Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Krossgáta Lárétt | 1 hnattar, 4 flugvélar, 7 snáðum, 8 málmur, 9 umfram, 11 harmur, 13 grenja, 14 telur, 15 bút, 17 hönd, 20 stöðugt, 22 reyfið, 23 naddur, 24 falla, 25 smá- korns. Lóðrétt | 1 hosu, 2 stafa- tegund, 3 hæsi, 4 þæg, 5 glatar, 6 rugga, 10 snag- inn, 12 spök, 13 snák, 15 þjófnað, 16 kostnaður, 18 snúin, 19 bjálfar, 20 spotta, 21 hagnýta sér. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lúsablesi, 8 undum, 9 gests, 10 ugg, 11 Arnar, 13 skaða, 15 stúss, 18 staka, 21 tík, 22 mafía, 23 arður, 24 prófastur. Lóðrétt: 2 úldin, 3 aumur, 4 leggs, 5 sussa, 6 suma, 7 Esja, 12 als, 14 kot, 15 sómi, 16 útför, 17 starf, 18 skass, 19 auðnu, 20 arra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hrúturinn á að fjárfesta í sjálfum sér. Miðlaðu því sem þú getur til ungu kynslóðarinnar. Farðu þér hægt og reyndu að tryggja þig sem best fyrir óvæntum uppákomum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nýtt fólk gefur nautinu tækifæri til þess að sjá sjálfan sig í nýju ljósi. Ekki horfa um öxl, það er fylgst með þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Drattastu úr sporunum! Þú þarft að vinna þér inn einhverja peninga. Nú er ný öld með nýjum tækifærum sem þú þarft að grípa og nýta þér til hins ýtrasta. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Áttaðu þig á því, að þú þarft á at- hygli að halda. Um leið og hugsanir kom- ast í röð og reglu, byrjarðu að upplifa and- artök af fullkomnu og fallegu tímaleysi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Samræður við vini og maka rugla þig bara í ríminu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Stundum hrífa athafnir meira en orð og þá áttu hikstalaust að grípa til þinna ráða. Mundu samt að það eru tak- mörk fyrir öllu, líka því sem hægt er að semja um. Gættu virðingar þinnar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú vannst hörðum höndum til að að- dráttaraflið færi að virka, svo ekki vera hissa ef eitthvað fer að gerast. Að öðrum kosti getur farið illa. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú átt ekki að eiga í erf- iðleikum með að sinna þeim sérstöku verkefnum sem þér hafa verið falin. Geymdu uppástungur þínar þar til síðar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Einhver orð, sem vinur lætur falla, særa þig djúpt. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þó þú sinnir mikilvægu ábyrgð- arstarfi er óþarfi að taka sjálfan sig of há- tíðlega. Vertu ekkert að boða þeim heil- brigt líferni sem ekki kæra sig um það. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Nú er kominn tími til að vatns- berinn sleppi takinu af hættulegum vini eða einhverjum sem hefur slæm áhrif á hann. Gerðu þér far um að vera sannur og tillitssamur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fjárhagslegar byrðar valda þér talsverðum áhyggjum í dag. Sinntu hugð- arefnum þínum líka og leggðu þig fram um að rækta líkama og sál. Ekki láta ótta þinn við höfnun halda aftur af þér. Stjörnuspá 2. maí 1679 Jón Ólafsson Indíafari lést, 86 ára. Hann var skytta á her- skipum Danakonungs 1616- 1626 og sigldi þá meðal annars til Indlands. Jón var bóndi á Vestfjörðum frá 1626 en ritaði endurminningar sínar árið 1661. 