Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 41
Velvakandi 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MIG DREYMDI EINU SINNI AÐ ÉG GÆTI FLOGIÐ HVENÆR KEMUR MORGUN? EN ÞAÐ ÁSTAND... FRÚ RÓSA ÆTLAR AÐ SANNA FYRIR LÚLLA AÐ MAÐUR GETI LOSAÐ SIG VIÐ ÁVANA MEÐ VILJA- STYRKNUM EINUM SAMAN LÚLLI ER SVO VISS UM AÐ HÚN GETI ÞAÐ EKKI AÐ HANN LAGÐI TEPPIÐ AÐ VEÐI ÉG VORKENNI SKÓLASTJÓRANUM ÞEGAR ALLT FER Í HÁALOFT ÉG VORKENNI HELGU AF HVERJU? HÚN HEFUR VERIÐ GIFT Í SAUTJÁN ÁR EN HEFUR ALDREI GETAÐ HAFT AFGANGA Í MATINN HVAR ER RÚNAR? HUNDURINN HENNAR LEONU HELMSLEY BAÐ HANN AÐ FARA MEÐ SIG Í BÍÓ RÚNAR ER ÁST- FANGINN ÉG HRINGI Í ÞIG ÞEGAR MYNDIN ER BÚIN JÆJA, KALLI... HÉRNA KEMUR NÝI GÍTARKENNARINN ÞINN HANN ER FÍNN NÁUNGI, EN HANN TEKUR VINNUNNI SINNI AF MEIRI ALVÖRU EN SÓLEY MARTEINN KNÚTSSON MÆTTUR TIL VINNU, HERRA! Í HVÍLDAR- STÖÐU, MARTEINN HVERNIG VILTU AÐ ÉG SKEMMI FYRIR JAMESON Í DAG? USS... ÉG ER AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ MEIRA BULLIÐ... ÞÚ ERT AÐ SLEFA YFIR MARY JANE PARKER MÉR FINNST FRÁBÆRT AÐ VERA LEIKKONA! HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA HÉRNA NIÐRI? SAGÐI ÉG ÞÉR EKKI AÐ FARA UPP AÐ TAKA TIL Í HERBERGINU ÞÍNU? NEI, ÓFRESKJAN ÞÍN! ÞAÐ GETA ENGIR VEGGIR HALDIÐ ÞESSARI OFURHETJU! KRAFTAR ÞÍNIR HAFA BRUGÐIST ÞÉR, STÓRA SKRÍMSLI! ER ÞAÐ JÁ? Æ, NEI! HÚN HEFUR DÁLEITT MIG! ÉG GET EKKI STJÓRNAÐ EIGIN HUGSUNUM LENGUR! ALLT Í EINU LANGAR MIG AÐ FARA UPP OG TAKA TIL Í HERBERGINU MÍNU FLOTT Ung fjölskylda naut góðviðrisdags fyrir utan Kjarvalsstaði þar sem nú fer fram útskriftarsýning nemenda í Listaháskóla Íslands. Morgunblaðið/Heiddi Dægradvöl Öllum börnum vil ég gefa … … KÆRLEIKA: Leyfa þeim að finna ást og umhyggju. Næra sálu þeirra og anda. Hjálpa þeim að muna hver þau eru og hvað þau hafa fram að færa. Og leyfa þeim að vera nákvæmlega eins ynd- isleg og þau eru. … hreyfingu: Börnin vita hvað hreyfing er mikilvæg. Þau vita líka hvað það er að vera frjáls. Að mega dansa og leika sér er mik- ilvægt. Þau kunna að hreyfa sig í gleði og frelsi. Það að dansa færir okkur gleði og kæti. … söng og tónlist: Það að hafa frelsi til að nota rödd sína er að vita að þú hefur rétt til þess að láta í þér heyra og að þú eigir þitt rými hér á jörðinni. Ein af fallegustu gjöfum sem þú getur fært barni er söngur og tónlist. Og að kenna þeim að þekkja og nota rödd sína. Það er gott að geta sungið óhindrað og finna að það býr tónlist innra með þér. Í hjartslættinum og í andanum. … virðingu gagnvart náttúrunni: Kenna þeim að virða fallega landið okkar. Kenna þeim að sjá töfrana í móður Jörð. Leyfa þeim að kynnast því hvað það gefur okkur mikið bara að vera úti meðal trjánna og blómanna. Að anda að sér alvöru lofti og finna ilminn af trjánum og blómunum. Að kynnast náttúrunni sem vini og ættingja og leyfa þeim að njóta þess að vera börn náttúr- unnar. … listsköpun: Það er gjöf að fá að skapa. Í frelsi og gleði. Ég má skapa það sem ég vil! Og hvernig sem ég vil. Ég get! … töfra: Lífið er töfrandi og býð- ur upp á töfra. Það er frábært að geta sýnt börnunum okkar að kraftaverkin gerast og töfrar eru fyrir alla. … ævintýri: Ævintýrin minna okkur á hvað það er gaman að vera til. Lífið er fullt af ævintýrum. Það er mikilvægt að segja börnunum okkar sögur, því þau vita