Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 28

Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Margir eigaum sártað binda um þessar mundir. Veröld þeirra hrundi með bönk- unum. 18 þúsund manns eru án at- vinnu á Íslandi og fleiri bæt- ast við. Við þessar aðstæður reynir á hið félagslega örygg- isnet sem aldrei fyrr. Á mánu- dag verða greiddir rúmlega tveir milljarðar króna í at- vinnuleysisbætur. Aldrei hef- ur jafn há upphæð verið greidd út. Þörfin hefur sjald- an verið meiri og langt er síð- an fjárráðin voru jafn tak- mörkuð. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá því að Vinnumála- stofnun hafi að undanförnu fengið fjölmargar ábendingar um misnotkun atvinnuleys- isbóta. Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, segir í fréttinni að nú verði eftirlit með misnotkun hert. Hann segir að mörg dæmi séu um að menn sendi einhvern fyrir sig til að staðfesta at- vinnuleysi og er nú farið að krefja fólk um persónuskilríki þegar það kemur í viðtöl. Í samfélagi fámennisins og nándarinnar er traust greini- lega orðið úrelt fyrirbæri. 20 manns voru sviptir bót- um þegar atvinnuleysisskrár voru keyrðar saman við nem- endaskrár háskólanna. Fjöldi ábendinga hefur einnig borist stofnuninni um að atvinnulausir stundi svarta vinnu. Eins og víða annars staðar hef- ur ávallt gætt tilhneigingar á Íslandi til að vinna svart. Þeir sem það gera telja greinilega sjálfsagt að láta nágranna sína borga fyrir skólagöngu barna sinna og eigin heilsu- gæslu. Hins vegar kastar tólf- unum þegar fólk gengur svo langt að misnota bótaréttinn. Vinnumálastofnun ætlar nú að setja aukinn kraft í eftirlit til að koma í veg fyrir misnotkun og telja menn þar að lækka megi heildaupphæð bóta tals- vert. Einnig hljóta menn að spyrja sig hvernig eigi að taka á þeim sem misnota bótakerf- ið. Verða þeir krafðir um end- urgreiðslu? Verða þeir sekt- aðir? Hegðun þeirra sem misnota atvinnuleysisbætur vekur spurningar um siðferði. Út- gjöld hins opinbera eru skatt- peningar sem einhver vann sér inn og lagði til samneysl- unnar. Sá sem misnotar at- vinnuleysisbætur tekur í raun peninga úr vasa nágranna síns ófrjálsri hendi. Hann tekur peninga frá einhverjum sem hefur meiri þörf fyrir þá. Hvernig skyldi hann réttlæta það fyrir sjálfum sér? Sá sem misnotar atvinnuleysisbætur tekur í raun peninga úr vasa nágranna síns ófrjálsri hendi.} Siðferði á krepputímum Framkvæmdalþingiskosn- inganna fyrir viku fór að mestu leyti vel fram. Þó komu fram óþarfa hnökrar við talningu, sem hægt hefði verið að afstýra. Erfiðleikum olli að tölvu- forrit skilaði röngum tölum um útstrikanir í þremur kjördæmum og í því fjórða treysti kjörstjórn sér ekki til að greina frá tölunum. Tölvu- forrit hefur verið notað í Reykjavíkurkjördæmunum, en nú var tekið í notkun nýtt forrit til talningar á breytt- um atkvæðum og urðu inn- sláttarvillur til þess að rang- ar tölur komu fram. Slík mistök eru bagaleg, en í sjálfu sér er ekki hægt að amast við þeim. Öðru máli gegnir um það að yfirkjörstjórnir veittu upplýsingar um útstrikanir með mismunandi hætti. Eins og fram kemur í frétt Morg- unblaðsins um talningu á breyttum atkvæðaseðlum í gær áttu kjörstjórnir von á að mikið yrði um útstrikanir. Vitaskuld á allt- af að samræma vinnubrögð kjör- stjórna, en í ljósi þess að búist var við fleiri út- strikunum en endranær hefði verið sérstök ástæða til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Endanlegar tölur um úrslit voru gefnar út á fimmtudag. Sem betur fer höfðu vill- urnar ekki í neinu tilfelli áhrif á röð frambjóðenda eða breyttu endanlegri nið- urstöðu. Það er hins vegar aðeins lán í óláni. Þá gátu rangar upplýsingar verið frambjóðendum óþægilegar. Einn frambjóðandi var að- eins