Morgunblaðið - 04.06.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 04.06.2009, Síða 28
✝ Jón Erlingur Þor-láksson fæddist á Ytra-Álandi í Þist- ilfirði 27. okt. 1926 . Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans Landakoti 28. maí sl. Foreldrar hans voru Þuríður Vilhjálms- dóttir húsmóðir og kennari, f. 1889, d. 1980, og Þorlákur Stefánsson bóndi og hreppstjóri Svalbarði í Þistilfirði, f. 1892, d. 1969. Systkini Jóns eru: Magnús, f. 1925, d. 1999, Sig- tryggur, f. 1928, Stefán, f. 1930 og Vilhjálmur, f. 1933. Hálfsystur Jóns, sammæðra: Sigríður Jóns- dóttir, f. 1911, d. 2002 og Aðal- björg, f. 1912, d. 1914. Fóstursystir Jóns er Björk Axelsdóttir, f. 1942. Árið 1953 kvæntist Jón Erlingur Sigrúnu Brynjólfsdóttur, húsmóður og fv. fulltrúa hjá HÍ, f. 2. júní 1928. Foreldrar hennar voru Guð- rún Rósinkarsdóttir húsmóðir, f. 1905, d. 1983 og Brynjólfur Sig- tryggsson, bóndi og kennari í Ytra- Krossanesi, f. 1895, d. 1962. Börn þeirra eru: 1) Brynjólfur, doktor í bæklunarskurðlækningum, f. 1954. Kona hans er Dagný Guðnadóttir, master í upplýsingatækni á heil- leikari. Maður hennar er Atli Ing- ólfsson, BA í heimspeki og tónskáld. Börn þeirra eru: a) Þor- gerður, b) Ólafur. Jón Erlingur ólst upp á Sval- barði í Þistilfirði. Hann varð stúd- ent frá MA 1948 og lauk prófi í tryggingastærðfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1956. Jón starfaði sem fulltrúi á Hagstofu Ís- lands 1956-1961. Hann var deild- arstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 1961-1986, fór fyrir skrifstofu Tryggingasjóðs fiskiskipa uns sjóð- urinn var lagður niður sem rík- issjóður árið 1986. Þá varð hann framkvæmdastjóri sjóðsins til 1998. Jón starfaði sjálfstætt við ráðgjafarstörf á sviði trygginga- og lífeyrismála. Störf hans lutu m.a. að útreikningi slysabóta, út- tektum á lífeyrissjóðum auk ann- arra tölfræði- og tryggingafræði- legra verkefna. Jón var stundakennari í stærðfræði við MR 1959-1961, viðskiptadeild HÍ 1965- 1982 og Tækniskóla Íslands 1967- 1986. Jón sat í sáttanefnd í vinnu- deilum ríkisstarfsmanna og fjár- málaráðherra 1977-1986. Hann var gjaldkeri Stangveiði- félags Ármanna 1976-1980. Jón skrifaði og gaf út rit um sögu Tryggingasjóðs fiskiskipa sem út kom árið 1994 og um Slysa- bætur og íslensk skaðabótalög árið 1995. Hann skrifaði einnig greinar í blöð og tímarit, aðallega um líf- eyrismál. Útför Jóns Erlings fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 4. júní, og hefst athöfnin kl. 13. brigðissviði. Börn þeirra eru: a) Ásdís María, maki Bergþór Lund. Þau eiga tvö börn, b) Ernir, unn- usta Anna Huld Jó- hannsdóttir og c) Ari. 2) Þorlákur, f. 1956, vélaverkfræðingur. Í fjarbúð með Önnu Guðrúnu Ívarsdóttur, sérfræðingi hjá Kaupþingi. Fv. maki Jacqueline Cordray. Sonur þeirra er Daní- el. Fósturbörn Þor- láks eru Gwendolyn Nicole og Con- rad James. 3) Þorgerður, f. 1957, BA í sálarfræði og kennslufræði, framhaldsskólakennari. Fv. maki er Einar Stefán Björnsson, læknir og prófessor. Börn þeirra eru: a) Sigrún, sambýlismaður hennar er John Erik Viklund. Þau eiga tvo syni. b) Stefán, c) Elísabet, d) María Viktoría. 4) Guðrún Ragnheiður, f. 1960, BSc í stærðfræði, deild- arstjóri á Hagstofu Íslands. 