Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 18
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-1
0-
sv
an
-
hv
it
- C
M
Y
K
H eimkynni Vestfjarðavík-ingsins eru að mörguleyti sveipuð dulúð en
um leið ævintýraljóma. Ótal
þjóðsögur eru til af svæðinu og
galdrar hafa löngum verið
tengdir því. Hornstrandir nyrst á
Vestfjörðum eru sannkallað æv-
intýraland göngufólks og ein-
ungis heimilt að fara þar um fót-
gangandi en Hornstrandir voru
friðlýstar árið 1975. Þar eru
feiknahá fuglabjörg iðandi af
sjófugli og dýralíf og gróðurfar á
svæðinu ber þess skýr merki
að ágangur manna og búfén-
aðar er takmarkaður. Á Horn-
ströndum var áður byggð sem
þótti um margt sérstæð, ein-
angrun var mikil og íbúarnir
treystu á sjóinn og fuglabjörgin
sér til lífsviðurværis. Ferða-
málasamtök Vest-
fjarða hafa nú ný-
verið gefið út
vönduð göngu- og
útivistarkort um
starfssvæði sitt þar
sem göngufólk
skoðar vænlegar
gönguleiðir fyrir
sumarið á öllum
Vestfjarðakjálk-
anum. Kortin taka yfir Horn-
strandir til Steingrímsfjarðar að
austan og Arnarfjarðar að vest-
an.
Á sunnanverðum Vest-
fjörðum búa og hafa búið marg-
ar athyglisverðar persónur sem
sett hafa svip á mannlíf og
sögu svæðisins. Meðal þeirra
má nefna Gísla á Uppsölum. Þá
fæddist á jörðinni Svefneyjum á
samnefndri eyju einn merkasti
Íslendingur 18. aldar, skáldið
og vísindamaðurinn Eggert
Ólafsson. Ættu allir Íslendingar
að kannast við fyrstu línurnar í
einu þekktasta ljóði hans: Ís-
lands minni, er hljóðar svo, Ís-
land ögrum skorið, eg vil nefna
þig. Ýmiss konar söfn má finna
á Vestfjörðum og til dæmis má
skoða Strandagaldur, Galdra-
safnið eða koma
við í Bíldudal og
heimsækja Mel-
ódíur minninganna,
Tónlistarsafn Jóns
Kr. Ólafssonar þar
sem finna má muni
sem tengjast mörg-
um af fremstu tón-
listarmönnum þjóð-
arinnar.
Vestfirðir
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dulúðugt ævintýralandslag
Vestfirðir eru draumalandsvæði göngu-
fólks þar sem ganga má fjarri skarkala
mannabyggða á hinum ægifögru Horn-
ströndum. Það verður nóg um að vera á
Vestfjörðum í sumar og hver bær gæð-
ist nýju lífi þegar hátíðir fyrir unga jafnt
sem aldna verða haldnar með fjöl-
breyttri dagskrá.
www.vestfirdir.is
www.strandir.is
www.hesteyri.is
www.galdrasyning.is
www.isafjordur.is
www.sudavik.is
www.bolungarvik.is
www.hnjotur.is
www.talknafjordur.is
Ísafjörður Menning
og listir blómstra á
Vestfjörðum og þar er
náttúrufegurðin mikil.
18| ferðasumar 2009 Morgunblaðið