Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 23

Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 23
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -1 4- ha rp a- C M Y K ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 23 Sannkölluð hlaupahátíð verður haldin á Vestfjörðum í sumar. „Í Óshlíðarhlaupinu er hlaupið frá Bolungarvík og um Óshlíðina sem er frekar sérstakur vegur sem bráð- lega heyrir sögunni til með tilkomu Bolung- arvíkurganga. Þetta er skemmtileg hlaupa- leið með góðu útsýni yfir allt Djúpið, Hornstrandafriðland og Jökulfirði. Vestur- gatan er ekki síðri en þar er hlaupið fyrir Svalvoga sem er í raun nesið á milli Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar. Þar var ruddur veg- ur í einkaframtaki af ýtustjóra sem var mik- ill áhugamaður um veglagningu þarna og er sennilega ein sérstakasta vegarlagning á landinu. Þarna er keyrt í fjörunni á kafla og undir hömrum sem slúta yfir veginn,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánarson, upplýs- ingafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Samkoma á Víkingasvæðinu Í Óshlíðarhlaupinu er í boði 4 km skemmti- skokk, 10 km og hálfmaraþon. Vestur- gatan er 24 km en hægt er að hlaupa hana hálfa. Óshlíðarhlaupið fer fram á föstu- dagskvöldi og sama kvöld fer verð- launahátíð fram í íþróttahúsinu á Þingeyri. Á laugardeginum er áætlað að skipuleggja hlaupatengda dagskrá með fyrirlestrum og öðru slíku. Flestir hlaupagarparnir hlaupa bæði hlaupin og Vesturgatan er hlaupin á sunnudegi en helginni er síðan slúttað á svokölluðu Víkingasvæði að því loknu. Há- tíðin fer fram helgina 17. til 19. júlí. Morgunblaðið/Rax Náttúrufegurð Hlaupið er fyrir Svalvoga, nesið á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, á hlaupahátíðinni á Vestfjörðum. Hlaupagarpar á Vestfjörðum Námskeiðið Þjóðir og þjóðern- isstefna á tímum hnattvæð- ingar verður haldið í Sumarhá- skóla á Hrafnseyri í lok júlí í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða. Námskeiðið er al- þjóðlegt og því kennt á ensku en ætlað bæði Íslendingum og erlendu fólki. Nemendur taka virkan þátt „Námskeiðin hófust sumarið 2006 og hafa hingað til verið í formi ráðstefna þar sem kenn- arar frá Boston og Kaup- mannahafnarháskóla hafa haldið fyrirlestra, en í ár verður námskeiðið meira miðað að kennslu þar sem nemendur geta tekið virkan þátt í um- ræðum tengdum námsefninu. Svona námskeið passar vel við þennan stað og það er áhugi er- lendis fyrir því að komast út úr stórborgunum og til slíkra staða þar sem hægt er að sjá heiminn aðeins, vera í friði og ræða mál- in. Háskólasetrið hefur verið í tengslum við Manitoba-háskóla og nú þegar hafa skráð sig tíu nemendur þaðan,“ segir Valdi- mar Halldórsson, safnstjóri Minningarsafns Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri. Hvernig sé að vera Íslendingur Valdimar sér um að kenna námsefni úr Íslandssögu eftir Gunnar Karlsson á ensku svo og texta frá Sverri Jakobssyni, Guðmundi Hálfdánarsyni og fleirum. Gestakennarinn í ár heitir Richard Jenkins og er pró- fessor í félagsfræði við Shef- field-háskóla. Hann hefur mikið fjallað um og skrifað bækur um það hvernig fólk myndar sína sjálfsmynd í sambandi við þjóð og þjóðflokk og jafnvel stjórn- mála- eða íþróttaflokk og gert á slíku vettvangsrannsóknir í Wa- les, Írlandi og Danmörku. Safn- ið á Hesteyri er opið yfir sum- artímann en þar er starfrækt kaffihús og segir Valdimar marga koma þar við til að fá sér vöfflur og kaffi í fallegu um- hverfi. Hátíðahöld Þann 17. júní er margt um að vera á Hrafnseyri. Þjóðlegt námskeið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.