2. maí 1897 Franska spítalaskipið St. Paul strandaði í afspyrnuroki við Klöpp í Reykjavík. Skipið náð- ist út og gert var við það. Tveimur árum síðar strandaði skipið í Meðallandi og „þótti mörgum sannast á því að ekki yrði feigum forðað“ eins og sagði í Árbókum Reykjavíkur. 2. maí 1957 Tvær nýjar millilandaflug- vélar af gerðinni Vickers Viscount, Hrímfaxi og Gull- faxi, komu til landsins. „Fyrstu íslensku þrýstilofts- knúnu flugvélarnar,“ sagði á forsíðu Alþýðublaðsins. 2. maí 1992 Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Oporto, með fyrirvara um samþykki Al- þingis. Samningurinn var um tuttugu þúsund blaðsíður og náði til 380 milljóna íbúa 18 landa. Hann tók gildi í árs- byrjun 1994. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Sudoku Frumstig 6 9 4 1 7 2 7 6 1 5 3 8 6 4 8 7 8 5 2 9 7 6 5 4 5 2 1 6 1 8 8 4 7 5 6 8 3 7 9 1 6 3 2 9 7 6 3 9 5 6 2 7 4 5 8 3 4 2 1 7 5 3 2 4 8 7 1 8 5 9 2 4 6 1 3 7 6 4 3 7 1 5 8 2 9 1 2 7 3 8 9 4 6 5 4 3 8 5 7 2 6 9 1 5 7 6 8 9 1 2 4 3 2 9 1 4 6 3 7 5 8 7 8 2 9 3 4 5 1 6 9 1 5 6 2 7 3 8 4 3 6 4 1 5 8 9 7 2 8 9 3 2 5 4 7 6 1 7 5 4 3 6 1 8 9 2 1 6 2 7 9 8 5 3 4 4 1 6 5 7 3 9 2 8 9 3 5 4 8 2 6 1 7 2 8 7 9 1 6 3 4 5 5 4 9 1 3 7 2 8 6 6 7 1 8 2 9 4 5 3 3 2 8 6 4 5 1 7 9 6 1 9 5 3 4 8 7 2 4 2 8 9 1 7 5 6 3 3 5 7 2 8 6 4 9 1 5 8 3 4 6 1 9 2 7 7 9 2 3 5 8 6 1 4 1 6 4 7 9 2 3 8 5 9 7 1 6 4 3 2 5 8 2 3 5 8 7 9 1 4 6 8 4 6 1 2 5 7 3 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 2. maí, 122. dagur ársins 2009 Víkverja þykir hinn nýi formaðurSjálfstæðisflokksins vera að vaxa í starfi. Til að byrja með var Bjarni Benediktsson skapstyggur í svörum sínum við spurningum fjöl- miðlamanna og með eindæmum há- vær í þingsal, þegar hann taldi sig hafa fundið höggstað á minni- hlutastjórninni. Engu var líkara en hann teldi að ef hann æpti aðfinnslur sínar kæmust þær betur til skila. Framkoma hans náði aldrei að heilla og í kosningabaráttunni, sjónvarps- auglýsingunum meðtöldum, virtist hann alls ekki vera að finna taktinn sinn. x x x En við hverju var að búast? Hon-um var nánast afhent pólitískt þrotabú eftir meðferð forvera hans, Geirs H. Haarde, á flokknum, sem endaði með stuttri, en gífurlega mátt- lausri stjórnarandstöðu af hans hálfu. Í ofanálag komu gamlar syndir for- verans flokknum í koll rétt fyrir kosn- ingar og arftakinn þurfti að stilla til friðar í því máli. Það gekk ekki þrautalaust, enda flokksmenn ekki aldeilis á því að upplýsa um málið og klára það. x x x Að kvöldi kjördagsins varð hinsvegar talsverð breyting á. Þá var hið mikla fylgishrun orðið að raunveruleika. Framkoma formanns- ins var til fyrirmyndar þetta kvöld og þessa nótt. Í leiðtogaumræðum sunnudagsins eftir kosningar var Bjarni líka bæði hófstilltur, raunsær og viðkunnanlegur. Vonandi er það sá formaður Sjálfstæðisflokksins sem fólk fær að sjá meira af á næstunni. x x x Framundan er stjórnarandstaðaSjálfstæðisflokksins á tímum tveggja flokka vinstristjórnar. Raun- sær og uppbyggilegur leiðtogi í stjórnarandstöðu er það sem þarf. Ekki má gleyma því að þótt þing- menn Sjálfstæðisflokksins séu óvanir andstöðuhlutverkinu eru þingmenn VG ekki síður óvanir því að þurfa að tala og framkvæma af ábyrgð þess sem heldur um valdataumana. víkver- ji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. 