Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 37

Morgunblaðið - 02.05.2009, Side 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 smádót eða sat við eldhúsborðið með þér þar sem við spiluðum og spjölluðum. Alltaf lumaðir þú á ein- hverju góðgæti, negraköku, klein- unum þínum einstöku, pönnukökum eða lummum, hvað öðru betra og allt alveg ekta Inga amma. Einnig á ég ljúfar minningar frá því að gista á 25 en þá var dívaninn settur við hlið hjónarúmsins og ótal teppum og púðum hlaðið undir lak- ið svo mér leið eins og prinsessunni á bauninni, aðeins það besta í boði hjá ömmu. Lífið var þér ansi erfitt undir lokin en nú eru þær þrautir að baki og trúi ég því að þér líði vel þar sem þú ert nú. Megir þú hvíla í friði, elsku besta amma mín. Þín Jórunn. Um það leyti sem vorið boðar komu sína og náttúran er að und- irbúa sumarið, barst mér andláts- fregn Ingu vinkonu minnar á Sauð- árkróki. Með fráfalli hennar er horfin mikilhæf og mæt kona sem ávallt gæddi umhverfi sitt kærleika og gleði hvar sem hún fór. Inga hafði þessa eiginleika í ríkum mæli, að veita öðrum af hlýju sinni og umönnun, margir nutu þess og fóru glaðari af hennar fundi. Hún var með afbrigðum gestrisin húsmóðir enda lengst af gestkvæmt á hennar fallega heimili. Þar skörtuðu fagrir munir, margir gerðir af henni, því allt lék í höndum hennar bæði hannyrðir og ekki síður var hún meistari í matseld. Inga var gift móðurbróður mín- um Guttormi Óskarssyni og bjuggu þau allan sinn búskap á Sauðár- króki að undanskildum nokkrum árum í Reykjavík, en Guttormur var gjaldkeri Kaupfélags Skagfirð- inga í áratugi. Hjónaband þeirra og sambúð einkenndist af ást og um- hyggju hvors fyrir öðru og fjöl- skyldunni. Þau eignuðust tvær dætur, Sig- ríði og Ragnheiði sem gegna mik- ilvægum störfum, en auk þess tóku þau í fóstur nýfædda bróðurdóttur Guttorms, Elsu og ólu hana upp sem sína eigin þegar móðir hennar féll frá. Allar hafa þær fengið í arf þessa dýrmætu eiginleika foreldra sinna. Mig langar að koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir mikla ástúð og umhyggju sem Inga og Gutt- ormur sýndu móður minni þegar hún dvaldi á öldrunardeild á Sauð- árkróki síðustu ár ævi sinnar. Það verður seint fullþakkað. Ég mun sakna Ingu, nú verða ekki fleiri heimsóknir til þessara elskulega hjóna né þeirra að koma í sumarbústaðinn okkar, en það var árlegur viðburður í Skagafirði og ávallt tilhlökkunarefni. Sá tími er liðinn. Þannig er gangur lífsins. Við Sigurjón sendum dætrunun þremur og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Margeirsdóttir. Góð kona er gengin. Inga hans Guttorms er horfin af okkar sjón- arsviði til þess ókunna veruleika, sem leið allra liggur til fyrr eða síð- ar. Hún var þrotin að kröftum og kveið ekki þeim umskiptum sem hún vissi að voru á næsta leiti. Á heimili hennar og manns hennar, Guttorms Óskarssonar, var um ára- tugi samastaður þeirra manna er aðhylltust samvinnu og félagslega úrlausn mála, enda var maður hennar löngum þar í hlutverki leið- togans. Öllum sem að garði hennar bar var veitt af rausn og alúð. Ung- linga, sér skylda sem óskylda, leiddi hún að sama borði og bún- aðarmálastjórann og ráðherrann. Í húsum hennar var ekki farið í manngreinarálit. Inga var ein þeirra mörgu kvenna, sem helguðu heimili og börnum krafta sína en sóttist lítt um vinnu fjarri heimili. Þá voru heldur engir leikskólar sem sinntu þörfum og uppeldi barna. Það var hlutverk heimilanna og þá fyrst og fremst mæðranna. Höfðingslund, alúð og smekkvísi einkenndu alla hennar framgöngu og mótuðu hennar rann, hnjóð um náungann