5) Jón Erlingur, f. 1965, BA í heimspeki. Kona hans er Anna Stefánsdóttir bæklunarskurðlæknir. Börn þeirra eru: a) Stefán Erlingur, b) Sig- tryggur, og c) tvíburasysturnar Hildur Ylfa og Katrín Una. 6) Þur- íður, f. 1967, tónskáld og flautu- Pabbi var sveitamaður og nátt- úrubarn. Þótt hann byggi í sjö ár í Kaupmannahöfn varð hann enginn heimsmaður. Þótt hann færi úr sveitinni, menntaðist og yrði fram- gangsríkur sem embættismaður og fagmaður þá lét hann aldrei glepj- ast af auðhyggju eða græðgi. Upp- runinn í Þistilfirði, við einfalt en þó ríkt menningarlíf, nálægðin við náttúruna og trúin á skynsemina gáfu honum veganesti sem entist honum alla leið. Pabbi var ekki trúrækinn og tal- aði aldrei um Guð en lífsgildi hans voru samt mjög kristileg eða um- hverfisvæn ef maður vill taka þann pól í hæðina. Hann ræktaði garðinn sinn: Hann bar virðingu fyrir náunganum, bæði börnum og full- orðnum. Hann barst ekki á og hafði andúð á bruðli og sóun; hann ávaxt- aði sitt pund vel en kærði sig ekki um að breyta frá einföldum lífsstíl, vildi heldur hjálpa okkur krökk- unum. Hann var laus við hroka, fyrirleit fégræðgi og var örlátur og hjálpsamur þeim sem á þurftu að halda. Það var gott að alast upp í hús- inu í Skólagerði sem foreldrar mín- ir byggðu og við fluttum í sumarið 1960. Við systkinin vorum ávallt í fyrirrúmi, pabbi vann úti og mamma heima en það var eins og þau hefðu allan tíma í heimi til að sinna okkur; hvort sem var við heimanám, aðra fræðslu, spil eða annað. Við fengum stuðning í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og heimilið var opið hverjum þeim sem okkur þóknaðist að taka með heim. Pabbi skipti sjaldan skapi og var ótrúlega þolinmóður við þennan uppivöðslusama krakkaskara. Hann var mjög fróður og var frábær kennari. Fór með okkur út í náttúr- una frá fjöru til fjalla. Hann fræddi okkur um blóma- og fuglanöfn, þekkti örnefni og oft sögur kring- um þau, sögu lands og þjóðar kunni hann og var afar vel lesinn í Íslend- ingasögum. Og hann hafði hæfileik- ann að geta miðlað þekkingunni. Pabbi var hagleikssmiður og þegar kom að því að ákveða hvert skyldi stefna stefndi hugur hans allt eins að smíðanámi og stærð- fræðinni, sem þó varð ofan á. Er byggður var bílskúr í Skólagerðinu sá hann til að hafa þar „smíðhús“ til að geta stundað þar aukaiðjuna og þar smíðaði hann handa okkur rúm, skrifborð, kommóður og fleiri fallega hluti. Smíðhúsið hefur síðar orðið börnum og barnabörnunum til ómældrar ánægju og sköpunar- gleðin hefur þar fengið að njóta sín. Pabbi lifði vistvænu lífi. Fyrir ut- an nýtni og ráðdeild almennt þá er garðurinn líka sjálfbær. Þar voru safnkassar löngu áður en umhverf- ismál komust í tísku; greinar voru kurlaðar og notaðar í beðin, græn- meti ræktað og engin eiturefni not- uð. Það fækkar óðum í kynslóðinni sem kom úr sveitinni, lifði í takt við náttúruna og var laus við allt það prjál sem við höfum nýlega farið svo flatt á. Ég held að pabbi hafi náð að miðla sínum góðu lífsgildum að nokkru leyti til afkomendanna og ég vona að við séum nógu skyn- söm að miðla þeim áfram til okkar barna og annarra. Guðrún Ragnheiður. Við fráfall