Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 KRABBAMEIN í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið sem grein- ist hjá Íslendingum. Tíðnin fer hækkandi hér á landi eins og annars staðar. Árlega greinist um ein milljón nýrra til- fella í heiminum og 530 þúsund einstaklingar deyja úr þessu krabba- meini. Hér á landi greinast 134 tilfelli á ári og um 54 einstaklingar deyja af völdum sjúkdómsins ár hvert, eða einn á viku. Ristilkrabbamein er ein af algengustu dánarorsökum hjá báð- um kynjum af völdum krabbameins. Vegna þess hversu illa hefur geng- ið að vinna á þessum sjúkdómi hefur mikil umræða um forvarnaraðgerðir farið fram víða um heim á síðast- liðnum tíu til tuttugu árum. Flestir eru sammála um að með aukinni fræðslu til almennnings og heilbrigð- isstarfsmanna og skipulegri leit að sjúkdómnum muni takast að ná veru- legum árangri í þessari baráttu. Aðgerðir hér á landi Fyrir 23 árum var fyrsta rann- sóknin gerð hér á landi til að kanna þátttöku og árangur leitar að rist- ilkrabbameini, en áhugi var lítill á að halda því starfi áfram. Það var hins vegar gert í þremur öðrum löndum (Danmörku, Bretlandi og Bandaríkj- unum). Niðurstöður rannsóknanna í þessum löndum hafa aukið þekkingu á skimun og mótað mjög þær aðgerð- ir sem flestar þjóðir beita nú í leit að ristikrabbameini. Sérstakur átaks- hópur beitti sér fyrir öflugu fræðslu- átaki hér á landi árið 2002 sem nefnd- ist Vitundarvakning um ristilkrabbamein. Hinn 17. mars 2007 samþykkti Al- þingi Íslendinga eftirfarandi þings- ályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi þannig að skipulögð leit hefjist á árinu 2008.“ Ekkert að gerast Síðan hefur ekkert gerst í þessu máli á meðan flestar Evr- ópuþjóðir hafa byrjað leit að ristilkrabba- meini, ýmist með skipulegum eða óskipulegum hætti. Margar þjóðir hafa þannig auðveldað og hvatt fólk til að gang- ast undir rannsókn. Þá hafa yfirvöld tekið þátt í kostnaði við ristilrannsókn, að hluta til eða að fullu. Slíkar aðgerðir er mikilvægt að hefja hér á landi, því að aldrei hafa jafnmargir Íslendingar greinst með þetta krabbamein og nú. Árið 2005 var sjúkdómurinn greindur jafnoft á læknanlegu stigi og gerðist árið 1955 (samkvæmt nýlegri, óbirtri rannsókn). Við getum því fullyrt að hér á landi hefur lítið áunnist hvað greiningu sjúkdómsins varðar á fimmtíu árum. Þetta er mikill áfell- isdómur fyrir það „góða“ heilbrigð- iskerfi sem við státum okkur af í tíma og ótíma, í ræðu og riti. Eina aðgerð- in sem getur breytt þessu er skipu- legt forvarnarstarf sem felst í reglu- legri skimun Íslendinga, 50 ára og eldri. Kostir skimunar Úrtölusinnar hafa oft bent á ókost- ina sem fylgja leit að krabbameini. Alvarlegir fylgikvillar vegna leit- araðgerðanna sjálfra eru gjarnan nefndir í þessu sambandi. Þrátt fyrir ýmis vandamál sem upp geta komið vega kostirnir þyngra og verða ávallt skýrari. Má hér nefna að færri kvillar og minni áhætta fylgir ristilspegl- unum en áður og það sem er svo gleðilegt er að fleiri einstaklingar greinast fyrr og læknast, færri þurfa rándýra krabbameinsmeðferð og komast hjá vanlíðan sem því fylgir. Auk þess má nefna að flóknum rann- sóknum fækkar og lífsgæði fólks verða meiri. Á heimasíðu Landlækn- isembættisins www.landlaeknir.is (klíniskar leibeiningar) er hægt að fá nákvæmari upplýsingar og leiðbein- ingar um rannsóknir, skimun og