hvað það er gaman. Lífið er ævintýr! Waldorfskólarnir bera af öðrum skólum þegar kemur að því að leyfa börnum að njóta gjafa barnsáranna. Gitte Lassen ráðgjafi. „Viltu pokalandið“ Ísland ÉG FER í Áfengisverslun ríkisins þó nokkrum sinnum á ári sem ekki er í frásögur færandi. Við sem munum tím- ana tvenna þá er breyting á áfengissölu ótrúlega mikil á síðari árum og er það vel. Bæði er miklu meira úrval áfengis og um- hverfi og innréttingar áfengissölunnar ekki sambærilegt við það sem var áður fyrr að maður tali ekki um við- skiptavinina sem hafa farið upp um flokk hvað umgengni og kurteisi í garð af- greiðslufólks snertir. Þetta verður maður allt var við. Þó er eitt sem maður á erfitt með að sætta sig við og það er þegar maður er að borga fyrir veig- arnar sem eru engir smáaurar heldur samkvæmt áliti fróðra manna það hæsta í heimi að fá framan í sig „Viltu poka,“ til að setja vöruna í. Maður hefði haldið að fyrirtækið ætti að sjá sóma sinn í því að láta viðskiptavinina fá poka eftir þörfum þegjandi og hljóða- laust. Við nánari eftirgrennslan sel- ur Áfengisverslun ríkisins pokann á 15 krónur sem fer í einhvern pokasjóð. Hvað er þessi poka- sjóður? Hvenær var hann stofn- aður? Hvert er markmið sjóðsins? Hverjir eru stofnendur? Hver er ástæða þess að Áfengisverslun rík- isins annast tekjuöflun fyrir þenn- an sjóð. Fróðlegt væri að fá svör hjá viðkomandi við þessum spurn- ingum. Svo að lokum. Hvernig væri að breyta „Viltu poka,“ í „Má bjóða þér (eða yður) poka?“ Viðskiptavinur. Bankaleyndin 1. AF HVERJU má ekki aflétta bankaleyndinni? Þetta er bara smá ákvörðun. 2. Hverjum er verið að hlífa? Ráðherrum, þingmönnum og auð- mönnum? 3. Í stjórnarskránni stendur: „Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.“ Er það bara djók? 4. Ef ráðherrarnir á Íslandi mundu aflétta bankaleyndinni og skila almenningi sjávarauðlindinni þá væru vandamálin nánast engin. 5. Hvers konar sadismi er í gangi á Íslandi? Jón H. Valsson.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Vorfagnaður fimmtu- daginn 14. maí kl. 17. Ragnar Bjarnason og Þorvaldur Halldórsson sjá um stuðið. Söngur, grín og dans. Veislumatur frá Lárusi Loftssyni. Skráning og greiðslur í s. 535-2760 fyrir 12. maí. Félag kennara á eftirlaunum | Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins í Stangarhyl 4 hefst kl. 13.30. Aðalfund- arstörf í lokin. Komum tímanlega. Félagsheimilið Gjábakki | Vorsýning í dag og á morgun, opið kl. 14-18. Hand- unnir nytja- og skrautmunir, unnir af högum höndum og hugviti eldra fólks. Vöfflukaffi er selt kl. 14-17. Ýmis glerverk verða til sölu á vorsýningunni. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Hin ár- lega vorsýning verður í Gullsmára dag- ana 1.-3. maí og verður opin alla dagana frá kl. 14-18. Á sýningunni getur að líta handunna nytja- og skrautmuni unna af högum höndum og hugviti eldra fólks. Vöfflukaffi verður selt kl. 14-17. Hraunsel | Opið hús 7. maí, fellur niður, vegna undirbúnings handavinnusýning- arinnar. Hálfsdagsferð til Reykjavíkur 6. maí, heimsókn í Þjóðmenningarhús sem er 100 ára. www.febh.is. Hæðargarður 31 | Myndlistarsýning Erlu Þorleifsdóttur og Stefáns Bjarna- sonar opin kl. 14-17. Upplýsingar í Ráða- gerði, s. 411-2790.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.