þekktist ekki og leiðst ekki á hennar heimili. Inga var vinaföst, sannkallað tryggðatröll. Hún var trúuð kona og sótti sér styrk í trúarlífið bæði í sorg og gleði. Maður hennar gekk til feðra sinna einu og hálfu ári á undan henni. Hún efaðist ekki um framhaldslífið hún Inga og við sem sendum þessi fáu kveðjuorð efumst ekki heldur um að hún hafi fengið hlýjar móttökur handan móðunnar miklu . Hérna megin móðunnar lifa minningar um mannkosta mann- eskju. Við þökkum allar þær góðu stundir sem við nutum á hennar heimili. Dætrum hennar, fóstur- dóttur og öðrum aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Helga Árnadóttir. Gunnar Oddsson. Í dag er síðasta kveðjustundin runnin upp. Það var eins og hver önnur til- viljun að kynni okkar Ingu hófust fyrir fimm árum. Það var séra Guð- björg sem leiddi okkur formlega saman. Á þessum árum hittumst við reglulega og höfum notið sam- vistanna hvor við aðra. Við vorum kannski svolítið feimnar í upphafi enda vorum við báðar að stíga þetta skref í fyrsta sinn. Ég að feta mig áfram sem heimsóknarvinur og þú að opna heimili þitt fyrir ókunnri konu. Á síðustu dögum hef ég velt því fyrir mér hvaða þættir ráða þegar vinátta myndast milli manna. Af hverju líður fólki betur með þessari manneskju frekar en ein- hverri annarri. Ég hef ekki fundið svarið, en veit fyrir víst að þar hef- ur aldursmunur engin áhrif. Þakkir er orðið sem kemur í huga minn þegar ég hugsa til þín og þakkirnar eru ekki einskorðaðar við góðar móttökur, heldur ekki síður fyrir ákveðin lífsgildi sem þú tileinkaðir þér. Traust og hlýtt faðmlag þitt verður ei meir, en minninguna mun ég geyma. Dætrum Ingu og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, ágæta vinkona. Sigrún Alda Sighvats. Hún Inga Guttorms, eins og hún var kölluð á Króknum, hefur kvatt þennan heim. Inga var móðir Ragn- heiðar æskuvinkonu minnar og hjá Ingu átti ég alltaf skjól. Hana prýddu margir mannkostir sem henni sjálfri fannst lítið til um. Hún var þeim mun duglegri að benda á kosti annarra. Tryggð hennar og hlýja drógu marga að og oft var mannmargt á Skagfirðingabraut- inni. Ég minnist Ingu sem mikillar móður og húsmóður þar sem allt var svo vandað og vel gert. Hún var mjög gestrisin og það sem hún bar á borð var með afbrigðum gott. Inga umvafði fólk með móðurlegri hlýju, tryggð og ræktarsemi. Hún var trúuð kona og viss um aðra til- vist að þessari lokinni. Hún var fyr- ir löngu tilbúin í hinstu ferðina og vildi alls ekki að fólk væri að syrgja sig látna. Söknuðinn sem upp kem- ur við fráfall hennar getur hún þó ekki komið í veg fyrir. Það verður fátæklegra að koma á Krókinn án Ingu. Það er þó huggun að margir af mannkostum hennar hafa erfst til dætranna og munu varðveitast með þeim til framtíðar. Sem dæmi um það er sú aðdáunarverða tryggð og ræktarsemi sem Ragnheiður sýndi foreldrum sínum til dauða- dags. Það má með sanni segja að hún hafi annast þau til hinstu stundar og sýnt þannig hverjum mannkostum hún er búin. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Ingu og notið samvista við hana og fjölskyldu hennar. Ég votta dætrunum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Um leið og ég bið Ingu allrar blessunar er ósk mín sú að allar þær bænir sem Inga hefur beðið fyrir öðrum megi nú fylgja henni sjálfri og lýsa upp vegferð hennar til annarra heim- kynna. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Sigurlína Hilmarsdóttir. Ætli séu ekki rúmlega 60 ár síð- an Inga og Guttormur fluttust inn á Skagfirðingabraut 15 í hús foreldra okkar og bjuggu þar næstu átta ár- in eða svo. Þá færðu þau heimili sitt litlu sunnar við Skagfirðingabraut, í húsið númer 25 og bjuggu þar alla tíð síðan. Jafnan var samgangur milli heimilanna og traust vinátta til lokadags. Sigurlaug amma var sumar eftir sumar ráðskona hjá Rögnvaldi vegaverkstjóra, föður Ingu, og Inga var henni til halds og trausts mörg sumur. Þeim var vel til vina og þær minntust oft góðra stunda í eldhús- skúrnum forðum daga. Mamma og Inga voru nánar vinkonur og bar þar aldrei skugga á. Inga var einstaklega hjartahlý kona og mörgum einstæðingum reyndist hún haukur í horni. Heim- ili þeirra Guttorms var hlýlegt og þangað var gott að koma. Gesta- gangur var þar jafnan ærinn, bæði skyldmenna sem annarra og ekki síst vegna pólitískra umsvifa Gutt- orms, en til hinsta dags var hann ábyrgðarmaður Framsóknarflokks- ins í Skagafirði og persónugerv- ingur hans. Heilsuleysi bagaði Ingu langtím- um saman, en það bugaði aldrei glaða lund hennar og umhyggju og einstaka ræktarsemi. Hún var ræð- in og skemmtileg og hallaði ekki á nokkurn mann í samtali. Þau eign- uðust tvær dætur, þær Sísu og Ragnheiði, og tóku að sér Elsu bróðurdóttur Guttorms þegar móð- ir hennar féll frá, og Laufey systir hennar bjó hjá þeim um tíma með- an hún stundaði skóla á Króknum. Þeim fækkar nú óðum þessum gömlu heimilisvinum og við munum jafnan minnast Ingu og Guttorms með hlýju og virðingu. Það var gott að eiga þau að. Blessuð sé minning þeirra. Sigurlaug, Herdís og Sölvi Sveinsbörn.                          Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær stjúpfaðir okkar, faðir minn, afi og langafi, ÞORGRÍMUR GUÐNASON, Hlíf I, Ísafirði, lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fimmtudaginn 23. apríl. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju mánudaginn 4. maí kl. 14.00. Pálína Kristín Þórarinsdóttir, Sigurgeir Bjarni Árnason, Kristín Þorgrímsdóttir, Ingi Þorgrímur Guðmundsson, Óttar Gunnarsson, Oddgeir Már Ingþórsson, Árni Hlöðver Sigurgeirsson, Jóna Ingibjörg Sigurgeirsdóttir og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu,, HELGU SIGURBJÖRNSDÓTTUR fyrrum bankafulltrúa. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á Skjóli fyrir góða umönnun og vinsemd. Björn Þorvaldsson, Kristbjörg Kjartansdóttir, Hrafnkell Þorvaldsson, Gréta Sigríður Haraldsdóttir, Erna Björnsdóttir, Þórarinn Bjarnason, Þorvaldur Björnsson, Elína Margrét Ingólfsdóttir, Helga Björnsdóttir, Rúnar Haukur Gunnarsson og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæra GUÐRÚN RAGNA SVEINSDÓTTIR lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 13. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eiríkur Sigfinnsson, Veronika G. Sigurvinsdóttir, Björn H. Kristjánsson, Páll Grétar Viðarsson, Trine Ch. Andreassen, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Benedikt Þór Kristjánsson, Ingibjörg Lára Þorbergsdóttir, Joao Petro Duarte og barnabörn. ✝ Við tilkynnum að okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi BALDUR ÁRSÆLSSON, Hörgatúni 1, Garðabæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ fimmtudaginn 21. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum starfsfólkinu að Holtsbúð fyrir yndæla umönnun og þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Guðrún Klara Daniels Birgitta Baldursdóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Ársæll Baldursson, Helga Gestsdóttir, Daníela Gunnarsdóttir, Vignir Hreinsson, Gunnar Karl Vignisson, Klara Dís Gunnarsdóttir, Baldur Geir Gunnarsson, Marta Rún Ársælsdóttir, Orri Ársælsson. Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.