Morgunblaðið - 02.05.2009, Qupperneq 42
42 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
SKÁLDSAGAN
Grafarþögn eftir
Arnald Indriða-
son kom út fyrir
rúmum mánuði
á Spáni undir
heitinu La mujer
de verde. Þetta
er önnur bók
Arnaldar sem
kemur út þar í
landi en áður
hefur Mýrin verið gefin út á
spænsku.
Grafarþögn hefur gengið gríð-
arlega vel í spænska lesendur og
setið allan aprílmánuð í efstu sæt-
um metsölulistanna. Á met-
sölulistum þriggja stærstu blað-
anna í Katalóníu – La Vanguardia,
El Periódico og El Mundo: Catal-
unya – fór bókin beint í fimmta
sæti en hækkaði sig viku síðar í
fjórða sæti og hefur setið þar síð-
an.
Sömu sögu er að segja um met-
sölulista La Razon sem kemur út
um allan Spán. Á þeim lista slær
Arnaldur við metsölubókum eins
og Twilight-bókum Stephenie
Meyer og Lesaranum eftir Bern-
hard Schlink með því að sitja fast
í fjórða sæti. Raunar virðast vin-
sældir Arnaldar teygja sig ansi
víða á Spáni. Sem dæmi má nefna
að í blaðinu Hoy, sem kemur út í
Extremadura-héraðinu vestast á
Spáni, fór Grafarþögn líka beint í
fjórða sæti og þar hefur hún verið
síðan.
Góðan árangur Arnaldar á
Spáni má meðal annars þakka
mikilli og jákvæðri umfjöllun, en
birst hafa stórar greinar um bók-
ina og höfundinn í blöðum eins og
La Vanguardia og El Mundo.
Gagnrýnendur hafa þá tekið bók-
inni vel; El Periódico segir rann-
sóknarlögreglumanninn Erlend
Sveinsson vera norræna útgáfu af
Maigret lögregluforingja, stóískan
og angistarfullan: „Ég ríf í mig
Grafarþögn eftir Arnald Indr-
iðason, óhugnanlega spennusögu
sem ég tel eina af áleitnari og
mest grípandi skáldsögum seinni
tíma,“ segir ritdómarinn Ramón
de España.
Ekkert
stöðvar
Arnald
Á Spáááááni Arn-
aldur Indriðason.
Slær í gegn á Spáni
MYNDASÖGUVERSLUNIN
Nexus mun ásamt þúsundum
verslana um víða veröld halda
upp á „Free Comic Book Day“
í dag. Á ókeypis mynda-
sögudeginum verða meira en
tvær milljónir myndasagna-
blaða gefnar um gjörvallan
heim en markmiðið er að
kynna almenningi þetta
skemmtilega bókmenntaform.
Dagurinn er nú haldinn átt-
unda árið í röð og lýkur Nexus upp dyrum sínum
kl. 12. Ýmsar upplýsingar um titla og útgefendur
er að finna á vefsíðunni www.FreeComicBook-
Day.com.
Myndasögur
Ókeypis myndasög-
ur í tonnavís
Gísli Einarsson,
eigandi Nexus.
AKUREYRAR-AKADEMÍ-
AN stendur fyrir málþingi í
dag um málbreytingar og gildi
íslenskrar tungu. Yfirskriftin
er „Breytingar til bölvunar? –
Um íslenskt mál á 21. öldinni“
en um er að ræða vorþing Aka-
demíunnar og fer það fram í
gamla húsmæðraskólanum.
Erindi flytja Kristján Árna-
son, prófessor við HÍ, Finnur
Friðriksson, lektor við HA,
Þórhallur Eyþórsson, sérfræðingur við Málvís-
indastofnun HÍ, og Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur. Málþingið er öllum opið og stendur yfir
eitt laugardagssíðdegi frá kl. 13 til 17.30.
Íslenskt mál
Höfum við gengið
til góðs?
Einar Már er á
meðal fyrirlesara.
TEXTÍLVERKSTÆÐIÐ
Korpa, Korpúlfsstöðum, verð-
ur formlega opnað í dag.