eft- irlit varðandi ristilkrabbamein. Allir þurfa að vita Ristilkrabbamein er dauðans al- vara. Eins og staðan er nú, þ.e. án skipulegrar leitar, er því miður meira en helmingur þeirra sem greinast með langt genginn sjúkdóm, meðferð þeirra verður erfið og lækning ólík- legri en ella. Það sem allir þurfa að vita er að þetta er krabbamein sem mögulegt er að lækna ef það greinist snemma og þá er hægt að fyr- irbyggja langvarandi veikindi. Þetta getum við gert með því að þekkja sjúkdóminn, orsök hans og áhættu- þætti. Mikilvægt er að leita ráðlegginga ef við erum ekki viss hvað skal gera og umfram allt er vert að hafa í huga að það að hika er sama og að tapa. Enginn vill tapa ef hægt er að kom- ast hjá því! Meðan ekkert er að gert hér á landi mun fólk greinast með langt gengið ristilkrabbamein, gang- ast undir erfiða meðferð og þurfa að þola skert lífsgæði. Ótímabær dauðs- föll vegna þessa sjúkdóms munu verða á ókomnum árum. Þessu get- um við breytt með aukinni þekkingu en umfram allt með skipulegri leit. Af hverju að bíða? Marsmánuður er al- þjóðlegur árveknismánuður um rist- ilkrabbamein. „Forvörn er fyr- irhyggja“ voru einkunnarorð baráttunnar gegn ristilkrabbameini hér á landi í ár. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til aðgerða. Hefjum því skimun eftir krabbameini sem lækna má á for- stigi. Björgum mannslífum og spör- um fjármagn. Fátt er skynsamlegra fyrir okkur Íslendinga á þessum tíma. Eftir Ásgeir Theodórs Ásgeir Theodórs » Ótímabær dauðsföll vegna þessa sjúk- dóms munu verða á ókomnum árum. Þessu getum við breytt með fræðslu og skipulegri leit. Af hverju að bíða? Höfundur er yfirlæknir meltingasjúkdómadeildar St. Jósefsspítala – Sólvangs. Leit að ristilkrabbameini – Af hverju að bíða? FYRIR nokkru birtist í Morg- unblaðinu grein eftir undirritaðan, sem vak- ið hefur nokkur við- brögð. Sérstaklega tel ég ástæða til að svara tveimur greinum, ann- arri ritaðri af Jakobi Björnssyni, fyrrver- andi orkumálastjóra, og hinni af Gústaf Adolf Skúlasyni, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Samorku sem Lands- virkjun birtir einnig á vefsíðu sinni. Sem einn af eigendum Landsvirkj- unar fer ég fram á og vænti að fyr- irtækið birti fyrri grein mína og þessa á sömu vefsíðu. Þó fyrrverandi orkumálastjóra hafi líkað grein mín illa, staðfesta hans eigin ummæli allt það sem ég hef talið, þ.e. að markaðssetning orkuauðlindanna til risaauðhringa sem kaupa alla orku næsta risaorku- vers til áratuga er ekki tilviljun, heldur bein afleiðing og afrakstur af meðvituðu og markvissu markaðs- starfi sem útilokar alla aðra kaup- endur. Jakob staðhæfir auk þess, réttilega, að af þessu leiði hið lága verð. Af einhverjum ástæðum finnst fyrr- verandi orkumálastjóra það vanvirðing að benda á þessar stað- reyndir, og telur vegið að heiðri einhverra (og líklega sínum) með um- mælum mínum. Svo er ekki. Það breytir ekki því að saga orkusölu á Ís- landi er saga stóriðju, ívilnana til erlendra auðhringa, lágs verðs og lítillar arðsemi fjárfestinga. Um þetta er óþarft að deila. Stór- iðjuverin, ársreikningar Landsvirkj- unar, sértæk lög um fjárfestinga- samninga, og undanþágur frá samningnum skrá þessa sögu með óyggjandi hætti. Eina spurningin er, getum við gert betur núna og fram- vegis? Ég tel svo vera. Andmæli Gústafs eru í raun tvenns konar. Fyrsta, að ekki séu kaupendur á hærra verði (í raun sömu rök og Jakobs). Annað, að orkuverð sé í raun hátt, þ.e. sem verð til stóriðju. Um tillögur mínar um að orkan verði seld í minni ein- ingum og til skemmri tíma segir Gústaf, „að auðvitað skoða íslensk orkufyrirtæki alla slíka möguleika í sinni ákvarðanatöku um virkjanir og orkusölu. Fráleitt er að gefa í skyn að íslensk orkufyrirtæki gætu selt á mun hærra verði en kjósi einfaldlega að selja á lægra verði“. Ávinningur í lágmarki Því er til að svara að ef Trópí app- elsínudjús væri bara seldur í 50 lítra tönkum myndu skólabörn ekki kaupa hann í nesti. Samt vitum við öll að það er umtalsverður markaður fyrir Trópí í nesti, og verð í neyt- endaumbúðum er hærra heldur en ef aðeins er selt í risaeiningum. Sama gildir um orkuna. Hið lága verð er afleiðing rangrar markaðs- setningar, bein afleiðing af því að krefjast kaupanda sem lofar að kaupa alla framleiðslu næsta risa- orkuvers í áratugi. Ég tel ekki að ís- lensk orkufyrirtæki „kjósi einfald- lega að selja á lægra verði“. Þvert á móti tel ég að þau hafi ekki reynt að markaðssetja orkuna í neinum nú- tímalegum skilningi þess orðs, þ.e. til bestu kaupendanna á sem hæstu verði. Það kann að vera rétt hjá Gústaf Adolf að við getum ekki vænst sama verðs og greitt er í Þýskalandi fyrir hreina orku. En staðhæfingar Gúst- af Adolfs um að orkuverð sé hátt, þ.e. miðað við verð til stóriðju, lýsa vel þeirri hugsunarvillu sem leitt hefur orkusölu landsins. Hættum að selja til stóriðju – miðum okkur við hæsta verð sem fæst, ekki það lægsta. Ef Samorku er alvara með að skoða að selja orku á hærra verði eru fyrirmyndir víða. Ein leið væri einfaldlega að bjóða staðlaða orku- sölusamninga, svipaða og verslað er með erlendis. Á þreföldu verði vær- um við samt að bjóða 25-30% afslátt af meðalverði í USA. Orkuverð í heiminum mun hækka á næstu ár- um, eina óvissan er hversu mikið – verðáhættan vegna styttri tíma sölu- samninga er því engin, en mögu- legur ávinningur verulegur. Þre- földun meðalverðs Landsvirkjunar myndi fimmfalda hagnaðinn. Þrátt fyrir andmæli Gústafs og Jakobs, situr eftir óvéfengt að þrátt fyrir gríðarlegar fjárfestingar á síð- ustu áratugum í orkuverum og íviln- anir til erlendra auðhringa er fjár- hagslegur ávinningur í lágmarki og atvinnulíf sem byggist á orkugrein- um óverulegt og einsleitt. Innan við 1% þjóðarinnar vinnur við orkufrek- an iðnað og um 2,5% ef afleidd störf eru talin með. Nú þegar að kreppir höfum við einfaldlega ekki efni á svo vondum fjárfestingum. Búum til nýjar atvinnugreinar Það er eitt að móðgast yfir því þegar gagnrýnd er glötuð stefna. En að orkusala nútímans byggist á fimmtíu ára gömlum forsendum er að kasta á glæ einni mestu auðlind þjóðarinnar. Ég skora á næstu rík- isstjórn að stoppa frekari álvæðingu þjóðarinnar, stoppa álver í Helgu- vík, og stoppa frekari stórorkuver þar til að núverandi útsölu á orku þjóðarinnar er hætt. Að endurskoða atvinnustefnu þjóðarinnar með áherslu á að nýta orkuauðlindirnar ekki sem hrávöru heldur sem und- irstöðu fyrir framtíðaratvinnulíf. Fjárfestum ekki í næsta risaorku- veri, fjárfestum frekar í nýsköpun sem miðar að því að búa til kaup- endur orkunnar á næstu árum – kaupendur sem hver um sig þarf eitt, fimm eða fimmtán megavött. Búum til nýjar atvinnugreinar og iðnað sem byggjast á þekkingu og mannauði en nota orku, án þess að vera endilega orkufrekar. Með