Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 10
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -6 -h ar pa - C M Y K Á Akranesi er eitt stærsta steinasafn Íslands sem geymt er innandyra en tegundirnar sem þar eru geymdir skipta mörgum tugum. Hins vegar eru fleiri þúsund steinar á staðn- um sem er einkar skemmtilegt að skoða, að sögn Jón Allans- sonar, forstöðumanns Safn- asvæðisins á Akranesi. „Stein- arnir koma frá öllum lands- hlutum og hluti þeirra er sagaður og slípaður þar sem steinar eru oft fallegri slípaðir.“ Jón talar um að það sé mikið um að fólk komi sérstaklega á Safnasvæðið til að skoða og fræðast um steinana. „Þetta er náttúrlega mjög litríkt og fal- legt. Hvalfjörðurinn er einn alauðugasti steinatökustaður á landinu, það eru margar nám- ur þar og ekki svo langt að fara,“ segir Jón og bætir við að erlendum ferðamönnum þyki þetta sérstaklega áhugavert. „Hingað hafa komið erlendir ferðamenn sem koma gagn- gert til að skoða og kaupa sér steina.“ Steinaríki Íslands Það hefur verið áratugaverk að safna steinunum í Steinaríki Íslands saman en þeir þykja mjög fallegir. Mörg þúsund steinar Steinaríki Íslands www.museum.is Frá 15. maí til 14. september er opið frá klukkan 10-17 alla daga vikunnar. Á Erpsstöðum er hægt að smakka heimalagaðan ís eftir að hafa fylgst með þegar kýrnar voru mjólkaðar. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, eigandi Erps- staða, segir að á Erpsstöðum séu um 60 mjólkurkýr. „Við er- um nýbúin að byggja nýtt fjós fyrir tæplega 80 kýr og í hús- næðinu er aðstaða til að taka á móti ferðamönnum.“ Áningarstaður fjölskyldunnar Þorgrímur segir að fólki sé vit- anlega frjálst að fara inn í fjósið og komast í snertingu við dýrin sé áhugi fyrir því. „Þetta er án- ingarstaður fjölskyldunnar. Krakkarnir geta hlaupið úti, far- ið inn í fjós til að klappa kálf- unum og hitta hestana auk þess að sjá önnur dýr sem eru í nágrenninu. Á meðan geta for- eldrarnir aðeins teygt úr sér og svo geta allir fengið sér ís og kaffisopa.“ Þorgrímur byrjaði með ís- framleiðslu og er nú að fara út í mjólkurúrvinnslu. „Við erum að koma okkur upp lager en ég reikna með að það verði komið upp úr miðjum mánuðinum. Síð- an er meiningin að vera með osta og skyr í mjólkurvinnsl- unni.“ Mjólkurframleiðsla Á Erps- stöðum geta börnin fylgst með ísframleiðslu og svo fengið að smakka ísinn. Ís framleiddur á staðnum Erpsstaðir www.erpsstadir.is (frá og með 1. júní) Opið frá 13-17 um helgar. Eftir að kvikmyndin Brúðguminn kom út hefur aðsókn að Flatey aukist mikið, að sögn Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur, starfs- manns hjá Sæferðum. „Þetta er náttúrlega sérstaklega falleg eyja en það er misjafnt í hvaða tilgangi fólk fer þangað. Erlendir ferðamenn virðast hafa áhuga á því að rölta um eyna á meðan Íslendingar eru líklegri til að gista. Svo eru sumir sem fara bara þangað til að skoða fuglana en það er mjög mikið fuglalíf í Flatey. Við siglum út í Flatey að morgni og þá er ann- að hvort hægt að fara til baka eftir hádegi eða um kvöldið. Svo er náttúrlega alltaf hægt að gista í Flatey og þar er bæði tjaldsvæði og mjög huggulegt hótel.“ Vinsæl ævintýraferð Svokölluð Ævintýraferð hjá Sæ- ferðum hefur líka verið vinsæl og sérstaklega hjá hópum. „Ferðin tekur um tvo tíma og korter og það er siglt um suður- eyjar Breiðafjarðar. Báturinn fer mjög nálægt öllum eyjunum og skipstjórinn segir frá sögu eyjanna, talar um umhverfið og fuglana. Þá er líka siglt inn í Hvammsfjarðarröstina sem get- ur verið rosalega skemmtilegt því þar er svo mikill munur á flóði og fjöru. Báturinn getur því skollið niður hinum megin við röstina sem veldur mikilli kát- ínu hjá farþegunum.“ Ferskt sjávarfang Hápunktur ferðarinnar segir Ólöf að sé þegar plógurinn er dreginn upp. „Þá fara allir far- þegarnir upp á dekk og í plógn- um leynast krabbar, ígulker og skelfiskur sem farþegarnir mega svo smakka á. Þetta er aðalfjörið og erlendu ferða- mennirnir og krakkarnir hafa sérstaklega gaman af þessu. Það er mjög mikið um að fólk smakki á kræsingunum, sum- um finnst þetta mjög gott á meðan aðrir harðneita að smakka sjávarfangið. Þetta er náttúrlega alveg ferskt úr sjón- um þannig að flestir kunna að meta þetta og svo er hægt að kaupa hvítvín með,“ segir Ólöf og bætir við að farið sé í tvær Ævintýraferðir á dag. Ævintýri Það er vinsælt að gæða sér á fersku sjávarfangi í Ævin- týraferðum Sæferða en ekki kunna allir að meta kræsingarnar. Ævintýri á sjó Sæferðir saeferdir.is 10| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.