Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 21
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-1
2-
sv
an
-
hv
it
- C
M
Y
K
Hin árlega saltfiskveisla Byggðasafns Vest-
fjarða á Ísafirði verður á sínum stað í sumar.
Veislan verður með óvenju veglegu móti að
þessu sinni og ættu allir saltfiskunnendur
svo og aðrir að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. „Í ár verður gefin út ný uppskriftabók
með saltfiskréttum frá fólki sem komið hef-
ur og eldað uppáhalds saltfiskréttinn sinn á
hátíðinni í gegnum árin. Uppskriftirnar eru
settar saman í bókinni sem kemur út á ís-
lensku, þýsku og ensku. Einnig mun koma
út hljómdiskur með Saltfisksveit Villa Valla
sem hefur leikið árlega í þessum veislum
frá upphafi eða síðan árið 2002. Hljóm-
sveitina skipa þau Villi Valli (Vilberg Vilbergs-
son), Tómas R. Einarson, Matthías Hem-
stock, Páll Torfi Önundarson og söngkonan
Jóhanna Þórhallsdóttir. Þau hafa valið lög á
diskinn sem eru í stemningu við saltfiskinn,
svona suðræn lög í bland við íslensk lög og
frumsamin,“ segir Jón Sigurpálsson, for-
stöðumaður safnsins.
Með mörfloti eða púrtvíni
Að þessu sinni verður hátíðin haldin í Ed-
inborgarhúsinu þar sem hún verður með
stærra móti en eins og undanfarin ár verður
verkaður sólþurrkaður saltfiskur og miðað
er við að verka tvö tonn líkt og í fyrra. Fiskinn
verður síðan hægt að kaupa eða gæða sér
á ljúffengum fiskréttum í Tjöruhúsinu þar
sem er rekinn veitingastaður á sumrin. Jón
segir safnmenn hafa reynt að halda uppi
heiðri íslenskrar matargerðar með soðningu
með mörfloti en púrtvínsleginn saltfiskur
með rúsínum og ýmsar aðrar útfærslur hafi
einnig verið vinsælar. Saltfiskveislan verður
haldin hinn 4. júlí og hefur hún verið mjög
vinsæl, bæði meðal íslenskra og erlendra
ferðamanna. Safnið er bæði byggða- og sjó-
minjasafn en í sumar verður tekinn í notkun
uppgerður bátur, Sædís ÍS 67 sem safnið er
að koma í sjóhæft ástand og einnig sett upp
hlunnindasýning sjávarnytja í safnhúsinu.
Ljósmynd/Ágúst Atlason
Sjósögu gert skil Saltfiskveislan verður haldin á Byggðasafni Vestfjarða.
Tvö tonn af saltfiski
Byggðasafn Vestfjarða
http://nedsti.is/index.asp
Þýsku ljósmyndararnir Tina
Bauer og Claus Sterneck eru
miklir Íslandsaðdáendur og
hafa búið og starfað hér á landi
í nokkurn tíma. Fyrsta sameig-
inlega sýning þeirra verður opn-
uð í gömlu síldarverksmiðjunni
á Djúpavík hinn 18. júlí og þar
fá gestir að sjá Ísland með ein-
stökum augum ljósmynd-
aranna.
Náttúruöflin hafa betur
Claus segist með myndum sín-
um vilja sýna annað Ísland með
nákvæmum myndum og fersk-
um áherslum. Tina segist heill-
uð af því hversu smátt henni
finnst mannfólkið vera þegar
það stendur andspænis nátt-
úruöflum landsins og hvernig
siðmenning fólksins sé þannig í
raun yfirtekin af slíkum öflum.
Á sýningunni má sjá myndir
bæði frá Djúpavík og víðar frá
Íslandi en á Hótel Djúpavík má
einnig finna myndabækur með
myndum sem Claus hefur tekið
síðastliðin ár í Djúpavík og
næsta nágrenni.
Falleg náttúra Á ljósmyndunum er litið á hlutina frá nýju sjónarhorni.
Nýtt sjónarhorn á landið
www.clausiniceland.com
www.iceland-photography.com
ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 21