0-0 Bd7 5. He1 a6 6. Bf1 Bg4 7. h3 Bxf3 8. Dxf3 g6 9. c3 Bg7 10. Ra3 Rf6 11. Rc2 Rd7 12. Dd1 0-0 13. d4 cxd4 14. cxd4 e5 15. d5 Rd4 16. Rxd4 exd4 17. b3 Hc8 18. Bb2 Db6 19. Dd2 f5 20. exf5 Hxf5 21. He7 Re5 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir nokkur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2.383) hafði hvítt gegn Sverri Erni Björnssyni (2.161). 22. Hxg7+! Kxg7 23. Bxd4 Dd8 24. f4 Dh4 25. fxe5 dxe5 26. Bf2 De4 27. Hd1 Dc2 28. Dxc2 Hxc2 29. Bb6 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Yarborough. Norður ♠K853 ♥-- ♦ÁKD72 ♣D1054 Vestur Austur ♠-- ♠G104 ♥9852 ♥Á1073 ♦9654 ♦G103 ♣87632 ♣ÁK9 Suður ♠ÁD9762 ♥KDG64 ♦8 ♣G Suður spilar 6♠. Vestur lítur yfir eyðimörkina og rifjar upp með sjálfum sér líkurnar á Yarborough – hönd, þar sem hæsta spilið er nía. Einn á móti 1.827. Sting- ur svo haus undir væng í þeirri stað- föstu trú að hann komi lítt við sögu í þetta sinn. Spilið er frá öðrum degi Íslands- mótsins og suður vakti á alls staðar á 1♠. Sem aftur vakti slemmudrauma í brjósti norðurs. Margar leiðir eru fær- ar í slemmuleit, en einum keppenda þótti erfitt að velja og stökk beint í 6♠. Og austur doblaði, þó ekki væri nema til að raska svefnró félaga síns. Vestur var nú kominn í aðalhlutverk og eftir miklar yfirheyrslur um djúpmerkingu sagna spilaði hann loks út hjarta. Sagnhafi víxltrompaði upp í tólf slagi, en vörninni til hugarléttis kom í ljós á eftir að útspil í laufi hefði engu breytt. Frú Alda Bjarnadóttir er áttræð í dag, 2. maí. Hún heldur upp á daginn á Huldubraut 62, Kópavogi. 80 ára AFMÆLISVEISLA Helgu Bryndísar Magnús- dóttur, píanóleikara með meiru, verður vafalaust lengi í minnum höfð. „Ég ætla að halda bítlaball og þannig halda upp á fimmtugsafmæli mitt vel tímanlega,“ segir Helga sem er þó ekki nema 45 ára í dag. Hið snemmbæra fimmtugsafmæli skýr- ist af uppsafnaðri afmælisveisluþörf. „Ég hef eig- inlega aldrei haldið upp á afmæli og svo veit mað- ur aldrei hvort maður verður í sérstöku stuði til að halda svona partí þegar þar að kemur. Ég er í miklu stuði núna og svo á ég vinkonur sem hafa nýlega haldið upp á fimmtugsamæli og ég er undir miklum áhrifum frá þeim.“ Bítlaballið verður haldið í Rimum í Svarf- aðardal og býst Helga við um 150 gestum, þar á meðal tveimur kórum sem hún stjórnar; Samkór Svarfdæla og Kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls. Sambýlismaður Helgu Bryndísar, Magni Gunnarsson, spilar fyrir Lennon og að sjálfsögðu mæta Paul og Ringo auk fjórða, óþekkta Bítilsins sem spilar á hljómborð. Stemningin fyrir ballinu hefur stigmagnast. „Það er helst að jafnöldrur mínar séu lítt hrifnar af þessu, þær ætla ekki að koma með neinar fimmtugsafmælisgjafir. Þeim finnst þetta ekkert sniðugt.“ runarp@mbl.is Helga Bryndís Magnúsdóttir er 45 ára í dag Fimmtugsafmæli fyrirfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.