strikaður út á broti af þeim atkvæðaseðlum, sem upphaflega var gefið upp. Í öðru tilviki komu útstrikanir eins frambjóðanda ekki fram og því var annar frambjóð- andi að ósekju sagður hafa verið með flestar útstrikanir. Leita verður leiða til að uppákomur af þessu tagi endurtaki sig ekki. Samræma þarf vinnubrögð kjörstjórna} Talning og útstrikanir M ikilvægt er að eiga höfði sínu einhvers staðar að að halla. Fátt er betra en leggjast í eigið rúm, á eigin kodda, undir eigin sæng – helst með opinn gluggann svo ferskt Eyjafjarðarloftið fái leikið um lungun. Vegna starfa og áhugamála er stundum of langt í rúmið heima og þá eru góð ráð dýr. Stundum svo dýr að stappar nærri milliríkjadeil- um. Eins og í Indlandi haustið 2000. Ritstjórarnir sendu okkur Raxa til þessa lands hinnar miklu misskiptingar, í því skyni að flytja fregnir af opinberri heimsókn forseta elsta lýðveldis veraldar til hins fjölmennasta. Í Delhí bjó fólk í kössum steinsnar frá forseta- höllinni og í Mumbai er mér ógleymanleg röð kofaræksnanna við hraðbrautina, allt frá flugvellinum og inn í borgina. Mér varð hugsað til stéttarinnar utan við lestarstöðina í frönsku borginni Nice þar sem ég svaf yfir nótt, 19 ára og til í allt. Stéttin var auðvitað ekki mjúk en til að gera aðstöðuna bærilegri en ella var staðarblaðið, Nice Matin, lagt á stétt- ina. Kannski svaf ég á íþróttasíðunni. Ég var ekki einn; allar hellurnar framan við stöðina upp- teknar. Undir morgun kom kurteis lögregluþjónn og vakti gestina með því að dangla í þá fætinum. Boðskapurinn var: Rís upp áður en fyrsta lestin kemur. Það er ekki gott af- spurnar að virðulegir ferðalangar klöngrist yfir sofandi úti- gangsmenn. Þetta var 1981. Mumbai árið 2000: Við komum seint um kvöld og mig hefði átt að gruna að ekki væri allt með felldu fyrst við Raxi vorum settir í herbergi skáhallt á móti Ólafi og Dorrit en allir aðrir, blaðamenn, starfsfólk forsetans og ráðuneyt- isins, gistu annars staðar í húsinu. Syfjaður maður hugsar líklega aldrei skynsamlega. Þegar haldið var á braut, tveimur gistinóttum síðar, kom babb í bátinn: Gjöra svo vel að greiða mánaðarlaun íslensks blaðamanns til viðbótar fyrir gistinguna! – Þið sváfuð í einu fínasta herberginu en átt- uð að vera í hinni byggingu hótelsins. – Þetta eru óskiljanleg mistök. Við vildum bara venjulegt herbergi og héldum auðvitað að öll blöndunartæki í húsinu væru úr gulli. – Gjöra svo vel að borga! Sendiherra Íslands lagði inn gott orð og forsetaritarinn spurði hvort ekki væri hægt að leysa málið í bróðerni. – Nei; ef skuldin verður ekki greidd strax hringi ég í lög- regluna og hún stingur svindlurunum í svartholið. Viðstaddir trúðu manninum. Árvakur greiddi mér reikninginn en hann mun ekki or- sök fjárhagsvandræða útgáfufélagsins seinna meir. Ég hugsaði grimma náunganum í lobbíinu lengi þegjandi þörfina og reyndi í nokkur ár að gleyma nafni hótelsins. Því laust svo niður í kollinn á mér í fyrrahaust. Þá var það í heimsfréttum eftir að ótíndir glæpamenn réðust þar inn og skutu mann og annan. Bara svo það sé á hreinu; ég kom þar hvergi nærri. Skapti Hallgrímsson Pistill Úr óskrifaðri dagbók – III Hafa fáeinar vikur til að grípa til aðgerða FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is T alsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur ekki fengið viðbrögð frá þeim ráðherrum sem fengu tillögu hans um máls- meðferð til almennrar lausnar á miklum íbúðarskuldavanda neyt- enda, enda bárust tillögurnar fyrst í fyrradag og ráðherrarnir myndast nú við að búa til stjórnarsáttmála. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra hefur þó rýnt í skýrsluna og spyr hvað kosti að fara leið talsmannsins. „Það er einn mik- ilvægra þátta sem kemur ekki fram.