þessu skemmtilega tómstundagamni að gera góða aðstöðu fyrir fuglana. Það sem er áhugavert við dúfurnar er að þær eru í mörgum litum og í mörgum af- brigðum og er það hluti af ræktunar- áhuganum. Talið er að í heiminum séu um 300 tegundir dúfna en tömdu dúfurnar eru flestar afkomendur bjargdúfu. Pétur segir að það sé mikið og gott sam- band hjá dúfnafólki í landinu og á „dyra- spjall.com“ er sérstaklega fjallað um dúfur og þar skiptist fólk á upplýsingum. Pétur er fæddur 1962 og er enn fullur áhuga og því eru dúfnaárin orðin mörg. Alltaf koma krakkar sem veita þessum búskap mikla at- hygli og það er mjög gaman. Dúfnakarlinn liggur mikið á hreiðrinu Morgunblaðið/Atli Vigfússon Dúfnabóndi Pétur hefur haldið dúfnaáhuganum síðan hann var barn. Jafnrétti í reynd hjá dúfnafjölskyldunni Í HNOTSKURN »Dúfur eru um margt óvenjulegirfuglar enda sýna rannsóknir á eggjahvítu lítinn náinn skyldleika við núverandi fugla. »Turtildúfa er ein þekktasta dúfa íheimi og kemur hingað sem flæk- ingur. Gyðjan Venus taldi hana heilaga og í kristni er hún hvorki meira né minna en ímynd heilags anda. » Í islam er hún miðill guðs sem hvísl-ar í eyra Múhameðs og fyrir jarð- arbúa er hún tákn friðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.