Morgunblaðið - 02.05.2009, Page 52
LAUGARDAGUR 2. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Deilt um arfinn
Pistill: Úr óskrifaðri dagbók – III
Staksteinar: Tvöfaldur lýðræðishalli
Forystugreinar: Siðferði á kreppu-
tímum | Talning og útstrikanir
Heitast 10° C | Kaldast 2° C
Austanátt, 5-10 m/s
og rigning með köflum
í kvöld, einkum SA-
lands. Vestan- og suð-
vestanátt á morgun. » 10
Guðmundur Ingi
Þorvaldsson leikari
vinnur nú með einum
umtalaðasta fram-
úrstefnuleikhópi
Bretlands. »44
LEIKLIST»
Einn sá
merkasti
TÓNLIST»
Dulmagnaðir tónleikar á
Rósenberg. »46
Parallax, innsetning
Elínar Hansdóttur í
Hafnarhúsinu,
verður skoðuð í krók
og kring á sunnu-
daginn. 42
MYNDLIST»
Hvernig les
maður hús?
BÓKMENNTIR»
Arnaldur selur og selur
og selur á Spáni. »42
TÓNLIST»
Ofursvalt suddarokk frá
Berlín. »44
Menning
VEÐUR»
1. Bæturnar misnotaðar
2. Þrjár stúlkur hafa játað
3. Árásarmaðurinn lést í nótt
4. 2ja ára stúlka í gáfumannasamtök
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Skoðanir
fólksins
’Veruleg lækkun á verði matvæla ogtilkoma evrunnar myndi fjölgaferðamönnum mikið. Ferðaþjónustamyndi vaxa og taka við mörgum vinn-andi höndum til sjávar og sveita. Mjög
hátt verð máltíða á veitingahúsum er
eins og köld vatnsgusa framan í ferða-
menn. Þeir vilja fara þangað sem verð-
lagið er hagstætt. Lækkun matvæla-
verðs í landinu myndi koma bændum og
afkomendum þeirra til góða því þeir eru
neytendur líka. » 33
GUÐJÓN SIGURBJARTSSON
’Til þess að glæða líf í íslenskukauphöllinni þarf því að laða aðfleiri fyrirtæki. En sóknarfærin eru fá.Framtíð íslensks fjármálageira er alls-kostar óljós og ólíklegt að nýjar fjár-
málastofnanir verði skráðar í kauphöll-
ina á næstunni. En mögulega má sjá
fyrir sér tvo nýja viðskiptahópa, þ.e.
annars vegar skráningu lítilla og með-
alstórra fyrirtækja, og hins vegar sjáv-
arútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja. » 34
ÚLF NÍELSSON
’Á undraskömmum tíma breyttistsíðan flest til verri vegar. Nýirmenn með nútímalega hugsun vorukomnir við stjórnvölinn og þeir semnokkra reynslu höfðu gleymdu gömlu
gildunum. Gamlar dyggðir voru af lagð-
ar. Hjarðhegðunin sagði til sín sem og
græðgisvæðingin. Braskið var hafið á
stall. Áhættufíknin varð taumlaus.
Tryggingar voru í loftbólum, arðgreiðsl-
ur óhóflegar og SPRON tapaði öllu sínu
eigin fé. » 34
SVERRIR ÓLAFSSON
’Við eigum að ganga til samningavið Evrópusambandið færandihendi – leggja fram stöðu okkar semútvörður Evrópu í norðri og sérþekkinguokkar á sviði sjávarútvegs og orkumála.
Við eigum að bjóða fram forystu okkar í
samstarfi smáþjóða og taka höndum
saman með Norðurlöndum til að bæta
skilning Evrópubúa á jafnréttis- og um-
hverfismálum. Við eigum að ganga til
verks sem forysturíki á tilteknum svið-
um – en ekki til að hirða feitustu bitana
af diskinum. » 36
ÁRNI ZOPHONÍASSONGervahönnuðurinn
Stefán Jörgen
Ágústsson vinnur
þessa dagana við gerð
bandarísku hrollvekj-
unnar The Wolf Man í
London. Ekki er um
neitt smáverkefni að
ræða því heild-
arkostnaður við
myndina er um 11
milljarðar króna. Um
er að ræða endurgerð
samnefndrar myndar
frá árinu 1941 og eru
engir aukvisar í aðal-
hlutverkunum, þeir
Benicio del Toro og
Anthony Hopkins.
„Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég hef gert, og einmitt það sem
mig hefur lengi dreymt um að fá að gera,“ segir Stefán sem fékk starfið á
ævintýralegan hátt. jbk@mbl.is | 44
Vinnur með del
Toro og Hopkins
Varúlfur Benicio del Toro sem Wolf Man.
VILHJÁLMUR Hjálmarsson og Baldur Logi
Bjarnason fengu far með björgunarbát úr
Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Þeir gistu með
bekkjarfélögum sínum úr 5. og 6. bekk skólans,
kennurum og foreldrum í hólminum. Börnin
léku sér í fjöruborðinu og vissu ekki fyrri til en
björgunarsveitin kom að beiðni Neyðarlínunnar
að bjarga þeim úr sjálfheldu. Bekkjarfélagarnir
voru hins vegar ekki í hættu. „Við vorum bara í
ró og næði í þessari frábæru aðstöðu í Gróttu,“
segir Kerstin Andersson, kennari í Waldorfskóla
í Lækjarbotnum. Hópurinn stefndi þó á land um
hádegisbilið en þá var háflóð og hann komst ekki
fyrr en upp úr klukkan tvö. Strákarnir fóru því
fyrr en Baldur var á leið á sundmót. | 6
Ljósmynd/Ósk Vilhjálmsdóttir
Með björgunarsveitinni burt úr skólaferð
Krakkar í Waldorfskóla gistu í Gróttu
Lesbók: Að endurnýja sig sem
sagnaskáld
Börn: Stjörnustrákur sem lætur
ekkert stoppa sig
BÖRN | LESBÓK»
STJARNAN úr Garðabæ á alla
möguleika á að tryggja sér Íslands-
meistaratitil kvenna í handknattleik
eftir öruggan sigur á Fram, 27:19, í
öðrum úrslitaleik liðanna sem fram
fór í Safamýrinni í gærkvöld. Stjarn-
an er nú með forystu í einvíginu, 2:0,
og getur orðið meistari á heimavelli
sínum á morgun þegar liðin mætast í
þriðja sinn. | Íþróttir
Morgunblaðið/Kristinn
Mark Sólveig Lára Kjærnested skorar fyrir Stjörnuna gegn Fram í gær.
Stjarnan er í góðri stöðu