Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 8
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -5 -h ar pa - C M Y K Vesturland ætlar að taka sérstaklega vel á móti fjölskyldufólki í sumar að sögn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur verkefnastjóra en um þessar mundir eru níu fyrirtæki í ferðaþjónustu á Vest- urlandi að vinna verkefni sem snýst um menningartengda ferðaþjónustu fyrir börn. „Öll þessi fyrirtæki bjóða upp á einhverja þjónustu sem er sér- staklega miðuð að börnum. Þegar þessi fyrirtæki hófu að vinna saman rann það betur upp fyrir okkur en áður hvað það er margt spennandi í boði á Vesturlandi fyrir börn,“ segir Sigurborg og bætir við að þessi þjónusta nái allt frá söfnum til veitingastaða og gist- ingar. „Það sem öll fyrirtækin eiga sameiginlegt er að vera með sérstaka dagskrá fyrir börn.“ Alvöru víkingahús Þegar dagskráin er tilbúin má finna hana á vefsíðu Markaðsstofu Vest- urlands auk þess sem hún verður í Vesturlandshandbók sem kemur út innan skamms. Eiríksstaðir í Búðardal er einn af þeim stöðum sem taka þátt í verkefn- inu enda segir Helga Ágústsdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Dalabyggð- ar, að á Eiríksstöðum fari fjölskyldan saman í tímaferðalag aftur á söguöld og kynnist því hvernig lífið var á þeim tíma. „Þetta er alvöru víkingahús með logandi eldi, sögustundum og góm- sætu víkingabrauði sem talið er vera besta brauð í heimi. Börn hafa alltaf verið mjög velkomin til okkar og hér fræðast þau um þetta tímabil í sög- unni á lifandi og skemmtilegan hátt.“ Fyrir fullorðna og börn Það er ýmislegt sem hægt er að gera á Eiríksstöðum utan þess að skoða sjálfan bæinn, að sögn Helgu. „Krakkarnir fá að fara í ratleik á svæðinu og svo baka þau vík- ingabrauð við langeldinn á meðan hlustað er á frásagnir frá lífinu á þess- um tíma. Það er mjög vinsælt að baka víkingabrauð og fullorðnir hafa ekki síður gaman af því. Ég sé iðulega full- orðið fólk leika sér eins og börn hjá okkur enda er þetta lifandi starfsemi þar sem fólk dettur í raun inn í annan raunveruleika. Svo eigum við alls kyns sverð, skildi og skinn sem börn- in mega skoða og jafnvel leika sér með.“ Að víkingasið Á Eiríksstöðum er bakað brauð að víkingasið en brauðið ku vera það besta í heimi. Besta brauð í heimi www.eiriksstadir.is www.vesturland.is 8| ferðasumar 2009 Morgunblaðið MAÍ 17. Borgarfjörður Afmælishátíð Borg- arneskirkju – hátíðarguðsþjónusta þar sem biskup Íslands prédikar. 23. Stykkishólmur Tónlistarskólinn lýkur vetrarstarfinu með glæsilegum lokatónleikum klukkan 18. Allir velkomnir. JÚNÍ 1. Borgarfjörður Einsöngstónleikar í Borg- arnesi: Theodóra Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. 5. Stykkishólmur Gulli og Hera Björk í Vatnasafni/Library of Water. 5.-7. Borgarfjörður Sjómannadagshelgin og fjölbreytt dagskrá. 12. Borgarfjörður Katrín Jóhannesdóttir hönnuður sýnir handverk sitt og hönnun í minningu ömmu sinnar, Hólmfríðar Jóhannes- dóttur, í Safnahúsi Borgarfjarðar klukkan 16. 12.-14. Borgarfjörður IsNord tónlistarhá- tíðin verður haldin í Paradísarlaut, Borgarnes- skirkju og í Logalandi en þar verða meðal annars ljóðatónleikar með Vígþóri Sjafnar tenór og Jónínu Ernu Arnardóttur á píanó og margt fleira. 13. Borgarfjörður Dagur kanínuræktar á Hvanneyri; fyrirlestrar, fræðsla, afurðir og kanínur til sýnis. 14. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Helga Bryndís Magnúsdóttir og Aladár Rácz spila fjórhent á Píanó. 20. Borgarfjörður Málþing til heiðurs Páli Jónssyni, bókaverði frá Örnólfsdal í Þver- árhlíð, kl. 13-16 í sal Menntaskóla Borg- arfjarðar. Að loknu málþingi stendur FÍ fyrir gönguferð til minningar um Pál. 20.-21. Borgarnes Brákarhátíð sem hefst með Brákarhlaupi klukkan 11. 26.-28. Grundarfjörður Um fjallahelgi munu valinkunnir heimamenn taka á móti gestum og fræða þá um fjöllin á svæðinu. Sagt verður frá helstu gönguleiðum og skipulagðar ferðir farnar. 28. Hvalfjörður Íhugunarganga með trúar- legum leiðarsteinum. Við vörðuna hjá Brunná. Upplýsingar og skráning í síma 893 2789. 28. Borgarfjörður Pílagrímaganga um Síldarmannagötur. Lagt af stað frá vörðunni hjá Brunná í Hvalfirði. JÚLÍ 2. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. 3.-5. Ólafsvík Fjölskylduvæn bæjarhátíð í Ólafsvík fyrir íbúa og gesti bæjarins, þar sem brottfluttir eru sérstaklega boðnir velkomnir. 16. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Ragnheiður Árna- dóttir söngur, Andrés Þór Gunnlaugsson á gít- ar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott Lemore á slagverk. 17.-18. Snæfellsbær Sjóstangaveiðimót. SjóSnæ. 22.-27. Borgarfjörður Reykholtshátíð. 24.-25. Grundarfjörður Hátíðin Á góðri stund í Grundarfirði. Ágúst 1. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. De’Wos, danskur tvöfaldur kvartett undir stjórn Erlu Þórólfs- dóttur. 16. Stykkishólmur Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju 2009. Jazztríó – Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Valdimar K. Sig- urjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. 21.-23. Stykkishólmur Fjölskylduhátíðin Danskir dagar er haldin í 16. sinn. *Listinn er ekki tæmandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.