Vinnustofur verða opnar
milli kl. 13 og 17 og fé-
lagskonur kynna nýjar vinnu-
stofur. Textílfélagið hefur tek-
ið á leigu stórt og glæsilegt
rými í fyrrverandi mjólkurbúi
á Korpúlfsstöðum.
Markmið Textílfélagsins
með Textílverkstæðinu Korpu
er að efla textílmenntun. Verður verkstæðið vett-
vangur þar sem hægt er að leita til fagmanna á
sviði textíls til eflingar textíllistum og text-
ílhönnun í landinu.
Textíll
Verkstæði opnað
á Korpúlfsstöðum
Frá Korpúlfs-
stöðum.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÁHORFANDINN sem nálgast verk-
ið Parallax, innsetningu Elínar Hans-
dóttur myndlistarmanns í Hafn-
arhúsinu, kemur fyrst að lítilli
ljósmynd af húsi sem stóð í Hafn-
arfirði, það er gamalt hús með sér-
staka framhlið. Hann gengur síðan
inn myrkvaðan gang. Við enda gangs-
ins beygir hann til hægri, stígur upp
nokkrar tröppur, og virðist þá vera
kominn inn í salinn sem innsetningin
er í. Eða hvað? Gólfið hallast, hann
rekur höfuðið nánast upp í loft og
gluggarnir, eru þeir á réttum stað?
Hvernig í óskupunum er hlutföll-
unum háttað? Nærri innganginum í
salinn er skjár uppi við loft. Í honum
má fylgjast með áhorfandanum í inn-
setningunni – eins og tilraunadýri í
gamalli vísindahrollvekju, sagði ein-
hver.
Á morgun, sunnudag, klukkan 15
verður innsetning Elínar skoðuð og
greind út frá ýmsum sjónarhornum.
Leiðsögn verður um sýninguna en
þau sem bregða ljósi á verkið eru
Ólafur Mathiesen arkitekt, Hjálmar
Sveinsson, útvarpsmaður og útgef-
andi, Shauna Laurel Jones listfræð-
ingur og Magnús Þór Þorbergsson,
lektor við leiklistardeild LHÍ.
Langaði að vera í nútímanum
Í sköpunarferli þessa viðamikla
verks leitaði Elín til fólks á ýmsum
sviðum. Ólafur Mathiesen er einn
þeirra. „Elín byrjaði að vinna út frá
húsi Brunabótafélagsins; húsi sem
mörgum fannst og finnst hálffárán-
legt, en á það var sett módernísk
framhlið í byrjun sjöunda áratug-
arins,“ segir Ólafur. „Að mínu mati á
þessi aðferð sér fordæmi í breyt-
ingum sem urðu á íslenskri húsagerð
í lok 18. aldar, þegar burstir eða
stafnþil ruddu sér til rúms á betri
bæjum. Þá, sem í byrjun sjötta ára-
tugarins, voru þjóðfélagslegar breyt-
ingar sem sumum þótti nauðsyn að
yrðu endurspeglaðar í byggingarlist-
inni. Húsinu í Hafnarfirði var ætlað
að verða hluti af sínum samtíma,
fulltrúi nútímalegrar starfsemi, þeg-
ar því var breytt úr íbúðarhúsi í skrif-
stofur fyrir Brunabótafélagið 1965.
Húsið er að stíga inn í nýjan heim en
hefur þetta gamla áfast, rétt eins og
burstin hefur torfbæinn áfastan.
Elín er að hluta að vinna með
ákveðna sjónræna bjögun á því sem
maður heldur að sé raunveruleikinn.
Hún bendir á að þegar sjónarhornið
breytist breytist skilningurinn á við-
fangsefninu.“
Innsetning Elínar Hansdóttur í Hafnarhúsinu greind út frá ýmsum sjónarhornum
Vinnur með ákveðna bjögun
Morgunblaðið/Kristinn
Hvað er í gangi? „Eða hvað? Gólfið hallast, hann rekur höfuðið nánast upp í
loft og gluggarnir, eru þeir á réttum stað?“ Í HNOTSKURN
» Innsetning Elínar Hans-dóttur, Parallax, í Hafn-
arhúsinu verður skoðuð og
greind út frá ýmsum sjón-
arhornum á morgun, sunnudag,
kl. 15 undir yfirskriftinni List og
rýni.
