Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 23
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -1 4- ha rp a- C M Y K ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 23 Sannkölluð hlaupahátíð verður haldin á Vestfjörðum í sumar. „Í Óshlíðarhlaupinu er hlaupið frá Bolungarvík og um Óshlíðina sem er frekar sérstakur vegur sem bráð- lega heyrir sögunni til með tilkomu Bolung- arvíkurganga. Þetta er skemmtileg hlaupa- leið með góðu útsýni yfir allt Djúpið, Hornstrandafriðland og Jökulfirði. Vestur- gatan er ekki síðri en þar er hlaupið fyrir Svalvoga sem er í raun nesið á milli Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar. Þar var ruddur veg- ur í einkaframtaki af ýtustjóra sem var mik- ill áhugamaður um veglagningu þarna og er sennilega ein sérstakasta vegarlagning á landinu. Þarna er keyrt í fjörunni á kafla og undir hömrum sem slúta yfir veginn,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánarson, upplýs- ingafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Samkoma á Víkingasvæðinu Í Óshlíðarhlaupinu er í boði 4 km skemmti- skokk, 10 km og hálfmaraþon. Vestur- gatan er 24 km en hægt er að hlaupa hana hálfa. Óshlíðarhlaupið fer fram á föstu- dagskvöldi og sama kvöld fer verð- launahátíð fram í íþróttahúsinu á Þingeyri. Á laugardeginum er áætlað að skipuleggja hlaupatengda dagskrá með fyrirlestrum og öðru slíku. Flestir hlaupagarparnir hlaupa bæði hlaupin og Vesturgatan er hlaupin á sunnudegi en helginni er síðan slúttað á svokölluðu Víkingasvæði að því loknu. Há- tíðin fer fram helgina 17. til 19. júlí. Morgunblaðið/Rax Náttúrufegurð Hlaupið er fyrir Svalvoga, nesið á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, á hlaupahátíðinni á Vestfjörðum. Hlaupagarpar á Vestfjörðum Námskeiðið Þjóðir og þjóðern- isstefna á tímum hnattvæð- ingar verður haldið í Sumarhá- skóla á Hrafnseyri í lok júlí í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða. Námskeiðið er al- þjóðlegt og því kennt á ensku en ætlað bæði Íslendingum og erlendu fólki. Nemendur taka virkan þátt „Námskeiðin hófust sumarið 2006 og hafa hingað til verið í formi ráðstefna þar sem kenn- arar frá Boston og Kaup- mannahafnarháskóla hafa haldið fyrirlestra, en í ár verður námskeiðið meira miðað að kennslu þar sem nemendur geta tekið virkan þátt í um- ræðum tengdum námsefninu. Svona námskeið passar vel við þennan stað og það er áhugi er- lendis fyrir því að komast út úr stórborgunum og til slíkra staða þar sem hægt er að sjá heiminn aðeins, vera í friði og ræða mál- in. Háskólasetrið hefur verið í tengslum við Manitoba-háskóla og nú þegar hafa skráð sig tíu nemendur þaðan,“ segir Valdi- mar Halldórsson, safnstjóri Minningarsafns Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri. Hvernig sé að vera Íslendingur Valdimar sér um að kenna námsefni úr Íslandssögu eftir Gunnar Karlsson á ensku svo og texta frá Sverri Jakobssyni, Guðmundi Hálfdánarsyni og fleirum. Gestakennarinn í ár heitir Richard Jenkins og er pró- fessor í félagsfræði við Shef- field-háskóla. Hann hefur mikið fjallað um og skrifað bækur um það hvernig fólk myndar sína sjálfsmynd í sambandi við þjóð og þjóðflokk og jafnvel stjórn- mála- eða íþróttaflokk og gert á slíku vettvangsrannsóknir í Wa- les, Írlandi og Danmörku. Safn- ið á Hesteyri er opið yfir sum- artímann en þar er starfrækt kaffihús og segir Valdimar marga koma þar við til að fá sér vöfflur og kaffi í fallegu um- hverfi. Hátíðahöld Þann 17. júní er margt um að vera á Hrafnseyri. Þjóðlegt námskeið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.