Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 24
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-1
5-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
24| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Á sumrin velja margirferðalangar að fara norð-ur en samgöngur þangað
eru greiðar, bæði á bíl og í
lofti. Akureyri er vinsæll
áfangastaður ferðamanna
sem gjarnan dvelja þar en
leggja út í ferðir, til að mynda
á Mývatn, til Húsavíkur og út í
Hrísey. Fjölbreytt dagskrá verð-
ur á Norðurlandi í sumar með
íþróttamótum, bæjarhátíðum,
listviðburðum og tónleikum.
Náttúran á Norðurlandi er ein-
staklega fögur og laðar til sín
fólk á öllum aldri. Þeir sem
vilja binda á sig skó og ganga
hafa úr nógu að velja og nota-
leg tjaldstæði fjarri bæjum
leynast víða. Í Skagafirði er
mikil sönghefð og Skagfirð-
ingar þekktir fyrir gæðinga
sína. Á Skagafirði eru eyjarnar
Málmey og Drang-
ey og Tindastóll
gnæfir þar fjalla
hæst. Í Þingeyjar-
sýslum ber margt
fyrir augu en þar
eru fossarnir
Goðafoss og
Dettifoss, sá síð-
arnefndi aflmesti foss Evrópu.
Neðan hans eru Jökulsár-
gljúfur og norðar Hljóðaklettar
og Ásbyrgi. Á ströndum Norð-
austurlands er landslagið víða
ævintýralegt. Melrakkaslétta
geymir margar perlur en helsta
kennileiti hennar er Rauð-
inúpur nyrst á vesturströnd
sléttunnar; 73 metra hár
klettanúpur sem fær nafn sitt
og lit úr rauðu gjalli. Hann rís
með afgerandi hætti úr um-
hverfi sínu og hefur mikið verið
notaður sem kennileiti af sjó.
Norðurland var sögusvið mik-
illa atburða á Sturlungaöld.
Þar voru háðir mannskæðir
bardagar eins og Örlygs-
staðabardagi og Flóabardagi.
Á þeim tíma fór einnig fram á
Flugumýri frægt brúðkaup í
fjölskyldu Gizurar Þorvalds-
sonar sem end-
aði með
Flugumýrar-
brennu.
Þá voru Hólar
í Hjaltadal ann-
að tveggja bisk-
upssetra á Ís-
landi.
Norðurland
Stórbrotin náttúra og sögusvið
Norðurland er stór og hrífandi landshluti
með stórbrotnu landslagi þar sem allir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar er
blómleg menning, fjöldi möguleika til úti-
vistar og hrífandi náttúra. Á veturna eru
vetraríþróttir allsráðandi en á sumrin er
Norðurland rómað fyrir veðurblíðu.
www.nordurland.is
www.nordausturland.is
www.northwest.is
www.skagafjordur.is
www.eyjafjordur.is
www.akureyri.is
www.myv.is
Mikilfenglegt
Á siglingu um Skjálf-
anda sjást hvalir.