» Fjórir sérfræðingar veitaleiðsögn um sýninguna og
bregða ljósi á verkið. Aðgangur
er ókeypis.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„HVER maður hefur ákveðinn
grundvöll að standa á, og við stönd-
um í fæturna enda þótt fólk hugsi
ekki mikið út í það í daglegu amstri,“
segir Þóra Sigurðardóttir myndlist-
armaður. Þóra vinnur með snert-
inguna við rými og tíma í verkum
sem hún sýnir í Listasafni ASÍ. Í
Arinstofunni er röð blýantsteikninga
sem hún hefur unnið út frá rými ým-
issa staða en í salnum er röð ætinga,
þar sem sami myndheimur er kann-
aður, og þrjár stórar teikningar sem
liggja lárétt. Þar er einnig stórt
skrifað textaverk og grafík unnin
með þurrnál. Þóra segir þær unnar
út frá teikningum af vír sem stóð út
úr vegg.
„Sýningin fjallar um teikninguna
og rýmið, er eins konar könnun á því
hvað hún er eða hvað hún getur ver-
ið. Þessi verk eru öll svolítið um það
hvernig maður les efni, eins og þeg-
ar blindur maður þreifar sig áfram.
Hvernig aflar maður upplýsinga um
heiminn?“ spyr Þóra. Í Gryfjunni er
hljómrými eftir Sólrúnu Sum-
arliðadóttur. Hreyfimynd úr teikn-
ingum eftir Þóru er sýnd með hljóð-
verki Sólrúnar, en þær mæðgur hafa
ekki áður unnið saman með þessum
hætti. Hljóðverkið er stemningsríkt
og ofið úr mörgum lögum – minnir
nokkuð á hljómheim hljómsveit-
arinnar Amiinu, sem Sólrún er með-
limur í. Uppistaðan er hljóð úr
ákveðnum potti.
„Hann hljómar mjög vel,“ segir
hún sannfærandi. Þrátt fyrir að
pottur og vatnsbunur séu meg-
inhljóðveitan segir Sólrún að verkið
spretti ekki út frá Búsáhaldabylting-
unni. „Það var ekki meðvitað, en
vissulega voru pottar fólki ofarlega í
huga,“ segir hún og brosir. „Þetta
eru sterk efni hjá okkur hér; steypt
gólf og málmpottur.“
Steypt gólf og pottur eru efniviðurinn
Morgunblaðið/Einar Falur
Sólrún og Þóra „Hvernig aflar maður upplýsinga um heiminn?“ spyrja
mæðgurnar. Á sýningunni eru teikningar, grafík, texta- og hljóðverk.
Mæðgurnar Þóra Sigurðardóttir og
Sólrún Sumarliðadóttir í Listasafni ASÍ
...sá allra frægasti í
þessum bransa, og
er búinn að vera mitt idol
síðan ég var 12 ára. 44
»
MÆÐGURNAR Þóra Sigurð-
ardóttir og Sólrún Sumarliðadóttir
opna sýningar í Listasafni ASÍ í dag
klukkan 15. Þóra sýnir teikningar,
grafík og vídeó en framlag Sól-
rúnar er hljómverk og kallast Pott-
hljóð í gryfju. Þóra stundaði nám
við MHÍ og framhaldsnám við Det
Jyske Kunstakademi. Hún hefur
haldið einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum heima og erlendis.
Samhliða því hefur Þóra m.a. unnið
við listkennslu, skólastjórn, verk-
efna og sýningarstjórn. Sólrún
lærði á selló við Tónlistarskólann í
Reykjavík og í Hollandi, lauk BA
gráðu í tónvísindum í Utrecht og
MA gráðu í menningarfræðum í
London árið 2006. Sólrún er í
hljómsveitinni Amiinu.
Myndlist
og tónlist