Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 8
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -5 -h ar pa - C M Y K Vesturland ætlar að taka sérstaklega vel á móti fjölskyldufólki í sumar að sögn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur verkefnastjóra en um þessar mundir eru níu fyrirtæki í ferðaþjónustu á Vest- urlandi að vinna verkefni sem snýst um menningartengda ferðaþjónustu fyrir börn. „Öll þessi fyrirtæki bjóða upp á einhverja þjónustu sem er sér- staklega miðuð að börnum. Þegar þessi fyrirtæki hófu að vinna saman rann það betur upp fyrir okkur en áður hvað það er margt spennandi í boði á Vesturlandi fyrir börn,“ segir Sigurborg og bætir við að þessi þjónusta nái allt frá söfnum til veitingastaða og gist- ingar. „Það sem öll fyrirtækin eiga sameiginlegt er að vera með sérstaka dagskrá fyrir börn.“ Alvöru víkingahús Þegar dagskráin er tilbúin má finna hana á vefsíðu Markaðsstofu Vest- urlands auk þess sem hún verður í Vesturlandshandbók sem kemur út innan skamms. Eiríksstaðir í Búðardal er einn af þeim stöðum sem taka þátt í verkefn- inu enda segir Helga Ágústsdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Dalabyggð- ar, að á Eiríksstöðum fari fjölskyldan saman í tímaferðalag aftur á söguöld og kynnist því hvernig lífið var á þeim tíma. „Þetta er alvöru víkingahús með logandi eldi, sögustundum og góm- sætu víkingabrauði sem talið er vera besta brauð í heimi. Börn hafa alltaf verið mjög velkomin til okkar og hér fræðast þau um þetta tímabil í sög- unni á lifandi og skemmtilegan hátt.“ Fyrir fullorðna og börn Það er ýmislegt sem hægt er að gera á Eiríksstöðum utan þess að skoða sjálfan bæinn, að sögn Helgu. „Krakkarnir fá að fara í ratleik á svæðinu og svo baka þau vík- ingabrauð við langeldinn á meðan hlustað er á frásagnir frá lífinu á þess- um tíma. Það er mjög vinsælt að baka víkingabrauð og fullorðnir hafa ekki síður gaman af því. Ég sé iðulega full- orðið fólk leika sér eins og börn hjá okkur enda er þetta lifandi starfsemi þar sem fólk dettur í raun inn í annan raunveruleika. Svo eigum við alls kyns sverð, skildi og skinn sem börn- in mega skoða og jafnvel leika sér með.“ Að víkingasið Á Eiríksstöðum er bakað brauð að víkingasið en brauðið ku vera það besta í heimi. Besta brauð í heimi www.eiriksstadir.is www.vesturland.is 8| ferðasumar 2009 Morgunblaðið MAÍ 17. Borgarfjörður Afmælishátíð Borg- arneskirkju – hátíðarguðsþjónusta þar sem biskup Íslands prédikar. 23. Stykkishólmur Tónlistarskólinn lýkur vetrarstarfinu með glæsilegum lokatónleikum klukkan 18. Allir velkomnir. JÚNÍ 1. Borgarfjörður Einsöngstónleikar í Borg- arnesi: Theodóra Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. 5. Stykkishólmur Gulli og Hera Björk í Vatnasafni/Library of Water. 5.-7. Borgarfjörður Sjómannadagshelgin og fjölbreytt dagskrá. 12. Borgarfjörður Katrín Jóhannesdóttir hönnuður sýnir handverk sitt og hönnun í minningu ömmu sinnar, Hólmfríðar Jóhannes- dóttur, í Safnahúsi Borgarfjarðar klukkan 16. 12.-14. Borgarfjörður IsNord tónlistarhá- tíðin verður haldin í Paradísarlaut, Borgarnes- skirkju og í Logalandi en þar verða meðal annars ljóðatónleikar með Vígþóri Sjafnar tenór og Jónínu Ernu Arnardóttur á píanó og margt fleira. 13. Borgarfjörður Dagur kanínuræktar á Hvanneyri; fyrirlestrar, fræðsla, afurðir og kanínur til sýnis. 14. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Helga Bryndís Magnúsdóttir og Aladár Rácz spila fjórhent á Píanó. 20. Borgarfjörður Málþing til heiðurs Páli Jónssyni, bókaverði frá Örnólfsdal í Þver- árhlíð, kl. 13-16 í sal Menntaskóla Borg- arfjarðar. Að loknu málþingi stendur FÍ fyrir gönguferð til minningar um Pál. 20.-21. Borgarnes Brákarhátíð sem hefst með Brákarhlaupi klukkan 11. 26.-28. Grundarfjörður Um fjallahelgi munu valinkunnir heimamenn taka á móti gestum og fræða þá um fjöllin á svæðinu. Sagt verður frá helstu gönguleiðum og skipulagðar ferðir farnar. 28. Hvalfjörður Íhugunarganga með trúar- legum leiðarsteinum. Við vörðuna hjá Brunná. Upplýsingar og skráning í síma 893 2789. 28. Borgarfjörður Pílagrímaganga um Síldarmannagötur. Lagt af stað frá vörðunni hjá Brunná í Hvalfirði. JÚLÍ 2. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. 3.-5. Ólafsvík Fjölskylduvæn bæjarhátíð í Ólafsvík fyrir íbúa og gesti bæjarins, þar sem brottfluttir eru sérstaklega boðnir velkomnir. 16. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Ragnheiður Árna- dóttir söngur, Andrés Þór Gunnlaugsson á gít- ar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott Lemore á slagverk. 17.-18. Snæfellsbær Sjóstangaveiðimót. SjóSnæ. 22.-27. Borgarfjörður Reykholtshátíð. 24.-25. Grundarfjörður Hátíðin Á góðri stund í Grundarfirði. Ágúst 1. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. De’Wos, danskur tvöfaldur kvartett undir stjórn Erlu Þórólfs- dóttur. 16. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Jazztríó – Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Valdimar K. Sig- urjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. 21.-23. Stykkishólmur Fjölskylduhátíðin Danskir dagar er haldin í 16. sinn. *Listinn er ekki tæmandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.