Morgunblaðið - 04.06.2009, Side 8

Morgunblaðið - 04.06.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Öryggi Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, afhendir Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, viðurkenninguna í Straumsvík í gær. ALCAN á Íslandi hlaut í gær viðurkenningu frá Vátryggingafélagi Íslands, VÍS, fyrir góðan árangur í öryggismálum. Í tilkynningu frá Alcan kemur fram að ríflega þrjár milljónir vinnustunda hafi verið unnar á athafna- svæði álversins án alvarlegs vinnuslyss. Sá árangur sé með því besta sem þekkist í álverum í Evrópu. „ISAL hefur náð framúrskarandi árangri í öryggismálum á undan- förnum árum og það er okkur bæði ljúft og skylt að sýna með áþreif- anlegum hætti að eftir þessum árangri er tekið,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, í tilkynningu sem Alcan sendi frá sér. VÍS verðlaunar Alcan fyrir öryggismál VIÐ skólaslit Tónlistarskóla Skaga- fjarðar nýverið var ungu og efnilegu tónlistarfólki m.a. úthlutað styrkjum úr minningarsjóðum. Veittur var styrkur í fimmta sinn úr minningarsjóði Jóns Björnssonar, tónskálds og kórstjóra frá Hafsteins- stöðum í Skagafirði. Sjóðurinn varð til með útgáfu hljómdisks árið 2003, með úrvali laga eftir Jón í tilefni 100 ára árstíðar hans. Að þessu sinni rann styrkurinn til Birgis Þórs Ingv- arssonar gítarleikara, sem stundað hefur nám við Tónlistarskóla Skaga- fjarðar frá unga aldri. Það var Eiður Guðvinsson, stofnandi sjóðsins og aðstandandi útgáfunnar, sem af- henti Birgi Þór styrkinn. Þá voru veittir styrkir úr minn- ingarsjóði Aðalheiðar Erlu Gunn- arsdóttur frá Syðra-Vallholti til nemenda er luku 10. bekk, fyrir góð- an árangur og ástundun. Styrkinn fengu þau Reynir Snær Magnússon, gítar- og trommuleikari, Margrét Árnadóttir, þverflautu- og píanó- leikari, og Bjarnveig Rós Bjarna- dóttir þverflautuleikari. Nemendur skólans voru 293 í vet- ur og kennt á fimm stöðum. Styrkur Birgir Þór Ingvarsson með styrkinn úr minningarsjóði Jóns Björns- sonar, ásamt Eiði Guðvinssyni, stofnanda sjóðsins. Tónlistarnemar í Skagafirði styrktir Ljósmynd/Feykir NOKKUR meiri- hluti svarenda sem tóku afstöðu í nýrri skoðana- könnun Capacent Gallup telur að leggja eigi frekar litla eða mjög litla áherslu á aðildarviðræður við Evr- ópusambandið. Einnig kom fram að yfirgnæfandi meirihluti eða um 95% telur aðkallandi að leysa fjárhags- vanda heimila og fyrirtækja. Telja 41,9 prósent æskilegt að hefja aðildarviðræður við ESB en 44,3% eru á öndverðri skoðun. 13,8% svöruðu hvorki né. Könnunin var gerð fyrir Heimssýn, samtök sjálf- stæðissinna. Svohljóðandi spurning um aðildarviðræður við ESB var lögð fyrir: Hversu mikla eða litla áherslu finnst þér að ný ríkisstjórn eigi að leggja á að hefja aðild- arviðræður við Evrópusambandið? 21,9% svöruðu að leggja ætti mjög mikla áherslu á aðildarviðræður, 20% frekar mikla áherslu, 11,9% sögðu að leggja ætti frekar litla áherslu á viðræður við ESB og 32,3% mjög litla áherslu á það. Könnunin fór fram 20.-27. maí og var netkönnun. Úrtakið var 1.284 og svarhlutfall 65,3%. Meiri áherslu á heimili en ESB AÐALFUNDUR Heyrnarhjálpar, fé- lags heyrnarskertra á Íslandi, hald- inn 28. maí 2009, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna textaleysis frétta á íslenskum sjónvarpsstöðvum. „Félagið skorar á menntamála- ráðherra og ríkisstjórnarflokkana, sem kenna sig við jafnrétti og fé- lagshyggju, að gera strax úrbætur með öryggis- og upplýsingarsjón- armið heyrnarskertra og heyrnar- lausra í huga,“ segir m.a. í ályktun. Vilja textaðar fréttir NÚ í vor tók nýtt háskólasetur til starfa á Suðurlandi. Háskólasetur Suðurlands hefur tvær starfsstöðv- ar. Önnur er í húsnæði gamla leik- skólans Glaðheima við Tryggva- götu á Selfossi og hin starfsstöðin er í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkis- ins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fyrirhugað er að meginviðfangs- efni Háskólaseturs Suðurlands verði á sviði landnýtingar. Starfs- menn setursins eru nú tveir en einn- ig stunda 5 meistara- og dokt- orsnemar rannsóknir sínar í tengslum við setrið. Forstöðumaður er dr. Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur. Nýtt háskólasetur Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HÁVÆR ágreiningur ríkir nú milli landeigenda nokkurra jarða í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra og Karls Ólafssonar í Háfi um landskik- ann Borgartúnsnes, sem einnig er nefndur Eyrar. Skikinn liggur vest- an við Þykkvabæinn. Þykkbæingar telja sig eiga rétt til landsins og hafa þar stundað kart- öflurækt en Karl hefur sáð korni yfir enda telur hann sig eiga landið þar sem það hafi aldrei verið undanskilið eignarjörð hans Háfi. Nokkrir jarð- eigendur í Þykkvabæ hafa nú kært athæfi Karls til sýslumannsins á Hvolsvelli. „Það má segja að það sé komið á kartöflustríð milli okkar Þykkbæ- inga og „Kalla kartöflukóngs“. Það eru til ýmis gögn um það að Þykkva- bæingar eigi Borgartúnsnes; til er gömul kvittun þess efnis að landið hafi verið selt frá Háfi árið 1951 fyrir 966 krónur og einn eyri og í þing- lýstu afsali frá sama ári, þegar jörðin Háfur var seld, er þess skilmerki- lega getið að Borgartúnsnes hafi ekki fylgt kaupunum,“ segir Markús Ársælsson í Hákoti. Lögbann fellt úr gildi „Faðir minn keypti Háf árið 1951 en hann skrifaði aldrei undir þetta afsal sem Þykkbæingar báru svo fyrst fyrir sig fyrir 12 árum – það kannaðist enginn við það og við til- kynntum þá sýslumanni að öll notk- un á þessu landi væri óheimil,“ segir Karl Ólafsson í Háfi. „Þegar við í Háfi byrjuðum svo að nota landið ár- ið 2003 fengu Þykkbæingar lögbann á okkur. Dómari felldi það hins veg- ar úr gildi vegna þess að Þykkbæ- inga skorti lögvarða hagsmuni til málsins – þ.e. vegna þess að þeir áttu ekkert í landinu!“ Langvarandi deila Ágreiningurinn er djúpstæður og á sér langa sögu. Borgartúnsnes varð séreign eigenda jarðarinnar Háfs við landskipti á Fiskivatnseyr- um árið 1938. Faðir Karls Ólafssonar keypti þá Háf árið 1951 og þar má segja að rót deilunnar liggi – fylgdi Borgartúnsnes þeim kaupum? Þykkbæingar halda því fram að landspildan umdeilda, sem liggur milli Borgartúns og Háfshverfis rétt austan við Þjórsá, hafi alla tíð verið í notkun þeirra og þeir hafi keypt landið af fyrri eiganda Háfs árið 1951. Þeir segja einnig að til séu margvísleg gömul gögn til sönnunar á því að eigendur Háfs hafi í gegnum tíðina ekki talið sig eiga tilkall til Borgartúnsness. „Það hefur aldrei verið neitt vafa- mál í augum neins að landið hefur til- heyrt Þykkbæingum og við erum orðnir mjög þreyttir á þessu máli. Landeigendur í Háfi hafa aukinheld- ur aldrei kært Þykkbæinga fyrir að nota landið,“ segir Markús. Karl Ólafsson segir á hinn bóginn að telji Þykkbæingar sig geta tekið landið gerist þeir sekir um þjófnað enda hafi landið ávallt heyrt undir Háf. „Landið var aldrei selt frá okk- ur í Háfi og þetta vita yfirvöld hér enda felldi dómur lögbann Þykkbæ- inga úr gildi síðast þegar þetta mál kom upp.“ Bændur í Þykkvabæ heyja „kartöflustríð“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kartöflurækt Fjölmargir bændur í og við Þykkvabæ stunda kartöflurækt. Þeim hefur þó fækkað á seinni árum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.  Korni sáð yfir kartöflur í deilum bænda á milli  Skoðun beggja deiluaðila að jarðskiki hafi lengi verið í þeirra eigu                              Frá utanríkismálanefnd Alþingis UtanríkismálanefndAlþingis gefur þeim sem þess óska kost á að senda skriflegar athugasemdir við þingsályktunartillögur er varða umsókn um aðild að Evrópusambandinu sem nefndin hefur nú til umfjöllunar. Nefndin veitir viðtöku umsögnum og erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum á net- fangið esb@althingi.is. Vinsamlegast athugið að undirritað frumrit umsagnar óskast jafnframt sent nefndinni. Umsagnir og erindi þurfa að berast nefndinni fyrir 15. júní nk. Ekki er hægt að tryggja úrvinnslu umsagna sem berast eftir þann tíma. Tillögurnar er að finna á vefslóðunum: http://www.althingi.is/altext/137/s/0038.html og http://www.althingi.is/altext/137/s/0054.html. Utanríkismálanefnd Alþingis Póstfang: Skrifstofa Alþingis – nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.