Jóns Erlings, mágs míns, kemur margt upp í hugann frá liðnum dögum. Minningarnar streyma fram og svipmyndir frá ýmsum tímum standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Það eru rúm 60 ár síðan ég man fyrst eftir Jóni Erlingi, en það var þegar hann útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Jón var samstúdent bróður míns Ara. Báðir héldu þeir síðan til Kaupmannahafnarháskóla, Jón í tryggingastærðfræði og Ari í eðl- isfræði. Það var kjarkur og dugn- aður sem þurfti til, því ekki var auðvelt um námslán á þeim tíma. Það voru ekki margir sem lögðu í að fara í þá námsgrein sem Jón valdi, því hún þótti erfið og margir gáfust upp á miðri leið. Í Kaupmannahöfn kynntist Jón Erlingur ungri og glæsilegri stúlku, sem var þar við sálfræðinám. Þetta var hún Sigrún systir mín og man ég hvað þau voru fallegt par, þegar þau giftu sig 1. ágúst 1953. Ég minnist líka hvað var gaman að hitta þau seinna um haustið í Kaup- mannahöfn og sjá borgina dýrðlegu undir þeirra leiðsögn. Eftir að námi lauk gerðist Jón tryggingafræðingur hjá Hagstofu Íslands. Hann var eftirsóttur af tryggingafélögum og einnig kom hann að kjaraviðræðum. Hann var klár og traustur starfsmaður og þeir eiginleikar einkenndu Jón Er- ling á öllum sviðum. Hann var ábyggilegur, trúr, hreinskiptinn og viljugur. Stuttu eftir heimkomu var hafist handa við byggingu hússins að Skólagerði 22, Kópavogi, sem þau hafa búið í fram á þennan dag. Jón var natinn við að halda garðinum og húsinu við, en þar sem annars staðar naut hann elju og dugnaðar Sigrúnar. Milli þeirra ríkti alltaf gagnkvæm virðing enda voru þau einstaklega samvalin hjón. Hjá þeim gengu hlutirnir svo áreynslu- laust fyrir sig að það virtist sem það væri leikur einn að eiga sex börn! Eldri börnin fjögur voru á svipuðum aldri og mín börn. Oft var hist eða farið saman í ferðir, stundum til Akureyrar, norður í Krossanes. Öll eru börnin og barnabörnin vel gert fyrirmyndar- fólk. Alltaf hefur verið rými og tími fyrir alla og aðdáunarvert er hversu mikið og vel þau hjálpuðu börnunum og barnabörnunum sín- um bæði beint og óbeint með um- hyggju og natni. Þegar dóttir mín frétti andlát Jóns sagði hún: „Jón talaði alltaf við okkur krakkana á sama hátt og við fullorðna. Ég kunni vel við það og fannst það traustvekjandi.“ Ófá voru boðin í tilefni afmæla, ferminga, útskrifta o.fl. og mikil gestrisni og hlýjar móttökur hjá þeim hjónum. Gjarnan var sest og rætt um nýjustu bækurnar eða um þjóðfélagsmál. Mikið var lesið á heimilinu og Jón las allar ævisögur og var hann hafsjór af þjóðlegum fróðleik. Mest af öllu þótti Jóni gaman að taka slag, en hann var góður bridgespilari. Jón hafði líka gaman af að veiða silung eða lax og stundum var farið í veiðitúra, oft gist í veiðihúsum og þá var auðvit- að tekið í spil á kvöldin. Að leið- arlokum vil ég þakka öðlingsmann- inum Jóni Erlingi samfylgdina og færi systur minni, Sigrúnu, innilega samúð mína. Einnig færi ég börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um sem og öðrum ættingjum sam- úðarkveðjur. Áslaug Brynjólfsdóttir. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast kærs tengdaföður til meira en þrjátíu ára. Á sinn hægláta hátt hafði Jón Erlingur mikil áhrif á ekki aðeins eigin börn og okkur tengdabörnin heldur einnig barna- börn og barnabarnabörn. Hann var mjög bóngóður, hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum og þótti alltaf sjálfsagt að fara af stað ef einhver viðburður var að gerast. Síðasta slík flugferð var farin af þremur kynslóðum til að skoða eld- stöðvarnar í Grímsvötnum við Gjálpargosið, en áður hafði hann skoðað eldgosið í Heklu 1947 og til dæmis flogið yfir Öskju og Surtsey á sínum tíma. Í fræðimanninum varðandi tryggingamál var einnig fyrir hendi sveitastrákurinn sem lærði að gera við það sem þurfti og að smíða, en margir innan fjölskyldu hans eru hagleikssmiðir, ýmist lærðir eða leikir. Í „smíðhúsinu“ úti í bílskúr urðu til ýmsir gripir sem enn eru til og þangað fór hann einnig gjarn- an með barnabörnin um leið og þau voru orðin nógu stór til að halda á hamri. Áhugi hans á viðburðum eins og heimsstyrjöldunum, þá sérstaklega þeirri seinni, skilaði sér einnig áfram til næstu kynslóða. Áhugi hans á sögu var meðal annars til- efni ferðalaga til Ísrael og Grikk- lands, auk ferðar á slóðir Mozarts. Alltaf var tekin upp umræða um það sem var fréttnæmast þegar fjölskyldan safnaðist saman, eðli- legt þótti að vera áskrifandi að Newsweek og Times svo hægt væri að fá fleiri sjónarhorn en aðeins það íslenska og tölvu sá hann strax not fyrir um leið og þær komu á markað. Jón Erlingur las einnig mikið sér til ánægju en skemmtilegastar fannst honum bækur sem byggðust á sönnum atburðum og deildi hann þeim með fleirum í fjölskyldunni. Ég vil þakka honum fyrir að gefa sér alltaf tíma til að fylgjast með gengi okkar allra, leiðbeina og hvetja ef þurfti. Minning hans mun lifa með okkur öllum um ókomin ár. Dagný Guðnadóttir. Með nokkrum orðum vil ég minnast tengdaföður míns, Jóns Erlings Þorlákssonar, sem lést eft- ir langvinn veikindi 28. maí. Ég kynntist Jóni fyrir 15 árum. Hann bauð mig velkomna í húsið og frá fyrstu stundu var ég umlukin hlýju sem hefur fylgt mér allar götur síð- an. Jón var þá um það bil að hætta störfum sem tryggingastærðfræð- ingur og við tók ævikvöldið sem hann naut í samvistum við Sigrúnu, afkomendurna og gamla vini. Hann undi sér vel heima við og ég minn- ist fallegra sumardaga með kaffi úti í garði og notalegs hádegisspjalls yfir skyri og brauði í eldhúsinu. Þá leið honum vel úti í náttúrunni, gjarna við vatn eða á þar sem hægt var að leyfa þeim yngstu að spreyta sig við veiðar. Jón var hógvær maður, einlægur og yfirlætislaus. Hann tranaði sér og skoðunum sínum ekki fram en miðlaði gjarna af þekkingu sinni ef eftir var leitað. Hann bjó að góðri menntun, í orðsins víðustu merk- ingu, og hélt áfram að afla sér fróð- leiks og þekkingar svo lengi sem hugurinn gat starfað. Stærðfræðin skipaði háan sess og hann gladdist innilega yfir áhuga barna sinna á faginu, án þess þó að gera nokkuð til að hafa áhrif á val þeirra á menntun eða starfi. Hann var í eðli sínu raunvísindamaður sem vildi nýta aukna þekkingu til hagsbóta fyrir sem flesta, samtímis sem hann bar með sér reynslu fyrri tíma og sagði börnum sínum og barnabörnum dæmisöguna af gamla bátnum og nýja bátnum. Þegar synir okkar