Morgunblaðið - 02.05.2009, Síða 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fylgiblað með Morgunblaðinu 12. maí
Eurovision 2009
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Meðal efnis:
• Stiklað á stóru í sögu Eurovision í máli og myndum, helstu lög og uppákomur
• Páll Óskar spáir í spilin
• Kynning á keppendum í undankeppni og í aðalkeppni
• Ævintýrið um Jóhönnu Guðrúnu
• Íslensku lögin í gegnum tíðina
• Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnina
• Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision
Undankeppnin fer fram 12. og 14. maí en aðalkeppnin laugardaginn 16. maí.
Þetta er tvímælalaust blaðið sem sjónvarpsáhorfendur hafa við höndina 12., 14.
og 16. maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00, fimmtudaginn 7. maí.
Í kosningabaráttunni
hefur umræðan um að-
ild að EB enn magnast
og þá einkum vegna
þess að þeir flokkar
sem ætla sér í stjórn að
þeim loknum eru ekki
alveg samstiga í þessu
máli.
Það hefur vakið at-
hygli mína að rök Sam-
fylkingar fyrir aðild
hefur breyst. Það er ekki lengur tí-
undað hve allt verði miklu betra hér á
landi við aðild heldur er eina ástæðan
nú að með aðild getum við skipt um
gjaldmiðil. EB neitar okkur um að
nota evruna nema við gerumst með-
limir og sagt er að það sé bókstafleg
um líf og dauða að tefla að taka upp
þann gjaldmiðil. Rökin felast sem sagt
í hræðsluáróðri og beinum hótunum.
Svo er talað um að við verðum að
sækja um aðild til að „sjá hvað sé í
boði“.
Ef litið er á síðara atriðið fyrst
verður að segjast að það er furðulegt
og jafnvel barnalegt. Þegar stjórnvöld
taka þá ákvörðun að sækja um aðild
þá er það gert í fullri alvöru og með
þann ásetning að ná niðurstöðu. Þeg-
ar sú niðurstaða liggur fyrir (og hún
næst alltaf) er það hlutverk stjórnar
að fullvissa þjóðina um að samþykkja
gjörninginn og beita sér af öllu afli til
að samningurinn verði samþykktur.
Þessi fáránlega hugmynd um að við
getum bara að sagt við EB „Jæja
strákar, hvað er í boði, nokkur góð til-
boð?“ er ekki á borðinu. EB tekur
ekki þátt í slíkum skrípaleik og Sam-
fylkingunni er fullkunnugt um það.
Niðurstaða mun nást og Vinstri græn-
ir verða að mæla með því af fullri
sannfæringu að þjóðin samþykki að-
ildina.
Það er umhugsunarvert að velta
fyrir sér af hverju okkur
er meinað að taka upp
evru.
Hvaða máli skiptir
þótt þrjú hundruð þús-
und manna þjóð sem er í
nauð fái að taka upp
gjaldmiðilinn? Eru
þetta ekki einlægir vinir
okkar og bandamenn?
Viðbrögð EB ættu að
vera okkur viðvörun.
Einhverjir blýantsnag-
arar í Evrópu tala um
formann stærsta flokks
á þingi Íslendinga af fyrirlitningu og
kalla hann allt að því kjána. Þvílíkur
hroki. Hér mælir einhver sem veit sitt
vald. Er þetta það sem koma skal?
EB vill fá Ísland í sínar raðir og
myntbandalagið verður notað sem
skiptimynt í samningum. Af hverju
vill EB endilega fá okkur inn? Svarið
er augljóst. Auðlindir. Franskir sjó-
menn settu allt á annan endann í síð-
ustu viku vegna þess að þeir fá ekki
að fiska. Slíkt má laga með aðgöngu
að fiskimiðum Íslendinga. Raunar
sýnist mér að breskir sjómenn geti
leitað til skrípadómstóls Sameinuðu
þjóðanna og klagað okkur fyrir mann-
réttindabrot eins og íslenskir trillu-
karlar hafa myndað hefð fyrir. Fyrir
nokkrum áratugum ráku íslensk
stjórnvöld breska fiskimenn með
valdi frá fiskimiðum sem þeir höfðu
sótt í aldaraðir og sviptu þá þar með
lífsafkomunni. Eru það ekki mann-
réttindabrot? Dómstóllinn hlýtur að
ákvarða að allir í EB megi fiska þar
sem þeir vilja. Nú er fullyrt að olíu-
lindir séu í efnahagslögsögu okkar
sem megi nýta á næstu árum. Ætli
einhver örhreppur norður í Atlants-
hafi sitji einn að slíkum krásum?