“ Hún hafi ekki talið framsókn- arleiðina rétta; að færa skuldir heimilanna niður, en vill gefa sér lengri tíma til að skoða ítarlega skýrslu Gísla. Viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, vill einnig lengri tíma og tjáir sig þegar hann hefur skoðað hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir samfélagið. Gísli segir að mikið liggi undir. Ríkisstjórnin hafi aðeins fáeinar vik- ur – jafnvel aðeins fáa daga – til að grípa til aðgerða áður en þolinmæði húsnæðislántakenda brestur. Sumir fari þá í mál en aðrir noti róttækari leiðir og hætti að greiða af lánum sínum. „Ég vil að sjálfsögðu taka það fram að ég er ekki að hvetja fólk til þess að hætta að borga, en ég hef staðfestar upplýsingar frá Hags- munasamtökum heimilanna um að fjöldi manns sé að íhuga það.“ Talsmaðurinn vill niðurfærslu Tillaga Gísla nær í stuttu máli til þess að öll íbúðalán í landinu, í eigu annarra en Íbúðalánasjóðs og tekin fyrir 7. október 2008, verði tekin eignarnámi með lögum. Þá verði kröfuhöfum bætt eignarnámið eftir verðmati í samræmi við almennar reglur. Sérstakur gerðardómur verði settur til að færa kröfunar á hendur neytendum niður. Heild- stæða tillögu frá dómnum skuli leggja fyrir Alþingi í lagaformi fyrir 15. júní næstkomandi. Hann leggur til að niðurfærslan verði ekki skatt- skyld. Með þessari leið til að laga stöðu lántakenda fengist að mati talsmanns neytenda bindandi leið- rétting í eitt skipti vegna þeirra að- stæðna sem hann telur að engin skynsamleg rök hafi verið fyrir neytendur að gera ráð fyrir. Meðvituð um vandann Ásta Ragnheiður segir rík- isstjórnina mjög meðvitaða um vanda heimilanna og hve brýnt sé að bregðast við honum sem fyrst. „Hér vinnum við öllum stundum að þess- um brýnu málum. Það þarf enginn að efast um það. Við gerum okkur grein fyrir því að vinna þarf hratt og örugglega að öllum þessum málum sem framundan eru.“ Gísli hefur unnið að lausninni í hálft ár og telur þessa leið eign- arnáms og niðurfærslu lánanna heppilegasta. Hann er vongóður um viðbrögð þrátt fyrir að hafa áður reynt án árangurs að beina athygli ríkisstjórnar landsins að nauðsyn þess að vernda lántakendurna vegna gengisfalls krónunnar. „Ég tel að stjórnvöld séu í raun að leita að færri leið og af því að ég er með ítarleg rök og vonandi góð, auk þess sem ég nefni fjóra aðra kosti, á ég nú von á viðbrögðum. Því að hinn kosturinn, að gera ekkert og bíða eftir fjölda málsókna, er verri.“ Morgunblaðið/RAX Heimilin úr lofti Vegna gengisfalls krónunnar og verðbólgunnar hafa hús- næðislánin hækkað og hækkað. Margir geta ekki lengur greitt af þeim. Talsmaður neytenda segir þol- inmæði húsnæðislántakenda nær á þrotum. Taka eigi lán þeirra eignarnámi og niðurfæra til að afstýra enn meiri vanda heimilanna og þjóðarinnar allrar. „Kjarni málsins er þó að samkvæmt mínu mati munu neytendur – eink- um skuldarar íbúðalána – að óbreyttu bera einir skellinn af efna- hagskreppu þeirri sem nú gengur yfir í stað þess að deila byrðum með kröfuhöfum. Ljóst er að ábyrgð lán- veitenda er meiri en svo, að unnt sé að réttlæta slíka niðurstöðu,“ nefn- ir talsmaður neytenda sem rök- semd fyrir því að íbúðaveðlánin, í eigu annarra en Íbúðalánasjóðs, verði tekin eignarnámi. Forsendur lánanna séu brostnar. Verðbólga og gengisáhætta undanfarin misseri hafi farið langt fram úr væntingum neytenda sem og spáaðila. Neyt- endur hafi mátt búast við ákveðinni verðbólgu, eða allt að 4%, en ekki svo mikilli verðbólgu og geng- ishruni sem raun varð á. „Ríkinu ber lagaleg skylda til þess að styðja við gjaldmiðilinn og það er ekki sanngjarnt og eðlilegt að mínu mati að öll áhætta af því að sú forsenda brast hvíli á neytendum.“ ›› NEYTENDUR FENGU SKELLINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.