minnast afa kemur upp í huga þeirra orðið glað- ur. Afi var alltaf glaður segja þeir og bæta við að hann hafi treyst börnum. Í Skólagerðinu, og þá sér- staklega smíðhúsinu, ríkti frelsi til athafna meðan afi, með sitt jafn- aðargeð og þolinmæði, var aldrei langt undan ef aðstoðar var þörf. Að sjálfsögðu var frelsið innan viss ramma, en mörkin voru fyrir börn- unum oftast ósýnileg og skiptu engu máli. Stelpurnar þekkja afa Jón minna en eiga myndir frá því að hann heimsótti okkur í Lund og var viðstaddur skírn þeirra. Önnur mynd sem er mér dýrmæt er úr brúðkaupi okkar Nonna, þar sem Jón situr við hlið Sigrúnar og legg- ur utan um hana handlegginn og úr andlitinu skín ástúð, umhyggja og sátt. Í gegnum árin hafa kveðjustund- irnar í Skólagerði verið margar, þegar fjölskyldan hefur haldið heim til Lundar eftir leyfi heima á Ís- landi. Nú er komið að annarri kveðjustund, sárari og dýpri. Ég kveð Jón með innilegu þakklæti og óska þess að ástúð hans lifi með okkur öllum og fleyti Sigrúnu áfram yfir erfiða tíma. Anna Stefánsdóttir. Minningin um Jón tengdaföður minn er björt og mun fylgja mér ævina á enda. Ævin mun hins veg- ar ekki endast mér til að tileinka mér bestu kostina í fari hans. Hvaða sálarafl olli því hlýlega við- móti sem þekkti ekki tilgerð? Hvernig verður maður svo laus við allan hégóma? Hvernig má vera svo trúr veruleikanum en heiðra um leið skáldskapinn? Hvaðan kemur sú hægláta nákvæmni sem þó sam- rýmist umburðarlyndi? Að þvílíkum vangaveltum hefði hann einungis brosað: Þetta var honum svo eðlilegt og hann hefði ekkert markvert séð við það. Nóg annað markvert var að skoða í þessum heimi og var forvitnin og lestrargleðin eitt af því sem gæddi félagsskap hans sérstöku lífi. Hann var þó gagnrýninn lesandi og fór fram á nákvæmni. Misbeitingu stærðfræðinnar, tungunnar eða skáldskaparins gat hann tekið með ísmeygilegri kímni en vel unnið rit- verk uppskar óskipta aðdáun. Einkum hélt hann upp á góðar bækur um söguleg efni. Veruleik- inn fól í sér alla söguna og hana þekkti hann betur en flestir – en veruleikinn er líka gerður úr líð- andi stund. Hið rólega fas hans gaf aldrei annað til kynna en heiðra bæri augnablikið og þá sem áttu það með honum, hvort sem þar voru fullorðnir, unglingar eða börn. Mér verður oft hugsað til þess hvílíkt lán það er að hafa kynnst Jóni og hvað hann var barnabörn- um sínum góður afi. Fyrir þetta er ég þakklátur og kveð með söknuði góðan tengdaföður og vin. Atli Ingólfsson. Fallinn er frá tengdafaðir minn, Jón Erlingur Þorláksson. Mig lang- ar að minnast hans í nokkrum orð- um. Það eru tæplega 30 ár síðan ég hitti þennan mikla sómamann í fyrsta skipti. Hann tók mér mjög vel og fáum mönnum hef ég kynnst sem voru eins þægilegir í um- gengni. Jón var sérstaklega fág- aður maður og kurteis í allri fram- komu svo af bar. Maður með slíka framkomu kemur sér raunar alls staðar vel og það var fráleitt að hugsa sér að hann kæmist upp á kant við fólk sem hann hafði kynni Jón Erlingur Þorláksson 28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Maríus Pétur Lund, Dagný Edda Lund. HINSTA KVEÐJA                         

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.