Norðmenn treysta því ekki og dettur
ekki í hug að ganga í stórveldið.
Ef að það er algjör nauðsyn að
skipta um gjaldmiðil, af hverju er þá
dollarinn ekki tekinn upp? Þar eru
engin skilyrði og Bandaríkin gera
engar kröfur um að við göngum í
ríkjabandalags þeirra og ekki er nein
krafa um aðgang að auðlindum okk-
ar. Reyndar dettur mér það í hug að
erfitt yrði fyrir Steingrím ráðherra
að ganga út í búð og borga með doll-
urum fyrir mjólkina – en hvar er þá
neyðin?
Hér áður fyrr þegar Samfylkingin
var að reyna að fá okkur í bandalagið
voru rök þeirra að við mundum hafa
svo mikil áhrif innan Evrópu. Það eru
gjörsamlega óraunhæf rök, enda á nú
að koma okkur inn vegna neyðar okk-
ar.
Ég horfði á þátt í BBC fyrir
nokkru þar sem verið var að ræða
stjórnarskrá EB sem var felld í fáein-
um löndum og málið þar með dautt.
Nú hefur orðalagi sáttmálans verið
breytt og reyna á aftur. Þátturinn
fjallaði m.a. um að ríkisstjórn Breta
treystir ekki þjóðinni til að kjósa rétt
og ætlar þinginu að afgreiða málið
þvert á fyrri yfirlýsingar. Hollenskur
EB-kerfisþjónn var í þættinum og
sagði að það þyrfti að breyta ferlinu
þannig að kosningar færu fram í öll-
um ríkjum samtímis og einfaldur
meirihluti látinn ráða þannig að ein-
hver smáríki gætu ekki skemmt mik-
ilvæg mál fyrir heildinni. Þetta er
umhugsunarefni fyrir Íslendinga.
Eftir Lúðvík
Vilhjálmsson » Það er umhugs-
unarvert að velta
fyrir sér af hverju okkur
er meinað að taka upp
evru. Hvaða máli skiptir
þótt þrjú hundruð þús-
und manna þjóð sem er í
nauð fái að taka upp
gjaldmiðilinn?
Lúðvík Vilhjálmsson
Höfundur er eftirlaunaþegi.
EB enn og aftur
Í SUMAR stendur
skátahreyfingin hér-
lendis fyrir evrópsku
skátamóti á Íslandi
fyrir skáta frá allri
Evrópu á aldrinum 16
til 22 ára sem nefnist
Roverway 2009. Þetta
er í þriðja skiptið sem
mót af þessu tagi er
haldið en þau eru hald-
in á þriggja ára fresti.
Íslenskir skátar sótt-
ust eftir að fá að halda mótið á Ís-
landi 2009 og náðu kjöri um þetta á
síðasta Evrópuþingi skáta. Þátt-
takan hefur farið fram úr björtustu
vonum en um 3.000 þátttakendur
hafa boðað komu sína frá 36 löndum
ásamt 200 íslenskir þátttakendum.
Erlendu þátttakendurnir munu að
jafnaði dvelja hér í 10-14 daga. Mót-
ið verður sett við Háskóla Íslands
að morgni dags 20. júlí og í fram-
haldinu fara allir í margvíslegar
ferðir víða um land sem vara í fjóra
daga. Farið verður í Þórsmörk, til
Akureyrar, í Skaftafell, Vest-
mannaeyjar og nánast um allt land.
Viðfangsefnið er allt frá ögrandi ís-
klifri í menningarferðir á höf-
uðborgarsvæðinu og munu þátttak-
endur upplifa hina einstöku íslensku
náttúru sem og kynnast íslenskri
menningu. Þá er eitt markmið ferð-
anna að láta eitthvað gott af sér
leiða á hverjum stað með fjöl-
breyttum samfélagsverkefnum. Að
ferðunum loknum hittast allir á Úlf-
ljótsvatni og dvelja þar við marg-
vísleg verkefni og skemmtan í aðra
fjóra daga og verður mótinu svo slit-
ið 28. júlí.
Erfiðlega hefur gengið að fá fjár-
hagslegan stuðning við undirbúning
og framkvæmd mótsins frá einkaað-
ilum og opinberum aðilum. Um er
að kenna efnahagsþrengingunum en
skátar eru samt bjartsýnir og halda
undirbúningi ótrauðir áfram. En
eftir sem áður er þetta einmitt verk-
efni sem ber að styðja þegar verið
er að markaðssetja landið og stefnt
að innflutningi þúsunda erlendra
ferðamanna. Það er athyglivert að
félagasamtök sem byggjast á störf-
um sjálfboðaliða með stuðningi at-
vinnufólks hafa frumkvæði að því að
bjóða í stóran viðburð innan sinna
alþjóðlegu samtaka og ná því mark-
miði. Afraksturinn er þrjú þúsund
erlendir ferðamenn sem er um eitt
prósent af fjölda erlendra ferða-
manna í sumar og munu þeir færa
til landsins um hálfan milljarð króna
af eftirsóttum gjaldeyri.