því móti munum við búa til fleiri störf, með hærri laun og meiri afrakstur fyrir minni fjárfestingu en orkuút- sölustefna síðustu ára hefur skilað. Eftir dr. Gísla Hjálmtýsson Gísli Hjálmtýsson » Að orkusala nú- tímans byggist á fimmtíu ára gömlum forsendum er að kasta á glæ einni mestu auðlind þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Thule Investments. Endurskoðum forsendur og nýtum orkuna til nýsköpunar á Íslandi ÞAÐ ER ljóst að Jóhanna ætlar ekki að tala fyrir samstöðu Íslend- inga með þessu dæmalausa Evr- ópuþvaðri sínu. Hún ætlar að nauðga okkur með illu inn í þetta stjörnuríki sitt, sem er það eina sem hún horfir á og sér ekkert til hlið- anna. Samfylk- ingin lætur okk- ur bíða í meira en 80 daga eftir kosningum og svo er haldið áfram að þrasa um Evr- ópusamband. Öllum sem á horfa hlýtur að vera ljóst að á Íslandi er enn allt í upplausn, þannig að það er varla mikil von um vaxtalækk- anir eða annað það sem til bóta mætti horfa fyrir þjóðina. Vinstri grænir stóðu fast á því að hafna Evrópusambandsaðild en þó mátti sjá á Steingrími að hann ætlaði með einhverjum ráðum að komast framhjá því loforði. Sem betur fer þá lítur út fyrir að innan flokksins sé fólk sem ekki ætlar að svíkja kjósendur sína. En þó að Jóhanna sé hvorki stór né þung þá kemur í ljós að hún er þvílíkt þvertré að við hana verður ekki samið, enda hald- in einskonar áráttupest. Undarleg rök Mörg rök Evrópusinna fyrir aðild- arumsókn, eru að bara með um- sókn, þá leysist öll okkar vanda- mál. Við munum fá flýtimeðferð og allar okkar kröfur muni verða sam- þykktar, en það gildi bara núna. Vegna þess að einhverjir tilteknir aðilar séu þar innan stjórnar núna, en ekki síðar. Um hverskonar sam- band er þetta fólk að tala? Meinar það virkilega að þarna ríki ein- hverskonar einkavinapólitík? Hvernig verður sú einkavinapólitík þegar Tyrkir verða þar inni? Þó að mér hafi ekki hugnast innganga í þetta samband, þá trúi ég ekki að það sé svo rotið sem þetta öfgafólk lýsir. Hvað ætli Bretar segðu ef við fengjum full yfirráð yfir okkar lög- sögu en þeir fá aðeins að veiða um ¼ hluta í sinni lögsögu? En það er sama hvað sagt er, Jóhanna er eins og hross með augnhlífar. Á meðan hún rótast áfram með hjólalausan vagninn, þá bíðum við eftir að eitt- hvað vitrænt fari að gerast, eins og til dæmis að koma hjólunum undir eða setja bjöllur á útrásaruppana. En í því sambandi er rétt að at- huga, að við ættum að gæta okkar á útrásarvinum Bessastaðabónd- ans. Almennrar sáttar þörf Að troða upp á Íslendinga ofsatrú Jóhönnu á guðina í Brussel gengur þvert á trúfrelsið í landinu. Það er alveg eins með Evrópusambands- aðild og breytingar á stjórnaskrá að það þarf að vera rík sátt um svoleiðis mál og þau verða ekki unnin á heiðarlegan og vitrænan hátt með samfélagið í upplausn. Er virkilega ekki til innan Samfylking- arinnar fólk sem getur komið viti fyrir manneskjuna? Brussel fer ekki neitt og guðirnir þar vilja fá Ísland, en þeim er nokkuð sama um okkur. Það þarf að fara að hætta þessu dæmalausa þvaðri um mál sem vel má bíða. Það minnkar óvissu og svo þarf að fara að fram- kvæma bráðaðkallandi verk. Ann- ars er lítil von til að virðing og traust aukist okkur til handa. HRÓLFUR HRAUNDAL, rekur vélsmiðju á landsbyggðinni. Öfgatrú Jóhönnu Frá Hrólfi Hraundal Hrólfur Hraundal AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.