Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Ráðherrar voru tvístígandi þegartrúarleiðtoginn Dalai Lama kom til landsins. Áttu þeir að hitta hann? Ríkisstjórnin var ekki með samræmda stefnu í málinu, eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra og formaður Vinstri grænna sagði og bætti við að hverj- um ráðherra væri í sjálfsvald sett hvort hann vildi hitta hann.     Dalai Lamahitti fulltrúa kristinna og ann- arra trúarbragða í Hallgrímskirkju á mánudag. Hann hélt erindi í Há- skóla Íslands og í troðfullri Laug- ardalshöllinni og var greinilega aufúsugestur.     Nokkrir ráðherrar ákváðu aðhitta trúarleiðtogann, þótt eng- in samræmd stefna væri í málinu. Svandís Svavarsdóttir átti með hon- um fund sem hún hafði óskað sér- staklega eftir og Ögmundur Jón- asson og Katrín Júlíusdóttir settust líka niður með honum stutta stund.     Steingrímur J. Sigfússon er mað-ur hinnar samræmdu stefnu, eða stefnuleysis, og sá enga ástæðu til að hitta Dalai Lama. Hann sá hins vegar ástæðu til að árétta, að Ögmundur og Katrín hefðu hitt Dalai Lama sem borgarar, ekki sem ráðherrar.     Ólíkt hafast menn að. Í Danmörkuí síðustu viku tók forsætisráð- herrann Dalai Lama fagnandi, rétt eins og forveri hans nokkrum árum áður. Hér á landi var forsætisráð- herra hvergi nærri, en formaður hins stjórnarflokksins segir ráð- herrana hafa verið borgara á fund- um, ekki ráðherra. Þegar ráðherr- um er eitthvað í sjálfsvald sett og fylgja sannfæringu sinni hætta þeir að vera ráðherrar, að mati Stein- gríms, og verða borgarar, jafn lít- ilsiglt og það nú er. Steingrímur J. Sigfússon Ráðherrar og borgarar Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 19 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Bolungarvík 11 skýjað Brussel 16 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Akureyri 9 skýjað Dublin 16 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Egilsstaðir 11 skýjað Glasgow 18 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 16 skýjað London 15 skýjað Róm 25 léttskýjað Nuuk 6 heiðskírt París 22 heiðskírt Aþena 24 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Amsterdam 13 skýjað Winnipeg 21 léttskýjað Ósló 10 skúrir Hamborg 14 léttskýjað Montreal 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Berlín 13 léttskýjað New York 21 alskýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Vín 21 skýjað Chicago 14 skýjað Helsinki 12 skúrir Moskva 23 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 4. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.48 3,2 10.04 0,8 16.23 3,4 22.39 0,8 3:15 23:39 ÍSAFJÖRÐUR 5.47 1,8 12.12 0,5 18.34 1,9 2:25 24:38 SIGLUFJÖRÐUR 1.42 0,3 8.10 1,0 14.12 0,3 20.23 1,1 2:05 24:24 DJÚPIVOGUR 0.57 1,8 6.58 0,7 13.30 2,1 19.50 0,7 2:33 23:19 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Hæglætisveður, skýjað og lítils- háttar væta öðru hverju. Hiti yf- irleitt 8 til 13 stig. Á laugardag Hæglætisveður, skýjað og væta öðru hverju austanlands en skúrir vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestantil. Á sunnudag (sjómannadag- inn) og mánudag Hægviðri. Skýjað að mestu. Skúrir sunnantil. Hiti 7 til 15 stig. Á þriðjudag Hæg vestlæg átt. Þokuloft vest- anlands en annars bjart með köflum. Hiti 7 til 15 stig, svalast í þokunni. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum en yfirleitt þurrt og bjart fyrir norðan, einkum inn til landsins. Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 16 stig. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is GÖNGUBRÚ yfir Breiðholtsbraut er nú til skoð- unar hjá samgöngusviði Reykjavíkur eftir að hverfisráð Árbæjar óskaði eftir að slíkt yrði kannað. Að sögn Ólafs Bjarnasonar samgöngu- stjóra er um frumathugun að ræða, en verði verk- efnið að veruleika yrði það unnið í samvinnu við Vegagerðina þar sem um þjóðbraut er að ræða. Bókun hverfisráðsins var tekin fyrir í umhverf- is- og samgönguráði í síðustu viku um leið og bréf samgöngustjóra var lagt fram. Hverfisráðið segir þörf á að huga að bættum samgöngum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við Breiðholts- brautina. „Benda má á að börn úr Norðlingaholti sem stunda íþróttir hjá Fylki eiga í erfiðleikum með að komast á milli hverfanna án þess að vera í verulegri hættu vegna mikils umferðarþunga á leið sinni,“ segir í bókun þess. Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur ekki búið að setja niður hvar göngubrúin kæmi. „Þetta getur verið á svolitlum kafla frá gatnamótunum við Þverás, eða þar um bil. Við erum að leita að heppilegri staðsetningu.“ Ekki sé auðvelt að finna góðan stað, enda taki slíkar brýr nokkurt pláss í umhverfi sínu með aðkomu og öðru sem til þarf. Enn er um frumathugun að ræða og ekki hefur verið sett á blað hvað framkvæmdin myndi kosta en kostnaðurinn myndi deilast milli borgarinnar og Vegagerðarinnar, þar sem Breiðholtsbrautin er þjóðvegur. „Síðan kemur það til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar hvar mönnum líst á að hafa þetta í forgangsröð í samanburði við eitt- hvað annað,“ segir Ólafur. Skoða göngubrú á Breiðholtsbraut Börn úr Norðlingaholti eiga í erfiðleikum með að komast á íþróttasvæði Fylkis Flúðir | Um hvítasunnuhelgina var opnaður bændamarkaður á Flúðum. Tvær húsfreyjur úr Hrunamanna- hreppi, þær Esther Guðjónsdóttir og Hanna Lára Bjarnadóttir, standa fyrir markaðinum sem verður opinn alla laugardaga í sumar frá kl. 11 til 17. Á markaðnum er fjölmargt til sölu, svo sem kjötvörur beint frá býli, holdanautakjöt frá Langholt- skoti og svínakjöt frá Laxárdal ásamt fleiri búsafurðum. Þá má nefna fiskafurðir frá Vestmanna- eyjum, margskonar ullarvarning og fjölmargt annað. Þá geta söluaðilar fengið leigð borð fyrir söluvarning. Markaðurinn er í Ferðamiðstöðinni á Flúðum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Markaður Hanna Bjarnadóttir og Esther Guðjónsdóttir sjá um markaðinn. Bændamarkaður opnaður á Flúðum Í HNOTSKURN »Á markaðnum er m.a.hægt að kaupa kjötvörur beint frá býli. »Einnig fiskafurðir fráVestmannaeyjum og ull- arvörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.