Ferðaiðnaðurinn er einn helsti
vaxtarbroddurinn í nauðsynlegri at-
vinnuuppbyggingu. Félagasamtök
landsins geta komið þarna sterk inn
og fært til landsins þúsundir er-
lendra ferðamanna. Í landinu starfa
hundruð félagasamtaka sem eru að-
ilar að norrænum, evrópskum eða
alþjóðlegum samtökum og þarf
markvisst að hvetja þau til að bjóða
í ráðstefnur og viðburði sem ávallt
eru í boði og fá viðburði til Íslands.
En til að hvetja félagasamtök sem
gjarnan samanstanda af sjálf-
boðaliðum til dáða verður að tryggja
félögunum markaðsfjármagn, kynn-
ingargögn, jafnvel aðstöðu og tíma-
bundna „verkefnastjórn“ og síðast
en ekki síst að ef viðburðurinn næst
þarf að endurgreiða
þeim hluta áætlaðs
virðisauka sem verk-
efnið færir til landsins.
Metnaðurinn til að tak-
ast á við slíka viðburði
er gjarnan til staðar,
en skortur á fjármagni
til að standa undir
markaðskostnaðinum
og óvissan um fjár-
hagslegan stuðning til
þeirrar vinnu sem og
hræðslan við afkomu
viðburðanna dregur
gjarnan úr kjarkinum hjá flestum.
Auðvelt er að útbúa stuðningskerfi
sem myndi minnka fjárhagslega
áhættu félaganna við að ráðast í
svona verkefni, léttir þeim grunn
vinnuna og réttlætir framtakið þeg-
ar vel tekst til. Þannig stæðu fé-
lagasamtökum til boða frá hendi
ríkisins fjárhagsstuðningur í þrep-
um eftir eðli viðburðarins, lengd
hans og mögulegri þátttöku. Skipta
má stuðningnum í þrjú þrep. Fyrsta
stuðningsþrepið er til grunnkynn-
ingar þegar félögin eru að sækjast
eftir að fá viðburð til landsins. Ann-
að þrepið kemur til þegar félagið
hefur sannanlega hreppt viðburð-
inn, en þá væri stuðningurinn til
undirbúnings og markaðskynningar
til að tryggja sem mesta þátttöku.
Lokastuðningurinn er síðan að við-
burðinum loknum en sá stuðningur
er jafnframt fyrirsjáanlegur og er
þá félaginu endurgreiddur hluti
virðisauka sem verkefnið færði í
tekjum til landsins.
Útbúa má reiknilíkan sem tekur
m.a. mið af eðli viðburðarins og
lengd. Þannig vita félagasamtökin
hvaða fjármagn þau hafa til ráðstöf-
unar og því meiri líkur á að þau
áræði að takast á við vinnuna sem
er samfara undirbúningi og fram-
kvæmd slíkra viðburða. Roverway
2009 er stórkostlegur viðburður og
metnaðarfullt verkefni sem íslenskir
takast á við. Mótið verður skemmti-
leg og jákvæð landkynning meðal
3.000 erlendra ungmenna sem öll
munu kynna land okkar á heima-
slóðum og án efa eiga mörg þeirra
eftir að sækja landið aftur heim síð-
ar á lífsleiðinni. Íslenskir skátar
horfa til gífurlegrar vinnu næstu
vikurnar við undirbúning og fram-
kvæmd Roverway 2009 og treysta í
því samhengi á margvíslegan stuðn-
ing fjölmargra aðila. Flytja þarf
hópinn landshornanna á milli, fæða
hann og veita gistingu ásamt marg-
víslegri annarri þjónustu.
Það er sannfæring okkar að þetta
viðamikla verkefni verður skáta-
hreyfingunni, þátttakendum og öll-
um er að því koma einstök upplifun
og horfa því skátar bjartsýnir og
fullir eftirvæntingar fram til júlí-
mánaðar.
Eftir Þorstein Fr.
Sigurðsson
» Skátahreyfingin
stendur fyrir
evrópsku skátamóti
í sumar á Íslandi,
Roverway 2009, og
verða erlendir þátttak-
endur um þrjú þúsund.
Þorsteinn Fr.
Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra skáta.
Skátar koma með
3 þúsund erlenda
ferðamenn í sumar
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100