Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 48
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefur lengi veriðkunn fyrir gleði og glamúr og sannarlegahefur hátíðin komið sér upp orðspori sem aðrar kvikmyndahátíðir dreymir um. Breiðgatan við höfnina og háreistu lúxushótelin sem við hana standa fá ungar og óharðnaðar stjörnur til að sundla og hin- ar dýrindis snekkjur sem liggja við festar í smábátahöfninni gefa fyr- irheit um það líferni sem koma skal, brenni stjörnurnar ekki of fljótt út. En hátíðin í Cannes er ekki síður ein stór tískusýning og allir helstu hönnuðir heims bjóða stjörnunum að ganga upp rauða dregilinn í fatnaði eftir sig svo eftir flíkunum verði tekið. Þetta samlíf hentar bæði stjörnunum og hönn- uðunum vel og ekki þykir okkur hinum leiðinlegt að berja út- komuna augum. Furðuleg Natacha Amal mætir á sýningu Los Abrazos Rotos en gæti verið að fara á furðufataball. Rjóð Tilda Swinton mætti til frumsýn- ingarinnar á Up í þessum kjól frá Haider Acker- mann. Athyglissjúk Samkvæmisljónið Paris Hilton og unn- ustinn hafa látið á sér bera í Cannes. Brúður Bollywood stjarnan Aishwarya Rai mætti sem fögur sumarbrúður í þess- um Roberto Cavalli kjól en glingrið er úr smiðju Swa- rovski. Rauðar Kjóll Sophie Marceau er úr smiðju YSL en Monica Bellucci var í Christian Dior kjól á dreglinum. Kirsuber Leikkonan Elizabeth Banks mætti til frumsýning- arinnar á Up í Armani Privé kjól. Spariklædd Lanvin síðkjóll varð fyrir valinu hjá Kristin Scott Thomas. Flott par Brad Pitt og Angelena Jolie voru glæsileg að vanda, með tug lífvarða með í för. Klikkar ekki Leikkonan grann- holda, Hilary Swank, á frumsýn- ingu Looking For Eric. Aðþrengd Eva Longoria Parker vakti mikla athygli í þessum silf- urlita Versace Atelier kjól. 48 MenningTÍSKA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 M or gu nb la ði ð/ H al ld ór K ol be in Tískusýningin á rauða dreglinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.